Fréttablaðið - 12.04.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 12.04.2019, Síða 28
Það má eiginlega segja að Helgi hafi hjólað inn í líf mitt fyrir 35 árum og auðvitað líka skíðað. Það var kærkomið enda hef ég skíðað frá barnæsku og stökk glöð á bögglaberann hjá honum. Helgi hefur verið smá keppnis í sínu hjóleríi. Hann er sú týpa, en ég er ferðahjólari. Það er fátt betra en að hengja töskur á hjól og skrölta af stað þangað sem ferðinni er heitið. A til bé og áfram veginn. Við hjóluðum með dæturnar yfir Skotland þegar þær voru litlar. Það var fyrsta hjóla- ferðin út fyrir landsteinana og mikil hugljómun. Við höfðum fram að því gengið á fjöllum, kunnum á þann ferðahraða sem því fylgir dögum saman. En þarna var eitthvað nýtt. Að ferðast allt að 100 kílómetra á dag með allt sitt hafurtask, sjá nýja staði, hitta nýtt fólk, upplifa á krákustígum og slóðum, þjóðvegum, sveita- götum og eftir gömlum lestar- teinum. Meiri yfirferð á hjóli Það er meiri yfirferð á hjóli en gangandi og mikil útivera í öllum veðrum. Svona langaði okkur að sjá heiminn. Og við fórum Jakobsveginn frá Frakklandi og yfir Spán. Síðan höfum við hjólað frá Noregi til Svíþjóðar. Við eltum Rín yfir Evrópu frá upphafi til endaloka í Norðursjó og fórum yfir England til Edinborgar. Fyrir nokkrum árum fór ég ein hringveginn hér heima. Það var nú rússnesk rúlletta. Helgi hafði farið hann nokkrum sinnum með liðum í keppni. Við tökum okkar eigin hjól, pökkum í pappa- kassa, setjum saman á vellinum og hjólum af stað – tvær töskur á mann á bögglabera. Einfalt slow travel system – að ferðast hægt og lengja augnablikið. Það lengdist að vísu aðeins of mikið þegar við hjóluðum út af Heathrow-f lug- velli í roki og rigningu í fyrra. Flugvellir geta verið f lóknir. Við hjóluðum hringinn í kringum völlinn áður en við gátum komið okkur út fyrir f lugbrautir og hrað- brautir. Hvernig komumst við héðan út? spurðum við bílastæða- vörð í undirgöngum. Hvernig í andskotanum komust þið hingað? spurði hann og horfði á reiðhjólin. Best að gista á þorpspöbb- unum Og svo er það gistingin. Tjaldvist nennum við ekki. Það er heldur ekki nægileg nánd við samfélagið hverju sinni. Gistingin er stund- um spennandi – uppgerð útihús, heimagisting og barir og við hittum áhugaverðar manneskjur alls staðar. Besta leiðin til að kynnast Bretlandi er til dæmis að gista á þorpspöbbnum. Þar slær alþýðuhjartað. Ætli eftirminni- legast sé ekki hingað til að elta Rín til sjávar. Við fylgdum henni að heiman frá jökullóni í Sviss, yfir fjöll og dali, í gegnum iðnaðar- svæði og um skipahálsa, fram hjá fólkinu sem lifir og nærist við Rín. Svo f laut hún á móti straumnum út í Norðursjó. Við runnum með henni í rólegheitum, fundum fyrir þunga stundarinnar, þegar þessi mikla lífæð yfirgaf tilvistina. Já, og nú látum við okkur dreyma um næstu ferð, helst í haust. Eystra- salt, Ítalía eða Balkanskaginn. Hver veit? Það kemur í ljós. Sjá Evrópu á hjóli Kristín Helga Sigurðardóttir og Helgi Geirharðsson á síðasta degi í einni af langferðum sínum í Evrópu. Líklega mun ein ferðin til viðbótar bætast við í haust, eftir að íslenska sumarsins hefur verið notið. Kristín Helga með bros á vör við sína uppáhaldsiðju, að skoða sig um á löngum ferðum þeirra hjóna á evrópskum hjólaleiðum. Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 10:00 til 18:00 Laugardaga kl. 10:00 til 16:00 Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík #becube #triverslun Egilsstaðir TRI VERSLUN er umboðsaðili CUBE á Íslandi Akureyri TACX FLUX SMART TACX FLUX SMART TACX NEO SMART TRI VERSLUN CUBE AIM “27.5 CUBE 2019 reiðhjólin eru komin! WWW.TRI.IS Sími:571 8111 Netfang: info@tri.is TRI VERSLUN TRI VERKSTÆÐI TRI VEFVERSLUN CUBE STEREO CUBE ATTAIN 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RÚT AÐ HJÓLA 1 2 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C D -B 9 3 C 2 2 C D -B 8 0 0 2 2 C D -B 6 C 4 2 2 C D -B 5 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.