Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Blaðsíða 1

Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Blaðsíða 1
SKEMMTIBLAÐIÐ Útgefandi, ábyrgðarmaður og ritstjóri: Hallgrímur Benediktsson. Bergstaðastræti 19- Rvík. 6. BLAÐ. REYKJAVIK — 2. APRIL 1921. 6. BLAÐ. MYRTUR BRÚÐGUMI. (Glæpamálssa.ga eftir M. BARBACK). (Frh.). _ ---- Smith gámli ríkisgjaldkeri tók sjer það mjög nærri, að sjá Láru, einkabarn sitt, eiga þannig í látlausri baráttu við harma sína. — Enginn vissi það betur en hann, hvað því fór fjarri, að henni hefði þótt vænt um hinn látna eiginmann. Tár hennar voru því ekki tákn um söknuð eftir hann. Hver átti þar hlut að? Óefað Róberf! En hvers vegna grjet hún sakir hans? Var húu kannske ekki alveg sjálfstæð — laus við öll bönd, er geröu hana öðrum háða? Hvað stóð tramar í vegi íyrir þv' að þau gætu náð saman, Róbert og hún, og O'ðir* l amingjusöm ? — Smith gamli var talinn einn hinn snjallasti reikn- ingsmeistari ríkisins. — Og enginn vissi blett eða hrukku á útreikningum hans. Það vár því ekki alveg óhugsandi að hann gæti ráðið fram úr ástmálaraunum dóttur sinnar. Honum þótti miklu vænna um hana en rokkur vissi af, og óskaði henni allrar þeirrar gæfu, sem unnt er að kona magi njóta, og vár fús til að offra síðasta bióðdropa í því skyni, ef því væri að skifta — öllu, nema — embættisheiðri sínum, er studdist við fjörutíu ára trúlega og skyldurækna þjónustu í þarfir ríkisins. Strax og hann varð áskynja um sorg dóttur sinnar, kyssti hann hana á ennið og spurði blíðlega: >Hvers vegna berðu þig svona illa, elsku Lára mín?< Lára gerði tilraun til þess, að láta tárin þoka fyrir vingjarnlega brosi. En henni tókst það ekki betur en svo, að ávarp hans jók sorg hennar. Föður hennar fannst þetta ekki einleikið. Hann gat ekki sætt sig við það, að hún svaraði sjer ekki öðru vísi en svo, að hrista höfuðið grátandi. Hann gerði hverja tiiraunina á fætur annarri til þess að fá hana til að segja sjer, hvað ylli hörmum hennar. >Er það sakir Róberts?< spurði hann. Lára stundi — og stunan var játning við spurningunni. En hvernig vjek því við, að hún grjet svona vegna Róberts? >Hvað veldur því, að þú ert svo angurvær hans vegna, hjartans barn?< sagði faðir hennar. >Hann man þig vel og víkur sjer tii þín von bráðar !< >Nei, aldrei — aldrei framar<, sagði hún lágt. Faðir hennar hrökk við. Hann varð gripinn af skjótri íhugun. »Heíurðu talað við hann, — eða þið hvort við annað?< spurði hano. — >Veit hann, hvers vegna þú játaðist Berger?< >Nei«, svaraði hún. >Hann veit ekkert um það. Og um það fær enginn að vita af mínum vörum. Róbert er þeirrar skoðunar, eins og allir aðrir, að jeg hafi gifzt Berger vegna auðæfanna<. >Nú — svo hann er á þeirri skoðun — ó-já, ogf það er þess vegna —?< >Já — og þess vegna fyrirlítur hann mig — og það er eðlileg afleiðing atburðannar, sagði Lára. Já — e ð 1 i 1 e g —. Það var einmitt þetta, sem Smith hafði sjest yfir að taka með í reikninginn. Jú. Heiðarlegur maður hlaut að fyrirlíta þá konu, er hann þóttist viss um, að hefði, af gullþorsta einum saman, svikið hann í tryggðum, til þess að ná í ríkari mann. — Þetía var rauði þráðurinn. — Og af þessu stafaði hin þunga sorg, sem nú lá eins og farg á einkadóttur hans — þessarri feg- urstu og mannvænlegustu stúlku bæjarins. — Og hann bæði sá það og fann, að hann hefði aðeins litið einhliða á málið — sinn eigin embættisheiður. — Og nú tóku að steðjá að honum ógeðtelldar hugsanir, er ollu honum svima. — >Það er mín vegna<, sagði hann við sjálfan sig. >Mundi það ekki hafa legið nær, að láta það sitja í fyrirrúmi, að sjá borgið hamingju einkabarns míns — í stað þess að hugsa aðeins um sjálfán mig. Eða er það ekki j e g, reikuingsvjelin, sem hef sundrað gæfu þess allar götur niður í n ú 11 ?« — Gamli maðurjnn hafði ekkert viðþol þarna Ínni lengur — í návist dóttur sinnar. Hann stóð upp og fór inn í herbergi sitt — og það varð ekki betur sjeð, en að hann hetði elzt um nokkur ár þessa litlu hugleiðinga-stund. Hann settist í skrif- borðsstólinn með hönd undir kinn og hugsaði fast og lengi um það, hvort honum mundi reynast unnt, að greiða að gagni úr hugarangist dóttur sinnar — án þess að kveða upp úr með það, er þau bæði sameiginlega, hann og Lára, urðu um fram allt að láta liggja í þagnargildi. — Smith gamli nádi sjer von bráðar aftur. Hann tók að hugsa málið á ný frá sjerstakri hlið: Var þetta ekki annars hóflaus bölsýni — hvernig Lára leit á framtíð sína? Og gat þáð náð nokkurri átt, að lífsgleði hennar og hamingjuvon væri jarðsungin fyrir fullt og allt? Var það annað en aulalegur hugarburður, að ekki væru tök á því, að kippa ástmálum Láru og Róberts i æskilegt horf? Jú. Smith gamli þóttist sjá veg til þess, — alveg óbrigðult ráð. — Hvers þurfti hann annars við en að segja við Róbert: >Það er mjer að kenna, að Lára rauf ástmálin. — Það var sakir kærleika hennar til mín, að hún giftist Berger<. — En sá ljóður var þó á þessu ráði, að hann treysti sjer tæplega til að beita því með árangri. — Róbert mundi vafalaust spyrja nánar um atvik og ástæður. En í þeim lá fólginn mergur málsins, og hann mátti Róbert ekki sjá fremur en aðrir. Það var meira að segjá um of, að dóttir hans skyldi vita allt út í æsar. Eo var þá ekki um einhverja aðra leið að ræða, er ráðið gæti fram úr raunum Láru? Varla gat það komið til mála, að ást Róberts á henni væri útkuinuð með öllu. Og tæplega gat það hugsazt,

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.