Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 9
Morgunblaðið/RAX
þá þjónustu sem við erum góð í að veita. Með því
að bjóða upp á þessar ferðir hefst fyrr samfylgd
okkar með gestinum. Þetta eru ekkert venjuleg-
ar rútuferðir sem við bjóðum upp á heldur eru
þær miðaðar að því að undirbúa fólk fyrir heim-
sóknina og á heimleiðinni að loka hringnum. Við
gerum þetta í gegnum félag sem við eigum
meirihluta í á móti Hópbílum. Þeir koma með
sérþekkingu á rekstri og utanumhaldi bílanna
en við stýrum þessum þætti upplifunarinnar
sem skiptir svo miklu.“
Það er ekki úr vegi að spyrja Grím hvort til
standi að ráðast í fleiri stórframkvæmdir á borð
við hótelbygginguna og nýja upplifunarsvæðið á
komandi árum. Svarið við þeirri spurningu er
skýrt og hreint. Það stendur ekki til. En það
breytir ekki þeirri staðreynd að Grímur sér
vaxtartækifærin víða og þau tengjast m.a. upp-
lýsingatækninni og hinni sterku tengingu sem
fyrirtækið nær við gesti sína. Þá vitnar hann
einnig til þeirra tækifæra, sem hann telur að
húðvörur félagsins eigi á alþjóðlegum markaði,
en fyrirtækið hefur þróað og selt þær í rúma tvo
áratugi.
„Við segjum í gamni og alvöru að þarna séum
við með sofandi risa. Við komum inn á þennan
markað fyrir rúmum tveimur áratugum og það
hefur gengið vel. En ýmislegt hefur breyst á
þessum tíma sem gefur okkur ástæðu til að ætla
að þarna sé næsta stóra sóknarfæri. Eitt af því
sem hefur hvað mest áhrif í því er sú staðreynd
að Blue Lagoon Iceland er nú orðið alþjóðlegt
vörumerki sem það gat varla talist fyrir 10 árum.
Annað sem hefur áhrif er samsetning þeirra
gesta sem hingað koma. Bandaríkjamenn og
íbúar frá Asíu hafa borið uppi vöxt í fjölda ferða-
manna undanfarin misseri og þetta eru hópar
sem hafa mikinn áhuga á þessum vörum. Þetta
eru risastórir markaðir sem spennandi er að
beina sjónum að.“
Og hann fullyrðir að þetta sé í raun ekki
spurning um hvort það sé markaður fyrir þessar
vörur. Í raun sé þetta fyrst og fremst spurning
um hvernig fyrirtækið hyggst ryðja sér stærri
braut á honum og nú séu rekstrarlegir innviðir
fyrirtækisins orðnir það þéttir að ástæða sé til
að stíga ný skref inn á þetta svið.
„Það hefur orðið gríðarleg breyting, t.d. bara
á dreifi- og sölumöguleikum vöru af þessu tagi,
sérstaklega á netinu. Sú tenging sem við mynd-
um við viðskiptavini okkar hefur þar klárlega
mikil áhrif og við ætlum að nýta nýja árið til þess
að kortleggja þessi tækifæri og undirbúa okkur
fyrir vöxt á þessu sviði.“
Gott ár fram undan
Grímur segir margt benda til þess að gott
ferðamannaár standi fyrir dyrum fyrir Íslend-
inga.
„Af einhverjum ástæðum var umræða um
ferðaþjónustuna lituð of mikilli neikvæðni á ný-
liðnu ári. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að
við stöndum mjög vel í flestu tilliti. Vissulega
hefur markaðurinn verið litaður af talsverðri
óvissu vegna stöðunnar í flugrekstrinum og
gengi krónunnar var orðið mjög sterkt á tímabili
en hefur nú færst í eðlilegra horf. Þá hefur
launakostnaður haldið áfram að vaxa, en hann er
oft um og yfir 50% af rekstrarkostnaði ferða-
þjónustufyrirtækja. Við fundum ekki beint fyrir
þessum erfiðleikum í fluginu hjá Bláa lóninu en
öll óvissa er auðvitað slæm fyrir hagkerfið.
Óvissan er minni núna og nýjustu tíðindi af
WOW air benda til að fyrirtækið sé að komast
fyrir vind. Fyrirtæki af stærð Indigo Partners
er ekki að eyða orku í þetta verkefni nema full
alvara liggi að baki og svo virðist sem Skúli hafi
tekið réttar ákvarðanir með að skala fyrirtækið
niður og í átt að því módeli sem gekk hvað best
hjá honum fyrir tveimur eða þremur árum. Það
að WOW air gangi vel er gott fyrir alla í íslenskri
ferðaþjónustu og ég vona svo sannarlega að
þetta sé komið í réttan farveg þar á bæ.“
Hann segir einnig að vissulega sé óvissa á öðr-
um sviðum, m.a. í tengslum við kjaraviðræður
sem nú standa yfir. Þær valdi því að mögulega
verði fyrri hluti ársins nokkuð strembinn fyrir
ferðaþjónustuna en ef vel leysist úr þeim málum
sé von á að síðari hluti ársins geti orðið gjöfull.
Grímur þekkir reyndar vel til kjarasamninga-
gerðar enda var hann lengi í forsvari fyrir at-
vinnugreinina á vettvangi SAF og Samtaka at-
vinnulífsins.
„Það náðist ótrúlega mikill árangur í samning-
unum 2015 og það er fáheyrt að það takist að
auka kaupmátt fólks yfir 20% á þremur árum og
þar á vöxtur ferðaþjónustunnar og þær gríðar-
legu miklu gjaldeyristekjur sem greinin hefur
skapað á þessu tímabili stærstan hlut að máli.
Þessu má ekki glutra niður. Það var sannarlega
meginmarkmið samninganna 2015 að bæta
lægstu kjörin. Atvinnulífið hækkaði laun og jók
kaupmátt með fordæmalausum hætti en á sama
tíma virkaði skattkerfið þannig að húsnæðis-,
vaxta- og barnabætur minnkuðu á móti og ráð-
stöfunartekjur hinna lægst launuðu jukust ekki
eins og eðlilegt hefði verið. Það er ekki sann-
gjarnt. Þarna bera stjórnvöld ábyrgð. Þá er
skortur á íbúðarhúsnæði og ástand á húsa-
leigumarkaði óviðunandi og því miður algjörlega
heimatilbúinn vandi. Þarna þarf líka aðkomu
ríkis og sveitarfélaga. Ég el þá von í brjósti að
aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld beri gæfu
til að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem upp er
komin og er í grunninn okkar eigið sjálfskap-
arvíti, því að innviðir íslensks efnahagslífs hafa
aldrei verið sterkari.“
Í hluthafahópi Icelandair Group
En talið berst aftur að flugrekstrinum og ekki
úr vegi að spyrja Grím hvaða ástæður liggi að
baki því að Bláa lónið birtist í haust á lista yfir
stærstu hluthafa Icelandair Group. Hann segir
þá staðreynd ekki vitna um að fyrirtækið sé að
blanda sér í flugrekstur.
„Við höfum á síðustu árum fjárfest litlum
hluta af okkar lausafjármunum á markaði. Það
höfum við t.d. gert með kaupum og sölu á hlutum
m.a. í TM, Regin og Högum og hagnast ágæt-
lega. Við höfum oft synt á móti straumnum og
gegn hjarðhegðun sem oft einkennir grunnan
markað eins og þann íslenska. Ég hef verið
þeirrar skoðunar að Icelandair sé undirverðlagt
og að fyrirtækið eigi mikið inni auk þess sem
ekki má gleyma að Icelandair hefur verið og
verður áfram hryggjarstykkið í íslenskri ferða-
þjónustu. Það er ástæða þess að við fjárfestum í
félaginu en ekki vegna þess að við viljum blanda
okkur í flugrekstur með einhverjum sérstökum
hætti.“
Bláa lónið tekur þátt í þróunarverkefnum
Þótt Bláa lónið sé krúnudjásnið í því uppbygg-
ingarstarfi sem Grímur hefur leitt síðasta ald-
arfjórðunginn kemur félagið víðar við en í starf-
seminni á Svartsengistorfunni á Reykjanesi.
„Við höfum verið þátttakendur um margra
ára skeið í uppbyggingu Fontana við Laugar-
vatn og í Jarðböðunum á Mývatni. Okkar sýn
hefur verið sú að hafa áhrif á þróun baðafþrey-
ingar í landinu, sem Bláa lónið er frumkvöðull
að. Það skiptir miklu máli að það sé gert rétt og
við höldum uppi gæðum. Það hefur tekist í þess-
um verkefnum og þar er unnið með sérkenni
hvers svæðis fyrir sig, sem við teljum mjög mik-
ilvægt.“
Jarðböðin standa nú fyrir uppbyggingu bað-
staðar á Héraði. Grímur segist hafa verið mjög
fylgjandi því verkefni allt frá upphafi enda sé
hann sannfærður um að slík uppbygging sé mik-
ilvægt framlag til ferðaþjónustunnar á „köldum“
svæðum þar sem enn er mikið verk óunnið í að
draga ferðamenn á staðinn.
Hann segir að Bláa lónið sé með fleiri verkefni
á þessu sviði til skoðunar sem ekki sé tímabært
að ræða. En eitt stórt verkefni er á teikniborð-
inu og komið vel á veg að sögn Gríms. Það er
uppbygging baðafþreyingar í Þjórsárdal.
„Við erum í þessu verkefni ásamt frum-
kvöðlum. Þetta er spennandi og er uppbygging á
mörkum byggðar og óbyggðar. Svæðið er við-
kvæmt og þar höfum við trú á að þekking okkar
á aðgangsstýringu geti nýst vel. Við höfum boðið
fram krafta okkar í þeim efnum, m.a. þar sem
perlur á borð við Gjána eru annars vegar. Um-
hverfisráðherra hefur stigið skref í átt til friðlýs-
ingar á Gjánni sem ég fagna mjög. Við ráðumst
ekki í neitt verkefni í þessum geira nema við
séum með fast land undir fótum og við leggjum
mikla áherslu á að öllum lögum og reglum sé
fylgt í hvívetna. En Þjórsárdalurinn hefur upp á
mörg tækifæri að bjóða. Þarna er spennandi að
byggja upp baðaðstöðu og hótelstarfsemi sem
fellur að umhverfinu og þar sem áhersla er lögð
á samspil ábyrgrar nýtingar og umhverfis-
verndar.“
Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve-
nær ráðist verður í framkvæmdir í Þjórsárdal.
Nýja hótelið við Bláa lónið ber því hins vegar
vitni að þar er unnið af miklum metnaði og að
fyrir hendi eru tækifæri í íslenskri ferðaþjón-
ustu sem mikilvægt er að nýta á komandi árum
til að festa greinina í sessi sem burðarás í ís-
lensku efnahagslífi.
ef rétt verður haldið á spilum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 9VIÐTAL