Fréttablaðið - 24.04.2019, Side 10
SRÍ LANKA Fyrsta fjöldaútförin fór
fram á Srí Lanka í gær eftir sprengju
árásirnar sem gerðar voru á páska
dag. Tala látinna hefur hækkað
jafnt og þétt frá því árásirnar voru
gerðar og stóð í 310 í gær. Um 500
til viðbótar særðust í árásunum,
samkvæmt því er srílanskir miðlar
höfðu eftir lögreglu.
Sex sprengjur sprungu næstum
samstundis á hótelum í Colombo
og í kirkjum í Negombo, Batticaloa
og Kochchikade meðan á messu
stóð á páskadag. Um fimm klukku
stundum seinna sprakk sjöunda
sprengjan nærri dýragarði í Dehi
wala og sú áttunda um hálftíma
síðar í Dematagoda.
Útför þrjátíu fórnarlamba fór
fram í gær í kirkju heilags Sebast
íans í Negombo, einni þeirra kirkna
sem ráðist var á.
Skorið var á samfélagsmiðla og
útgöngubanni lýst yfir í kjölfarið.
Á mánudegi var útgöngubanni
aflétt en lýst aftur yfir um kvöldið.
Sprengja fannst á f lugvellinum í
Colombo og var gerð óvirk og 87
hvellhettur á rútustöð í Pettah.
Síðar fann lögregla sprengju við
kirkju í Colombo sem sprakk þegar
reynt var að gera hana óvirka.
Neyðarástand ríkir nú á eyríkinu.
Lögregla og her hafa þar með algjör
völd til þess að handtaka og yfir
heyra grunaða án þess að þurfa að
fá heimildir frá dómstólum. Fjöru
tíu hafa verið handtekin í tengslum
við árásirnar.
Ekki liggur fyrir hversu mörg
særðust eða fórust í hverri sprengju
árás fyrir sig. Samkvæmt lögreglu
voru upphaf legu árásirnar átta
sjálfsmorðsárásir á ábyrgð öfga
samtakanna National Thowheed
Jamath (NTJ). Þessi samtök hafa,
samkvæmt breska ríkisútvarpinu,
ekki gert stórar árásir sem þessar
áður. NTJ hefur ekki lýst yfir ábyrgð
á árásunum. Hins vegar gerðu
hryðjuverkasamtökin sem kenna
sig við íslamskt ríki (ISIS) það í gær
á AMAQ , fréttaveitu sinni.
Ruwan Wijewardene, utanríkis
ráðherra Srí Lanka, sagði á þingi í
gær að á upphafsstigi rannsóknar
líti út fyrir að NTJ hafi gert árás
irnar sérstaklega til þess að hefna
fyrir hryðjuverkaárás hvíts þjóð
ernissinna á moskur í Christchurch
í síðasta mánuði. Þá myrti árásar
maður fimmtíu manns.
„Það verður að vera á hreinu að
þessar árásir [á Srí Lanka] voru ekki
gerðar með trú í huga. Árásarmenn
irnir höfðu hefnd, hatur og illsku að
leiðarljósi. Við megum ekki áfell
ast hið friðsæla samfélag múslima
vegna gjörða árásarmanna,“ bætti
Wijewardene við.
Utanríkisráðherra sagði aukin
heldur að yfirvöld myndu nú kemba
hverja sveit til þess að fanga og refsa
öllum þeim sem komu að árás
unum. „Við höfum nú þegar fram
kvæmt þýðingarmiklar handtökur
og rannsökum möguleg tengsl við
alþjóðleg öfgasamtök.“
Greint hefur verið frá því að
srílanskar öryggisstofnanir hafi
fylgst með NTJ og gert lögreglu
viðvart um að árás gæti verið
yfirvofandi. Hins vegar var Ranil
Wickremesinghe forsætisráðherra
ekki gert viðvart né ráðuneyti hans.
Rajitha Senaratne, upplýsingafull
trúi ríkisstjórnarinnar, sagði það
vera vegna samskiptaörðugleika á
milli Wickremesinghe og Sirisena
forseta. Ekki liggur hins vegar fyrir
hvort Sirisena sjálfum hafi verið
gert viðvart. Wickremesinghe sagði
í gær að stjórnvöld teldu vissulega
mögulegt að ISIS hafi komið að
árásunum.
Sirisena hefur lengi átt í útistöð
um við Wickremesinghe. Hann rak
hann úr starfi og gerði sinn gamla
erkifjanda, Mahinda Rajapaksa,
að forsætisráðherra. Þingið lýsti
ítrekað yfir vantrausti á Rajapaksa
og svo fór í desember að Wickre
mesinghe fékk sæti sitt á ný.
Rajapaksa kvaddi sér til hljóðs á
þingi í gær og sakaði stjórnvöld um
að hafa vanrækt leyniþjónustu
stofnun ríkisins árum saman. „Rík
isstjórnin getur ekki f lúið undan
ábyrgð sinni. Hún vissi af árásun
um en varaði hvorki almenning né
kirkjur við. Gekk svo úr skugga um
að enginn ráðherra né þingmaður
sækti messu,“ sagði Rajapaksa í
ræðu sinni. thorgnyr@frettabladid.is
310
hið minnsta fórust í árás-
unum.
BRETLAND Viðræður ríkisstjórnar
Theresu May, forsætisráðherra Bret
lands, við Verkamannaflokkinn um
útgöngu Bretlands úr Evrópusam
bandinu hófust á ný í gær. Fyrsta
lota viðræðna bar ekki árangur og
fékk May nokkra gagnrýni á sig frá
öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita
á náðir stjórnarandstöðunnar.
Algjör pattstaða hefur ríkt á
breska þinginu um Brexit. Þingið
hefur í þrígang hafnað þeim samn
ingi sem Maystjórnin náði við ESB
um útgöngu en hefur sömuleiðis
mistekist að ná saman um aðra
nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur
þingið einnig hafnað samnings
lausri útgöngu og hefur því þurft
að fresta útgöngu í tvígang.
Nigel Evans, Íhaldsmaður og
annar stjórnenda hinnar áhrifa
ríku 1992nefndar f lokksins, er
sér meðal annars um vantrausts
atkvæðagreiðslur, sagði við BBC í
gær að May ætti að segja af sér eins
og skot. „Eina leiðin út úr þessari
pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái
nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann
bætti því svo við að May væri nú að
leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga
Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit
Corbyn og May, leiðtogar stærstu flokka Bretlands. NORDICPHOTOS/AFP
NORÐUR-KÓREA Kim Jongun, ein
ræðisherra NorðurKóreu, mun
ferðast til Rússlands og eiga þar
fund með Vladímír Pútín, forseta
Rússa. Frá þessu var greint í norður
kóreska ríkissjónvarpinu, KCNA, í
gær. Óljóst er nákvæmlega hvenær
fundurinn verður haldinn. Sam
kvæmt BBC er talið að leiðtogarnir
hittist í Vladívostok á austurströnd
Rússlands seint í þessum mánuði.
Hinn fyrirhugaði fundur Kim
með Pútín er síður en svo óvæntur.
Allt frá því Kim hóf að hitta erlenda
leiðtoga, þá Donald Trump Banda
ríkjaforseta, Xi Jinping Kínaforseta
og Moon Jaein SuðurKóreuforseta,
hefur verið rætt um mögulegan
fund með Pútín.
Fundurinn með Pútín mun fylgja
í kjölfar fundar með Trump sem
álitinn var misheppnaður, enda
náðu Kim og Trump ekki samkomu
lagi um framhaldið í kjarnorkuaf
vopnun Kóreuskagans og undirrit
uðu enga sameiginlega yfirlýsingu.
Sovétríkin voru á árum áður ein
helsta vinaþjóð NorðurKóreu. Frá
falli Sovétríkjanna hafa Rússar nokk
uð fjarlægst einræðisríkið en Pútín,
sem og Dmítríj Medvedev, fyrrver
andi forseti, funduðu báðir með Kim
Jongil, einræðisherra og föður Kim
Jongun, á sínum tíma. – þea
Kim sækir
Pútín heim
FRAKKLAND Unnið var hörðum
höndum að því í gær að skýla Notre
Damekirkjunni fyrir votviðri. Þak
kirkjunnar og kirkjuspíran stór
eyðilögðust í bruna í síðustu viku
og óttast er að rigning og mögulega
þrumuveður gætu valdið miklu
tjóni bæði inni í kirkjunni og á ytra
byrði hennar. Þá eru stoðir bygg
ingarinnar einnig veikburða og gæti
allt álag valdið stórtjóni.
Philippe Villeneuve, yfirarki
tekt kirkjunnar, sagði í samtali
við franska miðilinn BFMTV í gær
að það væri í algjörum forgangi
að setja vatnsheldan segldúk yfir
kirkjuna. „Dúkurinn er á leiðinni.
Starfsfólkið og vinnupallarnir eru
tilbúnir,“ sagði Villeneuve.
Emmanuel Macron, forseti Frakk
lands, hefur heitið því að endur
byggingu kirkjunnar verði lokið
innan fimm ára. Það er að segja áður
en Ólympíuleikar verða haldnir
í borginni árið 2024. Édouard
Philippe forsætisráðherra hefur
boðað alþjóðlega hönnunarsam
keppni fyrir nýja kirkjuspíru.
Búast má við því að verkefnið
verði bæði f lókið og dýrt. Frakkar
búa hins vegar svo vel að fjöldi sér
fræðinga og verktaka hefur boðið
fram krafta sína. Þá hafa auðjöfrar
og stórfyrirtæki heitið hundr
uðum milljóna evra til verkefnis
ins. Á meðan kirkjan undirgengst
viðgerðir stendur svo til að reisa
bráðabirgðakirkju úr viði á kirkju
torginu svo sóknarbörn geti áfram
sótt messur. – þea
Frakkar reyna að skýla Notre Dame frá votviðri
Kirkjan stórskemmdist í bruna. NORDICPHOTOS/AFP
Þjóðarsorg og fjöldaútfarir
Útför þrjátíu fórnarlamba haldin í einni þeirra kirkna sem ráðist var á um helgina. Utanríkisráðherra
segir útlit fyrir að um hefndarverk hafi verið að ræða. Tala látinna hækkar sífellt. 310 eru nú sögð látin.
Kona grætur við líkkistu fórnar-
lambs árásarinnar á kirkju heilags
Sebastíans. NORDICPHOTOS/AFP
Mikil sorg ríkir á Srí Lanka eftir hinar mannskæðu árásir sem gerðar voru á páskadag. NORDICPHOTOS/AFP
Verkamannaflokksins, þegar hún
ætti að vera að leita til þjóðarinnar.
Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í
gegn í vikunni að viðbótarlands
fundur yrði haldinn í næsta mán
uði. Þar munu fulltrúar f lokksins
hvaðanæva af Bretlandi ræða um
ráðgefandi vantrauststillögu á
hendur May.
Þetta er gert þar sem þingmenn
mega ekki lýsa yfir vantrausti á May
fyrr en í desember sökum þess að
niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu
í desember síðastliðnum var May í
hag. – þea
Kim Jong-un, einræðisherra
Norður-Kóreu. NORDICPHOTOS/AFP
TÆKNI Suðurkóreski tæknirisinn
Samsung hefur innkallað alla þá
Galaxy Foldsnjallsíma sem sendir
höfðu verið til gagnrýnenda og
tæknibloggara. Reuters greindi
frá í gær og hafði eftir heimildar
mönnum.
Fold er á meðal fyrstu saman
brjótanlegu farsímanna. Síminn
er útbúinn litlum skjá á framhlið
en mun stærri skjá þegar hann er
opnaður líkt og um veski sé að ræða.
Tækniblaðamenn og bloggarar
hafa allmargir greint frá því undan
farna daga að innri skjárinn eyði
leggist annaðhvort við minnsta
áreiti eða jafnvel af algjörlega óljós
um ástæðum. Skjárinn hefur til að
mynda brotnað, bólgnað eða hætt
að virka án sýnilegra galla.
Síminn átti að koma á markað nú
í vikunni en Samsung hefur frestað
því til þess að rannsaka skjágallann.
Svo virðist sem núningur í hjörum
símans valdi skjátjóninu. – þea
Innkalla alla
Galaxy Fold
2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
4
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:0
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
9
-5
6
D
8
2
2
D
9
-5
5
9
C
2
2
D
9
-5
4
6
0
2
2
D
9
-5
3
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K