Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 11FRÉTTIR
FRÍSKANDI
BRAGÐ OG
FULLT AF
HOLLUSTU
LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI
Lýsi með myntu- og sítrónubragði
er ný vara frá Lýsi sem innheldur
omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA
og er þar að auki auðugt af A-, D-
og E-vítamínum.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
NÝT
FER
M
Y
N
TU
- O
G S
ÍTRÓNUBRAG
Af síðum
Fyrirtækjum sem starfa í deilihagkerfinu er oft ekkert sérstaklega vel
við stjórnvöld. Stormasamt samband Airbnb við yfirvöld í borgum hér
og þar er ein erfiðasta áskorunin sem fyrirtækið þarf að glíma við í að-
draganda fyrirhugaðrar skráningar á hlutabréfamarkað á þessu ári,
líkt og rakið var í greiningu Lex á áhugaverðustu hræringum við-
skiptalífsins um þessar mundir. Í Kaliforníu, Flórída og New York
vilja ráðamenn setja reglur sem takmarka hversu margar íbúðir og
herbergi má leigja út til ferðamanna. Í Bretlandi er verið að rýna í
hvernig fyrirtækið háttar skattagreiðslum sínum. Víða um Evrópu
hafa yfirvöld farið að rannsaka hvort gestgjafar standi skil á öllum
sköttum.
Airbnb, sem er með höfuðstöðvar sínar í San Francisco, á í vök að
verjast í borgum þar sem yfirvöld hafa viljað sverfa að starfseminni.
Mælingar UBS sýna að á tólf mánaða tímabili, til og með október síð-
astliðnum, jókst framboð á Airbnb-gistirými um 10% í bandarískum
borgum þar sem gilt hafa sérstakar reglur um skammtímaleigu í eitt
ár eða meira, á meðan framboðið jókst um 30% í landinu í heild sinni.
En þetta hefur ekki dregið úr tekjuvextinum. Eftirspurnin eftir
lausum gestaherbergjum og miðborgaríbúðum hefur aldrei verið
meiri. Nýtingarhlutfall Airbnb er á uppleið, þrátt fyrir aðgerðir stjórn-
valda. Það þýðir að hagnaðurinn er að aukast. Þó að Kísildalur sé gjarn
á að gefa vexti tekna mestan gaum þá er Airbnb einn af fáum einhyrn-
ingum bandaríska sprotageirans sem bæði vaxa hratt og skila
rekstrarafgangi. Á meðan Uber og Netflix eru að brenna peningum þá
var Airbnb með 100 milljóna dala hagnað eftir afskriftir og fjármagns-
liði á síðasta ári.
En hagnaðarprósentan er ekki há og áætlar FT að 100 milljóna dala
EBITDA-hagnaðurinn sé afrakstur 3,5 milljarða dala veltu, eða aðeins
3% af veltunni. Á sama tíma hagnaðist Hilton-hótelkeðjan um 1,6 millj-
arða dala með álíka háar tekjur, sem gerir hagnaðarprósentuna um
47%.
En samt var Airbnb metið á 31 milljarð dala í síðustu fjármögnunar-
lotu á meðan markaðsverð Hilton er rétt undir 21 milljarði. Þetta
endurspeglar þá sterku stöðu sem Airbnb hefur sem netfyrirtæki sem
er að hrista upp í hótelgeiranum. Heildarfjöldi bókana jókst um 150% á
þriðja ársfjórðungi og hefur fyrirtækinu aldrei gengið betur á nokkru
þriggja mánaða tímabili. Airbnb hefur tekist ágætlega að sannfæra al-
menning um að þjónustan sem félagið veitir henti fleirum en ungu fólki
sem unir sér vel á farfuglaheimilum. Með því að bjóða upp á gistingu í
byggingum sem eru ekki ósvipaðar hótelum ætti að takast að lyfta
ímynd Airbnb upp á hærra plan.
Eftir því sem frumútboð Airbnb færist nær ætti fjölgun bókana að
róa þá sem hafa áhyggjur af að framboð á herbergjum sé ekki
að aukast eins hratt og menn vildu.
LEX
Airbnb: deilt um
deilihagkerfið
Erik Prince, stofnandi öryggis-
vörslufyrirtækisins Blackwater,
hyggst setja á laggirnar fjárfesting-
arsjóð sem á að græða á snaraukinni
eftirspurn eftir rafhlöðumálmum
sem unnir eru úr jörðu í Afríku og
Asíu. Mun eftirspurnin aukast í takt
við fyrirætlanir margra stærstu
bílaframleiðenda heims um að
leggja aukinn kraft í framleiðslu raf-
magnsbíla.
Prince, sem var einn af kosninga-
ráðgjöfum Donalds Trumps og er
bróðir Betsy DeVos, menntamála-
ráðherra Bandaríkjanna, stefnir að
því að afla allt að 500 milljóna dala
sem notaðar verða til að fjárfesta í
framleiðslu á málmum á borð við
kóbalt, kopar og liþíum sem notaðir
eru í rafhlöður.
Ill-aðgengileg efni
„Þótt mikið sé talað um mögu-
leika nýrrar tækni, og þá nýsköpun
sem er fram undan, þá er ekki hægt
að smíða [rafmagnsbíla] án stein-
efna sem er alla jafna að finna á
undarlegum og ill-aðgengilegum
stöðum,“ sagði Prince í viðtali við
Financial Times.
Námafyrirtæki eru um þessar
mundir að fjárfesta fyrir marga
milljarða dala í vinnslu þessara sér-
hæfðu málma sem eiga eftir að
verða æ mikilvægari fyrir bíla-
framleiðendur um allan heim eftir
því sem rafmagnsbílaframleiða
eykst.
Kína hefur verið einna umsvifa-
mest í þessum fjárfestingum og kín-
versk fyrirtæki eignuðust hluti í
námum í Lýðstjórnarlýðveldinu
Kongó og í Síle á síðasta ári. Prince
starfrækir einnig öryggis- og flutn-
ingafyrirtæki sem skráð er í kaup-
höllinni í Hong Kong og hefur kín-
verska ríkisfyrirtækið Citic Group
sem bakhjarl.
Framboðið er í Kongó
Prince sagði að nýi sjóðurinn
myndi beina sjónum að námasvæð-
um sem ekki hefðu fengið mikla at-
hygli og þar sem væri hægt að hefja
framleiðslu en síðan selja svæðin til
stærri námafyrirtækja. Er hug-
myndin að sjóðurinn haldi í fjárfest-
ingarverkefni sín í um það bil fjögur
eða fimm ár áður en þau eru seld.
„Kínversk félög eru ekki endilega
mjög áhugasöm um frumrannsóknir
á námasvæðum,“ segir hann. „Þau
vilja kaupa námur þar sem fram-
leiðsla er þegar farin af stað og það
skapar tækifæri fyrir okkur.“
Meira en 60% af öllu framboðnu
kólbalti í heiminum fyrirfinnst í
Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó en
landið er eitt það fátækasta í heim-
inum. Kínversk fyrirtæki á borð við
Citic, Jinchuan Group og China Mo-
lybdenum eru í hópi stærstu fjár-
festa í Afríkuríkinu.
Prince, sem skrifaði pistil um Líb-
íu fyrir FT árið 2017, varð fyrst
þekktur fyrir að reka öryggisvörslu
með málaliðahermönnum í Írak og
Afganistan undir merkjum Black-
water, en félagið var á endanum lög-
sótt og sakað um að hafa átt þátt í
morðum á almennum borgurum í
Bagdad árið 2007. Hann seldi fyrir-
tækið árið 2010.
Verjast sjóræningjum
Siðan þá hefur Prince starfrækt
Frontier Services Group sem býður
fyrirtækjum sem starfa í löndum
með óstöðugt stjórnarfar upp á ör-
yggis- og flutningaþjónustu. Fyr-
irtækið hefur m.a. tekið að sér varn-
ir gegn sjóræningjum í Sómalíu og
öryggisvörslu fyrir olíufyrirtæki í
Suður-Súdan.
En Frontier Services hefur líka
þreifað fyrir sér á sviði náttúru-
auðlinda og fjárfest í báxítnámu í
Gíneu auk þess að finna nýjar kop-
ar- og kóbaltútfellingar í Kongó.
Prince var áður í sérsveit banda-
ríska sjóhersins, býr núna í Abú
Dabí og hefur góð tengsl við kín-
verska athafnamenn sem hafa hjálp-
að honum við námufjárfestingarnar.
Á síðasta ári gerði náman hans í
Gíneu samning um að selja báxít til
ríkisrekna kínverska álframleiðand-
ans Chalco.
Faðir Prince stofnaði á sínum
tíma fyrirtæki í Michigan sem var
birgir fyrir bílaframleiðendur og
segir Prince að bílsmiðir muni þurfa
gríðarlegt magn af steinefnum til að
láta áætlanir sínar ganga upp.
„Þegar ég sé það fjármagn sem
stóru bílaframleiðendurnir hafa tek-
ið frá fyrir rannsóknir og þróun á
tvinn- og rafmangsbílum fær það
mig til að halda að eftirspurnin eftir
þeim vandfundnu efnum sem ómiss-
andi eru í rafmagnsbíla og rafhlöður
verði gríðarmikil á komandi árum,“
segir hann.
Prince veitti Donald Trump ráð-
gjöf í forsetakosningunum og átti
fund með rússneskum fjármála-
manni með bein tengsl við fjöl-
skyldu Vladimírs Pútíns nokkrum
vikum áður en forsetinn sór emb-
ættiseið. Sá fundur er núna til rann-
sóknar hjá Robert Mueller,
sérstökum saksóknara.
Erik Prince fjárfestir
í rafhlöðumálmum
Eftir Henry Sanderson
Fjárfestirinn Erik Prince
segir að eftirspurn eftir
hráefnum sem þarf í raf-
magnsbílaframleiðslu
muni aukast gríðarlega á
komandi árum.
AFP
Bandaríski fjárfestirinn Erik Prince segir mikil verðmæti fólgin í málmum á
borð við kóbalt, kopar og liþíum sem notaðir eru í rafhlöður.