Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Blaðsíða 2

Skemmtiblaðið - 02.04.1921, Blaðsíða 2
26 SKEMMTIBLAÐIÐ að hann væri starbíindur lyrir þeirri hamingju, er honum fjelli í skaut, með því að giftast Láru, einka-erfingja Bergers. Nei. Maðurinn hlaut þó að eiga einhvern snefil fjárhagslegra hygginda í þessum efnum. Annað var óhugsandi. — Og nú var Smith gamli orðinn sami maður og áður — stærðtræðingur í húð og hár. Og hann hjelt áfram að tala við sjálfan sig: >Veslings Róbert er í meira lagi vitgrannur, ef hann fyrirlítur konu, sem hon- um þykir vænt um, fyrir það eitt, að húu hefur eignast mikil auðæfi! Hitt er annað mál, að eins og á stendur, kann hann að hyka við það, að rjetta Láru höndina að fyrra bragði. — En ef jeg — faðir hennar — örfa hann, þá skil jeg varla í öðru en hann vakni . . .< Og stórhrifinn af þess- arri niðurstööu, þreif hann til pennans og skrifaði eftirfarandi brjef: >Sh. 20. ágúst 1870. Kæri Róbertl — í fullri einlægni og föðurþeli, finn jeg mig knúðan til þess, að senda þjer nokkr- ar línur, án þess þó — það tek jeg skýrt fram — að Lára dóttir mfn hafi minnstu hugmynd um það. Og vona jeg, að þú takir orð mín eins og þau eru meint — sem föðurlega bendingu frá mjer, er ann þjer, eins og dóttur minni, allrar gæfu. t>egar Lára mín hinn 20. júlí neyddist til þess, því miður, að rjúfa tryggðabönd ykkar — gerði hún það með svo átakanlegri hugarhryggð, að þú mundir hafa sárkennt f brjóst um hana, ef þjer hefði verið unnt að skyggnast inn í huga hennar, því þá, eins og nú, unni hún þjer eiuum. En það vil jeg tjá þjer, að þá var um sjerlega tilfinnan- lega nauðsyn að ræða, sem þvingaði hana til að breyta svo sem raun varð á — eftir harmþrungið sálarstrið. — En því miður er mjer máls varnað um það, að segja þjer hin sönnu rök, er þar að lutu, — Fyrir einkennilega rás viðburðanna er hjónaband það, er Lára neyddist til að ganga út í, að engu orðið. Hún er því engum böndum háð, og auk þess er hún orðin einkaerfingi að öllum eigum Bergers. — Hún elskaði aldrei þann mann, heldur þig einan. Þess vegna ber jeg það traust til þín, kæri Róbert — svo frámarlega sem til- finningar þínar eru þær sömu og áður gagnvart Láru minni, að þú látir sjá þig sem fyrst heima hjá okkur, til þess að ástarþel ykkar megi sam- einast á ný. l>ú getur verið þess fullviss, að þjer verður tekið með opnum örmum af Láru og mjer. Með íöðurlegri vinsemd Smith<. Hinn mikilsvirti reikningsgarpur seildist eftir umslaginu og skrifaði utan á, með sigurbros á vörum. Síðan stóð hann upp, fór rakleitt á póst- húsið og afhenti brjefið. Hann var sannfærður um það, að nú hefði hann barist góðri baráttu, sem hlyti að sigra. Daginn eftir barst honum svar Róberts. Það var stutt — og hljóðaði á allt annan veg en Smith hafði reiknað út: >Sh. 2i. ág. 1870. >Háttvirti Smith! — Um leið og jeg votta yður þakklæti fyrir alla góðvild íyrr og síðar, verð jeg að tjá yður, að mjer er þess varnað, að heimsækja ykkur feðginin á sama hátt og áður. Þann dag, er Lára var knúð til að taka Berger fram yfir mig, — kvaddi jeg hana fyrir fullt og allt sem unnustu. Með djápri virðingu og beztu kveðju. Róbert<. Að lestrinum loknum datt brjefið úr höndum Smith’s. — Reikningsmeistara ríkisins hafði fatast. — >Hann hefur ekki nokkurt auga fyrir auðsærri gæfuleið, aumingja maðurinn<, sagði Smith gamli. >0g ennþá grunar hann Láru um græsku<. — Nei. Smith duldist það ekki, að þetta bragð hans kom að engu liði. Og honum reyndist ókleift, að láta sjer detta nýtt ráð í hug. Hann varð að treysta því, að tönn tímans mundi takast að eyða öllum þessum leiðindum, og að auðæfin mundu ljetta undir með Láru í raunum hennar, uppfylla óskirnar og draga úr hugarangri hennar sroátt og smátt. En þessi útreikningur reyndist engu traustari. — Skömmu síðar, þegar Smith settist við skrifborð sitt og tók að reikna út, hversu miklar tekjur Láru mundu verða f framtfðinni, fór hún inn til hans og sagði honum frá því umsvifalaust, að hún væri búin að taka þá ákvörðun, að nota ekkert í sjálfs sín þarfir af arfi þeim, er henni bæri eftir Berger, heldur láta hann renna til spítala bæjarins og annarra góðgerðastofnana. Smith hóf hendur á loft og sló þeim saman. Var nú dóttir hans alveg gengin frá vitinu? Hveinig í dauðanum gat nokkur skynsemigædd manneskjá látið sjer svona orð um munn fara, þegar um miljónir króna var að ræða? Lára ljet öll mótmæli hans sem vind um eyrun þjóta. Hún stóð last á sfnum hlut og kvaðst ekki hvika hársbreidd frá þessu ráði. >Jeg mundi fyrirlíta sjálfa mig, ef jeg hagnýtti eyrisvirði af þessum fjármunum í mínar þarfii<, sagði hún. >Athugaðu hvað þú segir, barn! — Getur þjer ekki skilist það, að með þessu ráðlagi glatarðu fjárhagslegri hamingju þinni!< sagði faðir hennar. >Jeg skil, og skil það vel, að mjer er allrar gæfu varnað hjeðan í frá, — og það svo mjög, að jeg sje engan glaðan dag fram undan<, sagði hún í hálfum hljóðum. Þessi orð hennar gengu gamla manninum til hjarta. — Og það nísti hann, hversu undirstöðu- vana allar hans áætlánir höfðu reynst. Hann sá það, að hvorki tími nje peningar gátu dregið úr sorg Láru. En mest af ö!Iu gramdist honum það, að allt skyldi þetta vera glópsku sjálfs hans að kenna. Hann setti hljóðan — og nauðugur varð hann að sætta sig við fjármála-ráðstöfun dóttur sinnar. — (Framh.). HÓStUP í vændum. Einn af kvennskör- ungum tyrkneskrar kvennþjóðar hefur komizt svo að orði í niðurlagi einnar af hvatningarræðum sínum: „ . . Trúboðsskólar Bandaríkjanna hafa kennt oss, að til er annað háleitara og siðlegra viðfangsefni fyrir kvennþjóð þessa lands en að vera leikfang ijettúðugrar kariþjóðar. — Sá dagur kemur fyrr en varir, að tyrk- neskar konur rísa upp og krefjast frelsis með oddi og egg. Það verður stórfelldari styrjöld en borgarastríð. ... Því' þá munu allar óveiklaðar konur bíta í skjaldar- rendur og hvergi hvika. — Þær munu hyklaust vega menn sína, mæður sonu sína og systur bræður sína.,

x

Skemmtiblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtiblaðið
https://timarit.is/publication/1328

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.