Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Blaðsíða 6
m Samráðsnefnd FÍSÞ og TR Punktar frá Samráðsnefnd Færsla sjúkraskráa í flestum tilvikum ófullnægjandi! að búnaður og aðgengi á stofum sjúkra- þjálfara uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið af TR og FISÞ. Samráðsnefnd er byrjuð á þessu verki og heíur heimsótt nokkrar stofur og mun halda því áfram eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Eitt af jDeim verkum er að hafa eftirlit með Um leið og samráðsnefnd hefúr heimsótt Síðan „kvótanum" var aflétt í samningi TR og FÍSÞ, hefur samráðsnefnd haft tækifæri til að snúa sér að öðrum verkefnum sem eru í hennar verkahring skv. samn- ingnum. Nýjar viðmiðunarreglur Lágmarksútbú naðu r fyrir sjúkraþjálfara sem veita sjúklingum heimaþjálfun Á fundi samráðsnefndar þann 3.nóvember 1998 voru samþykktar eftirfarandi viðmiðunarreglur. Sjúklingar sem veita sjuklingum heima- meðferð skulu frá og með 1. desember 1998 hafa til ráðstöfúnar eftirtalinn búnað: Hljóðbyfgjutæki TNS tæki Blóðþrýstingsmælir Liðmælir Handlóð (0,5 -1,0 -1,5 - 2,0 kg) Sandpokar (0,5 -1,0 -1,5 -2,0 kg) Málband Reflexhamar Tölvubúnaður Hugbúnaður fyrir sjúkraþjálfún Reykjavík 3- nóvember 1998 Guðrún Siguqónsdóttir (sign) Joost van Erven (sign) Ingibjörg Þorsteinsdóttir (sign) SigurðurThoriadus (sign). stofúmar hefúr, Tryggingayfiriæknir eða annar læknir fráTryggingastofnun, skoðað sjúkraskrár sem færðar hafa verið. Dæmi um að ekkert sé skráð! Búnaður og aðgengi að stofúm hafa alla jaínan verið í lagi þótt undantekningar fmnist. Færsla sjúkraskráa hefur hins vegar í flestum tilvikum verið ófullnægjandi og jaftivel em dæmi um að ekkert sé til skráð nema beiðni læknis, þ.e. ekkert frá sjúkraþjálfaranum sjálfúm. í 9. grein samnings TR og FÍSÞ er ákvæði um að færa skuli í spjaldskra upplýsingar um hvem sjúkling og veitta meðferð, svo í einhverjum tilvikum er um augljóst brot á samningi að ræða. Það kemur hins vegar ekki fram hve nákvæma skrá á að hafda og ekki em til nákvæmar reglur um þetta atriði. Sennilega em þó flestir sjúkraþjálf- arar sammála um að þetta atriði verðum við að laga, það snýst um virðingu fagsins og trúverðugleika okkar sem fagstéttar. Skýrar reglur verði settar í kjölfár þessara heimsókna hefúr sam- ráðsnefnd beint þeim tilmælum til Landlæknisembættisins og FÍSÞ að þau hlutist til um að skýrar reglur verði settar um hvemig skráningu sjúkraþjálfara á að vera háttað, þannig að enginn þurfi að velkjast í vaía um hverjar skyldur hans em í þessu efni. Guðrún Sigurjónsdótúr Joost van Erven Samráðsnefnd FÍSÞ og 111 Tíundi árgangur 1998 - FRÉTTABRÉF FÍSÞ

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.