Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 15.12.1998, Blaðsíða 7
Dropsy tilkynning Æfingatímar Dropsy hóps Tilkynning til Dropsy hóps - þátttak- enda á námskeiði í ltkamsvitund / psychotoni á Varmalandi í Borgarfirði 6. -13. september s.l. Hópurinn er búinn að hittast tvisvar í haust og hafa þeir tímar heppnast vel. í smástund gátu þátttakendur hortið aftur í tíma hjá Dropsy. í bæði skiptin var fárið yfir flestar æfingamar, nuddið og umræður. Nú er búið að skipuleggja þrjá æfinga- tíma á nýju ári til að halda okkur við efnið ffarn að næsta námskeiði í sept- ember 1999- Miðvikudaginn 20. jan. kl, 17.15 -18.45. Þriðjudaginn 16. mars kl. 20.00 - 21.30. Fimmtudaginn 20. maí kl. 17.15 -18.45. Staðsetning er eins og áður, Sjúkraþjálfún Geðdeildar, Geðdeildarbyggingu, Landspítala. Sjúkraþjálfarar, geðdeild. Lagabreytingar fyrir 25. janúar Félagsgjöldin - STRAX! Umsóknarfrestur Yísindasjóðs er til 1. feb. Málþing um menntun verður 30. janúar Aðaífundurinn verður 28. febrúar Rannsóknarþingið verður 27. febrúar Fra SSÞ 1 Fréttir af starfi SSÞ Greiðsla fyrir störf - félagatal - starf BHM Fréttir af samningamálum Þann 19. nóvember var gengið frá röðun sjúkraþjáffara á Ríkisspítölum inn í nýtt launakerfi samkvæmt úrskurði dagsettum l.júlí. Skrifað var undir stofnanasamning við Heilsugæsluna í Reykjavík þann 2.11.98. Viðræður eru í gangi á mötgum stofnun- um en mislangt á veg komnar. Þeir aðilar sem eru að fara af stað með viðræður eru beðnir um að hafa samband við fúlltrúa í samninganefnd félagsins. Það vekur athygli að af 27 vinnustöðum hafa aðeins 10 lokið samningsgerð nú rúmum 14 mánuðum eftir að henni átti að vera lokið samkvæmt ákvæðum miðlægasamnings- ins. Víða hafa stofnanir viljað bíða eftir niðurstöðu mála hjá Ríkisspítölum en ein- nig hafa hlutir eins og aðstöðugjald fyrir „ambulant" vinnu þvælst fyrir samnings- aðilum nokkurra stofnana. Greitt fyrir störf í þágu SSÞ Samkvæmt samþykkt aðalfundar 1998 hefur nú í fyrsta skipti verið greitt fyrir störf í þágu félagsins. 12 félagsmenn sóttu um greiðslur og fengu þeir úthlutað sam- tals krónur 215-500. Er það von stjómar að betur gangi að fá félagsmenn til að taka að sér þau verkefni sem félagið þarf að leysa af hendi nú þegar lítillega er komið á móts við þá fyrirhöfn sem verkefnin vissulega krefjast. Af starfssemi BHM BHM hefúr gefið út nokkur gagnleg fræðslurit sem trúnaðarmenn á vegum félagsins þurfa að nálgast ef þeir eru ekki með þau undir höndum nú þegar. Fyist ber að nefna handbók trúnaðarmanna þar sem fjallað er um öll helstu atriði sem snerta réttindamál launamanna og ætti að vera til á öllum vinnustöðum. Jafnréttisnefnd BHM hefúr f samvinnu við jafnrétúsráðgjafa Reykjavíkurborgar og skrifstofú jafhréttismála gefið út ritið láonáiáforéhi í ftamkvaerod > dreifetýrðu launakerfi miöe þarft rit og vandað. BHM hefur einnig gefið út bækling sem ber nafnið Stofnanasamningar í nýju launa- kerfi aðildarfélaga BHM. Fjallar hann um launaþróun í kjölfar færslu yfir í dreifstýrt launakerfi. BHM hélt í lok október námskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum stéttarfélaga í Reykjavík og annað á Akureyri í nóvemb- er. Fjórir félagsmenn sóttu námsskeiðið í Reykjavík og þrír á Akureyri. Félagsmenn eru minntir á að huga að réttindum sínum í starfsmenntunarsjóði BHM. Hver félagsmaður hefúr á þriggja ára fresti rétt á kr. 12.000 vegna námskeiða innanlands eða kr. 35.000 vegna námskeiða erlendis. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessi réttindi. Félagatal SSÞ: Meðfylgjandi er félagatai SSÞ1. des. 1998. Félagsmenn eru beðnir um að fara yfir þær upplýsingar sem þar koma fram og senda leiðréttingar til stjómar hið fyrsta. Æskilegt er einnig að félagsmenn sendi inn netfang ef um slíkt er að ræða hvort sem það er á vinnustað eða heima. Mikilvægt er að leiðréttingamar berist sem fyrst vegna úthlutunar úr vísindasjóði félagsinseftiráramót. Hægt er að senda leiðréttingar í pósti til SSÞ, LÁGMÚLA 7, 108 REYKfAVÍK eða með tölvupósti til undirritaðs. Að lokum óskar stjóm SSÞ félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, friðar og farsældar á komandi ári. F.h. stjómar SSÞ. Jón Gunnar Þorsteinsson, formaðurSSÞ. netfang: fireyfial@mmedia.is FRÉTTABRÉF FÍSÞ - Tíundi árgangur 1998 7

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.