Skemmtiblaðið - 26.11.1921, Blaðsíða 4
164
SKEMMTIBL AÐXÐ
E11 a : Mig rak i rogastanz í gær-
kyölfl, þegar Gróa systir frædfli mig u n
það, að þú hefðir gift þig í fyrrakvöld*.
Veiga: »Það tók þyí! — eða hitt
heldur:
Ella: »En hvarra manna er mað-
urinn þinn?
Veiga: »Satt að segja bar þetta
svo brátt að allt saman, að jeg hef
ekki haft tíma til að spyrja hann að því
enDþáU
Kennslukonan: »Jeg hef nú
gert ykkur nokkra grein fyrir máls-
hættinum „Brenntbarn íorðast eldinn“.
En getið þið ekki nefnt mjer annan
málshátt svipaðan?<
S v a f a (12 \etra): Jú, jeg man eftir
öðrum: „Ohreint barn óttast vatnið“«.
Dómarinn: ».. J?jer segist hafa
farið inn í eldhúsið og stolið kjötpyls-
unum vegna hungurs. — En hvernig
stendur á því, að þjer tókuð um leið
dýrindis-brjóstnál, sem lá á borðinu?«
þjófurinn: »Það er ekki nema
eðlilegt, þótt þjer sjeuð híssa á slíkum
aulaskap. — Það stafar frá augunum!
— þau eru orðin svo stór-veikluð, að
jeg sje ekki hálfa sjón lengur . . «.
Húsmóðir nokkur sendi vinnukonu
sina út i bæ, til þess að kaupa eld-
spýtur, og bað hana að gæta þess nú
vel, að fá eldspýtur, sem almennilega
kviknaði „á. Það var komið myrkur,
þegar vinnukonan kom aftur með eld-
spýturnar, og húsmóðiriu fór með þær
inn, til þess að kyeikja á lampanum.
En hvernig sem bún reyndi að kveikja,
þá tókst benni það ekki, og loks kallaði
hún til vinnukonnar, og ávítaði hana
harðlega fyrir að hafa keypt svona
ónýtar eldspýtur. —
»Jeg got ekki talað sannara orð en
það«, svaðaði vinnukonan, »að jeg
reyndi hverja einustu eldspýtu, sem í
stokknum var, og það kviknaði á þeim
öllum«.
Hún: >Láttu mig fá fyrir einu
kíló af sykri, góði minn«.
H a n n : »Jeg má ómögulega missa
nema fyrir h á 1 f u kíló — annars get-
ur ekki noma annað okkar komizt á
bíó í kvöld«.
Eiginmaður einn sendi drenginn sinn
til læknis eíns með svolátandi seðil:
»Jeg má ekki láta það dragast eitt
augnablik að tjá yður, hversu vel
hæsilyfið hefur reynzt. — Siðan
konan mín fór að brúka það, get jeg
varla sagt, að hún hafi mælt orð af
vörum. — Og af því hún er nú búin
búin úr ílöskunni, þá treysti jeg yður
til þess að senda mjer tvær flöskur
með drengnum . . «.
A. : »Hvers vegna setja málarar og
myndatökumenn nafnið sitt neðst á
myndirnar?«
B, : »Það gera þeir til að sýna,
hvernig myndirnar eigi að snúa?«
0
H a n s e n : Og þessa nótt mun gull-
úrið mitt hafa horfið.
Þ ó r a: það skyldi nú ekki hafa verið
gullúr, sem hann Jefet gaf honum syni
sínum í dag, þó að mjer sýndist það
vera gylltur snældusnúður.
Þorlákur: Heilög hamingjan!
(Skip heyrist blása).
G u n n ar (óðslega): Skipið blæs til
burtferðar, Porlákur, — þú verður of
seinn, — flýttu þjer af stað, — flýttu
þjer, flýttu þjer!
Porl ákur (dregur upp úr): Nei,
jeg vil ekki fara grunaður um að hafa
ófrjálsan grip i mínum vörzlum. Er
þetta gullúrið yðar, herra doktór?
H a n s e n (tekur við): Já, pannarlega
gullúrið miit!
J a f e t: Gg þetta úr seldi Gunnar
mjer í hendur sem veð fyrir þessum
bölvuðum óheillastiga.
G u n n a r (óður): Djöfull og svikari!
Sigrún (hnígur í stól): Gunnar,
Gunnar!
T ó m a s : Háloita rjettvísi! — Sigrún,
Sigrún!
H a n s e n (tekur upp hníf): Þekkir
nokkur hníf þennan?
þorlákur: Er hann með þremur
skorum í bakka?
H a n s e n : Markinu er rjett lýst.
Þ o r 1 á k u r : Jeg á hnifinn! Með
þeasum hníf rispaði Gunnar sig í and-
litið, og kenndi síðan Tómasi um áverk-
ann. Jeg iðrast þess sárlega, að jeg
geymdi svo illt leyndaimál.
G u n n a r (ætlar að ráðast á Porlák):
tegiðu, níðingur! — eða jeg dre.......
H a n s o n (grípur framm í): Bregðið
járnum á hendur hans, til þess að hann
skaði engan.
(Tómas og Þorlákur þrífa hendur
hans, sína hvor, en Jafet bregður á
hann handjárnum).
Hansen: Hnifi þessum hjelt hann
á í hendi sjer, þegar hann ljet bera
sig inn sem meðvitundarlausan mann,
— hefur gleymt að kasta honum frá
ajer. það skýrðist smámsaman fyrir
mjer, hvilíkum brögðum hann hefði
beitt, andstæðing sínum til ófrægðar.
í5 ó r a : Hvað sagði jeg ekki, Sigga
mÍD ? Pað var guðlaust að heyra, hvern-
ig fólkið talaði um hann Tómas, annan
eins gæðapilt!
H a n s e n : Hvað segið þjer nú,
Gunnar ? Þjer sögðust ætla að skapa
rausnarheimili, sem brotsjóir aldar-
farsins ynnu ekki á, — hafið þjer verið
að leggja hornsteinana undir þá stofn-
un? — Nei, Gunnar! — Allt líf yðar
er eitt óslitið ólag af b r o t sjóum, —
heimilishugmyndm hrunin sjálfum yður
yfir höfuð, og þjer limlestur undir
rústunum.-----Farið með hann, feðgar,
og seljið hann yíirvölduuum í hendur,
og segið, að n ú skuli þau vera á verði
um þ a n n, s§m á 11 i að standa á verði
fyrir þ a u.
(Jaiet og Þorlákur fara með Gunnar).
H a 11 a: Má jeg nú ekki taka stiga-
skömmina?
H a n s e n : Jú, burt með hann frá
augunum á mjer sem fyrst.
Þ óra: Lofaðu mjer að halda undir
annan endann hjá hjer, Höllu-tetur!
(Þær rogast út með stigann).
í> ó r a : Jeg sagði það alltaf, að það
væri ekki mikið að marka djefustans
þvaðrið í fólkinu, — jeg hafði alltaf
illan bifur á þessum Gunnari.
(Halla og Þóra fara).
Tómas: Nú hef jeg loksins fundið
perpetúum mobile.
H a n s e n : Hvað áttu við?
T ó m a s : Jeg á við almannaróminn,
— hann myndast af engu og nærist á
sjálfum sjer.
H a n s e n : Það er ekki fráleit sam-
líking. Hann er sá síkvikandi, sem
aldrei gefst upp, uuz hann hefur slitið í
sundur viðkvæmustu taugar, — tætt í
sundur tilfinningasöm hjörtu, — kramið
undir kvarnarsteinum sinum saklausar
sálir! — Hvað segir þú nú, Sigrún?
— Hefurðu ekki fengið nóg af almanna-
rómnum ?
Þessar SÖGUR
hafa allar komið í Skemmtiblaðinu:
1. Myrtur brúðgumi.
2. Yeiðiþjófurinn Claude Remy og
frú Monteval.
3. Gunnhildur (saga úr Iteykjavík).
4. Örlagadagur ræningjans.
6. Síðasta hetjudáð Maxwells,
6. Fjárhættuspilarinn.
7. Dularfulli auðmaðuriun.
8. Sagan af úrinu hans Mark Twains.
9. Slæmur gestur.
10. Innbrotsþjófurinn.
11. Biskupsheimsóknin.
12. Svefndrykkurinn og bófaforinginn.
13 Það sem fannst í fuglshreiðrinu.
Sögurnar eru allar hver ann>
arri skemmtilegri.
Þar að auki heiur sægur af smærri
sögum komið í blaðinu. Einnig skrýtl-
ur í hundraðatali og gátur í tugatali,
og margt fleira.
Þeir, sem vilja eignast einaeðafleiri
af nefndum sögum, geta fengið þær
keyptar á afgreiðslu blaðsins,
á Bergstaðastrseti 19.
Kennarinn: »Hvað er ekkja?«
Drengurinn: »Það er kona, sem
— sem —«.
Kenn.: »Já, það er ,víst rétt hjá
þér. Ekkja er sama sem kona, sem —».
D r e n g.: »Sem langar til að gift-
ast aftur«.
Ráðningar á gátum í síðasta (39.)
tölublaði: 1. Skórnir (sem við tökum
af okkur á kvöldin). — 2. Reykurinn.
Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar.
Bergstaðastræti 19.
T ó m a s : Hún trúir ekki enn, að
jeg sje saklaus.
(Sigrún grætur).
H a n s e n : Jú, Tómas, — hún hefur
verið í hlekkjum — en nú hafa fjötr-
arnir brostið. ,
Sigrún: 0, Tómas! — misþyrmdu
ekki tilfinningum mínum, — jeg hef
verið hræðilega blekkt — og mjer hefur
verið hræðilega ógnað!
Tómas: Jeg veit það.
Sigrún (áköf): Nei, þú veizt ekki
við hvað jeg barðist — og hvað jeg
óttaðist — og hverju jeg trúði — og
hvað jeg efaði — og hvernig jeg varð-
ist, — það veit engiun. — Jeg var e i n
um það allt.
T ó m a s : Og þó ekki ein, Sigrún!
Jeg fylgdi þjer með öllum mætti hug-
sana minna, til þess að innblása þjer
trú á sakleysi mitt. En sjálfur stóð jeg
aleinn — í ölduróti almannarómsins.
S i g r ú n : Hafi jeg ekki verið ein,
þá varstu það ekki heldur, því að í
innstu fylgsnum sálar minnar leyndist
ávalt brennandi ósk um að sakleysi
þitt kæmi í ljós, — enda þótt jeg sak-
felldi þig með vörunum.
H a n s e n : Þið hafið þá skifst á gjöf-
um, börnin góð, — þrátt fyrir allt. En
þeir, scm geta skifst á andlegum gjöf-
um, eru tengdir svo traustum böndum,
að þeir eru aldrci einir, — jafnvel ekki
í sjálfri einverunni!
Tjaldið.
Með því að leikritið A 1 m a n n a -
r ó m u r er nú hjer með að fullu birt,
skal það tekið fram, að höfundur þess
(St. Sigurðsson i Hafnarfirði) óskar þess,
að leikritið verði ekki tSkið t.il með-
ferðar á leiksviði án hans leyfis.