Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 27

Fréttablaðið - 24.04.2019, Page 27
senalive.is/divur 14. SEPTEMBER Í ELDBORG HÖRPU SVALA & JÓHANNA GUÐRÚN DÍSELLA · FR IÐRIK ÓMAR · KATRÍN HALLDÓRA RAGGA GRÖNDAL · S IGGA BEINTEINS KVÖLDTÓNLE IKAR: ÖRFÁIR MIÐA R EFTIR DAGTÓNLEIKA R: FÁIR MIÐAR E FTIR Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opin­ bera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmark­ aðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan land­ steinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evr­ ópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er marg­ vísleg starfsemi, allt frá hugbúnað­ arþróun að jarðfræði og veðurrann­ sóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjár­ framlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrir­ spurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri. ESA borgar sig   Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launa- hækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. Launahæk kanirnar sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum koma þungt niður á framleiðslu­fyrirtækjum. Þær geta því kallað á verðhækkanir eða hag­ ræðingaraðgerðir að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Samtaka iðnaðarins og markaðs­ stjóra Kjöríss. „Það er ekkert launungarmál að kjarasamningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum og þessar hækkanir lenda þungt á framleiðslugeiranum,“ segir Guð­ rún í samtali við Markaðinn. ÍSAM, sem á meðal annars Myll­ una, Ora, Frón og Kexsmiðjuna, boðaði í síðustu viku hækkun á öllum vöruf lokkum verði nýir kjarasamningar samþykktir. Önnur fyrirtæki á borð við Gæðabakstur hafa einnig ákveðið að hækka verð. Guðrún nefnir að framleiðslu­ fyrirtæki hafi borið mikið af þeim kostnaði sem hlaust af gerð síðustu kjarasamninga árið 2015. „Þá héldu fyrirtæki í sér og voru orðin aðþrengd seinni part 2017 og á síðasta ári. Þegar við töluðum um að það væri ekki svigrúm þá vorum við að tala út frá þessum geirum. Launahækkanir geta því miður kallað á hækkun á vöruverði eða hagræðingaraðgerðir, sem við vitum öll hvað þýðir en viljum helst forðast. Við erum því miður búin að sjá á síðustu vikum að mörg fyrir­ tæki eru að hagræða hjá sér,“ segir Guðrún en bætir við að hún telji að samningarnir séu jákvæðir þegar heildarsamhengið er skoðað. „Þarna eru atriði eins og stytting vinnutíma og f leira sem fyrirtæki geta notað til mótvægis við beinar launahækkanir. Þetta eru f lóknir samningar og það er verkefni atvinnurekenda að notfæra sér þá til hins ýtrasta,“ segir Guðrún og bætir við: „Markmið samningsins um lægri vexti munu skila heimil­ um og fyrirtækjum miklum ávinn­ ingi ef það gengur eftir.“ Þá hafi verið gríðarlega mikilvægt að ná fjögurra ára samningi til að skapa frið á vinnumarkaði þannig að fyr­ irtæki í landinu geti skipulagt fram í tímann. „Við sáum að fasteignasala var botnfrosin, sem og bílasala, og einkaneysla dróst saman. Það héldu allir að sér höndum, bæði einstakl­ ingar og fyrirtæki.“ Þá verður fyrsti stjórnarfundur Samtaka iðnaðarins eftir gerð kjarasamninga haldinn í dag. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á breiðum grunni á fundinum,“ segir Guðrún. Spurð hvernig félagsmenn samtakanna hafi tekið í kjarasamningana segir hún að margir séu sáttir en eðli­ lega séu skiptar skoðanir. „Aðal­ atriðið er að það tókst að semja, samningurinn er til langs tíma, með því er óvissu ýtt til hliðar og hægt að skipuleggja fram í tímann. Fyrirtæki munu bregðast við, hvert á sinn hátt en allar forsendur eru til staðar um að láta markmið samn­ ingsins um stöðugleika standa.“ Forysta verkalýðshreyfingar­ innar hefur gagnrýnt boðaðar verð­ hækkanir harðlega. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði sambandið íhuga það hvort hvetji ætti félagsmenn til að sniðganga fyrirtæki sem boða verð­ hækkanir á vörum vegna kjara­ samninga. Þá sagði hún að verð­ lagseftirlit ASÍ yrði ef lt til muna eftir kjarasamninga. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði ljóst að yfirlýsingar um verðhækkanir væru ekki til þess fallnar að vekja bjartsýni um að kjarasamningar héldu þegar kemur að forsenduákvæðum um að vextir lækki og að kaupmáttur launa verði tryggður. Atkvæðagreiðslu á meðal aðildar­ fyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um lýkur í dag. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjara­ bætur til tekjulágs launafólks þar sem launahækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kauptaxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum á samnings­ tímanum. thorsteinn@frettabladid.is Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Launastig á Íslandi hefur áhrif á samkeppnishæfni framleiðslufyrirtækja hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðrún Hafsteinsdóttir. 3M I Ð V I K U D A G U R 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 MARKAÐURINN 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 9 -6 0 B 8 2 2 D 9 -5 F 7 C 2 2 D 9 -5 E 4 0 2 2 D 9 -5 D 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.