Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 2
Veður Taka höndum saman
Austan og suðaustan 5-13 í dag
með vætu af og til, en þurrt á
NA- og A-landi. Hiti 8 til 16 stig,
hlýjast NA-lands. SJÁ SÍÐU 20
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
Grillbúðin
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
• Afl 10,5 KW
Frá Þýskalandi
SUMARDAGSTILBOÐ
63.900
FULLT VERÐ 79.900
Opið
sumardaginn
fyrsta 11-16
afslátt
ur
20%
• 3 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• hitajöfnunarkerfi
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Kveikja í öllum tökkum
• Tvöfalt einangrað lok
• Stór posulínshúðuð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Grillflötur 65 x 44 cm
Sumardagstilboði
lýkur 27. apríl
Sendum frítt
með Flytjanda
Nánari upplýsingar á
www. grillbudin.is
DÓMSMÁL Karlmaður sem særði
blygðunarsemi ungrar stúlku árið
2017 var dæmdur í tveggja ára skil-
orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Maðurinn sendi
stúlkunni ljósmynd af fólki í kyn-
ferðislegum athöfnum og klæmdist
við hana í farsíma.
Lögmaður stúlkunnar krafðist
miskabóta upp á eina milljón króna,
en þar sem sérfræðigögn lágu ekki
fyrir um af leiðingar brotsins var
honum gert að greiða stúlkunni 200
þúsund krónur, ásamt hálfri milljón
í þóknun lögmanna.
Maðurinn neitaði sök við þing-
festingu málsins en játaði svo við
þinghald í gær. Bað hann stúlkuna
afsökunar á háttsemi sinni. Mat
héraðsdómur það til refsiþyngingar
að brotið hefði verið mjög gróft og
maðurinn haft einbeittan brota-
vilja. - ab
Skilorð fyrir brot
gegn stúlku
Samstarf Íslands, Danmerkur og Noregs á sviði lyfjamála var staðfest í gær með undirritun samkomulags um samvinnu þjóðanna sem stuðla á
að lægra lyfjaverði, auknu framboði lyfja og auðveldari innleiðingu nýrra lyfja. Á myndinni eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Eva
Egesborg Hansen, sendiherra Dana, og Carina Ekornes, fulltrúi heilbrigðisráðherra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ÍÞRÓTTIR Aðkoma sveitarfélaga
að rafíþróttum mun efla starfið til
muna segir Ólafur Hrafn Steinars-
son, formaður Rafíþróttasamtaka
Íslands. Bæði Hafnarfjörður og
Reykjavík hafa samþykkt tillögur
um að styðja við rafíþróttadeildir
innan íþróttafélaga. Í gær stofnaði
KR lið. Þar keppa fjögur lið í Counter
Strike og fjögur lið í League of Leg-
ends á miðvikudögum, fimmtu-
dögum og sunnudögum næstu níu
vikurnar. Hægt verður að fylgjast
með öllum leikjum í beinni á netinu.
„Það eru þó nokkur íþróttafélög
að skoða hvernig hægt er að koma á
laggirnar rafíþróttastarfi. Hjá Fylki
er nú þegar búið að stofna formlega
rafíþróttadeild, nú hefur KR bæst
í hóp þeirra sex, sjö liða, ótengdra
íþróttafélögum, sem eru fyrir í
Lenovo-deildinni,“ segir Ólafur
Hrafn. FH, Fjölnir og Víkingur eru
einnig að skoða möguleikann á að
setja á laggirnar deildir og skrifuðu
undir stuðningsyfirlýsingu við til-
löguna í borgarstjórn. „Eftirspurnin
frá samfélaginu, íþróttafélögum, for-
eldrum og félagsmiðstöðvum, hefur
komið okkur í opna skjöldu.“
Fræðsluráð Hafnarfjarðar sam-
þykkti fyrr í þessum mánuði að
vísa tillögu um rafíþróttir til frekari
útfærslu. Í byrjun mánaðarins var
samþykkt tillaga í borgarstjórn
Reykjavíkur um að styðja íþrótta-
félögin í Reykjavík við að koma á fót
rafíþróttadeildum innan félaganna,
einnig að hægt verði að nota frí-
stundakortið við iðkun rafíþrótta.
Meðal þess sem vonast er til er að
börn sem spila tölvuleiki mæti til
æfinga og hitti aðra krakka í stað
þess að loka sig af heima hjá sér.
Þau myndu æfa sig í að verða betri
spilarar undir handleiðslu þjálfara
og þannig myndu þau örvast félags-
lega, bæta sig í leiknum og eignast
vini með svipuð áhugamál.
„Ég býst við að útspil borgarinnar
hafi stór áhrif. Þetta hjálpar félögun-
um sem hafa áhuga á að bjóða upp á
rafíþróttir, þessu fylgir uppbygging
á ákveðinni aðstöðu, ekki síst þekk-
ingu á hvernig hægt er að nota tölvu-
leikjamiðilinn til að framkalla sömu
niðurstöður og í hefðbundnum
íþróttum,“ segir Ólafur Hrafn. „Þetta
er strax farið að skila sér inn í afreks-
senuna á Íslandi. Við erum að sjá
virkilega flotta einstaklinga sem eru
loksins að fá stuðning og utanum-
hald til að ná lengra.“ Nefnir hann
að þó svo að búnaðurinn sé nokkuð
dýr þá sé það talsvert ódýrara en að
byggja keppnisvelli.
Það er áhugi á að byggja upp raf-
íþróttastarf á landsbyggðinni en
sú vinna er skemmra á veg komin
en samtökin vilja. Hugmyndir eru
uppi um slíkt starf á Egilsstöðum,
Höfn í Hornafirði og í Borgarnesi.
„Við búumst fastlega við því að
f leiri bæjarfélög, bæði á höfuð-
borgarsvæðinu og á landsbyggðinni,
muni leggja okkur lið,“ segir Ólafur
Hrafn. „Það væri frábært að geta haft
keppni á milli höfuðborgarinnar og
landsbyggðarinnar í gegnum tölvu.
Svo má ekki gleyma því að margir
af okkar bestu spilurum, jafnvel á
heimsvísu, eru á landsbyggðinni.“
arib@frettabladid.is
Leikar hefjast í dag hjá
Rafíþróttasambandinu
Eftirspurn frá foreldrum og íþróttafélögum hefur komið Rafíþróttasamband-
inu í opna skjöldu. Í gær bættist KR í hóp liða. Formaður Rafíþróttasamtak-
anna á von á að sveitarfélög um allt land muni styrkja stofnun deildarinnar.
Átta lið keppa í Lenovo-deildinni sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Eftirspurnin frá
samfélaginu,
íþróttafélögum, foreldrum
og félagsmiðstöðvum, hefur
komið okkur í
opna skjöldu.
Ólafur Hrafn
Steinarsson, for-
maður Rafíþrótta-
samtaka Íslands
SMITSJÚKDÓMAR Sóttvarnalæknir
hefur staðið fyrir umfangsmikilli
leit að einstaklingum sem komust
í tæri við einstakling sem greindist
með lungnaberkla í febrúar á þessu
ári. Samkvæmt upplýsingum frá
sóttvarnalækni hafa yfir 300 manns
verið rannsakaðir en lokaniður-
staða þessara rannsókna liggur
ekki fyrir.
Talið er að einstaklingurinn, sem
smitaðist fyrr á árinu og er íslenskur
ríkisborgari, hafi smitast á ferðalagi
í þróunarlandi. Í Farsóttarfréttum
sóttvarnalæknis segir að berklar hafi
verið sjaldgæfir hér á landi undan-
farin ár. Árið 2018 greindust átta
tilfelli berkla, öll hjá einstaklingum
sem eru af erlendir bergi brotnir.
Berklar eru alvarlegur smitsjúk-
dómur sem berst oftast með úða
sem verður til við hósta og hnerra
þeirra sem eru með berklabakteríur
í hráka. – khn
Mikil leit eftir berklasmit
Berklar smitast manna á milli í gegnum andrúmsloftið. NORDICPHOTOS/GETTY
2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
9
-4
8
0
8
2
2
D
9
-4
6
C
C
2
2
D
9
-4
5
9
0
2
2
D
9
-4
4
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K