Framsókn : bændablað - samvinnublað - 24.08.1940, Qupperneq 1
FRÁ
ÚTLÖNDUM
Orustan um England.
t>ví var spáð í seinasta blaði,
að ófriðurinn mundi harðna
stórkostlega á næstunni. Nú er
þetta komið á daginn.
Þjóðverjar boðuðu nýja sókn
með því að lýsa yfir algerðu
hafnbanni á England og kváð-
ust munu sökkva hverju skipi,
er kæmi í nánd við landið. Bret-
ar gerðu ekki mikið úr þessum
hótunum, en ekki er enn hægt
að sjá hver áhrif þetta hafn-
foann kann að hafa. Víst er það,
að ef það verður framkvæmt
ötullega, þá mun það koma hart
niður á okkur íslendingum,
kannske fremur flestum þjóð-
um.
Þá hafa Þjóðverjar teflt fram
langdrægum fallbyssum og
skjóta með þeim frá ströndum
Frakklands yfir Ermarsund á
enskar borgir. Hefir þessi skot-
Iiríð valdið allmiklu tjóni og
foorgin Dover orðið harðast úti,
sem við er að búast, því þar er
skemmst yfir sundið. Bretar
hafa ráðist með samskonar
skothrið á herstöðvar Þjóðverja
i Frakklandi.
Langskaðvænlegastar liafa þó
loftárásirnar verið. Þjóðverjar
hófu árás á London í fyrsta
sinn og var hún mjög hörð.
Síðan hafa verið gerðar árásir
á borgina hvað eftir annað.
Ennfremur hefir verið ráðist á
fjölda borga í Suður-Englandi
og víðar. Bretar hafa einnig gert
loftárásir á fjölda þýzkra borga.
Sagt er að Þjóðverjar hafi
beitt nýjum sprengivélum og
líka sprengjum af annari gerð
en áður. En annars er erfitt að
fá upplýsingar um hve miklu
tjóni þessar árásir hafa valdið,
því frásagnirnar eru svo sund-
urleitar. Þó er það víst, að til
dæmis varð herskipahöfnin í
Portsmouth fyrir miklum
skemmdum.
Nú er því ófriðurinn að ná
hámarki sínu, og er víst til-
gangslaust að reyna að miðla
málum. Vopnin verða að skera
úr.
I #
Hve lengi getur ófriðurinn
staðið yfir? Menn hafa yfirleitt
búizt við því, að hann mundi
enda í sumar eða haust. Hvor-
ugir muni treysta sér til þess
að leggja út í nýja vetrarstyrj-
öld, enda mun alþýðan i ófrið-
arlöndunum þegar eiga við
miklar þrengingar að búa, en
það hefir oft sýnt sig i ófriði,
að þjóðirnar hafa til að bera
þá sjálfsafneitun og þrautseigju
sem fáum mundi hafa komið til
hugar á friðartímum.
Enda þótt ófriðarþjóðirnar
verði harðast úti, þá munu þó
flestar þjóðir heimsins þjást
meira eða minna af völdum
stríðsins. Það er liinn hræðilegi
sjúkdómur, sem alla kvelur og
ógnar menningu heimsins með
eyðileggingu. Þetta er því ægi-
legra, sem tilefni stríðsins var í
upphafi lítilfjörlegt, og lítt skilj-
anlegt, hvernig stóð á því, að
ráðamenn Norðurálfurikjann'a
skyldu steypa heiminum í þessa
styrjöld út af ekki stórvægilegri
atriðum, en þá var deilt um.
Það hefði þó mátt ætla, að
mannkynið hefði lært eitthvað
á hörmungum heimsstyrjaldar-
innar 1914—18, en í þessum
efnum er það seint að læra en
fljótt að gleyma. Þaðan stafar
hin mikla óhamingja þess í eld-
raun þeirri, er það verður nú
að þola.
Frá Miðjarðarhafi.
Enda þótt athygli manna
beinist mest að viðburðum
þeim, sem eru að gerast við
Ermarsund, þá eru viðskipti
Breta og Itala í Miðjarðarhafi
og nágren'ni þess ekki síður at-
hyglisverð. Þarna er einn mik-
ilvægasti, en jafnframt veikasti
liðurinn í breska heimsveldinu.
Bretar eiga svo mikið undir
frjálsum siglingum um Mið-
jarðarhaf, að varla er hægt að
sjá, að þeir geti staðist án
þeirra. Hin mikla verzlun
þeirra við Indland gengur um
það haf, og að því liggur
Egiptaland, en þaðan fá Bretar
bómullina, sem er undirstaðan
undir einni stærstu iðnaðar-
grein þeirra.
Varnir Breta eru ekki eins
miklar og ætla mætti. Þær eru
aðallega á fórum stöðum: Gi-
braltar á suðurodda Spánar,
Malta, Haifa í Sýrlandi og Alex-
andriu. — Þessar borgir voru
allar góðar herskipahafnir fyr-
ir nokkum árurn, en sprengju-
flugvélar og önnur tækni nú-
tímans hafa breytt þessu öllu.
Nú gera ítalskar flugvélar
hverja árásina á fætur annari á
Gibraltar, sem liingað til hefir
verið kölluð borgin óvinnandi.
Það má nú reyndar sega, að
þessar árásir Itala hafi ekki
borið mikinn árangur enn sem
lcomið er, og allar hafnirnar
I iii kjöt§öln.
Jón Ó. Stefánsson í Vatns-
holti hefir í 15. tbl. „Framsókn-
ar“ þ. á. ritað skarplega grein
um kjötsölumálið. Beinir hann
orðum sínum einkum að víta-
verðri aðferð löggjafans og
kjötsölunefndar í verðlagning
kjötsins undanfarið.
í sambandi við það segir
Jón: „Á meðan kjötsalan var
frjáls og í höndum kaupfélaga
og samvinnufélaga, þá var venj-
an sú, að framleiðendur fengu
hæsta verð, sem fáanlegt var.
Félögin leituðust við af ítrasta
megni að fá sem hæst verð, og
láta hvern og einn fá sann-
virði.“
Þetta mun fara nokkuð á
eru enn í höndum Breta. En
engu að síður liafa þær verið
mjög hættulegar.
Nú er það talið sennilegt, að
Italir muni hefja stórfelda árás
á Egiptaland á næstunni, en
hvernig henni mun verða hag-
að er óvíst. Um sjóhernað eða
flutninga á lier yfir sjó er varla
að tala, því þar ráða Bretar, en
liinsvegar hafa ítalir vafalaust
mikinn her í Tripölis (Lybiu),
en liversu vel hann er útbúinn
vita menn ekki. Hér er að sækja
yfir vatnslausa eyðimörk, svo
mikil þörf er á góðum útbúnaði.
I Somalilandi fóru leikar
þannig, að Bretar drógu her
sinn, sem varla var meira en
nokkur hundruð manna, heim,
og létu ítali fá landið til yfir-
ráða. Þetta hefir sennilega enga
eða litla hagnýta þýðingu, en
nokkur álitshnekkir er það fyr-
ir Breta.
Þá hafa ítalir hafið deilu við
Grikki, og er ekki annað sjáan-
legt, en að til ófriðar muni
koma. Er þetta all undarlegt,
því ekki verður séð, að Grikkir
hafi gert Itölum neitt til miska,
en það sýnist vera stefna
Mussolinis, að ná yfirráðum yf-
ir þeim hluta Balkanskaga, sem
ekki er háður Bússum eða
Þóðverjum.
Tyrkir eru ennþá utan við
styrjöldina og reyna að haga
seglum eftir vindi, hve lengi
sem þeim tekst það.
Ungverjar hafa enn hert á
kröfum sínum til Búmena. Er
fuH ástæða til þess að óttast, að
þar sé að brjótast út enn ein
styrjöld.
milli mála. Haustið 1930 lækk-
aði S. I. S. og K. E. A. — sem
mestu eða öllu réðu um verð-
lagið — dilkakjötið alveg stór-
kostlega á innlendum markaði,
án þess að þess hefði þurft.
Fjöldi innlendra kaupenda
voru þá undrandi yfir því, hvað
kjötið var komið í lágt verð. Út-
söluverðið hjá K. E. A. var þá
70 aura kg. eða rétt um 50%
af framleiðslukostnaðarverði
því, sem bændur þurftu þó að
fá minnst, til þess að sauðfjár-
búskapur bæri sig sæmilega í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl-
um.
Næstu 2 ár fór svo verðið enn
lækkandi og haustið 1932 fengu
bændur 7—10 krónur að jafn-
aði fyrir dilka sína hár um slóð-
ir. En framleiðslukostnaðar-
verðið var það ár um 24 krón-
ur á dilk.
Þessi ráðstöfun Samvinnu-
fél. til lækkunar á kjötinu
haustið 1930 kom til af því, að
forráðamennirnir voru of
þröngsýnir í málinu og litu al-
gerlega framhjá þeirri skyldu,
að taka tillit til framleiðend-
anna, hafa hugmynd um fram-
leiðslukostnaðinn og skilja það
að þetta var tilræði við bænd-
ur, sem þessir forráðamenn
höfðu þó skuldbundið sig til að
vinna fyrir, og það því skylda
þeirra, að halda taum bænda
í verðlagsbaráttunni milli stétt-
anna.
Á aðalfundi K. Þ. 1933 las
formaður félagsins upp bréf frá
Jóni Árnasyni í S. I. S., þar sem
bann tjáir fundarmönnum, að
enn beri að lækka áætlunarverð
dilkakjöts niður í 40 aura á kg.,
en það var nálægt 100 aurum
lægra heldur en tilkostnaðar-
verð bænda var þá, en það var
um 140 aurar á kg. Á þessum
sama fundi hóf eg máls á því,
að þetta verðlag mundi á
skömmum tíma kollvarpa land-
búnaði Þingeyinga og annarra
sauðfjárbænda; bændur yrði að
gera kröfur til þess, að fá fram-
leiðslukostnaðarverð á innlend-
um markaði fyrir dilkakjöt
sitt, eða það verð, sem sam-
svaraði öðru verðlagi í landinu.
Sömuleiðis lagði eg til að fund-
urinn kysi 5 manna nefnd til
að vinna fyrir málið og það var
gert. Stjórn búnaðtrsambands
sýslunnar tók líka málið að sér
og lagði mikla vinnu í það, að
leita eftir því, livað væri hið
raunverulega framleiðsluverð
dilkakjötsins í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Niðurstaðan varð sú, að
það verð væri 140 aurar á ldló.
Voru síðan haldnir fundir um
allt héraðið. Á þeim fundum
mætti maður frá K. Þ. og ann-
ar frá búnaðarsambandi héraðs-
ins. Fjölmenntu bændur mjög
á þessa fundi og stóðu sem einn
maður um það, að krefjast til-
kostnaðarverðs fyrir dilkakjöt-
ið á innlendum markaði, eða
þess verðs er væri í samræmi
við annað innlent verðlag.
Kröfum þessum var beint til S.
I. S. og varð það úr, að S. I. S.
hélt aukafund um málið vetur-
inn 1934. Þarf svo ekki að rekja
þessa sögu lengur. Þetta varð
til bóta, en bændur eru ekki
enn farnir að fá sannvirði fyrir
kjötið á innlendum markaði,
eða það framleiðsluverð, sem
annað verðlag i landinu á mik-
inn þátt í að skapa. ,
Jónas frá Hriflu, sem alltaf
hafði verið í liði verkamanna í
verðlagsbaráttunni, varð dálítið
hvumsa við þessum kröfum frá
bændum og brá þeim um bar-
lóm, en sneri þó við blaðinu á
þá lund, að þakka fyrir bænd-
anna hönd, Jóni Árnasyni fyr-
ir þetta rót á málinu.
Nú getur Jón í Vatnsholti tek-
ið við og talað við kjötverðlags-
nefndina.
Laxamýri 23. júlí 1940.
Jón H. Þorbergsson.
Bílaumferð á nokkrum Vegum.
Langfjölfarnásti bílvegur
íandsins er vegúrinn ur Reykja-
vík inn fyrir EUiðaárnar, þang-
að sem skiptist SuðUrlándsveg-
urinn og Norðurlands- og Þing-
vallavegurinn. Táldir hafa verið
mest 2000 bílar er farið hafa á
enum degi yfir Eilliðaárbrýrn-
j ar. — Auk þess er mikil bíla-
umferð innanbæjar í Reykjavík
; á Elliðaárveginum.
Til marks ufa umferðina á
Suðurlandsveginum er það, að
mánuðina maí—sept. árið 1937
voru taldar 17200 bílferðir yfir
Ölfusárbrúna.
Undanfarin þrjú sumur
(1937—1939) hafa verið rúml.
2000 bílaferðir yfir Holtavörðu-
heiði og nokkrar fleiri bílferðir
fyrir Hvalfjörð.
Yfir öxnadalsheiði hafa far-
ið 1200—1500 bílaferðir þrjú
undanfarin sumur, eii um 1100
yfir Vatnsskarð og um' 800 yfir‘
Bröttubrekku.'