Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.09.1941, Qupperneq 2
FRAMSÓKN
Þorleifur barðist við Sturlu í
Bæ og beið ósigur. Varð hann
að fara til Noregs og fór Snorri
með honum, því hann mun
engrar uppreisnar hafa vænt
sér gegn Sturlu.
Sturlunga og Hákonarsaga
segja ekki mikið frá dvöl Snorra
í Noregi. Þó virðist honum hafa
verið vel tekið. Hann var i Nið-
arósi með Skúla hertoga vetur-
inn 1238—9, en þá var að hefj-
ast fjandskapurinn með kon-
ungi og jarli. Ekki er getið um
viðskipti konungs og Snorra.
Sturlunga segir á þessa leið
frá útför Snorra sumarið 1239.
„Snorri og Þorleifur fengu
sér skip og bjuggu það til ís-
lands með ráði hertogans. En
er þeir voru búnjr og höfðu lagt
út undir Hólm, komu menn
sunnan frá konungs með bréf-
um, og stóð þar á, að Hákon
konungur bannaði þeim öllum
Islendingum, að fara út á því
sumri. Þeir sýndu Snorra bréf-
in og svarar hann svo: „IJt vil
ek.“ Þá er þeir voru búnir, hafði
hertoginn þá í boði sínu, áður
þeir tóku orlof. Voru þá fáir
menn við tal þeirra liertogans
og Snorra.“ Sögn er um að her-
toginn hafi gefið Snorrra jarls-
nafn, en ekki ern sönnur til
fyrir því. Snorri, sem var lend-
ur maður konungs, fór þannig
út í óleyfi hans, og sjálfsagt hef-
ir Hákon grnnað hann um að
vera hliðhollan Skúla hertoga,
og réð hann því af að ná Snorra
á sitt vald, eða láta drepa liann
að öðrum kosti.
Snorri settist að eignum sín-
um og ríkjum er hann kom út,
en hafði sig annars lít í frammi.
1241 andaðist Hallveig Orms-
dóttir og varð Snorri ósáttur við
syni hennar um arfinn. Fégirnin
var enn hin sama. Þeir leituðu
aðstoðar lijá Gissuri Þorvalds-
syni föðurbróður sínum og tók
hann vel undir þeirra mál.
Hann hafði áður verið tengda-
sonur Snorra.
Aðdragandinn að vigi Snorra
er nokkuð óljós. Gissur lagði
fram bréf konungs um að hann
skyldi láta Snorra fara utan,
eða drepa hann að öðrum kosti
fyrir það að hann hafði farið
út í banni konungs. Þó varð
dráttur á framkvæmdum Giss-
urar og er eins og hann hafi ver-
ið óráðinn í því hvað hann
skyldi gera. En um sumarið
1241 fundust þeir Gissuv og
Kolbeinn ungi á Kili, og þar
mun dauðadómur Snorra hafa
verið felldur. Það er mjög lík-
legt eftir annari framkomu
Kolbeins, að hann hafi kvatt
Gissur til þess að drepa Snorra
fremur, en að reka hann utan.
Gissur þóttist nú allt í einu
vera orðinn ákafur vinur kon-
ungs, en ekki er fyr getið um
þeirra vináttu. Það hefði einnig
verið auðvelt fyrir Gissur og
Kolbein að senda Snorra á kon-
ungsfund, annaðhvort með
góðu eða illu.
Frásögn Sturlungu um víg
Snorra er á þessa leið:
„Gizur kom í Reykholt um
nóttina eftir Máritíusmessu. —
Brutu þeir upp skemmuna, er
Snorri svaf i, en hann hljóp upþ
og úr skemmunni og í hin litlu
húsin, er voru við skemmuna.
Fann hann þar Arnbjörn prest
er talaði við hann. Réðu þeir
það, að Snorri gekk í kjallar-
ann, er var undir loftinu þar i
húsunum. Þeir Gizur fóru að
leita Snorra um húsin. Þá fann
Gizur Arnbjörn prest og spurði,
hvar Snorri væri. Hann kvaðst
eigi vita. Gizur kvað þá eigi
sættast mega, ef þeir fyndist
eigi. Prestur kvað vera mega,
að liann fyndist, ef honum væri
griðum heitið. Eftir það urðu
þeir varir við, hvar Snorri var,
og gengu þeir i kjallarann,
Markús Marðarson, Símon
knútur, Árni beiskur, Þorsteinn
Guðinason, Þórarinn Ásgríms-
son. Símon knútur bað Árna
höggva hann. „Eigi skal
höggva“, sagði Snorri. „Högg
þú“, sagði Símon. „Eigi skal
höggva“, sagði Snorri. Eftir það
veitti Árni honum banasár, og
báðir þeir Þorsteinn unnu á
honum.“
Þannig lauk æfi vors fræg-
asta manns. Dauðdaginn var
ekki glæsilegur. Snorri fékk
ekki að falla í orustu eftir
drengilega vörn eins og svo
margir frændur hans. Fullur
friður var i landinu og Snorri
átti í engum sökum við Gissur
þegar ráðist var að honum og
hann myrtur á næturþeli. Og
það sem sorglegast er, þeir
menn, sem bjuggu honum
banaráð, hafa allir verið tengd-
ir honum áður.
II.
Þess var áður getið, að frægð
Snorra hvildi á ritverkum hans.
Vér höfum enn til tvö verk hans,
Eddu og Heimskringlu. Kenn-
ingin um að hann sé einnig
höfundur Egils sögu skal hér
látin liggja milli hluta.
Þá er fyrst að nefna Eddu,
eitt hið einkennilegasta ritverk
á vorri tungu. Kennslubók í
skáldskap eins og höfundur
sjálfur segir, en hún er miklu
meira, vegna þess að ekki var
unnt að nota kenningarnar
nema vita deili á uppruna
þeirra.
Edda er þrískipt. Fyrst Gylfa-
ginning, safn af fornum goð-
sögnum, sem dregið er saman
til þess að skýra kenningarnar.
En með því hefir Snorri gefið
oss yfirlit vfir hina heiðnu goð-
fræði, og það meira en tveim-
ur öldum eftir að lieiðnin leið
undir lok.
Annar kaflinn er Skáldskap-
armál, og er það meginhluti
Eddu. Þar sýnir Snorri hvernig
skáldin hafi kveðið og hverjar
og hvernig kenningar megi
nota. Hann nefnir þar alls um
60 skáld, sem sum þekkjast
ekki af öðrum heimildum. Má
af þessu sjá hinn yfirgripsmikla
lærdóm hans á þessu sviði.
Háttatal er þriðji hluti
Eddu. Það er kvæði um þá
Skúla jarl og Hákon konung.
Það er hundrað og tvær vísur
og er kveðið með öllum þeim
bragarháttum, sem þá voru
kunnir, eða svo mun Snorri
bafa til ætlast. Eru margir
þeirra hinar mestu bragþrautir,
en hvergi virðast þeir vera höf-
undinum ofurefli.
Hin forni norræni kveðskap-
ur gerði afarstrangar kröfur til
formsins, og bragþrautir og
dýrir hættir voru skáldunum til
hinnar mestu frægðar. Snorri
finnur líka til þess hvílíkt verk
hann hefir leyst af hendi, eins
og kemur fram í 100. vísunni.
Glöggva grein
hef eg gjört til bragar,
svo er liundrað tírætt talið,
liróðurs örverður
skala maður heitinn vera,
ef svo fær alla háttu ort.
Siá maður, sem getur kveðið
visu með öllum þessum háttum
á sannarlega skilið að heita
skáld, að dómi Snorra.
III.
Heimskringla er mesta og
merkilegasta rit Snorra. Er það
saga Noregskonunga og liefst
með sögu forfeðra Haralds hár-
fagra, Ynglingasögu, og er hún
samin eftir kvæði Þjóðólfs úr
Hvini um Ynglinga. Snorri
notar mjög kvæðin sem heim-
ildir, og segir i formála Heims-
kringlu „kvæðin þykja mér sízt
úr stað færð, ef þau eru rétt
kveðin og' skynsanilega upp
tekin“ og skýrir hann þar hví
hann telji þau sérstaklega góðar
heimildir. Á eftir Ynglingasögu
kemur svo saga Hálfdánar
svarta og annara Noregskon-
unga hver af annari, allt til falls
Eysteins konungs meylu 1177.
Þar tók við Sverris saga er áður
var rituð.
Saga Ólafs helga tekur upp
undarlega mikinn liluta af
Heimskringlu, og það er ekld
vegna þess að Snorri hafi verið
svo sérstaklega trúaður. Hann
tekur að vísú upp ýmsar helgi-
sögur um Ólaf, en hann dregur
alls ekki fjöður yfir galla kon-
ungs og segir glöggt frá hryðju-
verkum hans. Nú er því lialdið
fram, að Snorri hafi fyrst ritað
Ólafs sögu sem sjálfstæða bók,
en hafi seinna hætt framan og
aftan við hana.
Sagnaritun var hafin hér á
landi fyrir daga Snorra. Enn eru
til Noregskonunga sögur sem
eru eldri en Heimskringla. Má
nefna ágrip af Noregskonunga
sögum, Ólafs sögu Tryggvason-
ar eftir Odd munk Snorrason,
Sverris sögu Karls ábóta Jóns-
sonar, Morkinskinnu, Fagur-
skinnu, Ólafs sögu helga hina
elztu o. fl. Aðrar eru aftur glat-
aðar.
Þessar sögur hefir Snorri
haft milli handa og unnið úr
þeim, mörgum að minnsta
kosti. Snorri vitnar sjálfur í
Hryggjarstykki eftir Eirík
Oddsson, og hefir hann notað
þá bók.
Sagnaritun Snorra ber langt
af þeim ritum, er samin voru
fyrir hans daga og enn eru-til.
Þó má geta þess að í Morkin-
skinnu eru snilldarlegir kaflar.
Hann skrifar fyrstur manna á
Norðurlöndum konungasögur
eftir þeim kröfum, sem nútím-
inn gerir til sagnaritunar. Hann
notar heimildir sínar með
djúpri gagnrýni. Hann vill ekki
birta „vitnislaus fræði“, en um-
fram allt leita sannleikans.
Þess vegna hefir hann fátt af
kynjasögum, sem annars er svo
mikið af í fornbókmenntum
vorum. Söguna um Finninn og
landvætti Islands hefir hann
tekið með, af þvi honum hefir
þótt hún falleg, og ekki var hægt
að komast lijá því, að rita eitt-
hvað af helgisögum Ólafs kon-
ungs eins römm og Ólafsdýrk-
unin var í þá daga.
Snorri hefir að vísu farið
mikið eftir skrifuðum heimild-
um, en hann lagfærir allt og
færir til liins betra. Hann tengir
sögur og þætti saman í eina
heild og kemur eðlilegu skipu-
lagi á röðun éfnisins. Saga kon-
ungsættarinnar norsku, afkom-
enda Haralds Iiárfagra er meg-
inþátturinn og um hana vefjast
svo ótal sögur og þættir, en
aldrei er misst sjónar á aðal-
atriðinu.
Þá er enn eitt, sem ekki er
hvað minnst virði. Á þeim tím-
um er fræðimenn annara þjóða
rituðu á latínu, samdi Snorri
verk sín á móðurmáli sínu.
Þýðing hans fyrir tungu vora
er ómetanleg.
Eins og Snorri fullnægir
kröfum vorum til vísindalegrar
sagnaritunar, eins fullnægir
hann kröfum listarinnar. Aldrei
hefir nokkur maður skrifað um
Noregskonunga af jafnmikilli
snilld og Snorri. Sumstaðar í
Heimskringlu bregður hann
upp myndum, sem eiga fáa sína
líka í bókmenntum nokkurra
þjóða. Má til dæmis nefna frá-
sögnina um dauða Hákonar
jarls, siglingu flota Ólafs
Tryggvasonar fram hjá Svokl-
ur, samanburð Halldórs Brynj-
úlfssonar á Ólafi helga og Har-
aldi harðráða, dauða Þormóðs
Kolbrúnarskálds á Stiklastöð-
um og mannjöfnuð Eysteins
konungs og Sigurðar Jórsala-
fara. Þessum viðburðum er
lýst á eins „dramatískan“ liátt
og í beztu leikritum.
Þá eru mannlýsingar Snorra
oft óviðjafnanlegaú. Ógleyman-
leg er frásögnin um Finn Árna-
son og Þóri hund á þinginu í
Vogum eða um Kálf Árnason
fyrir Stiklastaðaorustu og aftur
för lians þangað með Magnúsi
góða, eða um Þorgný lögmann
á Uppsalaþingi.
Enda þótt Ólafur helgi sé að-
alsöguhetja Snorra, ef svo
mætti að orði komast, þá eru
það þó einmitt sumir andstæð-
ingar konungs, er hann lýsir
fegurst. Til dæmis Erlingur
Skjálgsson. Óhlutdrægnin og
sannleiksástin er ávalt hin
sama. Hann viðurkennir hreysti
og gáfur, hjá hverjum sem er,
en eins og aðrir rithöfundar
vorir í fornöld, þá ritar hann
um höfðingja, og fyrir höfð-
ingja.
—o—-
Vér þekkjum ekki fæðingar-
dag Snorra og því er lians
minnst á dánarafmæli hans.
Það mun sumum kannske
þjdcja óviðfeldið eins og dauða
hans bar að. En vér skulum
minnast þess, að þótt samtíðar-
menn Snorra kynnu ekki að
meta störf hans, þá hefir hann
gefið íslenzkum bókmenntum
dýrustu gjöfina, er þeim hefir
hlotnast.
H. H.
Frá útlöndum.
Stríðið í austri.
Þjóðverjar hafa haldið uppi
látlausri sókn á austurvígstöðv-
unuin undanfarnar vikur, og
bandamenn þeirra, Rúmenar,
Ungverjar og þó einkum Finn-
ar hafa veitt mikinn stuðning.
Á norðurvígstöðvunum hafa
Þjóðverjar umkringt Lenin-
grad, að öllu leyti eða þvi sem
næst. Standa hersveitir þeirra
þegar við úthverfi borgarinnar,
en Rússar verjast af kappi og
þykjast munu verja hvert hús,
svo Þjóðverjar geti ekki unnið
borgina, nema að leggja hana
algerlega í rústir. Má því búast
við að enn verði barist lengi og
af grimmd um Leningrad. *
Þá hafa Finnar og Þjóðverjar
einnig sóttt fram í áttina til
Murmansk og reynt að eyði-
leggja járnbrautina frá Lenin-
grad. Ef þeim tekst að slíta
samgöngur borgarinnar við
Hvítahafið, versnar enn aðstaða
Rússa.
Rússar hafa gert allmikla
sókn á miðvígstöðvunum ög
hrakið Þjóðverja undan í áttina
til Smolensk, sem nú er í rúst-
um. Ekki er sjáanlegt að þessi
sókn muni þó hafa nein veru-
leg áhrif á gang stríðsins.
Aðalsókn Þjóðverja hefir ver-
ið á suðurvigstöðvunum. Þar
hafa þeir unnið stórkostlega
sigra, og er mikill hluti Ukraine
nú á þeirra valdi. Þýzkur her
ruddist austur yfir Dnjepr á
mörgum stöðum og tók borgina
Pultava og stefndi síðan til suð-
urs. Annar her kom á móti að
sunnan, og var borgin Kiev tek-
in eftir harðar orustur. Er sagt
að hin stóra og fagra borg sé nú
að miklu leyti í rústum.
Þjóðverjar segjast hafa um-
kringt mikla rússneska heri
fyrir austan Kiev, og muni þeir
verað eyðilagðir með öllu inn-
an skamms. Þá eru Þjóðverjar
komnir að Asovhafi og er Krim-
skaginn búinn að missa sam-
band við meginlandið. Rússar
hafa mikinn her á Krim og land-
ið er fjöllóttt og vel fallið til
varnar. Má þar búast við hörð-
um átökum.
Næst mun verða barist um
Svartahaf. Þjóðverjar hafa náð
fastri stöðu við hafið, en þeir
hafa engan herskipaflota, en
Rússar aftur á rnóti tvö eða þrjú
stór herskip og mörg smærri.
En búast má við, að Þjóðverjar
komi sér upp flota kafbáta og
smárra tundurskeytabáta og nái
á þann hátt yfirráðum á Svarta-
hafi. Hinir miklu yfirburðir
Þjóðverja í lofti gætu lika senni-
lega ráðið hér úrslitum.
En þótt Þjóðverjar næðu yf-
irráðum á Svartahafi, þá er þó
enganveginn víst, að þeir muni
vinna námuhéruðin í Kálcasus.
Þangað er löng leið, og þau eru
sjálfsagt vel varin.
Síðustu fréttir herma að Eng-
lendingar liafi sent mörg hundr-
uð flugvéla og rnikinn herbúnað
annan til Rússlands. Þessi hjálp
kemur heldur seint, en fáum
mun liafa komið til hugar, að
sigrar Þjóðverja á austurvíg-
stöðvunum yrðu svo miklir og
nú er raun á orðin.