Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019FRÉTTIR
Vatnshitablásarar
hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10, græn gata | 200 Kópavogi
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Framundan eru tímamót hjá
Öskju því um miðjan mánuðinn
opnar fyrirtækið nýtt sölu- og
þjónustuhús fyrir Kia á Krók-
hálsi. Hljóðið er gott í Jóni
Trausta forstjóra, þó það væri ef-
laust enn betra ef minna flökt
væri á gengi krónunnar.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Orkuskiptin hafa mikil áhrif á
bílamarkaðinn en okkar birgjar,
KIA og Mercedes-Benz, eru sem
betur fer vel í stakk búnir að tak-
ast á við þau tímamót.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Fór á kynningarfund Samtaka
atvinnulífsins í Hörpu þar sem
Halldór Benjamín og Ásdís Krist-
jánsdóttir voru með mjög góða
kynningu á efnahagsstöðu lands-
ins.
Hvaða hugsuður hefur
haft mest áhrif á hvernig
þú starfar?
Í MBA-náminu var ég með frá-
bæran prófessor í markaðsmálum.
Hann kynnti mér sína sýn á P-in í
markaðsmálum. Þau eru fimm og
standa fyrir people, people,
people, people og people.
Hver myndi leika þig í kvik-
mynd um líf þitt og afrek?
Fyrri partinn væri það örugg-
lega Tom Cruise, en eftir fertugt
tæki Russel Crowe við – ætli það
væri svo ekki Harrison Ford sem
sækti um framhaldsmyndina.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég hlusta á fólkið í kringum
mig og kynni mér það sem er að
gerast í minni grein. Les blöð eins
og Automotive News og sæki mér
þjálfun til framleiðenda Öskju
sem eru fremstir á sínu sviði.
Hugsarðu vel um líkamann?
Daglegur göngutúr með
hundana telur auðvitað en svo hef
ég reynt að sækja spinning-tíma
eins og ég get. Þessi spurning er
mér samt hvatning til að gera
betur. Nýársloforðið klárt hér
með.
Hvert væri draumastarfið
ef þú þyrftir að finna þér
nýjan starfa?
Ég held ég myndi vilja verða
fararstjóri, keyra um með erlenda
ferðamenn og segja þeim frá Ís-
landi. Bara keyra um á 10-15
manna rútu, að sjálfsögðu Merce-
des-Benz. Fara í góðar dagsferðir
um Snæfellsnes eða Borgarfjörð-
inn. Einfalt og örugglega gefandi
starf.
Hvað myndirðu læra ef
þú fengir að bæta við
þig nýrri gráðu?
Ég myndi fara í málaskóla og
ná þýskunni betur.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Gengisbreytingar á Íslandi eru
alltof miklar, og það er endalaus
óvissa sem kemur upp með reglu-
bundnum hætti. Líklega af því við
erum svo lítið hagkerfi en gerum
allt sjálf.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Mér gengur alltaf best þegar
ég næ jafnvægi á milli vinnu,
hreyfingar og fjölskyldu. Ég
reyni að ferðast með eiginkonu
minni þegar tækifæri gefst til og
sæki mikið til hennar. Þá legg ég
upp úr að vera í góðu sambandi
við viðskiptavini og birgja og
horfa á hvað aðrir eru að gera.
Hvaða lögum myndirðu
breyta ef þú værir einráður
í einn dag?
Ég myndi klára vegamálin á
fimm árum. Setja vegtolla á og
rukka ferðamenn fyrir notkun á
vegum til jafns við okkur hin –
þeir keyra enda á við hálfa þjóð-
ina að minnsta kosti. Eftir fimm
ár verðum við hvort sem er öll á
rafbílum og þurfum ekki elds-
neyti. Vil frekar borga sömu upp-
hæð í tolla, fá betri vegi og laga
umferðaröryggi um leið.
SVIPMYND Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju
Til ama að reglulega
skapist óvissuástand
Jón Trausti segir brýnt að koma vegakerfinu í lag og rukka ferðamenn til jafns við innfædda fyrir slit á vegum.
AUKAHLUTURINN
Leitun er að stærra nafni í heimi iðn-
og vöruhönnunar en Dieter Rams.
Þessi 86 ára gamli Þjóðverji setti
mark sitt rækilega á fagið og mótaði
hönnuarmál sem margir reyna að apa
eftir enn þann dag í dag. Má t.d. sjá
greinileg áhrif Rams í verkum
Jony Ive, aðalhönnuðar
Apple.
Fyrir skemmstu var ný
Rams-vara að bætast
við: handtaska sem
hann hannaði fyrir lið-
lega hálfri öld.
Rams segir sjálfur
að taskan hafi orðið til
fyrir hálfgerða slysni,
þegar hann var að vinna að verkefni
fyrir Braun. Honum hugkvæmdist að
hanna tösku fyrir konu sína Ingeborg
en aldrei varð af því að fjölda-
framleiða gripinn – eða ekki þar til
hann hitti eigendur tískufyrirtæk-
isins Tsatsas.
Varð úr að dusta rykið af gömlum
skissum og útkoman taska sem
hefur fengið nafnið 931. Hand-
bragð Rams leynir sér ekki,
enda handtaskan stílhrein,
kassalaga, og í senn
glæsileg og lágstemmd.
Taskan kostar 900
evrur hjá www.tsatsas-
.com og fæst í svörtu
eða ljósgráu leðri.
ai@mbl.is
Handtaska eftir Dieter
Rams lítur dagsins ljós
NÁM: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1990; rekstrar-
fræðingur 1998 og viðskiptafræðingur 2006, hvort tveggja frá Bif-
röst og MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2011.
STÖRF: Fararstjóri í Portúgal 1994-1998; sölustjóri, þjónustustjóri
og síðar markaðsstjóri hjá Heklu á árunum 1998-2010; fram-
kvæmdastjóri Öskju frá árinu 2010 og formaður Bílgreina-
sambandsins frá árinu 2013.
ÁHUGAMÁL: Allur minn frítími fer í áhugamál fjölskyldunnar sem
eru íþróttir, útivera, hundarnir okkar tveir og ferðalög.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Eddu Björk Kristjánsdóttir, mann-
auðsstjóra Húsasmiðjunnar, og við eigum þrjú börn: Dilju Björk,
Arnar Inga og Hildi Karitas. Börnin eru 22, 21 og 12 ára gömul.
HIN HLIÐIN