Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 6

Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 6
AÐALFUNDUR Þristavina Aðalfundur DC 3 Þristavinafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 17:30 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins, m.a. lögð fram skýrsla formanns, endurskoðaðir reikningar, stjórnarkjör og fleira. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór átakamál í grasrót Framsóknarflokksins n Frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti og eggjum gæti reynst Fram- sóknarflokknum erfitt. Mikil óánægja er með frumvarpið í grasrót flokksins og þeir flokksmenn sem Fréttablaðið ræddi við í síðasta mánuði voru sammála um að frum- varpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu, ófrosnu kjöti og að flokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa talað mjög gegn frumvarpinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Miðflokksins, sagði málið full- veldismál í fyrstu umræðu um málið á Alþingi. „Með þessu væri ekki að- eins verið að bæta við þá efnahags- legu ógn sem íslenskur land- búnaður stendur frammi fyrir heldur væri verið að skapa nýja og mjög umtalsverða ógn við heilbrigði íslenskra manna og dýra,“ sagði Sigmundur í ræðu- stól og hvatti stjórnarflokkana til að standa á fyrri prinsippum flokka sinna í málinu. n Frumvarp, sem ætlað er að bregðast við vanda sauð- fjárbænda, gæti haft mót- vægisgildi við ófrosna kjötið en Fréttablaðið hefur einnig greint frá lítilli trú flokks- manna í Framsókn á aðgerða- áætlun stjórnvalda vegna vanda sauðfjárbænda. n Þriðji orkupakkinn er undir sömu sök seldur og ófrosna kjötið. Í öndverðu mjög um- deilt mál í stjórnarflokkunum og ekki síst í Framsókn. Mið- flokkurinn og Flokkur fólksins eru þó einu flokkarnir sem standa fast gegn sam- þykkt. Umdeild velferðarmál Þingkonan Hall- dóra Mogensen verður með tvær af rótgrónustu stofnunum sam- félagsins í fanginu þetta vorið en hún er ekki aðeins formaður velferðar- nefndar heldur einnig framsögu- maður tveggja umdeildra mála heilbrigðisráðherra sem þar eru til meðferðar. n Frumvarp um neyslurými er gagnrýnt mjög í umsögn lög- reglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, af lagatæknilegum ástæðum. Hefur ríkissaksóknari tekið undir þá gagnrýni. Búast má við töluverðri vinnu við frumvarpið á vettvangi vel- ferðarnefndar, eigi það að verða að lögum í vor. n Frumvarp um þungunarrof hefur hins vegar kallað á mikla gagnrýni trúargeirans og er frumvarpið einnig umdeilt í mörgum flokkum. Málið snertir á siðferðilegum álitaefnum um lífið sjálft, hvenær það telst kviknað og hvenær réttinda- vernd þess hefst. Listageirinn ær vegna sviðslista n Frumvarp menntamálaráð- herra um sviðslistir kallaði fram hörð viðbrögð úr listageiranum þegar það var kynnt í samráðs- gátt stjórnvalda. STJÓRNMÁL Mikið mun mæða á nefndum þingsins á síðustu vikum yfirstandandi þings. Einkum þó á atvinnuveganefnd þar sem mörg stór og umdeild mál eru til með- ferðar. Má þar nefna frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra um að heimila innflutning á hráu kjöti, frumvarp um aflaheim- ildir í makríl, tvö frumvörp um fisk- eldi og frumvarp sem ætlað er til að bregðast við vanda sauðfjárbænda. Þá er enn ótalið stærsta málið; þriðji orkupakkinn sem er til umfjöllunar bæði í atvinnuveganefnd og utan- ríkismálanefnd. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Full- veldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. Trúarbrögð lita umræðu um þungunar- rof. Mörg frumvörp varða starfsemi fjöl- miðla og tjáningarfrelsi. Tvö frumvörp um fiskeldi n Fiskeldismálin hafa verið eitt af stóru pólitísku málum vetrarins. Tvö frumvörp eru til umfjöllunar í atvinnuvega- nefnd; annars vegar um heildar- endurskoðun fiskeldislaga og hins vegar um gjaldtöku í greininni. Kvótakerfið fest í sessi n „Það er verið að setja reglur um tiltölulega nýja auðlind og festa hana við gamalt kerfi og umdeilt kerfi. Það er hvorki verið að opna á tækifæri fyrir nýliðun né innheimta sanngjarnt auðlindagjald,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra. Fjölmiðlar og tjáningarfrelsi Mörg frumvörp tengd fjölmiðlum og tjáningarfrelsi eru til með- ferðar í þinginu eða væntanleg til þings. n Birting dóma Fjölmiðlar hafa gagnrýnt fyrirhugaða þrengingu á myndatökum í dómsölum og áhyggjum lýst af breyttu fyrirkomulagi á birtingu dóma. Frumvarp sem fjallar um þessi atriði er til meðferðar í alls- herjar- og menntamálanefnd. n Hatursorðræða Annað mjög umdeilt frumvarp um haturs- orðræðu bíður einnig með- ferðar hjá nefndinni en mark- mið þess er að orða tiltekinn alvarleika ummæla til að þau teljist hatursorðræða. Er með frumvarpinu brugðist við gagn- rýni á hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna sem leggur til dæmis bann við því að hafa megi uppi móðgandi ummæli um trúarbrögð fólks. Frum- varpið hefur verið harðlega gagnrýnt, einkum á þeim grund- velli að um tilslökun gagnvart útlendingaandúð sé að ræða. n Þagnarskylda Enn eitt tjáningar- frelsisfrumvarpið lýtur að ein- földun á ákvæðum um þagnar- skyldu opinberra starfsmanna en flókin umgjörð um þau þykir hafa staðið því fyrir þrifum að opinberir starfsmenn geti komið á framfæri málum sem eiga erindi til almennings. n Upplýsingalög Breytingar á upplýsingalögum eru til með- ferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en frumvarpið fellir bæði stjórnsýslu dóm- stóla og Alþingis undir gildissvið laganna. n Meiðyrði Frumvarp um breytingar á meiðyrðalög- gjöfinni hefur ekki verið lagt fram á þingi en það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda fyrir nokkru. n Fjölmiðlar Viðbúið er að átök verði um boðað frumvarp menntamálaráð- herra um stuðning við fjölmiðla en frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Búast má við miklum skoðanaskiptum um málið, ekki eingöngu eftir flokkslínum heldur einnig innan flokka. Nokkur stór efnahagsmál Tvö stór stefnumarkandi mál bíða afgreiðslu þingsins á sviði efnahagsmála. Auk þeirra er ljóst að gera þarf breytingar á fjár- málaáætlun sem er til meðferðar í fjárlaganefnd. n Þjóðarsjóður Flestir sem veitt hafa umsögn um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem ætlað er að mæta óvæntum áföllum ríkis- sjóðs, hafa verið gagnrýnir á málið, ýmist á hugmyndina í heild sinni eða útfærslu frum- varpsins. Meðal gagnrýnenda eru ASÍ, Viðskiptaráð, Fjármála- eftirlitið, Frosti Sigurjónsson og fleiri. Í umsögnum er meðal annars bent á að óheppilegt sé að sama aðila verði falið að annast vörslu sjóðsins, eigna- stýringu og annan rekstur. Brugðist hefur verið við gagn- rýninni í minnisblaði fjármála- ráðuneytisins til þingsins. n Samruni Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Áform um sam- einingu Fjármálaeftirlitsins hafa hlotið töluverða gagnrýni, meðal annars frá bankaráði Seðlabankans sem telur að ekki fari vel á því að sömu einstakl- ingar beri ábyrgð á rannsóknum og eftirliti annars vegar og hins vegar um leið þeirri kjarnastarf- semi Seðlabankans að móta peningastefnu og vera til ráð- gjafar um stjórn efnahagsmála landsins. Undir þessa gagn- rýni hefur Már Guðmundsson tekið að nokkru leyti og einnig umboðsmaður Alþingis. Í öðru frumvarpi forsætisráðherra er lagt til að seðlabankastjórar verði fjórir og stýri hver um sig aðgreindum deildum Seðla- bankans. Með því fyrirkomulagi verði ólík hlutverk stofnunar- innar frekar aðgreind. n Fjármálaáætlun Útlit er fyrir umfangs- miklar breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna brostinna forsendna um hagvöxt, afla- brests, samdrátt- ar í ferðaþjónustu, falls WOW air, kjara- samninga o.fl. adalheidur@frettabladid.is 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -6 F 8 8 2 2 D 9 -6 E 4 C 2 2 D 9 -6 D 1 0 2 2 D 9 -6 B D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.