Framsókn : bændablað - samvinnublað - 23.09.1941, Page 3
FRAMSÖKN
í
Hagur S i S ogr kaup-
féla-g'anna.
í 6. hefti „Samvinnunnar.4 þ.
á. er birt frásögn frá aðalfundi
Sis er haldinn var á Akureyri
30. júni til 2. júlí s. 1. Er þar m.
a. birtur Efnahags- og reksturs-
reikningur Sambandsins fyrir
árið 1940 og skýrt frá ráðstöfun
aðalfundar á tekjuafgangi árs-
ins.
Vörusalan á árinu nam alls
kr. 41779868.00 og skiptist
þannig:
Innflutnings-
deildar .... kr. 18446110.00
iÚtflutnings . . — 17051041.00
Verksm. og
annara fyrirt. — 5657244.00
Af þessari sölu var sala tá
milli deilda og fyrirtækja Sam-
bandsins og til eigin þarfa kr.
5374527.00, svo að nettósalan
var kr. 35774868.00.
Rekstursreikingur:
Tekjur:
T^kjur af vörusölu............................kr. 2283.565.17
Umboðsl. og afslættir..........................— 920.849.14
Gengishagnaður ...'•>..........................— 115.325.45
Aðrar tekjur..................................—- 308.815.72
kr. 3628.555.48
Gjöld:
Framleiðslukostnaður..........................kr. 1413.145.75
Sölukostnaður .................................— 873.117.80
Funda- og stjórnar-kostnaður ..................— 28.865.40
Vextir.........................................— 192.146.38
Fræðslustarfsemi.............................. — 31.264.24
Skuldatöp og leiðréttinga .....................— 2.419.08
Opinber gjöld .................................— 261.057.20
Tekjuafgangur .................................— 826.539.63
kr. 3628.555.48
Tekjuafganginum kr. 863602,87 var ráðstafað þannig:
Til Sambandsstofnsjóðs ....................— 276.763.20
— Verksmiðjustofnsjóðs ...................— 78.354.22
— Varasjóðs ..............................— 230.000.00
— Verksmiðjusjóðs ........................— 156.708.43
— Sjótryggingarsjóðs ....................— 36.000.00
— Menningarsjóðs ........................— 78.000.00
Yfirfært til n. á. ........................— 7.772.02
Töp höfðu orðið á Garna-
hreinsunarstöð og Sokkaprjóna-
stofu, samtals kr. 37063.25.
Voru þau yfirfærð til reksturs-
reikninga þessara fyrirtækja á
yfirstandandi ári. Kom því þess-
ari upphæð meira til ráðstöfun-
ar.
Sameignarsjóðir Sambands-
ins námu í árslok 1940 kr.
2503098.82. Að viðbættum tillög-
um ársins eru þeir orðnir rúm-
ar 3 milljónir króna. Af þeirri
npphæð nemur hinn alm. vara-
sjóður rúml. 1.2 millj. Af öðr-
um sameignasjóðum eru stærst-
ir: Verksmiðjusjóður rúm 600
þús. kr., S j ótryggingarsj óður
rúml. 437 þús. kr. og Menning-
arsjóður rúml. 275 þús. kr.
Hagur hinna einstöku félaga
var í stórum dráttum þannig, að
inneignir þeirra hjá Samband-
inu voru samtals kr. 6142000.
— En aftur voru önnur, er
skulduðu samtals kr. 1901000.00
Framangreindar tölur úr
fundarskýrslunni og reikning-
um Sambandsins sýna það, að
hagur þess stendur nú með
miklum blóma, svo að ekki mun
hafa betur verið í annan tima.
Hinir ýmsu tryggingarsjóðir
þess, svo og stofnsjóðir félags-
deildanna vaxa ört með ári
hverju og hafa náð mjög álit-
legum upphæðum á okkar mæli-
kvarða.
Af viðskiptaj öfnuði félags-
deildanna við Sambandið má
einnig álykta, að hagur sumra
þeirra stendur mjög vel en ann-
ara miður. Mun mega gjöra ráð
fyrir, að þau kaupfélögin, sem
eiga innstæður hjá Sambandinu,
skuldi ekki að mun annarsstað-
ar. Hafa þau þá orðið meir en
nægt stofnfé og rekstursfé. Aft-
ur benda skuldirnar til hins
gagnstæða hjá öðrum félags-
deildum. Getur hagur þeirra
samt verið góður, þó að á það
skorti, að þau hafi eigin fé og
frá félagsmönnum nægilegt til
stofnfjár- og rekstursfjárþarfa.
í samanburði við tekjurnar
(kr. 3628555.48) er það geysi-
upphæð (kr. 863602.87) sem
ráðstafað er til sjóða, nær 14
partur (23.8%) þar af fara tæp-
lega Vs til Sambandsstofnsjóðs
og rúml. % til tryggingarsjóða
Sambandsins ýmsra og fyrir-
tækja þess, og nokkur upphæð
yfirfærð til næsta árs. Það verð-
ur að álíta, þegar hagur Sam-
bandsins er jafn góður, sem
raun er á, að vafasamt sé að
leggja svo mikið fé til sjóða.
Það verður auðvitað með engu
móti öðru gert, en að leggja ríf-
lega á vörurnar og láta félags-
deildirnar og félagsmennina
sjálfa legga féð þannig fram.
Það á ekki að vera tilgangurinn
að hafa þá að „féþúfu“ um
nauðsyn fram. Það orð liggur nú
á, að heildverzlanir og kaup-
mannaverzlanir telji sér vel
borgið um verðlag í skjóli Sis
og kaupfélaganna, og nú síðast
i skjóli þess hámarksverðs, sem
hin stjórnskipaða verðlagsnefnd
ákveður.
Til marks um óþarflega háa
álagningu Sis og óþarflega háa
úthlutun til sjóða — Sambands-
stofnsjóðs og eigin tryggingar-
sjóða — má henda á það, að Sis
verður nú á yfirstandandi ári að
greiða rífl. 100 þús. krónur í
„stríðsgróðaskatt“. Þetta hefir
komið flatt upp á marga kaup-
félagsmenn, þar sem Sis er ekki
— eða þarf ekki að vera — ann-
að en umboðsstofnun fyrir
kaupfélögin. Þykir sem þessi
mikla upphæð muni hljóta að
stafa af því, að óþarflega mikil
áherzla hafi verið lögð á, að geta
haft hátt tillag til sjóða. Stríðs-
gróðaskatturinn sé því að mestu
leyti að óþörfu greiddur og væri
betur kominn i vörslum félags-
manna sjálfra.
Frá annari hlið má einnig á
þetta líta. Kaupfélögunum er að
lögum skylt (og sama mun gilda
um Sis) að leggja minnst 1% af
samlagðrisölu aðkeyptra vara og
afurða til varasjóðs og annara
óskiptilegra sjóða. Yeltan, sem
varasjóðstillagið myndi eiga að
miðast við, var samkvæmt
fundarskýrslunni kr. 35779868.-
00. Tillagið til hinna óskiptlegu
sjóða hefði þvi eigi þurft að
vera nema um 358 þús. krónur
en var um 580 þús. krónur, eða
um 228 þús. kr. umfram laga-
nauðsyn.
Nokkuð líkt má álykta um
þau kaupfélögin, sem vel eru á
veg komin með að safna rekst-
ursfé (stofnsjóðum) og trygg-
ingarfé (alm. varasjóði og öðr-
um tryggingarsjóðum). Öll hafa
kaupfélögin byrjað „með tvær
hendur tómar“, stofnfjárlaus
og rekstursfjárlaus. Þeim var
því í upphafi brýn nauðsyn,. að
afla sér f jár í hvortveggja þessu
skyni, og að auki til tryggingar
framtið sinni (varasj. og aðra
tryggingarsjóði), sem og félags-
mönnunum að styðja þessa fjár-
öflun með ráðum og dáð. —
Það varð með engu móti gert
öðru en því, að leggja á vörurn-
ar til þessara þarfa. Nú, er mörg
félögin eru búin að afla sér
nægilegs stofnfjár og reksturs-
fjár, og safna álitlegum sjóðum
til tryggingar framtíð sinni, þá
ættu þau að ástunda að létta eft-
ir föngum þessum byrðum af
verðlaginu til hagsbóta fyrir fé-
lagsmennina. Félögunum sjálf-
um er engin nauðsyn á að vera
auðstofnanir, enda ekki tilgang-
ur þeirra.
Niðurstaða þessara hugleið-
inga er sú, að ekki einasta eigi
kaupfélögin og sambandsfélag
þeirra, að gæta hófs um álagn-
ingu til sjóða, eftir að þau mega
teljast fjárhagslega vel tryggð,
heldur væri og athugaridi, hvort
ekki ætti að fá breytt ákvæðum
samvinnulaganna um tillög til
sjóða (stofnsjóða og trygging-
arsjóða) þannig, að þegar hin
einstöku félög og sambandsfé-
lag þeirra hefðu náð vissu til-
teknu stigi um fjárhagslega
nauðsyn og öryggi, mættu hin
áskildu tillög til sjóða vera
lægri.
Kjötverðið til neyt-
enda í haust.
Hvað fá bændur?
Kjötverðlagsnefnd hefir á-
kveðið haustverðið á kinda-
kjöti (frá 15. sept.) í lieildsölu
þannig:
1. verðfl........kr. 3.20 kgr.
2. verðfl..........— 3.05 —
3. verðfl..........— 2.90 —
Frá þessu verði má veita allt
að 2% afslátt verzlunum og
frystihúsum, sem kaupa 5000
kgr. i einu, eða meira. Verð-
jöfnunargjald hefir og nefndin
ákveðið 5 aura á kgr.
Smásöluverð á súpukjöti
hefir nefndin ákveðið kl. 3.65
hið hæsta, en læri og annað
steikarkjöt má verðleggja eftir
geðþótta að öðru leyti en því,
! að nefndin lætur á „þrykk út
i ganga“, að liún leggi áherzlu á,
1 að smásöluálagning á hverjum
j stað sé ekki hærri en nauðsyn
I krefur og leggur fyrir trúnað-
| armenn sína að fylgjast með því,
j að ekki verði út af því brugðið.
I (Eftir hverju eiga trúnaðar-
| mennirnir að meta það?)
—o—
Nefndin er örugg í því að setja
hámarksverð á kjötið gagnvart
framleiðendum. Frá þvi verði til
framleiðenda dregst fyrgreind-
ur heildsöluafsláttur verðjöfn-
unargjald og „skipulagskostn-
aður“. Ólíklega ætti sá frádrátt-
ur samlagt að nema meiru en
12 au. á kgr. Ættu framleiðend-
ur þá að fá kr. 3.08, 2.93 og 2.78
fyrir hvert kílógramm. Væntan-
lega þarf þó verðjöfnunar-
gjaldið endanlega ekki að koma
til frádráttaf, með þann mann-
fjölda, sem nú er i landinu. Og
þó eitthvað kynni að þurfa að
flytja af kjöti til Bretlands þá
hljóta Bretar að gefa fyrir það
sambærilegt verð því sem
nefndin hefir ákveðið, þvi ólíkt
hærra verð mun verða skammt-
að brezkum kjötframleiðend-
um. Má þvi telja líklegt, og enda
víst, að bændur fái verðjöfnun-
argjaldið endurgreitt síðar.
Það hefir verið venja nefnd-
arinnar, að ákveða verðið
hækkandi, er frá haustkauptíð
líður. Verði svo enn, þá kynni
einnig þannig að fást uppbót á
það verð, sem greitt verður til
bænda við afhendingu kjötsins.
Athyglisvert er það, að kjöt-
verðlagsnefndin skuli ekki hafa
ákveðið hámarksálagningu á
allt kjötið. Það gæti haft óhag-
stæð áhrif á dýríðarvisitöluna,
ef álagningin á steikarkjötið
yrði hærri en nauðsynlegt er.
Sama álagning er, að því er
skilja verður, á alla lcjötflokk-
ana. Súpukjötsálagningin á 1.
fl. kjöt má telja að sé hófleg
(um 18.3%), en rifleg á 2. fl.
kjöt (um 24.6%) og einkum á
3. fl. kjöt (um 31%). — Ætla
má að í hinum ákveðnu fyrir-
mælum nefndarinnar um álagn-
ingu á læri og steikarkjöt eigi
að felast heimild til enn hærri
álagningar, sú er a. m. k. venj-
an, að steikarkjöt sé selt mikl-
um mun hærra verði en súpu-
kjöt.
Það er rétt fyrir bændur að
veita því fulla athygli, hvaða
kjötverð þeim verður úthlutað
í haustkauptíð, og hverjar verð-
bætur þeir fá síðar. Geta þeir þá
haft framangreindar tölur og
áætlanir til hliðsjónar.
Viðskiptin við útlönd.
Innfluttar erlendar vörur í
ágústmánuði námu að verði kr.
10.886.100.00 kr., en verð út-
fluttra vara á sama tíma nam
kr. 16.654.900.00.
Alls nam verð innfluttra er-
lendra vara til ágústmánaðar-
loka kr. 7.0650.600.00, en verð
útfluttra vara á sama tíma kr.
127.646.200.00.
Reikningsjöfnuður bankanna
við útlönd í júlílok var hag-
stæður um rúmlega 1914 milj.
króna og ætti þvi að vera
að viðbættum ágústviðskiptun-
um, hagstæður um nálægt 125
milj. króna.
Tilkyniimg1
frá laiidbunaðarráðimeytiiiii.
Hér með er skorað á alla þá, sem koma vilja til greina
við úthlutun verðuppbótar á útfluttar landbúnaðaraf-
urðir, framleiddar árið 1940, að senda landbúnaðar-
ráðuneytinu fyrir 15. október n. k. staðfest eftirrit af
farmskírteinum, er sanni útflutningsmagn þeirra af
þeim vörutegundum, sem hér eru taldar:
Ull, Bjórar, Silfurrefaskinn,
Gærur, Garnir, Blá og hvit refaskinn,
Kjöt, Ostur, Æðardúnn.
Fylgja þarf vottorð matsmanna um að vörurnar séu
framleiddar á árinu 1940.
Þeir, sem eiga óseldar birgðir af fyrnefndum vöru-
tegundum frá árinu 1940, sem ætlaðar eru til útflutn-
ings, skulu fyrir sama tíma senda vottorð matsmanna
um birgðirnar, með tilgreindu vörumagni, — eða aðrar
sannanir, sem ráðuneytið metur gildar.
Landbúnaðarráðuneytið, 19. sept. 1941.
Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Briem.
Afgr. í Austurstr. 12, uppi. Sími 2800.
Félagsprentsmiðjan h.f.