Skemmtiblaðið - 09.12.1921, Blaðsíða 2
166
SKEMMTIBLAÐIÐ
eins og fyrir hann var lagt. En Pinkerton og
Bob hjeldu yíir í eina af aðalgötum New-York-
borgar — þangað sem Úníon-hótelið er — og
hlupu við fót.
4. kafli.
Glæpamaðurinn AFHJÚPAÐUR.
Forstjóri og eigandi Úníon-hótelsins sat inni á
skrifstofu sinni og ritaði brjef í óða önn. Hann
þóttist alveg fullviss um það, að enginn mundi
ónáða sig núna. En allt í einu vissi hann ekki
fyrri til, en hurðin hjá honum er opnuð og tveir
prúðbúnir menn vaða óboðnir inn á skrifstofuna
til hans. — Hótelstjórinn sneri sjer snúðugt við
og hrökk í -hasti upp af stólnum. Það var tœpast
að hann gæti komið upp orði — svo reiður var
hann yfir þessarri dæmalausu ósvífni. En von bráð-
ar hægði honum þó í skapi, því þeir Pinkerton
og Bob gerðu grein fyrir sjer. —
>En hvernig í ósköpunum stendur á því, að þið
eruð á ferð hjer?< spurði hótelstjórinn. >Guð veit
það, að hjerna á hótelinu fyrirfinnast engir glæpa-
menn. Eða vitið þið ekki, hvílíkt snilldarorð fer
af hótelinu mfnu?<
>Jú-jú<, sagði Pinkerton. >En mannvalið hjerna
á hótelinu, mun nú samt ekki vera alveg engil-
hreint í þetta sinn, herra minn! — En hvernig er
það .— er ekki einhver brúðkaupsveizla á ferðinni
hjerna hjá yður núna?<
>Brúðkaupsveizla?< át hótelstjórinn eítir. >0, ekki
held jeg það!<
>Nú, jeg hjelt satt að segja, að brúðkaupsveizla
Barrýls lávarðar og ungtrú Capley færi hjer fram
einmitt þessa stundina!< sagði Plnkerton.
>Já — en það er alls engin veizla, í venjulegri
merkingu, heldur aðeins borðhald nánustu aðstand-
enda, sem fer fram í >gulu stotunni< á lottinu
hjerna fyrir ofan. — Lávarðurinn, sem sennilega
er andvfgur umsvifamiklum skvaldursveizlum, lagði
áherzlu á það, að allt færi fram með kyrrð!<
>Ja, þá stendur heima!< sagði Pinkerton. >En
hverjir eru viðstaddir þar efra?<
Hótelstjórinn brosti.
>Ef þjer gerið ráð fyrir því, að finna einhverja
glæpakind á þeirri samkomu, þá er mjer óhætt að
fullyrða það, að þjer sjeuð staddur á römmustu
villigötum. Samkoman samanstendur aðeins áf
fjórum manneskjum: brjúðhjónunum og foreldrum
brúðurinnar<.
>Ef ekki eru aðrir viðstaddir<, sagði Pinkerton,
þá getur það tæpast færra verið<.
>En ef þjer reiknið litla dverg-rakkann lávarðar-
ins með, þá verða persónurnar auðvitað fimm að
tölunni tiU, bætti hótelstjórinn við í gázka-rómi.
Pinkerton tók snöggt viðbragð:
>Hvað! — Segið þjer að það sje Iftill dverg-
rakki þar uppi líka! — !>að er hreint ekki ómerki-
leg nýjung! — Heyrirðu það, Bob — lítill dverg-
hundur f veizlunni!<
Hótelstjórinn var mjög í vafa um það, hvernig
hann átti að taka þessa athugasemd Pinkertons —
og hann varð blátt áfrám hálf-klumsa af undrun
yfir því, hvernig eitt meinlaust dverghunds-krýli
virtist geta lagt undir sig alla athyggli hins stór-
fræga glæpamanna-veiðara<.
>Heyrðu Bob<, sagði Pinkerton. >Við skulum
fara uppU
Hótelstjórinn fjell í stáfi af nndrun yfir jafn-
dæmafárri ósvífni, og hrökk út að hurðinni, í veg
fyrir þá fjelaga:
>Já, en sjáið þjer það ekki, herra Pinkerton, að
það er miskunnarlaus ókurteisi, ef ekki annað enn
verra, að raska friðhelgi fjölskyldunnar á meðan
húu situr að máltíð. Það er blátt áfram ósæmi-
legt! — Auk þess sem Barrýi lávarður gaf mjer
ákveðna og stranga skipun um það, að veita eng-
um aðgang, nema þjónum sínum, sem gengju um
beinac.
>Jú, jeg skil!< sagði Pinkerton. Og án þess að
svara áhugamáli hótelstjórans, eins og við átti, bar
hann fram þessa spurningu:
>Eruð þjer kunnugur Capleys-fóikinu?<
>Já, það er jeg — því jeg hef um mörg ár
undanfarin átt þeim heiðri að fágna, að hafa það
undir mínn þaki sem gesti, og það er þess vegna,
að það hefur kosið mitt hótel, sem tryggan og
rólegan verustað í þarfir þessa sjerstaka tæki-
færis<, sagði hótelstjórinn.
>Það er svo<, sagði Pinkerton, >En haldið þjer
að þáð sje rjett álitið, að Capley sje vellríkur
maður?<
>Vafalaustl— Hann er margra miljóna eigandi<,
sagði hótelstjórinn.
>0g dóttir hans, Evelyn, sem nú er gift Bariýl
— er hún einkaerfingi þeirra hjóna?<
>Já, hún kvað eiga að erfa alit, þegar þar að
kemur. — Barrýl lávarður hefur því verið meir
en lítið heppinn í kvennamálunum — enda er það
vel farið, því hann kvað vera gölugmenni !< sagði
hóteleigandinn,
>Þetta er víst algert oflof, herra minn<, sagði
Pinkerton og horfði allhvasst framan í hússbónd-
ann. >Barrýl þessi er samansaumaður glæpamað-
ur, skal jeg segja yður. Og nú fer jeg rakleitt
upp á loft og tek hann fa*tan<.
Hótelstjórinn hörfaði nú ennþá óttaslegnari út
að hurðinni en áðúr:
>Guð minn góður! Hvað-hva-hvað segið þjer!
— Eruð þjer orðinn alveg brjálaður, Pinkerton! —
Jeg vona til guðs og treysti því, að þjer látið
ógert að flana út í aðra eins voða-fásinnu!< stam-
aði hótelstjórinn fiam úr sjer í oinlægnm bænar-
rómi.
>Nei-nei, jeg ekki brjálaður<, sagði Pinkerton.
>Þetta, sem jeg hef sagt, er laukrjett<. — Komdu
Bob!< —
>í öllum guðanna bænuml< sagði hússbóndinn
hástöfum. >Barrýl lávarður er ekki glæpamaður.
Það er ómögulegur hlutur. Hann er göfugmenni!
Fyrir alla lifandi muni, herra Pinkerton — Reynið
til að neitá yður um aðra eins mannheimsku og
þetta!<
>Látið mig um það, og verið þjer rólegur!<
sagði Pinkerton og greip um hurðarhúninn til
útgöngu. —
En á sama augnabliki brá svo við, að andvarp
og stynjandi mannsrödd ljet til sín heyra á gang-
inum fyrir framan. — Pinkerton opnaði skrifstofu-
hurðina, en náfölur þjónn, óstyrkur og óðamála,
álpaðist kjökrandi inn í stofuna til þeirra.
— Hótelstjórinn sá strax, að þarna var kominn
þjónn sá, er gekk um beina við brúðkaups-borð-
haldið uppi hjá Barrýl lávarði.
>Herra Cavley! — Herra Cavley . . . «, stamaði