Fréttablaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.04.2019, Blaðsíða 44
Helga Lilja Magn- ússdóttir fata- hönnuður hefur undanfarin ár staðið fyrir koddaslag við Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn, fyrsta sunnudag í júní. Hér á árum áður var svipuð keppni haldin við höfnina þar sem sjó- menn kepptust um að sýna hreysti sína. Keppnin hafði legið niðri í tæpa tvo ára- tugi og fannst Helgu Lilju kjörið að endur- vekja þessa hefð. Fyrsta keppnin í nýrri mynd var haldin árið 2017 þar sem sex þrekmenni börðust á plankanum við Vestur­bugt,“ útskýrir Helga. Nú í ár ákvað Helga að opna fyrir umsóknir frá almenningi í fyrsta sinn en hún stofnaði fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp ásamt tón­ listarmanninum Stephan Stephan­ sen árið 2013. Sjálf hafði hún áður hannað undir merkinu Helicopter. ,,Mér var boðið að halda sam­ sýningu árið 2013 á HönnunarMars þar sem yfirskriftin var samvinna hönnuðar og tónlistarmanns. Við vorum par á þessum tíma svo það lá beinast við að við ynnum eitthvað saman. Okkur langaði að fara óhefð­ bundnar leiðir og stofnuðum fata­ merki sem fékk nafnið Bið að heilsa niðrí Slipp. Nafnið kemur úr lagi eftir Stephan og um leið og nafnið var komið fannst okkur gefa auga­ leið að einbeita okkur að útvistar­ fatnaði.“ segir Helga um tilkomu samstarfsins en nafn fatamerkisins er oftar en ekki stytt í BAHNS. Þau ákváðu í sameiningu að finna frumlega leið til að kynna merkið. „Okkur Stephan langaði að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi til að vekja athygi á merkinu okkar. Fatamerkið samanstendur mest af merino­ullarfatnaði og sundbolum svo þetta átti vel við. Þetta er í raun nokkurs konar tískusýning, bara í öðru og skemmtilegra formi,“ segir Helga. Þá klæðast keppendur sund­ fatnaði frá merki þeirra Helgu og Stephans þegar barist e. ,,Fyrsta árið voru bara karlmenn og í fyrra var komið að konunum. Þar bar bardagakonan Dóra Har­ aldsdóttir sigur úr býtum. Núna tókum við þá ákvörðun að leyfa hverjum sem hefur áhuga að sækja um en auðvitað þarf einstaklingur­ inn að vera hraustur enda getur þetta reynt á.“ Svipaði slagir eru enn við lýði í nokkrum bæjarfélögum og bætir Helga við að sambærileg átök fari fram niðri við höfn á sjómannadag­ inn í Grindavík svo dæmi sé tekið. ,,Þetta er bilað gaman, maður fær algjört adrenalínkast, svo ég mæli hiklaust með að taka þátt,“ segir Helga að lokum og skorar á sem flesta að gera sér ferð niður að höfn á sjómannadaginn til að taka þátt eða fylgjast með koddaslagnum. Opið er fyrir umsóknir út apríl á heimasíðu merkisins, bahns.org. steingerdur@frettabladid.is Koddaslagur við Reykjavíkurhöfn Sigurvegari og hluti keppenda síðasta árs með farandbikarinn sem gerður var af Irmu. Allir geta sótt um að taka þátt en auðvitað þarf einstaklingurinn að vera hraustur. MYND/MARÍA GUÐRÚN Helga Lilja segir að keppendur þurfi að vera hraustir. MYND/MARÍA GUÐRÚN ÞETTA ER BILAÐ GAMAN, MAÐUR FÆR ALGJÖRT ADRENALÍNKAST, SVO ÉG MÆLI HIKLAUST MEÐ AÐ TAKA ÞÁTT Helgu Lilju fannst kjörið að endurvekja þessa hefð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 4 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :0 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 9 -6 A 9 8 2 2 D 9 -6 9 5 C 2 2 D 9 -6 8 2 0 2 2 D 9 -6 6 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.