Skemmtiblaðið - 09.12.1921, Síða 4
168
SKEMMTIBLAÐIÐ
fer inn og heilsa upp á lávarð-
inn, — en strax og þú heyrir
mig kalla, skaltu rjetta mjer
hundinn<, sagði Pinkerton um
leið og hann fjekk Bob líkið af
rakkanum og bað hann gæta
þess vel. — Og uú fór Pinker-
ton rakleitt inn i gula herberg-
ið til lávarðarins —. (Frh.).
— Tveir menn mættu myndarmanni
á Laugaveginum. Þegar hann var kom-
inn Bpottakorn fram hjá þeim, segir
annarr:
»Það er engin lýgi, að verk þessa
manns lifa í margra munnic.
»Nú, — er hann einn sf stórskáld-
unum, eða hvað?< sagði hinD.
»Nei — það er tannlæknirinn,
sem flestir nota<.
M ó ð i r i n : »Þið. hýðið þó vænti
jeg eplin, krakkar, áður en þið borðið
þau?<
>Já, mamma<.
»Hvað gerið þið svo af hýðinu?<
»Við borðum það á eftir<.
Guðfræðingsfrúin (sem er tíu
barna móðir): »Það eru hálf-einkenni-
legar ástæður þarna úti hjá henni frú
Steinsnar. Hún er sjálf nýstigin af
sæng að sjötta barninu, — og við það
er auðvitað ekkert að athuga. En hitt
er merkilegra, &ð þjónustustúlkan hjá
honni lagðist í gærkvöld og eignaðist
barn um miðja nótt<.
Vinnukonan (um þrítugt): »En
þetta eru nú kvennmenn hvorttveggja
og engin undur . . . <.
F r ú i n : »Já, en guð minn góður —
Er það kannske ekki alveg óguðlogt
„svínarí og óskírlífi“ þegar þjónustu-
stúlka á barn í vistinni?<
Vinnustúlkan (önuglega): »Já,
en hvað er nú þetta kona! Haldi þjer
að „svinaríið“ sje nokkuð meira hjá
stúlku, sem eignast einn eínasta krakka
í vistinni, heldur eD konu, sem hefur
eignast tíu krakka í hjónabandinu!?<
Lögfræðingur (við mann, sem
er að leita ráða hjá honum): »Svo
þjer segist hafa sýnt skuldaþrjótnum
fjárkröfuna. — En hvað sagði hann við
henni?<
M a ð u r i n n : »Hann rak mig út og
sagði mjer að fara fjandans til!<
Lögfræð.: »Nú-nú — og hvað
gerðuð þjer þá?<
M a ð u r i n n : »Nú, jeg hljóp sam-
stundis hingað á yðar fund, herra
lögfræðingur<.
Póstmaðurinn (við roskna konu,
sem hann þekkir): >Hjerna er brjef til
yðar með svartri rönd. Jeg vona, að
það sje ekki boðskapur um ástvinar-
missi<..
K o n a n: »Nei, það er frá bróðir
mínum, sem er nýdáinn. — Jeg þekki
höndina<.
L a u g a: »Segir þú það alveg satt,
Dóra, að þú sjert verulega ánægð í
hjónabandinu?<
D ó r a : »Já, mjög ánægð. Mað-
urinn minn fer að heiman fyrir all-
ar aldir og kemur ekki heim fyrr en
eftir miðnætti! — Fjanda korninu sem
jeg hefði það betra þótt jeg væri
ekkja!<
Sjúklingur (inni hjá lækni sinum og
er að láta hann athuga í sjer hjartað):
»Jæja, herra læknir! Hvernig lízt yður
á hjartað í mjer?<
Læknirinn: »Verið þjer alveg
rólegur, góði — það dugar á meðan
þjer lifið!<
D ó m a r i n n : »Þjer eruð voðalegur
maður, Jón — að giftast í fyrrakvöld,
en misþyrma konunni ‘í gærkvöld. Þjer
eigið ekki annað betra skilið, en að
dúsa í fangelsú.
J ó n: »Æ, ekki þessa horngrýtís-
harðneskju einmitt núna. Jeg trúi því
ekki fyrr en i fulla hnefana, að þjer
farið að eyðileggja fyrir mjer hveiti-
brauðsdagana!<
jBBF" Drengir og telpur, sem vilja
selja blaðið í bienum, fá fimm aura
af hverju seldu eintaki. — Hærri sölu-
laun borgar ekkert blað.
Duglegir söludrengir fá verðlaun.
Afgreiðsla á Bergstaðastr. 19.
Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar.
Bergstaðastræti 19.
inn, eg fjekk hún lítiö annað t,il
að nærast á en úiganginn, eins
og hundarnir. — Riddarinn bann-
aði öllum að minnast á hana við
nokkurn mann, eða biðja nokkurs
henni til handa, og lagði dauða-
hegningu við. —
Eftir þetta var naóðir hans öllu
ráðandi innan hallar eins og áður
og gekk svo um hríð.
En nú er eftir að vita, hvað
orðið hafði af öllum fallegu böin-
unum sjö.
Grimma konan fjekk þau ein-
um þjóna sinna í hendur — skip-
aði honum að bera þau út í skóg
og henda þeim í skógarfossinn.
Þjónninn þorði ekki að óhlýðn-
ast þessarri samvizkulausu skipun
hússmóður sinnar. — Orðalaust
tók hann körfuna, sem hún hafði
raðað börnunum í, og bar hana
út í skóginn, — en þegar honum
varð litið á hamstola fossinn, varð
hann altekinn af sorg, því hann
hafðí ekki brjóst í sjer til þess
að henda börnunum út í hann,
heldur tók jhann til þess ráðs, í
angist sinni, að hann faldi körf-
una ínni í þykkum grasrunna, og
fór síðan heim og tjáði hússmóð-
ur sinni, að hann hefði fúllnægt
skipun hennar. — „Villidýrin í
skóginum tæta þau í sig“, hugs-
aði hann með sjer, „því jeg hef
ekki samvizku til þess að myrða
þau . ... *.
En þetta fór allt öðruvísi en
þjónninn gerði ráð fyrir.
í skóginum, skammt þar frá,
er hann skildi við börnin, hafðist
við gamall einsetumaður. Hann
fann körfuna með öllum börnun-
um bráðlifandi — fór með þau
heim í kofann sinn, hjúkraði þeim
og annaðist. — í sjö ár ól hann
önn fyrir þeim og hjelt í þeim
lifinu með mjólk úr einni tamdri
geit, er hann átti. —
En svo var það eitt sinn, þeg-
ar riddarinn reið um skóginn, að
hann sá öll börnin sjö leika sjer
í runna nokkrum. Honum varð
starsýnt á gullfestainar um háls-
inn á hverju þeirra og hann sá
gullið hárið liðast í löngum, digr-
um lokkum niður um berar axl-
irnar. Hann horfðí hugfanginn og
lengi á yndisleik og hreyflnga-
prýði þessarra stór-einkennilegu
smælingja. En það var ekki fyrr
en hann gerði tilraun til að
nálgast börnin og ávarpa þau, að
þau hlupu undan og áleiðis heim
til fóstra síns.
Þegar riddarinn kom heim til
sín, sagði hann móður sinni frá
þessum merkilega atburði.
„Mjer er nær að halda, að jeg
gleymi því aldrei, hvað þeir voru
yndislegir allir þessir saklausu
smælingjar", sagði hann, Bog allir
höfðu þeir síng gullfestina hver
um hálsinn", bætti hann við“.
Móðir hans varð altekin af
ótta með sjálfri sjer, er hún heyrði
þessi tíðindi, en eigi að síður tókst
henni að ná svo góðu valdi yflr
geðshræringu sinni meðan riddar-
inn, sonur hennar, var viðstaddur,
að hann sá henni ekki bregða.—
En strax og hann var farinn, varð
hún viðþolslaus, Ijet kalla þjóninn
á sinn fund og spuröi:
„Var það satt, sem þú sagðir
mjer um árið, að þú heíðir fleygt
öllum börnunum sjö í skógarfoss-
inn, eins og jeg skipaði þjer?“
Þjónninn varð skelkaður og
fölnaði upp. — Hann kvaðst að
vísu ekki hafa haft brjóst í sjer
til þess að drepa þau með eigin
hendi, en allt um það væri hitt
víst, að öll börnin hefðu samdæg-
urs orðið villidýrum skógarins að
bráð. —
„Það er helber vitleysa og hug«
arburður*, sagði móðir riddarans.
„Börnin lifa öll 1 Jeg veit, að það