Framsókn : bændablað - samvinnublað - 14.09.1940, Blaðsíða 2
FRAMSÓKN
Kaupið
Glugga, hurðir og lista —
hjá stærstu timburverslun og
--trésmiðju landsins -
--Hvergi betra verð.--
Kaupið gott efni og góða vinnu.
Þegar húsin fara að eldast mun koma í Ijós, að
það margborgar sig. —
Timbupverslunin
Völundup li.f.
REYKJAVÍK.
Reykjavík. Sími: 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Niðursuðuverksmiðja. Bjúgnagerð.
Reykhús. Frystihús
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt-
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihfisi eftir fyllstu nútíma
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
Athng:a§emd.
í tölu einræðisríkjanna. Er það
Rúmenía. Eins og kunnugt er
urðu Rúmenar að láta af hendi
nýlega við nágrannaríkin all-
mikinn hluta af löndum sínum,
og hefir síðan verið óeirðasamt
í ríkinu. Nú hafa Nazistar Rúm-
eníu, hinn svonefndi Járnvarð-
arflokkur, gert uppreisn og
stjórnarbyltingu. Karl konung-
ur var sviftur völdum og varð
að flýja land. Flestir lielztu
trúnaðarmenn lians voru ann-
aðhvort teknir hönduin eða
reknir úr landi. Unglingur var
gerður að konungi, án þess þó
að fá nein völd, en herinn
stjórnar landinu undir eftirliti
Þjóðverja og Itala. Sjálfstæði
Rúmeníu er farið úr sögunni i
svipinn að minnsta kosti. Vafa-
laust eru það liin miklu nátt-
úrugæði landsins, sem komið
hafa Þýzkalandi og Ítalíu til
þess að gangast. fyrir þessari
byltingu.
lr Snður-
l»i ai §rey | ar sýslu.
Jón H. Þorbergsson bóndi á
Laxamýri kom inn á skrifstofu
blaðsins 11. þ. m. nýkominn að
norðan.
Blaðið spurði hann um af-
komuhorfur bænda norður þar.
Fórust honum orð á þessa leið:
— Grasspretta var í rýrara
lagi í Suður-Þingeyjarsýslu.
Heyskapartíð fremur erfið alla
tíð síðan um miðjan ágúst,
en versnaði með höfuðegi. Síðan
hafa engir þurkar komið; áttu
menn mikil hey úti óhirt þegar
eg fór að heiman. Sama, eða
líkt, sýndist mér ástandið á leið
minni suður, um Skagafjörð,
Húnavatnssýslu og Borgarfjarð ■
arhérað. — Kartöflugras lamað-
ist og féll að mestu 23. ágúst.
Kartöfluuppskera bregst því
tilfinnanlega.
— Hvað verður þá til bjargar
í þessum efnum?
— Mikið veltur á livort tekst
að ná því heyi, sem óhirt er. En
hversu sem um það verður, þá
verða bændur að kaupa mikið
af síldarmjöli. Skiftir miklu
máli að síldarmjölið, sem bænd-
ur fá sc fyrsta flokks vara. Ann-
ars og þriðja flokks mjöl er
miklu rýrara að gildi, hvort
sem er með beit eða heyjum, og
þá einkanlega hröktum lieyjum.
— En hvernig eru þá aflcomu-
horfur bænda fjárhagslega?.
— Það veltur mikið á þvi,
hvert verðlag verður á sauð-
fjárafurðunum í haust. Hvergi
á landinu mun vera kostnaðar-
samara sauðfjárhald en i S.-
Þingeyjarsýslu. Síðan 1930
höfum við búið við meiri og
minni taprektsur á sauðfjáraf-
urðum, að frá teknu næstliðnu
ári, þó yfir tæki 1932, þá var
tapið 15—16 krónur á lamb. —
Eftir því sem Jóni Árnasyni
framkvæmdastjóra segist frá í
Tímanum nýverið, eru ekki
glæsilegar söluhorfur á ull og
gærum. Þá er aðeins kjötið eftir.
Það verður að ætla, að nú sé
fyrir það nægur markaður.
Enginn mun mæla ef tir Bretum,
að þeir gefi í minsta lagi fyllsta
tilkostnaðarverð og nú er erfitt
að bera fyrir sig hinn venjulega
barlóm um kaupgetu kaupstaða-
búanna. Sjávarútvegurinn hefir
nú, væntanlega öllum til ánægju
og gagns og öfundarlaust, feng-
ið veltiár og full þörf er á, að
landbúnaðurinn geti fengið það
einnig. Eins og ákomið er með
heyöflun og garðmetisupp-
skeru víðast á landinu þyrfti
að fást rífleg uppbót í verðlagi
sauðf j áraf urðanna.
Kartöfluuppskeran í
íyrrahaust er að
fullu seld.
Frá Grænmetisverzlun rikis-
ins hefir borizt vitneskja um
það, að kartöfluuppskera f. á.
sé að fullu seld (Freyr 9. tbl.),
einnig um það, að nokkuð af
kartöflum hafi verið selt utan
Grænmetisverzlunarinnar fyrir
8—10 krónur pokinn, en heild-
söluverð hennar var 13—13.25
pokinn. Heyrt hefir blaðið að
kartöflur muni liafa verið seld-
ar í sumar allt niður i 6 kr. pok-
inn.
Þó að framtaldar kartöflur
væri í fyrrahaust nokkru meiri
en svarar til meðalneyzlu (sem
er minni hér á landi en hver-
vetna í öðrum löndum) þá er
vafasamt, að söluhæfar kart-
öflur liafi verið meiri en svarar
meðalársneyzlu þegar frá eru
taldar sýktar kartöflur og
smælki, sem ekki er söluhæft,
enda ekki ósennilegt, að menn
hefðu, með dálitlum áróðri um
að auka neyzluna og vegna
verðlags á kornvörum, fengizt
til, að nota kartöflur umfram
venju.
Það sýnist vera augljóst mál,
að komast hefði mátt hjá und-
irboði á kartöflum á liðnu
sumri, ef Grænmetisverzlunin
hefði keypt allar söluhæfar
kartöflur, sem til voru. Enn-
fremur er sýnt, af því sem nú
er fram komið, að það hefði
liún getað áfallalaust.
Hætt er við að sölutregðan í
vor hafi dregið úr áhuga manna
fyrir kartöflurækt. Má slikt
ekki koma fyrir aftur.
Kartöfluuppskeran í haust
verður áreiðanlega minni en
neyzluþörfin (sem er í rauninni
miklu meiri en fram hefir
komið lil þessa) svo að engin
liætta er á að nú þurfi á þessu
ári að sæta lægra söluverði en
verðlagsnefnd Grænmetissöl-
unnar ákveður. En fari svo síð-
ar að uppskeran verði jafn
mikil og í fyrra eða meiri, þá
þyrfti Grænmetisverzlunin að
gæta þess, að kaupa allar þær
kartöflur, sem koma til heild-
söluframhoðs.
Á víð og dreif.
Síldaraflinn.
Bræðslusíldin var orðin i
byrjun þessa mánaðar um 2Vá
milj. hektolítrar, nokkru meir
en helmingi meiri en í fyrra,
Saltsíldaraflinn er þar á móti
að eins 87 þús. tunnur, rúmlega
einn þriði móts við saltsíldar-
aflann í fyrra.
Haustslátrun
stendur nú fyrir dyrum. Sem
vita má er noregsmarkaðurinn
nú algjörlega lokaður, svo að
ekki verður kjöt saltað nema
fyrir innanlandsmarkaðinn. En
nægur mun markaður fyrir
fryst kjöt; á hinu er meiri vafi,
hvort til eru næg frystihús fyrir
það kjöt.
Bændur ættu að liafa það fast
í huga að leggja ríflega kjöt og
slátur til heimila sinna, sömu-
leiðis mjólk og garðamat.
Engin aðkeypt matvæli jafnast
á við liinn heimafengna mat að
hollustu og lífgildi.
Síldarmjölsverðið.
Annarsstaðar i blaðinu er á
það minnst að verð á síldar-
mjöli innanlands sé ákveðið 25
krónur 100 kgr. Er svo að skilja
að ríkisstjórnin liafi ákveðið
verðið. Mun það þykja vonum
lægra.
Um mitt sumarið var látið í
veðri vaka að verðið myndi
verða við 50 krónur tunnan.
Verðið sem Bretar gefa nemur
þó ekki nema 40 kr. fob. svo
að Bretaverðið hefði þó a. m. k.
átt að vera liæsta verð innan-
lands.
Eftir að svo var lcomið að
síldarverksmíiðj urnar lækkuðu
verðið úr 12 kr. niður í 8 kr.
málið, — um þriðjung, þá hefði
verð innanlands átt að falla
einnig um þriðjung, niður í
26.33 kr., með því að þá var
búið að veiða nóg • fyrir liinn
brezka markað. En nú var það
svo, að þótt bræðslusíldarverðið
væri ekki lækkað nema um
þriðjung, þá var enginn viss
markaður fyrir síldarmjölið á
tilsvarandi verði. Tuttugu og
fimm króna verðið er því síður
en svo nokkur ívilnun til bænda.
Én það er ekki allt fengið
með því að innanlandsverðið
liafi verið ákveðið ekki liærra
en þetta. Aðalatriðið er að
mjölið sé gott — besta tegund.
Annars og þriðja flokks mjöl
mun ekki vera meira en % af
notagildi 1. fl. mjöls og fullt
Breta-verð að gefa fyrir það 25
krónur 100 kgr.
I 76. tbl. „Tímans“ þ. á. er
minningargrein um Sigurð heit-
inn búnaðarmálastjóra eftir
Jónas Jónsson. Á einum stað í
greininni segir: — — „voru
verk Tryggva Þórhallssonar,
þannig var það einnig lians verk
að Búnaðarfélagið fékk Sigurð
Sigurðsson til að gerast fram-
kvæmdarstjóra þess.“
Sannleikurinn í málinu er
| þessi: Sigurður var kosinn for-
maður og framkvæmdarstjóri
Búnaðarfél. á Búnaðarþingi
1919. Eg átti þá sæti þar, og
gerðist forvígismaður þess að
Sigurður yrði fyrir þessu vali.
Tryggvi heitinn var þá í nánu
samstarfi með Jónasi frá Hriflu.
Þeir höfðu komið sér saman
um að velja Siguð heitinn ráðu-
naut til þessa starfs. En eg kom
mínu fram. Jónas réðst að mér
þá og átaldi mig fyrir það að
vera með því að kjósa „íhalds-
bullu“ í þetta veglega sæti. En
íhaldsbullu kallaði hann Sigurð
vegna þess að hann hafði þá
skömmu áður birt í „íslendingi“
grein um ásetning. Síðar þegar
Sigurði var, af stjórn Búnaðar-
félagsins,vikið frá búnaðarmála-
stjórastarfinu og eg tók á mig
forustu í því að láta ekki slíkt
ranglæti viðgangast og vann þar
líka sigur, réðist Jónas Jónsson
að mér aftur með enn meiri
illsku.. Froðufelti af heift og
hótaði því að hvorki eg eða Sig-
urður skyldum þaðan í frá geta
nokkuð annað en „spriklað eins
og skepnur, sem er ríghaldið.“
Eftir þetta vann þó Sigurður
lieitinn mörg afrek og þar á
meðal það að byggja og rækta
Fagrahvamm. Jónas gerði að
vísu liarða atrennu til þess að
hrekja hann þaðan burt og
svifta hann þeim réttindum,
sem liann liafði til þessa síðasta
áfangastaðar, þar sem hann bjó
um sig til aðstöðu í ellinni og til
þess að vinna trúlega sínu aðal-
•áhugamáli. Þetta mistókst þó
fyrir Jónasi. Má furðu gegna að
Jónas Jónsson skuli leyfa sér
að skrifa eftirmæli eftir jafn
mætan mann og Sigurður var,
en sem hann, Jónas, hefir aldrei
skilið og sýnt, sem mörgum öðr-
um, sinn venjulega ódrengskap.
Nú virðist Jónas „á fínan hátt“
vilja gefa í skyn að Sigurður
heitinn hafi verið eitt af þeim
áhrifamiklu trompum, sem
Framsóknarflokkurinn hafi
slegið út.
Fyrir það mun Sigurður, í
gröf sinni, ekki þurfa að þakka
Jónasi, né heldur ættmenn Sig-
urðar og vinir hans.
Jón H. Þorbergsson.
Félagsprentsmiðj an h.f.
Reykjavík
Býp til gúmmístimpla
af öllum gerðum og
sendir livert á land sem
óskað er.
Vandaðir stimplar. Ódýrir stimplar.