Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 8
Á nýliðnu ári voru gestir Bláa lónsins um 1,3
milljónir. Það er svipaður fjöldi og á árinu 2017.
Það ár fjölgaði gestum um 16% frá fyrra ári. Í
fyrra urðu því ákveðin kaflaskil þegar fjöldinn
stóð í stað. Það kann að vera til marks um
breyttan takt í vexti ferðaþjónustunnar. Grímur
Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir hins
vegar að ekki séu teikn á lofti um samdrátt í
greininni. Nú sé raunar mikið tækifæri fólgið í
því að ferðamönnum fjölgi ekki um tugi prósenta
milli ára.
„Vöxturinn hefur verið gríðarlegur eins og
bent hefur verið á og það hefur reynt á alla inn-
viði. Nú þurfa fyrirtækin að hagræða og koma
skikki á hlutina. Við þurfum að sjá stærri og
burðugri fyrirtæki halda uppi þjónustunni. Ég
hef stundum nefnt að það sé ósjálfbært að það
séu yfir 80 aðilar að bjóða dagsferðir á Gullfoss
og Geysi um þessar mundir. Þegar svona margir
smáir aðilar eru að sinna þessari þjónustu er
hætt við að hlutirnir fari úr böndunum. Þetta er
einfaldlega offramboð á þjónustu.“
Grímur segir að hans tilfinning sé sú að fjöldi
ferðamanna sem hingað kom á nýliðnu ári hafi
verið svipaður og á árinu 2017 og því endur-
spegli aðsóknin í Bláa lónið þann veruleika.
„Þetta er í takt við það sem við erum að sjá í
fjölda ferðamanna til landsins. Það er svipaður
fjöldi sem er að sækja landið heim 2018 og ári
fyrr. Vissulega er verið að tala um að vöxturinn
sé fjögur til fimm prósent en þegar upp er staðið
held ég að fjöldinn standi í stað.“
Spurður út í hvað valdi því að misræmi sé í töl-
um um fjölda þeirra sem hingað koma sem
ferðamenn segir Grímur að það skýrist af því að
ekki hafi tekist að halda nákvæmlega utan um
komur og brottfarir til landsins og að skilgreina
þær rétt.
„Við tókum t.d. eftir því að það var talsverð
fjölgun Pólverja sem hingað komu á árinu en það
eru sennilega að langstærstum hluta harð-
duglegir einstaklingar sem hingað koma vegna
vinnu en ekki ferðalaga. Svo eru það farþegar
sem fljúga hér í gegn og fara með sitthvoru flug-
félaginu til og frá landinu. Þá þurfa þeir að fara í
gegnum innritun í flugstöðinni og teljast þeir
sem ferðamenn inn í landið þótt þeir staldri ein-
ungis við í flugstöðinni.“
Áherslan á tekjur en ekki fjölda
Einhver myndi halda að forsvarsmaður eins
stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins væri
ekki í rónni þegar hann gerði upp ár þar sem
gestum hefði ekki fjölgað, hvorki til landsins né
gagnvart þeirri þjónustu sem hann sjálfur veitir.
Grímur segir hins vegar að með því að einblína á
fjöldatölur sé skakkur póll tekinn í hæðina.
„Vöxtur er góður en við viljum fyrst og fremst
sjá hann í tekjum af hverjum ferðamanni. Nú
þegar dregið hefur úr hinum mikla vexti getum
við, bæði sem samfélag en einnig fyrirtækin sem
eru að bjóða upp á þjónustuna, einbeitt okkur að
því að bæta upplifun hvers og eins og um leið
haft meiri tekjur af hverjum ferðamanni sem
hingað kemur.“
Og þegar Grímur er inntur eftir því hvernig til
hefur tekist í þeim efnum segir hann að fyrir-
tækið hafi náð að auka tekjur af hverjum ferða-
manni svo um munar. Árið 2015 nam velta fyr-
irtækisins 54 milljónum evra en tveimur árum
síðar, árið 2017, nam veltan 102 milljónum. Milli
þessara ára fjölgaði gestum reyndar gríðarlega
en bráðabirgðatölur sem Grímur vísar í gefa til
kynna að tekjur fyrirtækisins hafi aukist um
fimmtung á nýliðnu ári.
Miklu umbreytingatímabili lauk í fyrra
Um páskana í fyrra var tekið í notkun nýtt
hótel við Bláa lónið sem ber nafnið The Retreat.
Það er sjálfstæð eining en félagið hefur um ára-
bil rekið Silica Hotel við hlið Bláa lónsins. Með
opnun nýja hótelsins var ákveðið að höfða betur
til gesta sem gera miklar kröfur til allrar að-
stöðu. Í viðtali sem birt var við Grím á þessum
vettvangi í júní 2016 kom fram að framkvæmd-
irnar myndu kosta um sex milljarða króna. En
það er ekki aðeins hótelið sem hefur bæst við að-
stöðuna á svæðinu.
„Hótelið og nýtt upplifunarsvæði sem nefnist
Retreat Spa eru hvort tveggja fjárfestingar sem
við réðumst í til að fjölga þeim möguleikum sem
gestir okkar hafa til þess að njóta heimsóknar í
Bláa lónið. Við erum ekki í hefðbundnum hótel-
rekstri heldur er þetta viðbót við þá upplifunar-
möguleika sem við byggjum starfsemi okkar á.“
Blaðamaður og ljósmyndari hitta Grím fyrir í
móttöku nýja hótelsins og taka þar tal saman.
Augljóst er af öllum umbúnaði að þar er ekkert
til sparað. En hótelið er augljóslega heldur ekki
hefðbundið fimm stjörnu hótel því þarna eru inni
á milli gestir í baðsloppum og inniskóm frá Bláa
lóninu. Þarna er fólk komið vegna aðstöðunnar
og þeirrar upplifunar sem hún skapar. Það er
augljóst að Grímur er ánægður með hvernig til
hefur tekist.
„Viðtökurnar hafa verið frábærar og umfram
það sem við vonuðumst eftir. Þetta er mjög
hvetjandi því núna er strembnu fjögurra ára
framkvæmdatímabili að ljúka. Það tengist ekki
bara hótelinu og upplifunarsvæðinu. Áðurnefnt
Retreat Spa og mikil stækkun stóra baðlónsins
eru einnig þættir sem við réðumst í og ýmsir
innviðir sem eru ekki sýnilegir gestum. Til dæm-
is fórum við í að endurnýja allt stóreldhúsið hjá
okkur, endurnýjuðum matstofu starfsmanna og
stækkuðum skrifstofuaðstöðu okkar. En þetta
eru allt fjárfestingar sem við ætlum núna að ein-
beita okkur að því að hámarka tekjurnar af.“
Tveir nýir veitingastaðir
Þar liggja sannarlega mörg tækifæri. Tveir
nýir veitingastaðir fylgdu nýframkvæmdunum,
annars vegar veitingastaður sem aðeins er opinn
gestunum í Retreat Spa og svo veitingastað-
urinn Moss sem hefur fengið mjög góðar við-
tökur. Hann er opinn hótelgestum en einnig öðr-
um sem vilja njóta hágæðamatseldar og
glæsilegs vínseðils.
„Í The Retreat bjóðum við upp á þjónustu sem
hefur einfaldlega ekki verið í boði hér á landi áð-
ur. Hingað sækja gestir sem eru tilbúnir til að
greiða fyrir aðstöðu sem kostar meira og meiri
þjónusta fylgir en í boði hefur verið hingað til.
Þetta er mikilvægt fyrir okkur sem ferðamanna-
land því margir þessara gesta heimsækja ein-
faldlega bara þá áfangastaði þar sem þjónusta af
þessu tagi er fyrir hendi.“
Þar vísar Grímur til þess að hótelið, sem er
búið ríflega 60 herbergjum, hefur m.a. á að skipa
svítum, sumar hverjar með einkalónum. Grunn-
verð á herbergjum er á bilinu 180-340 þúsund
krónur fyrir nóttina en svo er einnig ein risasvíta
á hótelinu, tvær hæðir og um 230 fermetrar. Þar
kostar nóttin 1,5 milljónir króna og þeir gestir
sem kjósa þann kostinn kaupa einnig mikla þjón-
ustu af öðru tagi og veitingum.
„Í kringum þennan viðskiptamannahóp eru
miklir tekjumöguleikar, en þeir einskorðast ekki
við Bláa lónið. Þetta eru ferðamenn sem vilja
kaupa framúrskarandi þjónustu í öllu sem þeir
gera. Þess vegna hefur opnun hótels af þessu
tagi mikil áhrif á aðra ferðaþjónustuaðila sem
geta sótt tækifæri með meiri og öðruvísi þjón-
ustu en þeir hafa áður veitt.“
Einstakur vínkjallari
Meðal þess sem ráðist var í þegar hótelbygg-
ingin var reist var gerð vínkjallara sem á engan
sinn líka hér á landi. Liggur hann djúpt undir
hótelinu og þangað er aðeins fært með lyftu. Þar
gefst hótelgestum tækifæri til að bragða á mörg-
um tegundum af besta eðalvíni heimsins, rauðu,
Þar hefur tilkoma netsins haft mikil áhrif og
hann segir að þar sé Bláa lónið að hasla sér sí-
fellt stærri völl.
„Ég sagði í ræðu minni á ferðaþjónustudeg-
inum sl. vor að stafræna hraðlestin væri komin á
fullan skrið og menn yrðu að ákveða hvort þeir
stykkju um borð eða ekki. Þeir sem kysu að gera
það ekki mundu einfaldlega kasta samkeppnis-
hæfninni út um gluggann.“
Hann bendir á að allt að 60-70% af gestum
Bláa lónsins bóki heimsókn í lónið með löngum
fyrirvara og það gefi tækifæri til að tengjast fyrr
og hefja vegferðina með viðskiptavininum fyrr
en ella.
„Þetta er gjarnan kallað á ensku „customer
journey“. Með því að komast fyrr í tengsl við
okkar gesti og halda sambandinu við þá lengur í
gegnum netið eftir að þeir koma heim úr fríinu
opnast ný tækifæri. Þannig er m.a. hægt að
kynna fyrir gestunum hvaða möguleikar eru í
boði hjá okkur. Fólk kaupir kannski aðgang að
lóninu en er svo upplýst um annað þjónustu-
framboð sem því býðst. Það eykur á upplifunina
og tekjurnar hjá okkur um leið.“
Ekki í hefðbundnum hópbílarekstri
Meðal þess sem Bláa lónið hóf að gera á ný-
liðnu ári er að bjóða upp á akstur til og frá Bláa
lóninu. Ráku margir upp stór augu við þetta og
spurðu hvort Bláa lónið væri með þessu að hasla
sér völl í hópferðabransanum. Grímur segir svo
ekki vera.
„Það er mikill misskilningur. Við erum ein-
faldlega að gera það sama og með uppbyggingu
hótelsins. Við erum að styðja við upplifunina og
Stefnir í gott ferðamannaár e
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Grímur Sæmundsen segir að tilefni
sé til að ætla að ferðaþjónustunni
muni vegna vel á nýju ári. Hins veg-
ar þurfi að halda rétt á spilunum til
þess að svo megi verða. Fyrirtækin
þurfi að leggja áherslu á að auka
enn við góða upplifun þeirra sem
hingað koma og þannig megi auka
tekjur, jafnvel þótt ferðamönnum
fjölgi ekki mikið.
hvítu og kampavíni. Á hótelinu starfa reyndir
vínþjónar sem leiða fólk í allan sannleik um hina
höfugu drykki. En kjallarinn er annað og meira
en bara geymsla utan um dýr drykkjarföng því
þar kemst fólk í tæri við jarðlög landsins og sí-
breytileika þess.
Vellíðunarsvæðið, Retreat Spa, hefur einnig
fengið góðar viðtökur og það er opið fleirum en
hótelgestum. Daggestir hafa sótt mikið í þjón-
ustuna.
„Við getum tekið á móti rúmlega 200 gestum á
dag í þessa þjónustu sem felur í sér aðgang að
sérstöku baðlóni og svo er upplifunaraðstaða á
um 1.700 fermetrum innanhúss. Miðað er við að
hver heimsókn í þessa þjónustu vari í um fjórar
klukkustundir og fólk má hafa sig allt við að
njóta alls þess sem þar er boðið upp á.“
Og þessi þjónusta er annað dæmi um hvernig
fyrirtækið hefur skapað meiri virðisauka en áð-
ur með starfsemi sinni. Þannig byggist þessi
þjónusta á reynslu af hinni svokölluðu Betri
stofu sem verið hefur í rekstri um árabil við
stóra baðlónið. Hin nýja þjónusta felur í sér að
gestir geta leigt tveggja manna einkaklefa með
aðgangi að Retreat Spa og aðgangseyrir er um
79 þúsund fyrir tvo. Ofan á þá upphæð leggst svo
önnur sérgreind þjónusta sem fólk getur valið
úr.
„Það er mjög góð nýting í þessa afþreyingu
hjá okkur og það undirstrikar að þarna var til
staðar eftirspurn sem við höfðum tök á að mæta
með þessari uppbyggingu.“
Á síðustu árum segir Grímur að hafi opnast á
nýja möguleika til að bjóða fólki þjónustu af
ýmsu tagi sem það hefði annars ekki nýtt sér.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019VIÐTAL