Framsókn : bændablað - samvinnublað - 24.08.1940, Page 2
FRAMSÓKN
Ágúst H. Bjarnason
65 ára.
Ágúst H. Bjarnason prófessor
varð 65 ára þann 20. þ. m. og
héldu ýmsir vinir hans og læri-
sveinar honum virðulegt sam-
sæti. — Hann getur litið yfir
mikið æfistarf, meira en al-
mennt gerizt. Öll þjóðin þekkir
afköst hans sem rithöfundar,
en hins má ekki síður geta, að
hann er einn hinn duglegasti
og ötulasti kennari, sem vér eig-
um. Það dugar ekki fyrir læri-
sveina hans að vera með neinn
slæpingsskap. Þeir eiga að læra
og verða að læra.
Prófessor Ágúst hefir verið
hamingjumaður mikill í lífinu.
Hann hefir líka hlotið það starf,
sem honum mun hafa verið
kærast: Að verja æfinni til þess
að fræða og mennta þjóð sína.
Hann hefir kennt við Háskólann
frá stofnun hans 1911, og er
hinn eini kennari, sem hefir
starfað þar allan þann tíma. —
Bækur hans hafa fengið þá út-
breiðslu, sem öllum er kunnugt.
Mun þó ekki hafa verið vanda-
laust að skrifa um heimspeki á
islenzka tungu, því málið er lítt
tamið í þjónustu þeirrar vís-
indagreinar.
Sextíu og fimm ár er tals-
verður aldur, en Ágúst ber árin
vel og á vonandi eftir að starfa
I eigin vasa
I.
Á það hefir verið bent nýlega
hér í blaðinu, hversu ört hafa
vaxið, einkum hin síðai'i árin,
fjárkröfurnar til opinberra
þarfa. Hafa sérstaklega verið
teknar til dæmis fjárkröfur
rikissjóðsins og fjárkröfur
Reykjavíkurborgar. Eflaust er
sömu sögu að segja í mörgum
sveitar- og bæjarfélögum.
F}"rir almenningssjónum eru
fjárkröfurnar á hendur lands-
manna til opinberra þarfa
komnar fram vfir gjaldþol at-
vinnulífsins í landinu. Jafnvel
þeir, sem fyrir fjárkröfunum
standa sjá það og viðurkenna,
en knýja þó kröfurnar hærra
og hærra eftir sem áður. Það
lítur út eins og umráðin í þess-
um efnum sé í óvitahöndum.
Sé á þetta bent, eða að því
fundið, þá er tíðast, að goldið
sé aðeins skömm og skætingur
á móti.
Mörgum er það hulin ráð-
gáta, hvað því veldur að hin
opinbera fjárstjórn virðist vera
allri dómgreind og ráðdeild
sneydd. Vafalaust á það þó sín-
ar orsakir, sem hvað eina ann-
að. Það liggur því nærri að
skyggnast um, hvað valda muni.
II.
Öllum getur komið saman
um, að aldrei er hörgull á þörf-
um til útgjalda, meir og minna
nauðsynlegum og gagnlegum.
mörg ár enn við Háskólann.
Hann ætti nú reyndar að fara
frá embætti vegna aldurs, sam-
kvæmt reglum þeim, sem ný-
lega hafa verið settar, en sam-
kennarar hans liafa eindregið
roælst til þess, að hann gegndi
kennslu áfram, og má telja víst
að það verði.
Hafi prófessor Ágúst beztu
þökk fyrir mikið og vel unnið
starf.
eða annara?
Hitt er svo annað mál, hver
ráð og möguleikar eru til að
afla fjárins til þeirra.
Það er heimtað af hverjum
einstalding, sem með fjármál
fer, enda líka réttmætt og full
nauðsyn, að hann leyfi sér ekki
meiri útgjöld en hann er fær
um að afla fjár til.
Þetta er eitt af einföldustu og
mikilsverðustu lögmálum allra
fjármálalegra viðskifta, og er
ekki unnt að brjóta, nema ver
fari. Þarf það ekki skýringa
við. Opinher fjármál eru þar
engin undantekning.
En tvennt er til um það, hvert
er viðhorfið til að afla fjárins
til útgjaldanna.
Annað viðhorfið er það, að
afla fjárins með eigin framtaki
og forsjá og á eigin ábyrgð. Það
er hið venjulegasta viðhorf ein-
staklingsins.
Hitt viðhorfið til fjáröflunar-
innar til útgjaldanna er það, að
heimta féð af öðrum. Það er
viðhorf þurfamannsins, sem
annaðhvort er ekki fær um að
afla fjár til eigin þarfa (af
hverjum ástæðum, sem það er)
eðá sem hefir varpað fyrir borð
öllum metnaði til sjálfbjargar
og heimtar framfæri sitt af öðr-
um.
„Hið opinbera“ hefir aðstöðu
þurfamannsins, sem, heimtar
allt af öðrum og vill ekki láta
sig neitt skorta. Það hefir þá
aðstöðuna til fjáröflunar aðeins
að rétta hönd í annarra vasa.
Eins og hin dapurlega að-
staða þurfamannsins sljóvgar
smátt og smátt metnað og
„moral“ hans til sjálfsbjargar,
eins vinnur hin hæga aðstaða
foráðamanna opinberu fjár-
málanna að því, að sljóvga til-
svarandi eiginleika þeirra. Rök-
rétt hugsun og heilbrigð dóm-
greind sljóvgast og heimtu-
frekjan vex að sama skapi.
Myndi það ekki vera megin-
ástæðan til þess óvits og á-
byrgðarleysis, sem orðin er
ríkjandi í viðskiftum opinberra
fjármála við almenning?
*
------—B»—------------
Á víð og dreif.
Gærumagn og gæruverð í fyrra
og verðuppbót á gærum.
Talið er að gærumagnið, sem
til sölu kom í fyrrahaust hafi
verið 1600 smál. (1,6 milj. kg.)
og að meðalverðið, sem fyrir
þær fékkst, hafi verið um ,kr.
3,50 hvert kílógramm. Hafa
gærurnar þá orðið að verð-
magni alls um 5,6 millj. króna.
Morgunblaðið hefir það eft-
ir atvinnnumálaráðheri’a, að
greiða eigi til framleiðenda 700
—800 þús. krónur í verðuppbót
af sölunni til Þýzkalands. —
Bændur, sem skipt hafa við
kaupfélög munu fá þessa vei’ð-
uppbót á venjulegan hátt, en
hinir, sem selt hafa gærur öðr-
um, munu þá eiga að vitja upp-
bótarinnar hver til síns við-
skiptaaðila.
Stór sauðbú.
Eftir frásögn Skúla læknis
Árnasonar í Morgunblaðinu 16.
þ. m. átti faðir hans, Árni sýslu-
maður Gíslason 1800 sauðfjár
haustið 1880, síðasta haustið,
sem hann bjó á Kirkjubæjar-
klaustri. Hann liafði þá undir
til búskapar Holt á Síðu og var
um þær mundir fjárflesti fi-am-
teljandi á landinu. Hann flutti
þá til Krýsuvíkur og rak þar
einnig stórfeldan sauðfjárbú-
skap. Flutti hann þangað um
1500 fjár.
Einhver fjárflesti bóndi nú á
dögum mun vera Metúsalem J.
Kjerúlf bóndi á Hrafnkelsstöð-
um í Fljótsdal. Þar er á fjalli
nú í sumar hátt á 15. hundrað
sauðfjár. Munu börn hans upp-
; komin, sem heima eru, þó eiga
! nokkra ítölu í þessum fjár-
stofni.
, Fróðlegt væri að fá að vita,
! ef einhverjir af lesendum hlaðs-
ins vita af fjárfleii’a sauðbúi.
: Smásöluverð í Reykjavík.
í júnímánuði hækkuðu 3
| matvöruflokkar í verði (Feit-
| meti, mjólk og egg, fiskur), 2
| lækkuðu (kornvörur (ofurlít-
ið), kjöt og slátur) og 4 stóðu
| í stað (brauð, garðávextir og
aldini, sykur, kaffi o. fl.). Elds-
neyti og ljósmeti var óbreytt.
Fatnaður hækkaði lítilsháttar.
(Eftir Hagtíð.)
Afstaða bankanna
gegn útlöndum fer batnandi.
j í maílok skulduðu þeir (um-
| fi-am innstæður) rúmlega 8
| millj. króna, en i júnílok tæp-
! lega 3V2 millj. króna. Er það
! rúmlega 13 millj. króna minna
' en á sama tíma í fyrra.
(Eftir Hagtíð.)
I
Bifreiðar 1939.
Samkv. upplýsingum vega-
I málaskrifstofunnar var tala
í bifreiða á landinu 1. júlí 1939
| þessi:
; Fólksbifreiðar samtals . . 936
Vörubifreiðar — .. 1112
Hafði bifreiðum fjölgað um
9 frá næsta ári á undan.
Af fólksbifreiðunum voru
139 almenningsbifreiðar með
fleiri en 6 sætum.
Fróðlegt væri að vita, hvað
rekstur allra þessara bifreiða
hefir kostað.
----- —B——.............—
ORÐSENDING
Beinið viðskiftum yðar að
öðru jöfnu til þeirra, sem
auglýsa í blaðinu.
LAND OG ÞJÓÐ
Ragnar Ásgeirsson:
FRÁ LÓN8HEIÐI
AÐ LÓMAGNÚP.
Framh.
Þamx 12. áttum við Gunnar
. náðugan dag, hann þurfti að-
eins að halda eitt erindi, en eg
slapp alveg og þótti *gott að
mega vera áheyrandi. í okkar
stað voru það sýslubúar, sem
höfðu orðið.
Sigurður Jónsson hóndi á
Stafafelli flutti erindi um
„Bændur og búnaðarþing“, og
var það fróðlegt og vakti til
umhugsunar. Því næst talaði
hinn aldraði héraðshöfðingi
Þorleifur í Hólum uin Austur-
Skaftafellssýslu, ágætt erindi,
sem okkur aðkomumönnum
þótti fengur í að fá að lilýða á.
Þorleifur heldur sér vel, þó
hann sé rneir en hálf áttræður
og hafi haft hreppstjórn á hendi
í 49)4 ár. Munu þeir vera fáir,
sem gegnt hafa hreppstjóra-
störfum í liálfa öld.
Þriðji ræðumaður var Hákon
Finnsson í Borgum. Ræddi
hann um kartöfluverðið uirdan-
farin ár, af sinni alkunnu vis-
indalegu nákvæmni. Hýgg eg
að Hákon í Borgum eigi engan
sinn líka í bændastétt. Og hann
var fyrsti maðurinn á þessum
slóðum, sem byrjaði garðrælct
í stórum stíl, gulrófna- og kart-
öflurækt. En síðan eru Austur-
Skaftfellingar orðnir mestu
kartöfluræktarmenn landsins.
Þegar við vorum þarna á ferð
var talið að í sýslunni væru um
5 þúsund tunnur af kartöflum
í geymslum bænda og báru
menn eðlilega allmikinn kvíða
fyrir.að þær myndu ekki selj-
ast, þar sem miklar birgðir
voru allstaðar í landinu. En nú
mun hafa ræst úr því. Er þarna
víða um samfelda kartöfluakra
að ræða, sem nema sumir fleiri
dagsláttum. Löndin virðast sér-
lega vel til kartöfluræktar fall-
in, bæði hvað legu og landgæði
snertir, og á þau rýkur leir úr
fljótsfarvegum, sem frjófgar og
bætir þau. Þarna er gaman að
fara um á sumardegi og sjá
akrana, sem eru viða svo vel
hirtir, að illgresi sést ekki —
þó hins megi líka finna dæmi,
að menn taka meira fyrir en
hægt er að hirða vel um. Mætti
telja marga bæi þar sem rækt-
aðar eru 2—300 tn.
Þessa 3 daga, sem bænda-
námsskeiðið stóð í Nesjum, dró
Hákon í Borgum fána við hún
á hverjum degi, og ekki einn
heldur tvo. Annar var hinn lög-
skipaði íslenzki fáni, en hinn
einkafáni Hákonar sjálfs. Efsti
þriðji hlutinn blár, um miðjuna
livítur og neðsti þriðjungurinn
grænn. Eg spurði Hákon, er eg
kom til lians, hvað þessir litir
tákuðu. „Himininn, jökulinn,
jörðina“, svaraði hann. Og frá
svölunum á þaki bæjarins í
Borgum leit eg til norðurs blá-
an himin, hvítan jökul og gras-
lendið í hyggðinni. I sannleika
er þessi þríliti fáni táknrænn
fvrir þessa sýslu. Hákon er
bóndi og bundinn föstum bönd-
um við jörðina, en hugur hans
flýgur hátt og víða.
Á bændanámskeiðunum er
jafnan ætlast til þess, að inn-
ansveitarmenn leggi til einhver
erindi. En oft vill það farast
fyrir. Það er sjaldgæft að fá 3
erindi slík sama daginn. — Um
kvöldið hélt eg svo aftur út á
Höfn til gistingar.
Þriðja daginn var lang fjöl-
mennast við kirkjuna, alls um
190 manns, þar af um 70 kon-
ur. Var nú þröng mikil í hinu
litla fundarhúsi, sem er orðið
með öllu ófullnægjandi fyrir
liina fjölmennu sveit. Þeir
Nesjamenn voru óheppnir að
vera ekki búnir að koma sér
upp nýju fundarhúsi fyrir
stríðsbyrjun. — Samkomurnar
verða betri ef húsakostur er
nægur. Það væri verkefni fyrir
húsameistara okkar að gera
uppdrætti að hentugum fund-
arhúsum til sveita.
Að loknum erindum og um-
ræðum, var svo haldin skemt-
un til ágóða fyrir Finnlandsfjár-
söfnunina. Þar söng Karlakór
Hornafjarðar undir stjórn
Bjarna bónda í Brattagerði og
Gunnar Bjarnason sagði frá
ferð sinni um Finnland síðast-
liðið sumar og skemti fólk sér
vel við hvorttveggja. Fleira var
þar til skemtunar og síðan dans-
að til 4. Svo liðið var undir
morgun áður en eg komst í ból-
ið mitt út á Höfn. Eg lief komið
alloft í kirkjukjallarann við
Laxárbrú og man þaðan marga
skemtilega stund, allt frá því er
Jón í Volaseli „presenteraði“
mig fyrir Hornfirðingum í
fyrsta sinn veturinn 1929 — og
gerði það svo eftirminnilega, að
eg hefi ekki gleymt ræðu hans
enn. En ekki skal hún þrykkj-
ast hér.
Laxá er ein af þessum ám,
sem bognar undan nafninu.
Þar liefir enginn lax sést í langa
tíma. En fyrir skömmu voru
laxseyði þangað flutt og hver
veit nema heiti árinnar verði
réttnefni á ný.
Brúin yfir Laxá er úr járni
og er smíðuð 1910. Við brúar-
smíðina var meðal annara Ey-
mundur í Dilksnesi. Hann var
járnsmiður ágætur og hafði
lært ytra, sem var sjaldgæft á
hans tímum. Eymundi gekk illa