Framsókn : bændablað - samvinnublað - 01.02.1939, Side 3
FRAMSÖK.N
Reykjavík. Sími: 1249. Símnefni: Sláturfél&f,
Niðursuðuverksmiðja. Bjúgnagerð.
Reykhús. Frystihús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjðt-
og fiskmeti, fjölhreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauC,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjftí
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu núthEÆ
kröfum.
Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna.
Yerðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar sís-s
ailt land.
Kaupið
Glugga, hurðir o g lista —
hjá stærstu timburverslun og
---trésmiðju landsins-
---Hvergi betra verð.-
Kaupið gott efni og góða vinnu.
Þegar húsin fara að eldast mun koma í ljós, að
það margborgar sig. —
Timburvepslunin
Völundur h.f.
REYKJAVlK.
Fyrsti (ioktor frá
Guðfræðisdeild
Háskóia íslands.
1 20. tbl. f. á. var getið um
doktorsritgerð sr. Eiríks Al-
hertssonar um Magnús Eiríks-
son, guðfræði hans og trúarlif.
Hinn 19. þ. m. varði séra Ei-
ríkur ritgerð sína fyrir Guð-
fræðideild Háskólans. Andmæl-
endur voru dr. Magnús Jónsson
prófessor og Sigurður Einars-
son dosent. För vörnin fram i
samkomusal Stúdentagarðsins
við óvenjulega aðsókn. Stóðst
doktorsefnið pröfið og er þann-
ig fyrsti doktor í guðfræði frá
Háskóla íslands.
Atök mn stjórnmálafylgi i
verklýðsfélögam.
í 22. tbl. f. á. er sagt frá á-
tökum í verklýðsfélögunum um
það, hvort þau ættu að vera það
sem þau eftir eðli sínu og til-
gangi eru, stéttafélög aðeins,
eða jafnframt því pólitísk og
hagsmunaleg samtök eins af
stj órnmáiaflokkunum, Alþýðu-
flokksins.
Þeirri deilu lauk með ósigri
Alþýðuflokksins.
En deilunni um það, hvort fé-
lögin ættu að vera pólitísk eða
ópólitisk var ekki þar með
lokið. ,
Upp af fyrnefndri deilu reis
aftur önnnr deila— deila um
það, hver hinna pólitisku kaup-
staðarflokka skyldi fá yfirráð
og hagnað (pólitískan) af verk-
lýðssamtökunum.
Við stjórnarkosningu i Dags-
hrún í þessum mánuði kom Al-
þýðuflokkurinn (með atfylgi
Fi-amsóknarfl.), Sjálfstæðis-
flokkurinn og Sósíalistaflokkur-
inn hver með sína frambjóð-
endur til kosninganna. Kosn-
ingin fór fram á hverjum
stjórnarnefndarmanni fyrij' sig,
svo að hlutfallskosningu varð
ekki við komið.
Leikar fóru svo, að Sósíal-
istaflokkurinn vann kosning-
una með um 650 atkv., en Al-
þýðufl. (með Frsfl.) og Sjálf-
stæðisfl. fengu rúm 400 atkv.
hvor, Alþýðufl. þó færri.
Þessi kosning lýsir fyrst og
fremst því hvernig verkamenn
í Reykjavík skiptast um flokks-
fylgi og auk þess því,- hversu
AlþýÖufl. er nú í hraðri upp-
lausn.
Samskonar flokksleg átök
fara nú fram í verklýðsfélögum
víðsvegar um land.
Héðinn Valdimarsson var
kosinn formaður Dagsbrúnar.
Hafnarstræti 18,
selur með sértöku tæki-
færisverði
ný og notuö hús-
gögn og lítiö not-
aða karlm.fatnaði.
SPÁNN.
Fall Barcelona hefir verið að-
alumtalsefni heimsins síðustu
dagana. Það kom flestum á ó-
vart að borgin skyldi gefast
upp svo fljótt. Barcelona hafði
talsvert á aðra miljón íbúa og
þar sat stjórnin með öflugan
varnarher, og eftir dæminu frá
Madrid mátti búast við langvar-
andi umsátri. Stjórnin gaf líka
út yfirlýsingu um að herinn
myndi verja horgina til hins
síðasta blóðdropa. En svo skeð-
ur það óvænta, þegar hersveitir
Burgosstjórnarinnar nálgast
borgina flýr allur vamarherinn
orustulaust og borgin gefst upp.
Stjórnin flýr norður undir
landamæri Frakklands og tekur
sér þar aðsetur í smábæ. Líklega
til þess að geta bjargað sér á
flótta yfir landamærin, ef hún
telur sig vera i hættu. Ýmsir af
helztu flokksmönnum hennar
eru þegar þangað komnir.
Mikill fjöldi manna hefir
flúið frá Spáni til Frakklands.
Hefir þetta fólk orðið að líða
hinar mestu hörmungar, Frakk-
ar liafa reynt að hjálpa því
eftir megni og aðrar þjóðir hafa
einnig hlaupið undir bagga. Þó
hleypa Frakkar ekki vopnfær-
um karlmönnum inn í landið.
Öll frammistaða stjórnarinn-
ar og herforingjanna í Barce-
lóna virðist hafa verið hin öm-
urlegasta er hugsast getur. Eng-
in líkindi eru til þess, að hægt
verði að verja til lengdar þenn
an litla landsskika, sem stjórn-
in ræður enn yfir í norðaustur-
horni landsins, eftir að hann
hefir misst sambandið við meg-
inlierstöðvarnar umhverfis Val-
encia. Það er næsta undarlegt
að stjórnin skyldi ekki flytja sig
suðureftir meðan tími var til, í
stað þess að flýja norður að
Pyr eneaf j öllum.
Fall Barcelona virðist munu
hafa miklar pólitískar afleiðing-
ar. Þýzkaland og Ítalía, sem
jafnan hafa dregið taum Fran-
cos telja nú sigurinn unninn, og
að það sé glæpsamlegt af
gömlu stjórninni, að reyna að
halda ófriðnum áfram, þar sem
úrslitin séu nú augljós. Það lít-
ur einnig svo út sem Frakkar og
Englendingar séu heldur ekki í
neinum vafa um fullnaðarsigur
Francos.
Aftur á móti hafa Kommún-
istar og nokkur hluti Jafnaðar-
manna í ýmsum löndum hafið
mikinn áróður fyrir spönsku
flóttamannastjórnina. Er það ó-
neitanlega heldur seint af stað
farið, og hætt við að komi að
litlu liði. Stjórnir Englands og
Frakklands halda enn sem fyr
fast við hlutleysisstefnu sína.
Bonnet utanríkismálapáðherra
Frakklands, hefir nýlega lýst
yfir því, að Frakkar mundu alls
ekki blanda sér í deiluna, en að
Spánverjar yrðu sjálfir að leiða
styrjöldina til lykta.
En við þennan mikla sigur
Francos hafa kröfur ítala í
garð Frakka mjög farið vax-
andi. Að visu hefir ítalska
stjórnin sjálf ekki tekið undir
t
þær, en blöð, er stánda henni
nærri hafa flutt greinar, þar
sem krafist er að Frakkar af-
hendi ítölum Túnis, Korsiku og
höfnina Djihuti í Abessiniu.
Stjórn Frakklands hefir svarað
nieð því að tilkynna, að hún
muni ekki láta af hendi neinn
blett af hinu franska x-íki. Enda-
þótt ekki sé hægt að segja, að
útlit sé fyrir að þessar deilur
muni leiða til ófriðar, þá er það
vist, að andstaða ítala til Frakka
er orðin svo hörð, að fullrar
gætni þarf með ef vel á að fara.
Almennt er búist við því, að
Chamberlain muni miðla mál-
um, en ekkert hefir verið birt
opinberlega um það efni, enn
sem komið er.
Þjóðverjar hafa að sönnu
lýst þvi yfir, að þeir mundu
styðja ítali ef til ófi'iðar kæmi,
en þó hafa yfirlýsingar þeirra
verið óákveðnari en Itala.
------—œtæSEBSB—-------
KARTÖFLURÆKTIN
I HORNAFIRÐI.
Niðurl.
Sumir selja sínar kartöflur
strax, aðrir geyma þær fram á
vorið, ýmist grafa niður eða
hafa torfkofa fyrir þær, stund-
nm úti á ökrunum og eru þá
kofarnir að nokkru niðurgrafn-
Fáeinir liafa svo stóra og góða
kjallara,að þeim tekst að geyma
alla uppskeruna vel í þeim fram
á vor. Hefir það mikla yfir-
burði, að geta alltaf fylgs t með
ástandi kartaflanna, og látið til
sölu af þeim þegar hentugt er.
Út í frá veit maður til að
gengið hafa tröllasögur um
uppskeruna á sumum bæjum,
en hinu gleymt, að þá munu
oftast vera 2—5 ábúendur, sem
eiga hlut í uppskerunni. Stærsta
átak eins ábúanda í kartöflu-
rækt, sem eg veit um hér, var
gjört síðastliðið vor. Hann setti
niður 22 tnnnur, en fékk 85 tn.
uppskeru. Annars hafa víst
flestir sett niður með mesta
móti í vor.
Eg óttast þessa miklu þenslu
í kartöfluræktinni hér, að hún
endi fyr eða síðar með stór-
óhappi. Óttast að varanleg frost
komi svo snemma, að ekki ná-
ist upp úr görðunum. En það
hefir til þessa fylgt henni það
happ, að enn hefir farið vel.
Síðastliðið sumar varð hér
mikill uppskerubrest|ur, fengu
menn frá þrefalda til nífalda
uppskeru, flestir þriðjungi til
helmingi minna en sumarið á
undan (1937), og var þá ekki
uppskera neitt sérlega góð. -—-
Þegar athugað er, að í vor var
sett niður með mesta móti, þá
verður mjög slæm niðurstaðan
nú. —
Samanburður uppskerunnar
i þeim tveim hreppum, þar sem
mest er ræktunin, er þannig:
Nesjahreppur:
1937 1938
3000 tn. kartöflur 2298 tn.
ca. 200 — gulrófur 184 —
Mýrahreppur:
1937 1938
1472 tn. kartöflur 1040 tn.
14 — gulrófur 30 —
Ýmislegt var þess valdandi,
að uppskeran brást svo mjög,
og eru af tiðarfarsins áhrifum
tvær orsakir mjög afleiðinga-
í'íkar.
Voi-ið var kallt og lengi mjög
þuri-viðrasamt, svo að sumar
spírurnar dóu í moldinni; er
slíkt lííklega dæmalaust hér um
slóðir. En langverstar afleiðing-
ar urðu af næturfrosti, sem
kom 19.—20 ágúst. og mun það