Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.04.2019, Qupperneq 22
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur bætt við sig í Högum með kaupum á 1,65 prósenta hlut í smásölurisanum, að virði um 860 milljónir króna, samkvæmt nýleg­ um lista yfir stærstu hluthafa hans. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður keypt tæplega 0,5 prósenta hlut í félaginu en Lífeyrissjóður starfsmanna rík­ isins og hlutabréfasjóður í stýringu Stefnis, auk 365 miðla, hafa á sama tíma minnkað umtalsvert við sig. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er næststærsti lífeyrissjóður landsins, fór um miðjan aprílmánuð með 9,95 prósenta hlut í Högum, að virði um 5,2 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfaverð félags­ ins, en til samanburðar nam eignar­ hlutur sjóðsins 8,3 prósentum í lok síðasta mánaðar. Er sjóðurinn þannig orðinn þriðji stærsti hluthafi í Högum á eftir Líf­ eyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi  – lífeyrissjóði en fyrrnefndi sjóðurinn seldi fyrr í mánuðinum 0,8 prósenta hlut í smásölufélaginu. Er eignarhlutur Lífeyrissjóðs starfs­ manna ríkisins nú tæplega 13,2 pró­ sent. Stærsti hlutabréfasjóður lands­ ins, Stefnir – ÍS 15, hefur jafnframt minnkað hlut sinn í Högum um samtals 0,9 prósent á undanförnum vikum. 365 miðlar, sem er að mestu í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, minnkuðu sem kunnugt er við sig í smásölurisanum fyrr í mánuðinum samhliða því að félagið fjárfesti í Skeljungi. Félagið átti rúmlega fjög­ urra prósenta hlut í Högum, meðal annars í gegnum framvirka samn­ inga, í byrjun ársins. Haft var eftir Jóni Skaftasyni, framkvæmdastjóra fjárfestinga hjá 365 miðlum, á vef Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum að félagið væri enn á meðal stærstu einkafjárfest­ anna í Högum. Mikil tækifæri væru almennt til hagræðingar á smásölu­ markaðinum. Gengi hlutabréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur lækkað um ríf­ lega sjö prósent það sem af er ári. – kij Kaupir í Högum fyrir nærri 900 milljónir 7% er lækkun á hlutabréfaverði Haga frá áramótum. Systkinin Anna og Ingi Jóhann Guðmundsbörn, stærstu eig­endur útgerðarfélagsins Gjög­ urs, hafa tekið sæti í stjórn félags sem keypti fyrr á árinu 51 prósents hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. Um leið hafa þeir Baldvin Þor­ steinsson, framkvæmdastjóri við­ skiptaþróunar Samherja og stjórnar­ formaður Eimskips, og Steingrímur Halldór Pétursson, fjárfestir og fram­ kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Olís, gengið úr stjórn félagsins sem ber heitið Loftleiðir Cabo Verde. Björgólfur Jóhannsson, fyrr­ verandi forstjóri Icelandair Group, leiðir fjárfestahópinn sem tekur þátt, ásamt Loftleiðum Icelandic, dóttur­ félagi f lugfélagsins, í kaupunum. Björgólfur þekkir vel til systkinanna en hann situr í stjórn Gjögurs með Önnu og þá eru þeir Ingi Jóhann jafn­ framt stjórnarmenn í Sjóvá. Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum samþykktu í lok febrúar kauptilboð Loftleiða Cabo Verde sem hljóðaði upp á jafnvirði 175 milljóna króna en til viðbótar hyggst félagið leggja ríkis flugfélaginu til um 730 milljónir. Loftleiðir Icelandic fara með 70 prósenta hlut í Loftleiðum Cabo Verde og fjárfestahópurinn 30 pró­ senta hlut. - kij Ingi Jóhann og Anna í stjórn Loftleiða Cabo Verde 175 milljónir greiddu Loftleiðir Cabo Verde fyrir 51 prósents hlut Cabo Verde Airlines. Sterkt og gott samband Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki Eitt símtal og málið er leyst Vodafone sinnir tæknilegum þörfum okkar hratt og örugglega Yf i rd r át t a rl á n s em WOW air var með hjá Arion banka að fjár­hæð um fimm millj­ónir Bandaríkjadala var gert upp í fyrra og þess í stað eignaðist bankinn skuldabréf að sömu fjárhæð á flug­ félagið í skuldabréfaútboði þess sem lauk síðastliðið haust. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins eru skiptastjórar þrotabús WOW air með það til skoðunar hvort til­ efni sé til að rifta þeirri ráðstöfun en Arion banki og WOW air höfðu gert með sér samkomulag í aðdrag­ anda skuldabréfaútboðsins um að umræddir fjármunir, jafnvirði um 550 milljóna króna á þáverandi gengi, sem bankinn fjárfesti fyrir í útboðinu færu í að greiða upp yfir­ dráttarlán félagsins hjá bankanum. Ráðgjafarfyrirtækið Deloitte var nýlega fengið til að vera þrotabúinu til aðstoðar, samkvæmt heimildum Markaðarins, meðal annars til að leggja mat á hvort grundvöllur sé fyrir því að rifta þeim greiðslum sem fóru til Arion banka í tengslum við þátttöku hans í skuldabréfaút­ boðinu. Engin ákvörðun þess efnis hefur hins vegar enn verið tekin. Arion banki lagði félaginu því ekki til neitt nýtt fjármagn í útboð­ inu heldur var í reynd að ræða um skuldbreytingu sem nam nærri tíu prósentum af heildarstærð skulda­ bréfaútgáfu f lugfélagsins. Talið er að minna en helmingur þeirrar fjár­ hæðar sem safnaðist í 50 milljóna evra skuldabréfaútboði WOW air í september á síðasta ári hafi verið nýir fjármunir sem fengust frá fjár­ festum til að bæta afar bágborna lausafjárstöðu félagsins. Verulegrar óánægju gætir á meðal margra stórra fjárfesta sem raunverulega lögðu WOW air til nýtt fjármagn í útboðinu, meðal annars bandaríski fjárfestingar­ sjóðurinn Eaton Vance og íslenska fjármálafyrirtækið GAMMA Capi­ tal Management, enda hefðu þeir að líkindum ekki gert það ef fyrir hefði legið að stærstur hluti fjár­ hæðarinnar sem þar safnaðist hafi aðeins verið umbreyting á kröfum í skuldabréf. Engar slíkar upplýs­ ingar hafi verið veittar í fjárfesta­ kynningum né þegar greint var frá niðurstöðum útboðsins. Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráð- stöfun. Skuldabréfaeigendur vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda. Skuldbreyting Arion banka nam nærri 10 prósentum af heildarstærð skuldabréfaútgáfu WOW air síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Norska verðbréfaf y rirtæk ið Pareto Securities hafði umsjón með útboðinu ásamt Arctica Finance. Ólíklegt er talið að nokkuð muni greiðast út úr þrotabúi WOW air upp í kröfur þeirra sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu, sem og ann­ arra almennra kröfuhafa félagsins. Samkvæmt heimildum Markað­ arins vilja skuldabréfaeigendur láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórn­ enda WOW air, vegna mögulegrar persónulegrar skaðabótaskyldu sem þeir kunni að hafa bakað að sér, á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um fjárhagsstöðu félagsins og eins framkvæmd skuldabréfaútboðs­ ins. Þannig hefur fulltrúi skulda­ bréfaeigenda óskað eftir því að skiptastjórar WOW air veiti þeim upplýsingar um skilmála ábyrgðar­ trygginga stjórnenda flugfélagsins. Við þeirri beiðni hefur þrotabúið ekki enn getað orðið þar sem erlent tryggingafélag, sem WOW air hafði keypt stjórnendatryggingar af, hefur lagst gegn því að afhenda þau gögn sem óskað er eftir. WOW air skuldaði samtals rúm­ lega 20 milljarða króna í lok febrú­ ar, einum mánuði áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, en stærstu kröfuhafar félagsins eru f lugvélaleigurnar Air Lease Corp­ oration og Avolon, Isavia og Arion banki. Arion banki, sem var viðskipta­ banki WOW air, hefur ekki viljað veita upplýsingar um það hve mikið bankinn hefur fært niður af skuldum f lugfélagsins við hann. Heildarskuldbinding félagsins við bankann nam um 1,6 milljörðum. Í fjárfestakynningu vegna upp­ gjörs Arion banka fyrir f jórða fjórðung síðasta árs var tekið fram að skuldabréf tengd f lugfélögum hefðu verið færð niður um 360 milljónir króna á fjórðungnum. hordur@frettabladid.is 1.600 milljónir var heildarskuld- binding WOW air við Arion banka í lok febrúar.   2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -6 0 B 8 2 2 D 9 -5 F 7 C 2 2 D 9 -5 E 4 0 2 2 D 9 -5 D 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.