Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 7
Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Fyrr í vetur birti breska dagblaðið
Guardian grein sem ætti að vekja ís-
lensk sjávarútvegs- og
fiskeldisfyrirtæki til umhugsunar.
Umfjöllunarefnið var átakanleg upp-
taka dýraverndarsamtaka af vinnu-
brögðum ítalskrar fiskeldisstöðvar
sem stundar það að slátra fiskinum
með því að láta hann kafna frekar en
að rota fiskinn eða blóðga. Lesendur
voru ekki par hrifnir og greininni
var dreift víða.
Þó að vinnubrögðin séu allt önnur
við veiðar og í fiskeldi á Íslandi þá
minnir umfjöllun Guardian á að bæði
dýravinir og almennir neytendur
eru í auknum mæli farnir að láta sig
varða velferð fiska. Ekki nóg með
það heldur virðist Evrópusambandið
vera að gera sig líklegt til að herða
reglur um meðferð á fiski.
Fiskar finna til
Þóra J. Jónasdóttir, sérgreina-
dýralæknir dýravelferðar hjá Mat-
vælastofnun, segir elstu reglur um
mannúðlega velferð dýra ná allt aft-
ur til 18. aldar en það hafi ekki verið
fyrr en á allra síðustu áratugum að
var farið að gefa velferð fiska ein-
hvern gaum. Villtir fiskar hafi alla
jafna verið undanskildir í lögum sem
fjalla um meðhöndlun dýra við veið-
ar og slátrun, en árið 2008 hafi Al-
þjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OiE)
gefið út tilmæli um almennar kröfur
varðandi velferð eldisfiska og flutn-
ing og slátrun eldisfisks (e. Aquatic
Code). Evrópuráðið hefur einnig
lagt aukna áherslu á velferð eld-
isfisks í nýlegri stefnumótun sinni
og gaf árið 2017 út skýrslu um stöð-
una í Evrópu hvað varðar velferð
eldisfisks út frá tilmælum OiE. „Ný
íslensk lög um velferð dýra tóku
gildi árið 2014 og náðu einnig til eld-
isfisks, en hefðbundnar veiðar og
föngun á villtum fiski var sér-
staklega undanskilin. Við inn-
leiddum einnig Evrópuráðs-
reglugerð um vernd dýra við aflífun
2013. En þar gildir það sama, að það
á einungis við um eldisfisk og kröf-
urnar um meðferð fiska fyrst og
fremst að þeim skuli hlíft við sárs-
auka sem hægt er að komast hjá.“
Að sögn Þóru má hugsanlega
skýra það að dýravelferðarlög hafa
ekki gefið fiskum meiri gaum með
því að sumir vísindamenn töldu lengi
að fiskar gætu ekki fundið sársauka.
„Þessu var m.a. síðast haldið fram í
grein sem kom út árið 2002, og var
ályktað að þar sem fiskar hafa ekki
heilabörk gætu þeir ekki skynjað
sársauka, og að þau viðbrögð sem
þeir sýna við ógn og áreiti séu ósjálf-
ráð og meðfædd. Síðan þá hefur hins
vegar fjöldi nýrra rannsókna sýnt
fram á hið gagnstæða, og benda til
að þó uppbygging heila fisksins sé
öðruvísi en hjá spendýrum þá séu
taugaboðin ekki svo ósvipuð og fisk-
heilinn að mörgu leyti sambærilegur
við heilann í fuglum. Fiskar fram-
leiða m.a. taugaboðefni tengd sárs-
auka og ótta, og sýna breytta hegð-
un þegar þeim eru gefin verkjalyf,“
útskýrir Þóra. „Ekki nóg með það
heldur sýna tilraunir að sumar teg-
undir fiska geta lært, hafa gott
minni, læra af því að fylgjast með
öðrum og hafa meira að segja sjálfs-
meðvitund upp að vissu marki. Ein
nýleg rannsókn sýndi meira að segja
að auðgun umhverfis eldisfisks get-
ur haft jákvæð áhrif á vöxt fisksins
og minnkað tíðni sjúkdóma.“
Betri samviska og hærra verð
Peter Singer, prófessor í lífsið-
fræði við Princeton-háskóla, hefur
fjallað um velferð fiska. Hann segir
að við sárafáar rannsóknir sé að
styðjast en þó virðist óhætt að full-
yrða að fiskar geti þjáðst, og því vert
að leita allra leiða til að fiskurinn
þjáist sem minnst við veiðar og
slátrun. Hann bendir einnig á að það
geti skipt viðskiptahagsmuni sjávar-
útvegs- og eldisfyrirtækja miklu að
huga að þessu málum, því líklegt er
að neytendur muni sýna velferð
fiska æ meiri áhuga. „Við sjáum þá
greinilegu viðhorfsbreytingu sem
orðið hefur á skömmum tíma hvað
snýr að velferð spendýra og fugla,
og dýravelferðarsamtök eru í vax-
andi mæli farin að beina sjónum sín-
um að fiskum.“
Peter segir að með því að veiða og
rækta fisk á eins mannúðlegan hátt
og unnt er mætti hugsanlega fá
hærra verð fyrir vöruna. „Við sjáum
það t.d. að ákveðinn hópur neytenda
er reiðubúinn að greiða að því er
virðist um 50% hærra verð fyrir egg
úr hænum sem ekki er haldið í búr-
um, eða kjöt af nautgripum sem fá
að lifa í haga frekar en í fóðurstíum,“
segir hann. „Þá bendir flest til að
mannúð og gæði haldist í hendur við
fiskveiðar rétt eins og slátrun á bú-
fénaði og fiðurfé og að ef rétt er að
verki staðið verði útkoman fiskur
sem er síður marinn og blæðir bet-
ur.“
Gæði og neytendahegðun
Þóra hjá Matvælastofnun telur
það að myndi þurfa að vinna betur í
markaðinum fyrir íslenskan fisk sem
vottaður væri fyrir mannúðlegt eldi
eða mannúðlegar veiðar. „Í skoðana-
könnunum svarar fólk alla jafna að
það láti sig dýravelferð miklu varða
en því miður hefur það sýnt sig að
þegar kemur að því að velja pakkn-
ingu úr kjöt- eða fiskborðinu þá er
það lægsta verðið sem ræður valinu
hjá flestum neytendum og sá hópur
sem fer með dýravelferðina alla leið
snarminnkar. En þetta er þó sem
betur fer aðeins að breytast síðustu
ár.“
Gísli Gíslason hjá MSC tekur und-
ir það með Peter að mannúðlegar
veiðar og slátrun sé ávísun á meiri
gæði. „Ef dauðastríð fisksins er
langt má reikna með að það rýri
gæðin,“ segir
hann og bendir
t.d. á að þegar
fiskurinn berst
um valdi það
hnjaski og þ.a.l.
hugsanlega meira
blóði og losi í
flakinu. Gísli seg-
ir einnig að dýra-
velferð muni trú-
lega í framtíðinni leika stærra
hlutverk við sölu á fiski rétt eins og
öðrum dýraafurðum. „Unga fólkið
gerir ríkari siðferðislegar kröfur
sem neytendur en þeir sem eldri
eru. MSC-vottun miðar að því að
fullnægja þessum kröfum hvað varð-
ar ábyrgar og sjálfbærar veiðar, en
vottunin fjallar ekki um það að lág-
marka þjáningu fisksins. Umræðan
um viðbótarkröfur í staðalinn hefur
að undanförnu verið meira um hvort
það eigi að þróa MSC-kerfið frekar
með tilliti til velferðar fólksins í sjáv-
arútvegi, m.a. til að sporna við man-
sali í sjávarútvegi í þriðjaheims-
löndum.“
Eitt sérhæft skip að veiðum
Þegar svipast er um á netinu virð-
ist aðeins hægt að finna eitt
útgerðarfélag sem hefur það sem
forgangsmál að reyna að lágmarka
þjáningu fisksins. Félagið heitir
Blue North, er í eigu bræðranna
Michael og Patrick Burns og notar
sérsmíðað skip til að veiða þorsk
undan ströndum Alaska.
Í umfjöllun bandarísku útvarps-
stöðvarinnar NPR um bræðurna ár-
ið 2017 kemur fram að þeir hafi báð-
ir stundað sjómensku á yngri árum,
en urðu áhugasamir um mannúðlega
slátrun dýra þegar þeir eignuðust
nautabýli í Oregon. Við nautgripa-
ræktunina byggðu þeir á aðferðum
dýrafræðingsins Temple Grandin
sem þekkt er fyrir að hafa stórbætt
sláturaðferðir í landbúnaði og þar
með bæði bætt líðan dýranna, aukið
gæði kjötsins og stuðlað að meira ör-
yggi starfsfólks í sláturhúsunum.
„Það rann upp fyrir okkur að
kannski mætti beita svipaðri nálgun
við veiðar á villtum fiski,“ hefur
NPR eftir öðrum bræðranna.
Skip Blue North veiðir fisk á línu
og er aflinn dreginn um borð í gegn-
um op undir miðju skipinu. Hver á
fætur öðrum koma fiskarnir upp
með línunni og eru rotaðir með raf-
stuði sem bæði á að auka öryggi
áhafnarinnar og minnka þjáningu
fisksins þegar hann er blóðgaður.
Enn sem komið er er afli Blue
North seldur eins og allur annar
fiskur en Burns-bræðurnir vonast til
að einn daginn muni neytendur sjá
merki á fiskpakkningum sem sýni
þeim hvort fiskur var veiddur á
mannúðlegan hátt. Reikna þeir með
að það muni gefa fiskinum frá Blue
North mikið samkeppnisforskot á
annan fisk.
Þarf að huga
betur að vel-
ferð fiskanna?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Líkur eru á að bæði neytendur og stjórnvöld muni leggja
aukna áherslu á að reynt verði að lágmarka þjáningu fisks
við veiðar og slátrun. Fyrirmyndarvinnubrögð gætu skap-
að samkeppnisforskot og jafnvel skilað sér í hærra verði.
Ljóst er að hópur neytenda er fús að greiða hærra verð fyrir mannúðlega
framleitt kjöt og egg. Kannski gæti það sama gilt um fiskinn.
Gísli
Gíslason
Peter
Singer
Þóra Jóhanna
Jónasdóttir