Framsókn : bændablað - samvinnublað - 12.12.1936, Side 4
FRAMSORN
LÍFTRYGGINGAR
í Æ
F
T
R
Y
G
G
I
M
G
A
R
G
,S
B
G
J
L
D
SjðTátrygging rfél g íslitnds h.f.
LÍFTRYGGINGARDEILD.
„Greindur nærri getur,
en reyndur veit þó betur.“
NhCCiI og VEGA
saumavéíar.
ö
Endingarbestar.
Fallegastar.
Léttastar.
^ Mikið úrval — við allra hæfi.
o Hagkvæmir greiðsluskilmálar. 5
1 ReiðhjtilaverKsmiðjan „fÁLKÍMM". j
g Laugavegi 24. j
SUÍXXSOÍXXXXXXN-ÍKSÍIWSOÍXXXXX XXK5CÍ505 XXXSOOOtÆíOOöOCOÖOOOOOd
Frh. af L síðu.
BRÉF ÚTVEGSMANNA.
miklu leyti af gengi á íslenzkri
krónu, gengi, sem reynt er að halda
uppi með sérstökum ráðstöfunum
af hálfu stj órnarvaldanna og sem
vera mundi lægra, ef þeim ráðstöf-
unum væri slept.. Er því þarna
raunverulega tekinn af útgerðinni
drjúgur hluti af andvirði afurð-
anna og það gert að tilhlutun
st j órnarvaldanna.
Með því að öllum má vera það
ljóst, að ástandið, eins og það er
nú, er ekki til frambúðar, viljum
vér leyfa oss, að beina því til hæst-
virtrar ríkisstjórnar, að hún hlut-
ist til um, að gengi íslenzku krón-
unnar sé ekki lengur haldið hærra
en eðlilegt væri og hægt væri að
gera án þvingunarráðstafana. Mun
það ekki fjarri lagi, að gengi henn-
ar væri lækkað um 30%.
Vilji hæstvirt rikisstjórn ekki
sinna þessu, en sjái hins vegar ein-
hver önnur ráð fram úr örðugleik-
unum, eru fulltrúar okkar útgerð-
armanna fúsir að ræða hvaða mögu-
leika sem eru útveginum til bjargar.
Skýring vísunnar í 32. tbl.
Framsóknar.
Kreppuvaldur.
Kreppuvalds í klaki lóma
klingja pund við gleðihljóm,
skuldahelsið skapa, róma. -
Skortir frelsi og stærri dóm.
:|: „Skipulag“er skálkar róma. :J:
Skapið frelsi og stærri dóm!
•Kreppuvaldur: Sá sem orsakar
„kreppuna", þ. e. veldur truflun
og erfiðleikum í atvinnu- og verzl-
unarmálum.
lómaklak: lómur, hrekkvís mað-
ur, svikari, lómaklak er þá upp-
eldisstöð og skóli slíkra pilta.
pund: erlend mynt, peningar,
verSmæti.
róma: lofa, hafa í hávegum,
heiðra. '
Þýðing vísunnar í óbundnu
máli:
I lómaklaki kreppuvalds er nóg
um erlendan gjaldeyri, þar er hon-
um hringlaö og hampaö, og glaöst
af með fagnaðarlátum. Þar eru
búnir til skuldafjötrar, sem lóm-
arnir eru svo látnir hæla og hrósa.
Til þess að dæma slíkt athæfi sem
veiöugt væri skortir menn frelsi
vegna núverandi löggjafar.
SPÁNN.
Orustur hafa verið háðar
víðsvegar á Spáni, en ekki með
jafnmiklum krafti og áður.
V'irðast báðir málsaðilar vera
orðnir þreyttir, og auk þess
hefir veðráttan verið hörð og
köld. Þetta hefir leitt til þess
að dregið hefir úr bardögun-
um.
Hafnbann Francos virðist
þegar hafa haft allmikil áhrif,
og er nú miklu erfiðara fyrir
stjórnarherinn að flytja inn
vopn og skotfæri. Mest hefir
verið barizt fyrir sunnan og
vestan Madrid, og auk þess hef-
ir stjórnarherinn á norðurvíg-
stöðunum sótt fram í áttina til
Burgos.
Nú eru stórveldin loks farin
að beita sér fyrir því, að koma
friði á, hafa Frakkar og Bret-
ar gengið þar á undan og
skorað á ýms önnur lönd að
vinna að þvi með þeim, að
semja frið á Spáni. Sumar
þjóðir, til dæmis Rússar, b.afa
tekið vel undir þessa málaleit-
un, en aftur hafa Þjóðverjar
og Portúgalsmenn verið tregir
til að skifta sér af málinu. Tal-
ið er að nú sé hinn heppileg-
asti tími til að reyna að semja
frið, þar sem báðir andherjar
eru þreyttir orðnir og stríðið
hefir að mestu leyti stöðvast
i bili.
Ekkert hefir verið birt um
það, á hvaða grundvelli hugs-
að er að leysa deiluna, en allt
útlit er fyrir, að tæplega verði
hægt að koma friði á, nema
með því að skipta Spáni i tvö
ríki, en það mun þó líka verða
miklum vandkvæðum bundið.
Hinsvegar er ekkert útlit fyrir
það sem stendur, að annarhvor
málsaðili geti sigrað hinn að
fullu og komið friði á með
ofurefli vopnanna.
ÁSTAMÁL BRETAKONUNGS.
HANN LEGGUR NIÐUR KONUNGS-
TIGN VEGNA KONU.
Síðustu vikurnar hafa ásta-
mál Játvarðar Bretakonungs
verið eitt helzta umtalsefni
heimsins. Konungur er ókvænt-
ur, en nú vildi hann kvongast
amerískri konu, frú Simpson
að nafni. Hún hefir verið tvi-
gift og skilið við báða menn
sína. Má nærri geta, að Bretum
geðjaðist ekki að þessum ráða-
hag, enda tók stjórnin ákveðna
afstöðu gegn giftingunni, og
eins kirkjan, og að því er virð-
ist, mestur hluti þjóðarinnar.
Stjórnin hefir haldið marga
fundi um málið, en fátt hefir
verið birt opinberlega um það.
Háværar raddir hafa heyrst
um það, að konungur verði að
leggja niður konungdóm, ef
hann liéldi fast við áform sitt.
Var svo komið, að konungur
hafði ekki um annað að velja
en að hætta við kvonfangið eða
afsala sér völdum og landsvist
i Englandi.
Játvarður VIII. var tálinn
afarvinsæll í Englandi, en það
breyttist skyndilega, þvi segja
má, að hann mæti nú andúð
um allt ríkið, nema i Ástraliu.
Forsætisráðherrann þar, heíir
lýst því yfir, að konungi sé
heimilt að ganga að eiga þá
konu, er honum sýnist, án þess
að það kæmi við stjórn ríkis-
is. Fólkið lieimtaði, að Albert
hertogi af York tæki við kon-
ungsvöldum, en hann er næst-
ur konungi að aldri af þeim
bræðrum. Hann er fæddur 1895
og er kvæntur enskri konu af
háurn aðalsættum.
Þessi ákvörðun konungs er
einsdæmi i sögu Breta, og hef-
ir, eins og vænta mátti, vakið
afskaplega athygli. Sagt er, að
konungur hafi fagnað því, að
verða laus við konungdóminn,
og muni hraða sér úr landi.
Á fimmtudaginn var, gaf
stjórnin svo út yfirlýsingu þess
efnis, að Játvarður VIII. væri
hættur að stjórna, og Albert
hertogi tæki við konungstign,
undir nafninu Georg VI.
Búist er við, að konunga-
skiptin kunni að hafa mikil á-
hrif á ensk stjórnmál, og er
ekki ólíklegt, að stjórnarskipti
verði áður en á löngu líður.
Kaupið
timbur, glugga, hurðir og lista
hjá stærstu timburverzlun og
irésmiðju landsins. ---------
-------- Hvergi betra verð. f*
Kaupið gott efni og góða vinnu.
Þegar húsin fara að eldast, mun koma í/ljós, að
það margborgar sig. —
Verzlunin selur einnig sement,
saum, þakpappa, kross-spón,
Treetex og niðursöguð efni í
hrífuhausa, hrífusköft og orf.
Timburver&Ixoiira
VÖLUNDUR H.F.
í!
REYKJAVIK.
Símnefni: Völundur.
Reykjavík. Sími: 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Niðursuðuverksmiðja. Rjúgnagerð.
Reykhús.
Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt-
og fiskmeti, f jölbreytt úrvak Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöi
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútima
kröfum.
Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
Ábyrgðarmaður: FÉLAGSPRENTSMIÐJAH
Jón Jónsson, Stóradal.