Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 1
ÞEKKIR P-IN Í MARKAÐSMÁLUMRANNSÓKNARTÆKI OPNAÐ
álfrar aldar gömul stílhrein og kassalaga handtaska. 4
Með nýjum gagnavef Seðlabankans
má rýna í söguna og kanna hvernig
eða hvaða hagstjórn var beitt. 14
VIÐSKIPTA
Jón Trausti Ólafsson vill keyra ferðamenn um á
10-15 manna rútu frá Mercedes Benz, og sýna
þeim Snæfellsnes eða Borgarfjörðinn. 4
H
Unnið í samvinnu við
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Veðhlutföllin fara lækkandi
„Hámarks veðhlutfall sjóðfélaga-
lána Gildis verður lækkað í 70% um
áramót en hámarkið hefur verið
75% síðustu misseri.“ Þannig hljóð-
ar ný frétt á heimasíðu þriðja
stærsta lífeyrissjóðs landsins sem
birt var nú um áramót. Fylgir sjóð-
urinn þar í kjölfar tveggja stærstu
sjóða landsins sem á nýliðnu ári
tóku ákvörðun um að þrengja veð-
hlutföll úr 75% í 70%.
Í tilkynningu frá Gildi segir að
þessar breytingar séu gerðar á
lánareglum sjóðsins vegna varúðar-
sjónarmiða, bæði vegna mikilla
verðhækkana á fasteignamarkaði á
undanförnum árum og vegna auk-
innar ásóknar í lán hjá sjóðnum.
ViðskiptaMogginn leitaði upplýs-
inga hjá sjóðnum um hver ásóknin í
lánin hefði reynst á árinu 2018.
„Sjóðurinn var að lána um 22
milljarða í nýjum sjóðfélagalánum
á árinu sem er mikil aukning frá
fyrra ári,“ segir Árni Guðmundsson
framkvæmdastjóri Gildis. Sam-
kvæmt ársskýrslu sjóðsins lánaði
sjóðurinn 12,8 milljarða árið 2017
og því jukust útlánin um meira en
70% milli ára.
Mjög misjafnt er hversu strang-
ar kröfur lífeyrissjóðir gera til há-
marks veðsetningar þess húsnæðis
sem þeir lána til kaupa eða endur-
fjármögnunar á. Fram á nýtt ár
var Gildi í hópi þeirra lífeyrissjóða
sem hvað rýmstar reglur höfðu en í
dag eru það Söfnunarsjóður líf-
eyrisréttinda, Lífsverk, Stapi og
Brú lífeyrissjóður sem lána allt að
75%. Sá sjóður sem hefur ströng-
ustu lánareglurnar er Festa líf-
eyrissjóður en þar er hámarkið
60%.
ViðskiptaMogginn hafði samband
við Gerði Guðjónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Brúar sem er, eins
og áður sagði með hvað rúmust við-
mið.
„Við erum nú að endurskoða
lánareglurnar og munum taka
ákvörðun um mögulegar breytingar
í febrúar. Þar horfum við m.a. til
áhættusjónarmiða.“ Hún hefur
sömu sögu að segja og Árni Guð-
mundsson hvað varðar ásóknina í
sjóðfélagalán hjá Brú.
„Við lánuðum 12,7 milljarða til
sjóðfélaga í fyrra. Árið áður vorum
við að lána 4,5 milljarða. Aukningin
er því gríðarleg. Við teljum þessar
lánveitingar hins vegar álitlegan
fjárfestingarkost og traustan og því
er þetta góð þróun að okkar mati,“
segir Gerður.Hún viðurkennir hins
vegar að þrengri lánareglur setji
ungt fólk og fyrstu kaupendur hins
vegar í þrengri stöðu en ella. Þeir
eigi gjarnan erfiðara með að kljúfa
útborgun við kaup á húsnæði en
þeir sem eru á markaðnum fyrir og
eru að færa sig milli eigna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lífeyrissjóðir hafa lækkað
veðhlutföll sjóðfélagalána
vegna aukinnar aðsóknar í
lánin og í viðleitni til að
draga úr áhættu.
Morgunblaðið/Ómar
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa hert lánareglur sínar á síðustu misserum.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.400
3.7.‘18
3.7.‘18
2.1.‘19
2.1.‘19
1.710,39
1.616,87
140
135
130
125
120
124,85
133,45
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa
lónsins, segir gríðarleg tækifæri fram
undan í aukinni sölu húðvara fyrirtæk-
isins.
„Eitt af því sem hefur hvað mest
áhrif í því er sú staðreynd að Blue
Lagoon Iceland er nú orðið alþjóðlegt
vörumerki, sem það gat varla talist
fyrir 10 árum.“ Bendir hann jafnframt
á að þeir hópar sem sæki í auknum
mæli til landsins um þessar mundir
séu mjög opnir fyrir vörum af þessu
tagi. „Bandaríkjamenn og íbúar Asíu
hafa borið uppi vöxt í fjölda ferða-
manna undanfarin misseri og þetta
eru hópar sem hafa mikinn áhuga á
þessum vörum. Þetta eru risastórir
markaðir sem spennandi er að beina
sjónum að.“ Grímur segir að netið
bjóði upp á nýja möguleika til sölu og
dreifingar á vörum af þessu tagi. Hann
fer yfir stöðu fyrirtækisins og ferða-
þjónustunnar á miðopnu
ViðskiptaMoggans í dag.
Húðvörurnar eru sofandi risi
Morgunblaðið/RAX
Í fyrra opnaði Bláa lónið nýtt lúxus-
hótel við baðstaðinn í Svartsengi.
Bláa lónið skoðar nú
möguleika á frekari sókn á
alþjóðamarkað með húð-
vörur fyrirtækisins.
8
Ekki er hægt að ganga að því
sem gefnu að hagvöxtur muni
verða nærri því jafn mikill og
hann var und-
anfarin 40 ár.
Sennilega hægir
Kína ferðina
10
Þó svo að víða sé reynt að
koma böndum á skamm-
tímaleigu heldur Airbnb
áfram að vaxa og
dafna.
LEX: Airbnb læt-
ur ekki stöðva sig
11
Starfsfólk EY óskar þér og þínum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
ey.isEndurskoðun | Skattar | Ráðgjöf
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.