Fréttablaðið - 12.04.2019, Qupperneq 34
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús Georg
Siguroddsson
rafmagnstæknifræðingur,
Sóltúni 28, Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni
þriðjudagsins 9. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðrún Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Guðrún Anna Magnúsdóttir
Fanney Magnúsdóttir
Ragnheiður H. Magnúsdóttir Magnús L. Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðlaugur
Ingimundarson
Ásbraut 17, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 2. apríl á Land -
spítalanum við Hringbraut. Útför hans
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
15. apríl klukkan 11.
Linda Guðlaugsdóttir
Guðrún Guðlaugsdóttir Garðar H. Magnússon
Guðlaugur I. Guðlaugsson Manuela Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurvin Jónsson
Suðurbyggð 15, Akureyri,
lést þriðjudaginn 9. apríl 2019.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju,
mánudaginn 29. apríl klukkan 13.30.
Sigríður Sigurvinsdóttir Bjarni Kristinsson
Jóna Ólafía Sigurvinsdóttir
Ásdís Sigurvinsdóttir Einar Birgir Kristjánsson
Björg Sigurvinsdóttir Sveinbjörn Herbertsson
Trausti Sigurvinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Mér finnst ótrúlegt að platan sé orðin að veruleika og útgáfu-tónleikar í kvöld. Ég held mig sé að dreyma. Það hefur
verið svo mikið að gera að ég man varla
síðustu mánuði. Tíminn hefur bara liðið
svona,“ segir Már Gunnarsson og smellir
fingrum. Hann er söngvari, píanóleikari
og lagahöfundur og er að tala um sína
fyrstu plötu, Söng fuglsins. Hún var
tekin upp í Póllandi, undir stjórn eins
virtasta útsetjara landsins, Hadrian
Tabecki. „Það eru komnir hingað fjórir
atvinnu-hljóðfæraleikarar frá Póllandi,
rosalega færir, til að spila á útgáfutón-
leikunum í kvöld í Hljómahöllinni og
frábær poppsöngkona, Natalia Przy-
bysz. Það er algerlega magnað að þau
skuli öll gefa sér tíma til koma hingað.
Svo er líka íslenskt tónlistarfólk í band-
inu, Villi Naglbítur, Ívar Daníels, Guðjón
Steinn Skúlason og Ísold Wilberg, systir
mín, þannig að þetta er pólskt-íslenskt
samstarf.“
Már tók þátt í söngvakeppni í Kraká
í Póllandi fyrir tveimur árum og varð í
þriðja sæti. Í fyrrasumar fór hann aftur
út og söng á stærstu góðgerðartónleik-
unum í Póllandi. „Við erum að tala um
16.000 manns í húsinu og tónleikunum
var streymt til tveggja milljóna,“ lýsir
hann og segir góð tengsl hafa skapast við
pólskt tónlistarfólk í þessum ferðum.
Gísli Helgason, f lautuleikari og laga-
smiður, verður hluti af hljómsveitinni á
tónleikum kvöldsins að sögn Más. „Gísli
er alger fagmaður og góður vinur minn,
ég er stoltur af að hafa þann meistara
með í þessu verkefni,“ segir hann. Þeir
Már og Gísli eiga f leira sameiginlegt,
því báðir eru nær blindir. „Ég hef verið
mjög sjónskertur alla mína tíð og þekki
ekkert annað. Það er bara þannig,“ segir
Már og dvelur ekki lengi við það atriði
en segir líf sitt snúast um tónlistina og
sund. Hann stefnir á að fara á Ólympíu-
leika fatlaðra á næsti ári í Tókíó. „Ég er
landsliðsmaður í sundi og var á Íslands-
mótinu um síðustu helgi, þá þurfti ég
að fara eldsnemma á fætur og mjög
snemma að sofa en þessa viku hef ég
vakað fram á nætur við æfingar þannig
að það er öllu snúið á haus!“ segir hann
hress.
Már kveðst hafa samið lög frá tíu til
tólf ára aldri, á píanóið sem hann hafi þá
verið búinn að spila á í nokkur ár. „Svo
komst ég í tæri við snillinga og það er
engu líkt hvað það gerir manni gott að
vinna með góðu fólki sem leggur mikið
á sig og gefur af sér,“ segir hann. Lögin á
nýja diskinum eru öll eftir Má og flestir
textarnir eftir Tómas Eyjólfsson. „Það
eru nokkur lög komin á You Tube og
Spotify og munu öll koma þangað inn.
Svo verður diskurinn seldur á tónleik-
unum.“ Már tekur fram að tónlistarstíll-
inn verði fjölbreyttur í Hljómahöllinni
í kvöld og þar verði vonandi eitthvað
fyrir alla. Á lagalistanum nefnir hann
sérstaklega Kvöldsiglingu Gísla Helga-
sonar. Herlegheitin hefjast klukkan 20
en húsið verður opnað klukkan 19.
gun@frettabladid.is
Ég held mig sé að dreyma
Fyrsta plata hins sjóndapra Suðurnesjamanns Más Gunnarssonar kemur út í dag. Hún
heitir Söngur fuglsins. Veglegir útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld í Hljómahöllinni.
Már að hengja upp plakat í húsnæði Blindrafélagsins fyrir tónleika kvöldsins í Hljómahöllinni. Það er að mörgu að hyggja.
Ég hef verið mjög sjónskertur
alla mína tíð og þekki ekkert
annað. Það er bara þannig.
1912 Farþegaskipið Titanic, sem aldrei átti að sökkva,
leggur upp í sína fyrstu og einu ferð. Skipið sekkur
þremur dögum seinna eftir árekstur við borgarísjaka.
1927 Íþróttafélagið Völsungur er stofnað á Húsavík.
1930 Útvegsbanki Íslands er stofnaður.
1931 Knattspyrnufélagið Haukar er stofnað í Hafnarfirði.
1940 Bretar hernema Færeyjar.
1945 Franklin D. Roosevelt deyr í embætti og Harry S.
Truman tekur við sem 33. forseti Bandaríkjanna.
1947 Íslenska tónlistarútgáfan Íslenzkir tónar er stofnuð
í Reykjavík.
1952 Vélbáturinn Veiga sekkur við Vestmannaeyjar. Tveir
menn farast en sex bjargast í gúmmíbjörgunarbát. Það er
í fyrsta sinn sem slíkur bátur er notaður hér við land.
1953 Menntaskólinn á Laugarvatni verður sjálfstæður
menntaskóli, sá fyrsti í dreifbýli á Íslandi.
1961 Júrí Gagarín
verður fyrstur manna
til að fara út í geiminn.
1974 Rithöfunda-
samband Íslands er
stofnað upp á nýtt
sem stéttarfélag ís-
lenskra rithöfunda.
1982 Kvikmyndin
Sóley eftir Rósku er
frumsýnd í Reykjavík.
1983 Yasser Arafat heimsækir Olof Palme í Stokkhólmi
þrátt fyrir mótmæli frá Ísrael.
1986 Fjölbrautaskóli Suðurlands verður fyrsti sigurvegari
í Spurningakeppni framhaldsskólanna.
2010 Rannsóknarnefnd Alþingis birti skýrslu um að-
draganda og orsakir hrunsins í níu bindum.
Merkisatburðir
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055.
1 2 . A P R Í L 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
2
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
D
-B
4
4
C
2
2
C
D
-B
3
1
0
2
2
C
D
-B
1
D
4
2
2
C
D
-B
0
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K