Fréttablaðið - 12.04.2019, Page 30
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Páskar eru dagar hvíldar og þess að njóta góðs matar. Súkkulaði skipar vissulega
stóran sess á páskadag en lamba-
kjötið er ekki síður vinsælt á
þessum degi. Lambalærið er alltaf
ljúffengt og hér er uppskrift að
því en einnig lambaskönkum sem
þurfa langa eldun og verða ákaf-
lega bragðgóðir.
Lambalæri
með ofnbökuðu grænmeti,
kartöflugratíni og rauðvínssósu
fyrir 6
Lamb er frábær páskamatur sem
hægt er að matbúa fyrir fjölskyld-
una. Hægt er að krydda lambið á
margan hátt en hér er það hvítlauk-
ur og rósmarín sem ráða ferðinni.
2,6 kg lambalæri
Ólífuolía
Salt og pipar
Hvítlauksrif
Ferskt rósmarín
Nuddið kjötið með olíunni. Gerið
göt í kjötið og stingið hvítlauk og
rósmaríni í þau. Saltið og piprið.
Ágætt er að láta kjötið standa á
borði í tvo tíma eftir að það hefur
verið kryddað.
Lambakjöt á hátíðardögum
Það styttist í páska og kærkomið páskafrí. Flestir gera vel við sig í mat þessa hátíðisdaga og
lambakjöt er vinsælt. Hér eru ljúffengar uppskriftir sem henta vel yfir hátíðirnar.
Það er gaman að setjast við fallega skreytt páskaborð.
Gulur og grænn passa vel á borðinu. NORDICPHOTOS/GETTYLambalæri er einstaklega ljúffengt með hvítlauk og rósmaríni og gratíneraðar kartöflur eru einstaklega góðar með lambakjöti.
Gratíneraðar kartöflur passa einstaklega vel með öllu lambakjöti.
Ofnsteikt grænmeti
1-2 dl lambakraftur
2-3 msk. smjör
Smávegis vatn
Grænmeti, eins og laukur, hvít-
laukur, spergilkál, gulrætur,
fennel
Hitið ofninn í 150°C. Leggið lærið í
ofnpott ásamt niðurskornu græn-
meti. Setjið smávegis lambakraft,
smjör og vatn með. Gott er að ausa
kjötið á meðan á steikingu stendur.
Steikja þarf kjötið þar til kjötmælir
sýnir 65-70°C. Þar sem hitinn er
lágur gæti þetta tekið tvo og hálfan
tíma en ofnar eru mismunandi
heitir. Svo er auðvitað hægt að
grilla lærið úti í rúma klukku-
stund en þá er ekki hægt að hafa
grænmetið. Látið kjötið hvíla í 20
mínútur eftir steikingu áður en
það er skorið niður.
Með kjötinu er gott að hafa rauð-
vínssósu.
Rauðvínssósa
3 dl rauðvín
2 skalottlaukar, mjög smátt
skornir
½ tsk. pipar
1 lárviðarlauf
1½ dl lambakraftur
2-3 msk. smjör
Salt
Setjið rauðvín í pott ásamt lauk,
pipar og lárviðarlaufi og sjóðið
niður um einn þriðja. Bætið þá
lambakrafti saman við. Hrærið
smjörinu saman við og bragðbætið
með salti. Smakkið sósuna til eftir
því sem þarf. Sigtið.
Kartöflugratín
800 g kartöflur í sneiðum
3 dl rjómi
1-2 dl mjólk
Rifið múskat
1-2 hvítlauksrif, smátt skorin
Salt og pipar
Smávegis smjör
Rifinn ostur
Skrælið og þvoið kartöflurnar.
Hitið upp rjóma og mjólk. Bætið
hvítlauknum út í ásamt salti og
pipar. Setjið kartöflurnar út í og
látið malla í tíu mínútur á vægum
hita. Smyrjið eldfast form og hellið
blöndunni þar í. Setjið nokkra
smjörbita yfir, rifinn ost og breiðið
álpappír yfir. Setjið inn í ofninn
með lambalærinu í einn og hálfan
tíma. Þegar lambið er tilbúið er
það tekið út, álpappírinn tekinn af
kartöflunum og hitinn hækkaður
í 180°C. Steikið áfram þar til kart-
öflurnar hafa tekið fallegan lit.
Lambaskankar
með grænmeti
fyrir 4
Ef fólk vill hafa eitthvað annað en
lambalæri þá er hér uppástunga
um lambaskanka. Þeir eru mjög
góðir og gera alltaf lukku. Það er
einn lambaskanki á mann.
1 dl sólkjarnaolía
4 lambaskankar, það er gott að
maka á þá smávegis Dijon-sinn-
epi, salti og pipar
2 stórar gulrætur, skornar niður
½ sellerírót, skorin í teninga
½ smátt skorinn blaðlaukur, bara
hvíti hlutinn
1 fennel, skorið niður
8 perlulaukar
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 msk. fennelfræ
1 stjörnuanís
2 stilkar ferskt rósmarín
3 lárviðarlauf
Smávegis ferskt timían
1 kanilstöng
Börkur af einni sítrónu og einni
appelsínu, mjög smátt skorið,
ekki nota hvíta partinn
3 dl nautasoð
3 dl rauðvín
1-2 dl vatn
1 dós niðursoðnir kirsuberja-
tómatar
Salt og pipar
Hitið ofninn í 150°C. Brúnið kjöt-
bitana í stórri og djúpri stálpönnu
eða -potti í sólkjarnaolíu á öllum
hliðum. Leggið í eldfast fat. Steikið
gulrætur, sellerí, blaðlauk, fennel
og lauk þar til grænmetið mýkist.
Bætið þá við hvítlauk, fennel-
fræjum, stjörnuanís, rósmaríni,
lárviðarlaufi, timíani, kanilstöng
og berkinum. Hrærið öllu vel
saman. Bætið þá við kjötkrafti,
rauðvíni og tómötum.
Þá eru skankarnir settir í pottinn,
kjötið snýr niður og beinið upp.
Kjötið á alveg að vera þakið í vökv-
anum en ef ekki þarf að bæta við
vatni. Sjóðið upp með loki. Setjið
þá pottinn inn í heitan ofninn
og eldið í 2-3 tíma eða þangað til
kjötið losnar frá beinunum.
Takið kjötið upp úr pottinum og
bætið við sósuna 2 msk. Dijon-
sinnepi, 1-1½ tsk. sambal oelek,
3-4 msk. sykri, 1-2 msk. sítrónu-
safa, Maldonsalti og nýmöluðum
pipar. Smakkið til og bætið við
kryddi eftir þörfum. Leggið kjötið
aftur í sósuna þegar hún er tilbúin
og berið fram með kartöflumús.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
D
-C
C
F
C
2
2
C
D
-C
B
C
0
2
2
C
D
-C
A
8
4
2
2
C
D
-C
9
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K