Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 8

Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 8
LÖGREGLUMÁL Brynja hússjóður mun í framhaldi af bruna sem átti sér stað í bílakjallara við Sléttuveg á páskadag taka harðar á því að rusl sé skilið eftir í bílakjallara. Bruninn varð snemma páskadagsmorguns í húsi sem er á vegum sjóðsins. Talið er að hann sé af mannavöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Arnari Magnússyni, framkvæmda- stjóra Brynju, fannst á vettvangi brunans bensínbrúsi og virðist sem kveikt hafi verið í dekkjum sem átti eftir að ganga frá í bílakjallaranum. Björn segir í samtali við Frétta- blaðið að íbúar hafi verið beðnir að fjarlægja dekkin áður en bruninn varð. „Við höfum beðið íbúa að vera ekki með dekk þarna og í framhaldi af þessu verður tekið enn harðar á því. Það verður ekkert leyfilegt þarna eftir þetta,“ segir Björn. Talsverður fjöldi bíla varð fyrir skemmdum í brunanum, auk þess sem húsnæðið sjálft skemmdist eitt- hvað. Björn segir að, í samráði við tryggingafélag, hafi iðnaðarmenn verið fengnir á vettvang í dag og að bílarnir sem voru í kjallaranum hafi verið fluttir í alþrif. Hann segir að það líti jafnvel út fyrir að þeir séu ekki eins skemmdir og upphaflega var talið en það komi í ljós að þrifum loknum hversu mikið tjónið er. „Mér sýnist að þetta hafi farið betur en maður þorði að vona. En það er mikið tjón á húsnæðinu. Maður veit ekki með bílana en manni sýnist að þeir hafi sloppið,“ segir Björn. – la Bensínbrúsi fannst á vettvangi brunans við Sléttuveg Grunur er um íkveikju við Sléttuveg. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR UTANRÍKISMÁL Samskipti Íslands og Kína hafa aukist til muna á síðustu árum og vinna löndin að ýmsum samstarfsverkefnum bæði hér á landi og ytra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi Haf liða Sævarssonar, verkefnastjóri á skrif- stofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands, á ráðstefnu Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands sem fer fram í Norræna húsinu á morgun frá kl. 9 til 18. Fjölmörg erindi og pallborðsumræður fara fram á ráð- stefnunni, þar á meðal erindi Haf- liða um samskipti Íslands og Kína. Hann segir Íslendinga njóta góðs af hátækniuppbyggingu í Kína sam- hliða einföldum framleiðsluvörum. Stóra atriðið er þó stór samstarfs- verkefni milli þjóðanna. „Kínverjar hafa fjárfest í áhugaverðu fyrir- tæki í Hafnarfirði sem framleiðir stevíujurt, þar hafa þeir komið inn með kínverskt hugvit, þeir eru líka að fjárfesta í erfðafræðirann- sóknum,“ segir Hafliði. „Íslendingar hafa svo komið að uppbyggingu á hitaveitum í Kína.“ Þar að auki hafi Kínverjar áhuga á norðurslóðum, þá helst siglingaleiðum yfir norður- skautið. – ab Kínverjar með áhuga á norðurslóðum Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HÍ Við höfum beðið íbúa að vera ekki með dekk þarna og í fram­ haldi af þessu verður tekið enn harðar á því. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju STJÓRNMÁL Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjald árið 2016 var ólögmæt. Fram kemur í úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins sem birtur var í gær að það sé með öllu óheimilt að ákveða hærra gjald fyrir vatnsveitu en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Vatnsgjaldi sé aðeins ætlað að standa undir rekstri veitunnar. Fram kemur í kæru íbúa í Reykja- vík að arðsemi OR af vatnsveitu- starfsemi hafi verið 15 prósent árin 2009 og 2010, á sama tíma og meðal- arðsemi OR í heild á sama tíma hafi verið þrjú prósent. Samkvæmt útreikningum OR hafi arðsemi vatnsveitunnar umfram fjármagns- kostnað verið um 2 prósent árið 2016. Er það mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatns- veitu og því er fallist á kröfu íbúans um að vatnsgjaldið sé ólögmætt. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, er í fríi og var ekki búinn að lesa úrskurðinn áður blaðið fór í prent- un. Fram kemur í skriflegu svari frá OR að þar hafi ítrekað verið óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Er bent á að vatnsgjald hafi verið lækkað um meira en 10 prósent bæði árið 2017 og 2018. „Þar sem gjaldskrár hafa verið lækkaðar í takti við batnandi afkomu vatnsveiturekstursins virð- ast fjárhagsleg áhrif úrskurðarins við fyrstu skoðun óveruleg. Þessi áhrif skýrast þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur veitt leiðsögn um gjaldskrárnar,“ segir í svari OR. Hildur Björnsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og stjórn- armaður í OR, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að óeðlilegt sé að reka veituþjónustu á einokunar- markaði, í hagnaðarskyni. Eins og málið horfir við mér er gjaldskrám haldið óþarflega háum svo mögu- legt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitustarf- seminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgar- innar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skattheimta.“ Hefur hún fulla trú á því að OR taki á niðurstöðu úrskurðarins af ábyrgð og festu og telur ólíklegt að aðrar gjaldskrár hækki til að vega upp á móti tekjutapi. „Mér þykir eðlilegt að eigendur taki arð- greiðslustefnuna til endurskoðunar í kjölfar úrskurðarins. Ég bind vonir við að sú vinna veiti svigrúm til að lækka álögur á íbúa,“ segir Hildur. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að krefja OR um endurgreiðslu á ofgreiddu vatnsgjaldi og vísaði þeirri kröfu frá. Hildur segir erfitt að segja til um áhrif af mögulegum endurgreiðslum á þessu stigi. „Okkur hefur ekki gefist svigrúm til að setjast niður og átta okkur á þeim fjárhæðum sem um er að ræða. Þetta þarf allt að skoða af yfirvegun.“ Mun ráðuneytið koma til með að skoða gjaldskrár allra sveitarfélaga þegar kemur að vatnsveitum. arib@frettabladid.is OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólög- mætt. OR segir fjárhagsleg áhrif óveruleg við fyrstu skoðun. Hildur Björnsdóttir, stjórnarmaður í Orku- veitu Reykjavíkur, segir gjaldskrám hafa verið haldið óþarflega háum til að greiða Reykjavíkurborg arð. Íbúi í Reykjavík kærði Orkuveitu Reykjavíkur til sveitarstjórnarráðuneytisins og hafði betur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er mat ráðuneytisins að það sé óheimilt að taka arð af vatnsveitu og því var fallist á kröfu íbúa um að vatnsgjaldið væri ólögmætt. Eins og málið horfir við mér er gjald­ skrám haldið óþarflega háum svo mögulegt sé að greiða Reykjavíkurborg arð. Rekstrarafgangur af veitu­ starfseminni er þannig nýttur í önnur óskyld verkefni á vegum borgar­ innar. Það er auðvitað fátt annað en dulbúin skatt­ heimta. Hildur Björnsdótt- ir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins og stjórnar- maður í OR VIÐSKIPTI Coca-Cola ætlar að breyta um lögun á kókdósunum. Verða dósirnar hærri og mjórri, en verða áfram 33 cl. Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri hjá Coca-Cola á Íslandi, segir að nafnið á Coca-Cola Zero sykur verði héðan í frá Coca-Cola án sykurs. Innihald- ið mun ekki breytast. „Það hafa margir ruglast á nafn- inu Zero sykur og ekki áttað sig á að það sé enginn sykur í drykkn- um,“ segir Magnús Viðar. Hann segir þessa tegund af dósum komna til að vera, Coca-Cola Light mun einnig fara í þessa tegund af dósum og síðar Sprite og Fanta. Á hann von á því að Ölgerðin, sem fram- leiðir Pepsi hér á landi, muni einnig skipta yfir í svipaðar dósir. – ab Gosdósir breyta um lögun 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -6 A 9 8 2 2 D 9 -6 9 5 C 2 2 D 9 -6 8 2 0 2 2 D 9 -6 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.