Fréttablaðið - 12.04.2019, Side 26

Fréttablaðið - 12.04.2019, Side 26
Ég er ekki mikið fyrir að gefast upp eða finna afsakanir þegar maður er búinn að taka að sér verkefni. Ástæðan fyrir því að ég fór að taka þátt í ýmsum keppnum var sú að ég var einn af þeim sem voru að vinna mjög mikið og fann að öll hreyfing gerði það að verkum að ég var miklu ferskari í vinnu og þeim verkefnum sem fyrir lágu. Því má segja að vinnuálag hafi gert það að verkum að ég fór að leita að einhverju til að hlaða batteríin. Upphafið má rekja til þess að félagi minn Jóhann kom til mín og sagði mér að við værum að fara að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmara- þoninu. Ég hafði aldrei hlaupið neitt, var um 10 kílóum of þungur og ekki í neinu formi. En verkefnið kláraði ég. Þetta var árið 2004 og þá hljóp ég 10 km á 53 mínútum. Ég sá að þetta gerði mér gott. Þá var ákveðið að halda áfram og taka 21 km. Það var gert árin 2007 og 2008 tíminn um tvær klukkustundir og það verkefni búið. Þegar maður finnur sér áskoranir og nær að klára þær, þá er alltaf gaman að setja markið aðeins hærra. Alltaf nýjar áskoranir Mitt markmið var að halda áfram og finna eitt verkefni á ári til að halda mér í formi. New York City Maraþon var sett á dagskrá og tekið 2008, sem var mikil áskorun. Ég er ekki mikið fyrir að gefast upp eða finna afsakanir þegar maður er búinn að taka að sér verkefni. Þegar því verkefni var lokið fórum við nokkur að ræða Ironman-áskoranir sem okkur þótti við hæfi. Við skráðum okkur á námskeið hjá þáverandi Íslandsmeistara í greininni, Karenu Axelsdóttur, sem tók okkur á næsta þrep. Karen barði okkur áfram og lét okkur læra sund sem var mikið mál fyrir mig. Við byrjuðum rólega í ólympískri þríþraut sem var í Barcelona og það var mjög skemmtileg keppni og góð byrjun á þessu næsta skrefi. Ég vildi ekki hætta þegar formið var orðið betra og maður áttaði sig á að hugurinn ber mann ansi langt. Ég tók þátt í hálfum Ironman á Íslandi til að undirbúa mig fyrir heilan Ironman sem kominn var á dagskrá árið 2011. Það verkefni kláraðist í skemmtilegum hópi, en það tók mikið á og þar áttaði ég mig á að með réttum undirbúningi með þjálfurum þá er næstum ekkert ómögulegt. Hjólreiðar fara svo miklu betur með líkamann Ég sá líka að fyrir mig þá var hlaup eitthvað sem ég var ekki að ná nægjanlega vel utan um. Ég var frekar lengi að jafna mig og fann að líkaminn, hné og annað, myndu helst ekki vilja gera þetta enn og aftur. Árið 2012 erum við Guð- mundur félagi minn að leita að Áskoranir eru til að sigrast á Ingi Már Helgason hefur tekið mörgum keppnisáskorunum og í seinni tíð aðallega á fjallahjóli. Hann á meðal annars að baki keppni í einni erfiðustu fjallahjólakeppni heims, Cape Epic. Epic Ísrael var góður kostur en einhvern veginn of lítil áskorun. Þegar maður er búinn með stór verkefni þá er það þannig að maður vill meira – ég veit ekki af hverju. GlæsileGt fjallahjól Smiðjuvegi 30 - rauð gata / Kópavogi / sími: 577 6400 Aðeins... 77.583 kr.  Diskabremsur  Álstell  Demparar 100 mm  21 gír Shimano NÝ HEIMASíÐA TILBOÐ Á ELDRI ÁRGERÐUM! nýrri áskorun og finnum þá lista yfir helstu fjallahjólakeppnir í heimi. Við ákváðum að skrá okkur í Transalp sem er 8 daga fjallahjóla- keppni frá Mittenvald í Þýskalandi yfir til Gardavatnsins á Ítalíu. Ég var settur í lið með Karenu Axels sem var þá ein besta fjallahjólakona á landinu! Hún sagði í viðtali að hún væri að fara í þessa keppni með einhverjum búðingum og hennar árangur myndi fara eftir því hvernig búðingurinn ÉG myndi ná að halda í hana. Þetta var gott veganesti fyrir mig til að æfa betur og reyna að láta hana ekki stinga mig af. Transalp fór vel af stað en síðan lentum við í hrikalega erfiðu slysi þar sem Karen datt og lenti illa. Það var flogið með hana burt í þyrlu og það síðasta sem hún sagði við mig áður en þyrlan fór á loft var: Þú gefst ekki upp og klárar þetta fyrir okkur sem lið. Ég var gjörsamlega niðurbrotinn en náði að klára þetta og ánægjunni yfir að hafa lokið þessari keppni fylgdi auðmýkt. Við allar áskor- anir og svona erfiðar aðstæður sem myndast þá fær maður auka óút- skýrðan kraft sem maður vissi ekki að maður býr yfir. Það var þá ekkert annað í stöðunni en að halda áfram. Vinna á listanum góða. Móðir allra fjallahjólakeppna Næst á listanum var móðir allra fjallahjólakeppna, Cape Epic í S-Afr- íku. Þetta er klárlega ein erfiðasta keppni sem hægt er að taka þátt í, átta dagar í óbyggðum Afríku með 17.000 metra hækkun alls. Við smöluðum saman góðum hópi. Það er svo merkilegt, að þegar maður á góða vini þá er frekar auðvelt að virkja góðan hóp í svona vitleysu! Ég hjólaði með Emil í Kríu og hann passaði að ég færi ekki fram úr mér. Þarna voru líka frábærir félagar sem studdu hver annan á allan hátt, bæði í keppninni og utan hennar. Það eru alger forréttindi að geta tekið þátt í svona keppni og hef ég verið heppinn þar sem fjölskyldan hefur stutt við bakið á mér allan tímann. Thelma konan mín, sem oft hefur ranghvolft augunum yfir þessari vitleysu, hefur staðið við bakið á mér og stutt mig óendan- lega. Annars væri ekkert af þessu hægt. Í framhaldi komu keppnir eins og La Ruta á Kosta Ríka sem við Guðmundur fórum í. Þess má geta að það er ein fyrsta fjalla- hjólakeppnin þar sem er álag og aðstæður eru eins erfiðar og hægt er. Transanders, sem haldin er í Chile, var næst á dagskrá og til staðar góður hópur til að taka þátt í áframhaldandi vitleysu! Aftur í Cape Epic Árið 2017 var síðan komið að því að fara aftur í Cape Epic þar sem einn félagi okkar veiktist í keppninni 2015 og vildi klára áskorunina. Þá voru aðstæður þannig að hitinn var yfir 46 gráður og það tók mikinn toll af öllum. Það voru yfir 200 hjólarar sem komust ekki í gegnum fyrsta daginn, þar á meðal ég sem lenti á spítala með næringu í æð. Sem betur fer þá náðu 6 af 10 Íslendingunum að klára þá keppni. Ég var aldrei sáttur við að klára ekki árið 2017. Ætlaði samt ekki að fara aftur þar sem líkamleg heilsa er mikilvægari en nokkur keppni. Við félagarnir ákváðum þá að skala þetta aðeins niður og fara í nettari keppni. Epic Ísrael var góður kostur en einhvern veginn of lítil áskorun. Þegar maður er búinn með stór verkefni þá er það þannig að maður vill meira – ég veit ekki af hverju. Ekki sáttur við að klára ekki Síðan kom símtal í haust frá Stefáni félaga mínum, en hann bað mig um að fara með sér enn og aftur í Cape Epic, þar sem hann hafði hvorki náð að klára 2015 né 2017 vegna aðstæðna. Sama hvað menn æfa mikið og telja sig vera tilbúna þá er alltaf þetta óvænta. Eitthvað sem enginn ræður við. Að leggja af stað í svona vegferð og halda að þetta sé bara að hjóla er mikill misskiln- ingur. Það getur allt klikkað. Ég tók þessari áskorun að fara með Stefáni í keppnina þar sem það sat enn í mér að hafa ekki klárað 2017 og hann bað mig að vera hjólafélaga sinn. Ég tel að stærsti hlutinn af svona keppnum sé félagsskapurinn og vin- átta sem kemur mönnum í gegnum allt í lífinu. Við voru því mjög sælir og glaðir yfir að klára þessa eina af erfiðustu fjallahjólakeppnum í heimi án teljandi vandræða. Síðan eru enn nokkrar áskoranir eftir á listanum. Það verður að koma í ljós hvenær þær verða teknar, en eitt er víst, að með frábærum félagsskap og allri þessari reynslu sem komin er í hópinn verður haldið áfram. Eitt skef í einu, vonandi þangað til listinn er tæmdur. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HJÓLA 1 2 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C D -A 5 7 C 2 2 C D -A 4 4 0 2 2 C D -A 3 0 4 2 2 C D -A 1 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.