Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 24.04.2019, Qupperneq 14
Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífs- tíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bak- inu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. Albert Einstein var tuttugu og sex ára gamall pjakkur og vann á einkaleyfaskrif- stofu í Bern í Sviss árið 1905 þegar hann birti fjórar vísindagreinar sem hver um sig breytti heims- mynd okkar. Hann er mesti vís- indamaður allra tíma, langmesti. Þegar við vísindamenn lendum í oflæti þurfum við ekki annað en að segja Abert Einstein upphátt og þá verður jafnvel þeim forhertasta á meðal okkar ljóst að í samanburð- inum er hann eins og lítil steinvala í Kollafjarðarfjörunni við hliðina á Esjunni. Ein af vísindagrein- unum sem Einstein birti vorið góða fjallaði um sambandið milli efnis og orku sem hann lýsti með frægustu jöfnu allra tíma E = mc2. Hann sýndi fram á að það má líta á alla hluti sem einhvers konar form af orku eða að í öllum hlutum búi orka þótt það sé auðveldara leysa hana úr læðingi í sumum hlutum en öðrum. Ekki veit ég hvers vegna mér dettur þetta í hug í hvert skipti sem ég heyri á þriðja orkupakkann minnst, nema ef vera skyldi vegna barnslegrar löngunar minnar til þess að verða vitni að því að við Íslendingar sýnum þannig hugvit- semi við nýtingu á orku sem við sækjum í fallvötn að hún beri þess merki að við séum af sömu dýra- tegund og Einstein. Umræðan um orkupakkann er því miður farin að hljóma eins og frekar innihalds- lítil deila um keisarans skegg í stað þess að vera okkur ástæða til þess að endurskoða afstöðu til þess hvernig við nýtum þá raforku sem er sameign þjóðarinnar. Hér er ein skoðun á því hvernig við ættum að gera það: Það bárust um daginn þær fréttir af aðalfundi Landsvirkj- unar að af koma hennar hefði verið betri árið 2018 en í nokk- urn annan tíma og þrátt fyrir það ætlaði hún að hækka gjaldskrá sína um þrjátíu prósent? Lands- virkjun er í eigu ríkisins þannig að tekjur hennar umfram rekstrar- kostnað eru einfaldlega óbein skattlagning. Raforka sem er seld til málmbræðslna í eigu erlendra fyrirtækja er verðlögð samkvæmt samningum til margra ára þann- ig að ekki er líklegt að þær gjaldi í bráð þessa aukna f járþorsta Landsvirkjunar. Það sama verður ekki sagt um íslensk fyrirtæki og heimilin í landinu. Útsöluverð á rafmagni var notað til þess að sannfæra erlend fyrirtæki um að byggja málmbræðslur í landinu á þeim tíma þegar við sáum ekki vænni kost til þess að nýta orkuna okkur til framfærslu. Nú held ég að sé kominn tími á að við horfum til þess möguleika að nýta auðveldan aðgang að vistvænni orku til þess að ýta undir annars konar og meira aðlaðandi uppbyggingu. Við eigum að hafa raforkuna á framleiðslu- verði og ekki krónu umfram það til þess að lækka kostnað heimilanna og hlúa að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Eitt dæmi um mögu- leika sem lægra rafmagnsverð gæti skapað liggur í landbúnaði. Í dag f lytjum við inn meiri hlutann af því grænmeti sem við neytum frá löndum sem rækta grænmeti í gróðurhúsum. Mjög stór hluti af rekstrarkostnaði gróðurhúsa fer í rafmagn. Við eigum að sjá til þess að við séum samkeppnishæf í rekstri gróðurhúsa svo við getum ræktað okkar grænmeti sjálf, þann- Stundum er skegg keisarans fast við andlitið á honum Kári Stefánsson Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það til þess að lækka kostnað heimil- anna og hlúa að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávar- fangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsam- legi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kven- kyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kven- kyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálf- urinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningar- fullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% til- fella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýr- unum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eigin- legt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þess- ari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúk- dómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta fram- för læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt mynd- efni Dominion kemur frá hinu „sið- menntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu? Það erum við sem erum skynlausar skepnur, ekki dýrin Sölvi Jónsson félagsliði og tónlistarmaður ig gætt íslenskan landbúnað nýju lífi og aukið sjálf bærni mannlífs á Íslandi. Annað dæmi liggur í gagna- verum sem eru mjög orkukræf. Gagnaverin og þjónusta og tækni- þróun í kringum þau gætu, ef rétt er haldið á spilunum, gert upplýs- ingatækni að raunverulegum stór- iðnaði í landinu í stað þess að vera sífellt einhvers konar hérumbil grein. Til þess þurfa gagnaverin að eiga aðgang að miklu ódýrari orku. Það væri líka sniðugt ef Alþingi setti lög til að tryggja öryggi gagna í gagnaverum til dæmis með því að lýsa gagnaverin helg vé, sem enginn mætti sækja í gegn vilja þeirra sem gögnin eiga, hvorki hið opinbera á Íslandi né fulltrúar erlendra ríkja. En það er önnur saga. Það sem skiptir máli þegar við ræðum um lagasetning u sem lýtur að örlögum orku sem við virkjum úr íslenskri náttúru er að hún gegnir ekki bara því hlut- verki að lýsa okkur í myrkri og hlýja í kulda, heldur býr hún líka til möguleika á því að skapa og framkvæma. Ísland er enn þann dag í dag harðbýlt og fjarri góðu gamni þannig að við eigum oft undir högg að sækja í samkeppni við atvinnuvegi annarra þjóða. Vistvæna orkan okkar ætti að geta jafnað samkeppnisaðstöðuna á mörgum sviðum ef hún væri skyn- samlega verðlögð. Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar en hagar sér því miður eins og það sé hennar aðal- markmið að fá sem hæst verð fyrir rafmagnið, án tillits til þess hvernig það bitnar á atvinnuþróun í land- inu. Ein af þeim aðferðum sem hún virðist vilja nota til þess að hækka verðið er að selja rafmagn í gegnum sæstreng til annarra landa. Það er lítill vafi á því að það væri hægt að fá hærra verð fyrir rafmagnið ann- ars staðar sem myndi leiða til þess að verið hækkaði hér og samkeppn- isaðstaða okkar yrði öll önnur og verri. Við komum aldrei til með að geta lifað af því einu saman að selja rafmagn, en við gætum svo sannar- lega lifað mun betra lífi með því að nýta það til að bæta samkeppn- isaðstöðu okkar á hinum ýmsu sviðum. Mín afstæðiskenning sem lýtur að verði á rafmagni er svona: Frá sjónarhóli Landsvirkjunar sem sjálfstæðs fyrirtækis á að selja raf- magn eins dýrt og mögulegt er. Frá sjónarhóli íslenskrar þjóðar á Landsvirkjun að selja rafmagn eins ódýrt og hægt er. Landsvirkjun er ekki sjálfstætt fyrirtæki heldur eig n þjóðar innar. Hagsmunir þjóðarinnar eiga að ráða og það er ekkert afstætt við það. Þegar maður veltir fyrir sér orku- pakkanum þriðja í tengslum við hugmyndir um það hvernig orkan sem við virkjum úr íslenskri nátt- úru sé nýtt og mikilvægi hennar fyrir framtíð þjóðarinnar, þá held ég að við ættum láta hann vera þótt ekki sé nema vegna þeirra skilaboða sem samþykkt hans myndi senda börnum okkar og barnabörnum. En ef Alþingi sam- þykkir orkupakkann þriðja held ég að við lifum það svo sem af vegna þess að við erum öll, 350 þúsund, orðin atvinnumenn og konur í því að takast á við þau bjánasköp kjörinna fulltrúa þjóðarinnar sem þeir fremja gjarnan í nágrenni Austur vallar, þau afdr ifar ík u inni í hlöðnu steinhúsi sem blasir við Jóni Sigurðssyni, þau sem eru næstum takmarkalaust eymdarleg í depurð sinni í öðrum húsum þar í nágrenninu. 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -5 1 E 8 2 2 D 9 -5 0 A C 2 2 D 9 -4 F 7 0 2 2 D 9 -4 E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.