Framsókn : bændablað - samvinnublað - 27.02.1937, Page 2

Framsókn : bændablað - samvinnublað - 27.02.1937, Page 2
FRAMSÓKN stjórnarinnar —- 1933 — hafa stjórnarliðar aldrei viljað taka til samanburðar við sína stjórn- artíð, heldur alltaf vitnað í árið 1934. Á miðju því ári fór sarn- steypustjórnin frá völdum, og núverandi fjármálaráðherra mun hafa haldið reilmingi þess árs opnum mun lengur heldur en venja er til, og fært talsvert af raunverulegum útgjöldum ársins 1935 á árið á undan til að fegra sinn hlut, en gera útkomu fyrirrennara síns lakari. Og hvernig er þá útkoma árs- ins 1933? Hún er í stuttu máli á þessa leið: Þá var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður, og það nokkru betur heldur en árið 1935, sem mikið hefir verið gortað af. Þá bættu bankarnir hag sinn gagnvart útlöndum um allt að milljón króna. Þá bætti þjóðin hag sinn gagnvart útlöndum um nær 4 milljónir kr. samkvæmt skráðu gengi, en um nær 3 milljónir kr. samkv. gullgengi, og um rúml. 12 milljónir kr. samkv. „vöru- gengi“. Þess skal getið, að allar þessar tölur eru teknar eftir út- reikningi skipulagsnefndar at- vinnumála, i nýlega útkominni skýrslu hennar. Munu þær þvi tæplega verða véfengdar af stjórnarliðum. En þessar tölur birta öílum landslýð þá stað- reynd, að á engu öðru ári, síðan í góðærinu rnikla 1928, hefir þjóðin bætt hag sinn gagnvart útlöndum eins mikið og á stjórnarári samsteypustjórnar- innar 1933. Tilsvarandi tölur við þær, sem liér eru nefndar frá árinu 1933 eru ekki til fyrir árið 1936. En bráðabirgðatölur fyrir það ár, sem jafnan eru mun hagslæðari heldur en hin raun- verulega útkoma, sýna að á s. 1. ári hefir hagur bankanna gagnvart útlöndum versnað um hátt á 2. milljón króna og skuidir ríkisins lækkað uin ein- ar 100 þús. krónur, svo að rík- issjóöur hefir orðið að eyða öllu andvirði varðskipsins, sem sljórnin seldi, og auk þess að taka lán til að greiða afborgan- ir af lánum. Þannig er þá í stuttu máli samanburðurinn á árinu 1933 og 1936, að því er snertir skuld- ir ríkisins og hag þjóðarinnar gagnvart útlöndum. Munu allir fljótlega sjá, hvor hefir vinn- inginn í þeim samanburði, nú- verandi eða fyrverandi stjórn. Þá skal vikið nokkrum orð- um að rekstrarafkomu rikis- sjóðs á þessum tveimur árum. Árið 1933 voru tekjur ríkis- ins áætlaðar 10,5 milljónir króna, og rekstrarhalli 196 þús., en samkv. landsreikningi varð rekstrarhallinn einungis 62 þús. kr. eða 132 þús. kr. betri en í járlögin höfðu gert ráð fvrir. Árið 1936 voru tekjur rikis- ins áætlaðar tæpl. 15,3 milljónir króna og rekstrarafgangur 684 þús. kr. en samkv. bráðabirgða- yfirliti fjármálaráðherra varð rekstrarafgangur einungis tæpl. 84 þús. krónur. En þar verður vitanlega rekstrarhalli þegar öll kurl koma til grafar á lands- reikningi, þvi að enn eru ekki öll útgjöld ríkissjóðs frá fyrra ári komin til reiknings fremur en venja er til. Þetta sýnir, að árið 1933 varð útkoman rúml. 130 þús. krónum b e t r i, heldur en f jár- lög gerðu ráð fyrir, en árið 1936 varð útkoman 600 þús. krónum 1 a k a r i heldur en fjárlögin ráðgerðu. Þannig hefir Eysteinn Jóns- son staðið við hin stóru orð sín, um að láta landsreikning hvers árs vera í fullu samræmi við gildandi fjárlög. Hér skal nú staðar numið að sinni. Þessar staðreyndir hafa verið dregnar fram hér að framan til að sýna hve rangur og villandi samanburður stjórn- arliðsins er, þegar þeir bera nú- verandi fjármálastjórn og af- komu ríkis og þjóðar saman við hag landsins út á við, og aðgerð- ir samsteypustjórnarinnar fyrri í viðskipta- og fjármálum. — Og þegar á það er litið með ó- hlutdrægni og óbrjálaðri dóm- greind, þá munu allir sjá að fyrverandi stjórn gengur með sigur af hólmi i þeim saman- burði. Stjórnarliðarnir eru því enn mestir í montinu, eins og vant Á yfö og dreif. „Hvöt“ heitir rit, sem út er gefiö af Sambandi bindindisfélaga í skól- um. Kom þaS út I. febrúar s. 1. en þann dag hefir sambandiö kjöriS sér fyrir baráttudag gegn áfengis- neyslu. „Hvöt“ er myndarlegt rit og fjölbreytt. Þetta hefti þess hefst á ræSu Pálma Hannessonar rekt- ors, en auk þess eru þar ýmsar aSrar greinar um bindindismál, s. s.: „Vínið og trúar'brögðin“, eftir SigurS Ólafsson, „Langlífi og lífs- þróttur íslendinga“ eftir Steingrím Arason kennara, „íþróttir og á- fengi“, útvarpserindi eftir Jóhann Sæmundsson lækni, „Ný viðhorf“, eftir Daníel Ágústínusson, „Af- brot og áfengi", eftir Svein Sæ- mundsson lögregluþjón. Ennfrem- ur ýmsar fréttir frá bindindisfélög- um skólanna. Þau eru nú 21 að tölu, og sumstaðar svo fjölmenn a‘S þau telja meirihluta nemenda. Má það kallast gleðilegur árang- ur á þeim tíma, sem sambandið hefir starfað, því það er nú ein- ungis tæplega 5 ára að aldri. Skólaskýrsla Menntaskólans á Akureyri fyr- ír veturna 1934—35 og 1935—36 er nýlega komin út. Er þaö að vanda myndarlegt rit, 132 bls. a'S stærS. Hún hefst á erindi eftir einn nemanda skólans, BárS Jakobsson, er fjallar um Bolungarvík og Bol- víkinga. Þá tekur viS skýrsla um skólann þessa tvo vetur, en aftan við hana er löng og merkileg rit- gjörð eftir skólameistara, Sigurð Guðmundsson, sem hann nefnir „Aftur á bak eða áfram?“ Efni síðasta heftis Kirkjuritsins er þetta helst: „Þeir sáu Jesú einan“, prédikun eftir Á. G., „Prestamir og unglingafræðslan“, eftir síra Þíelga Konráðsson, „Starf kenni- mannsins með þjóð vorri“, eftir síra Björn Magnússon, „Hættan við ströndina“, eftir síra Jón M. Guðjónsson, og ýmsar fréttir og smágreinar. Alþingi hefir nú setið næstum hálían mánuð. Er fjöldi frumvarpa fram kominn, en flest eru það uppvakn- ingar frá fyrri þingum. Þorsteinn Briem flytur frumvarp um ,,fram- haldsnám við bændaskóla“, sem komið hefir fram áður, en dagað uppi. Sjálfstæðismenn ílytja frv. um afnám útflutningsgjalds af sjávarafurðum, um vinnulöggjöf, um breyting á lögum um gjald- eyrisverzlun o. fl. Það er eftirtektarvert, að af þeim 19 stjórnarfrumvörpum, sem fram eru komin, eru 9 til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum, sem út hafa verið gefin á þeim 9 mánuð- um, sem liðnir eru frá síðasta þingi. Ber það ljósan vott um hve óvandað og flausturslegt löggjaf- arstarf stjórnarflokkanna er, að þurfa skuli að lappa upp á lög- gjöf þeirra með bráðabirgðalögum mánaðarlega milli þinga. Há laun. Þeg’ar aðalfundur Sölusainlags íslenskra fiskframleiðenda var baldinn hér í Reykjavík í haust, ætluðu stjórnarblöðin að rifna af vandlætiligu yfir hinum háu laun- um, sem greidd væru við þessa stofnun. Sem dæmi um óhóflegar launagrleiðslur hjá S. í. F. var nefnt, að 11 menn hefðu samtals 130 þús. kr. laun. Mega það telj- ast ríflegar launagreiðslur þegar miðað er við framleiðslutekjur tiskimanna. En fáa mun hafa grunað, að uæstum þessu sama meti hafi stjórnarflokkarnir náð í launa- greiðslum til sinna flokksmanna. 1 skrá yfir starfsmenn ríkisins, sem fylgir fjárlagafrumvarpinu nú kemur það í ljós, að 10 hæstlaun- uðu mennimir hafa —• fyrir utan bitlinga —104 þús. króna árslaun. Þannig stendur Framsóknarflokk- urinn við sitt hátíðlega stefnu- skrárloforð um „að færa launa- greiðslur ríkisins til samræmis við framleiðslutekjur þjóðarinnar". Skyldi enginn fulltrúi á flokks- þinginu hafa mint broddana á þetta ágæta kosningaloforð! Hið nýja góðæri. Stjórnarflokkarnir segjast með aðgerðum sínum hafa „breytt hall- æri í góðæri“ í landinu. Hér skulu riefnd tvö dæmi um það hv^rnig þetta „góðæri“ stjórnarflokkanna lýsir sér. Á Bíldudal í Barðastrandarsýslu er nú búið að loka skólanum og kirkjunni vegna kolaleysis, og sagt er, að það þorp sé allslaust af öll- um nauðsynjum, svo hungur og kuldi vofi yfir þorpsbúum. Þann- ig birtist „góðæri“ stjórnarflokk- anna á Bíldudal. Ekki virðist á- standið betra í sumum öðrum þorpum. Á Norðfirði var nýlega hafin öt- u! innheimta á sjúkrasamlags- gjöldum þorpsbúa. En ekki voru íbúarnir í þessari paradís social- Treetex innanhússklæðning einangrar bezt. Gerir húsin hljóðþétt, hlý og rakalaus. ista, þar sem Jónas Guðmundsson hefir ráðið lögum og lofum í 10 ár, „múraðri“ heldur en svo, að fæstir höfðu aura til að greiða þessi nýju lögboðnu gjöld. Var því að taka gjaldið lögtaki og var tekin kýr af einum, útvarpstæki af öðrum, veiðarfæri af þeim þriðja o. s. frv. Þegar þetta eru einkenni góð- ærisins að dómi stjórnarflokk- anna, hvernig munu þá hallærin verða ? Milliflokkur. Frá nýafstöðnu þingi Fram- sóknarfl. kemur nú sú óvænta yf- irlýsing, að hann telji sig milli- flokk. Þegar socialistarnir, sem smeigt hafði verið inn í flokkinn, náðu þar yfirtökum fyrir 3 árum, íleigðu þeir milliflokksaðstöðu fiokksins þegar fyi'ir borð, til þess að geta sameinast Alþýðuflokkn- um, svo sem kunnugt er. Formaður flokksins ritaði þá leiðara í blöð flokksins, og hélt því fram, að í stjórnmálunum væri ekki nema „tveir vegir“. Hann var þá spurður að þvi hér í blaðinu hvorn veginn hann ætlaði að ganga með flokk sinn. Því svaraði hann ekki. Út af þessum skrifum for- mannsins var það þá líka, að bóndi á Austurlandi spurði hér í blaðinu hvort það væri svo með Fram- sóknarfl., að hann væri orðinn ein- sýnn, eða hefði bæði augun á sömu hlið, eins og sprakan. Því var heldur ekki svarað. Spyrja má þó viti. Reynslan hefir nú líka svarað þessum spurningum báðum: — Flokkurinn hefir síðan labbað trú- lega á fjárgötum socialista. En nú segist hann aftur vera orðinn milliflokkur. Hvað kemur til? Hefir flokkurinn vilst af slóð- inni eða hefir hann verið rekinn af henni? ■—• Eða lýsir þetta kann- ske bara leikarahæfileikum flokks- ins? Hnefahöggið. Mönnum mun enn í fersku minni með hvílíku vandræðafálmi og undirlægjuhætti Framsóknarblöð- in í Reykjavík tóku hinum harka- legu skilmálum, sem Alþýðusam- bandsþingið setti fyrir því, að Al- þýðufl. vildi áfram nýta Fram- sóknarfl. til samvinnu. Hinsvegar kvað við skörulegri tón í Akureyrarblaði Framsókn- arfl., enda munu ráðamenn þess ekki hafa jafnmilcinn ótta af so- cialistabroddunum í Reykjavík, eins og þeir „bæjarradikölu“. Eins og ,kunnugt er, boðaði Framsóknarflokkurinn til flokks- samkundu í Reykjavík að þrem mánuðum liðnum frá lokum Al- þýðusambandsþingsins, eins og til- skilið var í samþykktum þess. Var þá ekki vitað, hvort flokksþingið var kallað saman til að ganga að skilmálum socialista eða hvort flokkurinn hugsaði sér að hrista af sér okið og freista að verða ó- háður flokkur á ný. En. nú er Framsóknarþinginu lokið og opinbert orðið hvernig fiokkurinn hefir tekið þessari kúg- unartilraun húsbónda síns. 1 samþykktum flokksþingsins er einn kafli er heitir „Yfirlýsing um starfsgrundvöll flokksins“. Þar segir um samstarf stjórnar- flokkanna á þessa leið: „Flokksþingið telur ■ að þetta samstarf hafi yfirleitt tekist vel. Þó vill flokksþingið taka það skýrt fram, að það telur slíkt samstarf því aðeins geta haldið áfram, að unnið sé með óskiftum kröftum að almennum framfara- og menning- armálum, en þjóðnýtingarkröfur komi ekki til greina“. Lesendum Tímans mun þykja íróðlegt að bera þessa hógværu og feimnislegu yfirlýsingu saman við þær frekjulegu kröfur, sem socialistaþingið setti fram við samstarf sf lokkinn — kröfurnar sem Framsóknarblaðið „Dagur" á Akureyri kallaði „kúgunartil- raun“, „kröfu um skilyrðislausa hlýðni“ og „blábert hnefahögg í andlit Framsóknarmanna“. Finnst .Framsóknarbændum ekki að foringjar þeirra hafi tekið mannlega á móti þessu „hnefa- höggi“ ? Álit og tillögur Skipulagsnefndar atvinnumála eru nýlega komnar út í Reykjav. Er þetta mikil bók, 534 bls. í sama broti og stjórnartíðindin. Bókin hefst á yfirliti um störf nefndar- innar og frumvörpum þeim, sem frá henni hafa komið og hlotið

x

Framsókn : bændablað - samvinnublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsókn : bændablað - samvinnublað
https://timarit.is/publication/1320

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.