Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019FRÉTTIR
Ert þú að spila í
myrkri?
Borgartúni 20
105 Reykjavík
sími 585 9000
www.vso.isV E R K F RÆÐ I S T O F A
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Það má ekki nota reynslu undan-
genginna áratuga til að gera spár
langt inn í framtíðina. Kína hefur
náð undraverðum árangri á síðast-
liðnum 40 árum. Vesturlöndin unnu
kalda stríðið en hafa misst dampinn
og frjálslyndar lýðræðishugsjónir
eiga undir högg að sækja. Það mætti
því álykta sem svo að Kína, með sitt
flokksræði, muni á komandi áratug-
um verða ofan á sem heimsins valda-
mesta stórveldi. En ég held að sú
verði ekki raunin. Það er vissulega
möguleiki að Kína verði ráðandi, en
það er ekki óhjákvæmilegt.
Á 9. áratugnum voru margir á
þeirri skoðun að Japan myndi verða
„númer eitt“, en raunin varð önnur.
Árið 1956 sendi Nikita Krushschev,
sem þá var aðalritari kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, Vesturlöndum
þau skilaboð að kommúnistarnir
myndu „jarða þau“. Hann hefði ekki
getað haft meira rangt fyrir sér.
Japan og Sovétríkin henta sem
dæmi til að sýna þrennslags algeng
mistök: að framreikna út frá til-
tölulega nýskeðum atburðum; að
ganga út frá því að tímabil mikils
hagvaxtar geti haldið áfram út í eitt;
og að ofmeta þá kosti sem miðstýr-
ing getur stundum haft fram yfir
kerfi sem byggja á pólitískri og efna-
hagslegri samkeppni. Til lengri tíma
litið hættir stjórnkerfum af fyrri
sortinni til að verða ósveigjanleg og
brothætt, á meðan kerfi af seinni
gerðinni reynast sveigjanleg og
tekst að endurnýja sig í sífellu.
Formúlan virkar ekki mikið
lengur
Í dag eru mikilvægustu efnahags-
legu og pólitísku átakalínurnar á
milli Kína og Bandaríkjanna. Margir
halda því fram í dag að í kringum ár-
ið 2040 muni hagkerfi Kína verða
mun stærra en það bandaríska og
indverska hagkerfið verði enn mun
minna í sniðum en það. En gæti
þetta verið kolröng sýn á framtíð-
ina? Hagrannsóknafyrirtækið Capi-
tal Economics segir að svo sé, og
færir rök fyrir því að tímabili fram-
úrskarandi efnahagsárangurs Kína
kunni senn að vera lokið.
Eru einkum tvenn mjög sannfær-
andi rök fyrir hinu gagnstæða: fyrir
það fyrsta þá hefur Kína alla burði
til að halda áfram að ná í skottið á
framleiðni þróuðustu ríkja heims, og
í annan stað hefur Kína sýnt það í
verki að landið er fært um að við-
halda miklum hagvexti í langan
tíma. Það er frekar djarft að ætla að
veðja gegn bæði burðum landsins og
getu. En í nýrri skýrslu, „Long-
Term Global Economic Outlook“,
heldur Capital Economics því fram
að það sé einmitt það sem við ættum
að gera. Rétt eins og gerðist í Japan
á 9. áratugnum þá mun sú stefna
Kína eftir fjármálakreppuna 2008 að
vaxa leifturhratt með miklum fjár-
festingum og hraðri skuldasöfnun,
gera landið útsett fyrir því að hag-
kerfið hægi ferðina mjög skarpt.
Aðaltriðið er að fjárfestingarhlut-
fall Kína, sem nam 44% af lands-
framleiðslu árið 2017, er svo hátt að
það getur ekki verið sjálfbært. Þetta
makalaust háa hlutfall ýtti bæði
undir framboð og eftirspurn eftir
kreppuna 2008. En fjármunastofn
Kína deilt á hvern íbúa er nú þegar
orðinn mun hærri en í Japan. Þá
fjölgar fjölskyldum í Kína hægar en
áður, sem þýðir að ekki þarf að
byggja eins mörg ný heimili. Ætti
ekki að koma á óvart að arðsemi
fjárfestinga hefur snarlækkað. Í
stuttu máli, þá hlýtur að vera stutt í
endalokin fyrir fjárfestingardrifinn
hagvöxt.
Íþyngjandi skuldir
Vegna þess hve stórt landið er
hefur Kína líka rekið sig á þröskulda
þegar kemur að því að láta útflutn-
ing bera hagvöxtinn uppi. Þó með-
altekjur á mann séu lægri en í öðr-
um hraðvaxtar-hagkerfum
Austur-Asíu. Tollastríðið við Banda-
ríkin undirstrikar þetta vel. Svo
fækkar líka í hópi þeirra Kínverja
sem eru á vinnualdri. Í ljósi þess hve
skuldir hafa hækkað mikið er ljóst
að mjög erfitt mun reynast að halda
áfram að vaxa hratt.
Hvernig eftirspurnarhliðin mun
þróast á eftir að ráðast af því hvort
að Kína tekst að búa til stóran neyt-
endamarkað, en aukið framboð velt-
ur á því að mikil aukning verði í
heildarframleiðni (e. total factor
productivity) – sem myndi aðallega
skrifast á nýsköpun. En árið 2017
myndaði einkaneysla ekki nema 39%
af landsframleiðslu Kína. Ef einka-
neysla á að bera eftirspurnarhliðina
uppi myndi sparnaðarhlutfallið
þurfa að lækka mikið og hlutur
heimilistekna í landsframleiðslu að
hækka verulega. Hvorugu er auðvelt
að koma til leiðar. En stærsta hindr-
unin af öllum, sérstaklega við að ná
fram meiri aukningu í framleiðni, er
sú þróun sem orðið hefur að undan-
förnu í átt að alræðislegri stjórnar-
háttum.
Í einn og hálfan áratug hefur Kína
notið góðs af þeim umbótum sem
Zhu Rongji forsætisráðherra kom
þar til leiðar á árunum1998 til 2003.
Síðan þá hafa engar viðlíka umbætt-
ur átt sér stað. Í dag eiga ríkisrekin
fyrirtæki enn greiðari aðgang að
lánum og stjórnvöld hafa aukið ítök
sín hjá stórfyrirtækjunum. Þetta er
líklegt til að bjaga það með hvaða
hætti bjargir dreifast um hagkerfið
og á eftir að hægja á bæði nýsköpun
og efnahagslegum framförum, jafn-
vel þó að takist að forða fjármála-
kreppu.
Í stuttu máli þá gæti það gerst að
Kína auðnist ekki að ná sama ár-
angri og önnur hraðvaxtarlönd í
Austur-Asíu, sem urðu hátekjulönd
á einu augabragði. Það verður svo
sannarlega vandasamara fyrir Kína
að ná því marki, því þau öfl sem að
bjaga markaðinn innanlands eru svo
kröftug og mikill mótbyr sem mætir
þeim í samfélagi þjóðanna.
Það er ekki öll von úti fyrir
Vesturlönd
En Capital Economics segir hugs-
anlegt að róbotatækni og gervi-
greind muni á sama tíma blása aukn-
um krafti í framleiðnivöxt
Vesturlanda, og þá ekki síst í Banda-
ríkjunum. Ef maður myndi leyfa sér
að vera bjartsýnn þá gæti það jafn-
vel gerst að reynslan af vanhæfni og
mannvonsku Donalds Trumps muni
verða heilsubætandi. Hörðustu
stuðningsmenn hans eru í miklum
minnihluta. Þeir eru í meirihluta
sem misbýður hvernig hann stjórnar
og þeir ættu að geta sigrað í næstu
kosningum, og í framhaldinu komið
aftur á því umhverfi efnahagslegrar
samkeppni og samfélagslegrar sam-
kenndar sem Bandaríkin þurfa svo
sárlega á að halda.
Næst áhugaverðasta hagkerfið er
ekki Evrópa, sem virðist ætla að
heltast smám saman úr lestinni,
heldur er það Indland sem bráðum
mun verða fjölmennasta land heims.
Indland er mun fátækara en Kína og
á, fyrir vikið, meira inni þegar kem-
ur að hröðum vexti. Capital Eco-
nomics spáir því að fram til ársins
2040 muni árlegur hagvöxtur á Ind-
landi mælast á bilinu 5-7%. Og þetta
er alls ekki óhugsandi. Sparnaðar-
hlutfall Indlands og nýsköpunargeta
landsins er nægilega mikil til að geta
staðið undir svo örum vexti. Það þarf
að gera heilmiklar lagfæringar á
regluverkinu. En stjórnmálin á Ind-
landi snúast í vaxandi mæli um góða
efnahagslega frammistöðu. Það er
engin trygging fyrir velgengni, en
eykur samt líkurnar.
Frjálslyndir lýðræðissinnar mega
ekki gefa upp alla von. Sú ofsagleði
og dramb sem fylgdi algjörum yfir-
burðum Bandaríkjanna á 10. áratug
síðustu aldar og fyrsta áratug þess-
arar reyndust mikil mistök. En það
er samt fjarri því óhjákvæmilegt að
harðstjórarnir muni standa uppi
sem sigurvegarar. Alræðisríki geta
liðið undir lok rétt eins og lýðræðis-
ríki geta blómstrað. Kína stendur
frammi fyrir risastórum efnahags-
legum áskorunum og á meðan þurfa
lýðræðisríkin að læra af mistök-
unum og einblína á hvernig má bæta
stjórnmálin og taka nýja og
betri stefnu.
Kannski er framtíðin ekki kínversk
Eftir Martin Wolf
Ekki er sjálfgefið að Kína
muni halda áfram að vaxa
og dafna með sama hraða
og hagkerfi landsins hefur
gert hin síðari ár.
AFP
Svo gæti farið að Kína auðnist ekki að ná sama árangri og önnur hraðvaxtarlönd í Austur-Asíu.