Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 14

Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019FÓLK Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Samskip Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Sam- skipa á Íslandi. Þórunn hefur yfir 18 ára reynslu í markaðs- og kynn- ingarmálum, samkvæmt tilkynn- ingu frá Samskipum. Síðast starf- aði hún sem framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis (Under Armour á Íslandi) á árunum 2013 til 2018. Áð- ur var hún vörumerkjastjóri hjá Icepharma (Nike). Hún er með MBA-próf frá Háskóla Íslands frá árinu 2017. Ráðin markaðsstjóri Samskipa á Íslandi Orkusalan Heiða Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Orkusölunnar, en hún hefur undan- farin tvö ár verið markaðsstjóri hjá Jarðböðunum við Mývatn, að því er segir í tilkynningu. Áður var Heiða birtingaráðgjafi og sérfræð- ingur hjá Birtingahúsinu. Heiða útskrifaðist með MS- gráðu í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum árið 2017 frá Háskóla Íslands og BS-gráðu í sálfræði frá sama skóla árið 2013. Verður markaðsstjóri Orkusölunnar VISTASKIPTI Már segir að það sé ekki mikið um nýjar tölur í þessum gagnabanka en þó sé búið að færa hann upp til árs- ins 2017. „Meiningin er sú að þróa þetta enn betur þannig að þetta verði enn aðgengilegra en það er,“ segir Már. Aðspurður hvort þetta geti hjálp- að mönnum við að læra af sögunni segir Már: „Auðvitað eru kannski engin ný stórkostleg sannindi þarna sem ekki voru þegar þekkt en það er æ meiri áhersla lögð á það í hag- fræðinni núorðið að hafa líka mjög langt sjónarhorn á hlutina. Það eru sumar sveiflur sem eru kannski til Nýr gagnavefur Seðlabanka Íslands hefur verið opnaður í tilefni af full- veldisafmælinu þar sem nálgast má annál og hagtölur efnahagsmála frá 1918 til og með 1. desember 2018. Í samtali við ViðskiptaMoggann segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, vefinn vera rannsóknartæki fyrir þá sem velta fyrir sér hagstjórn í póli- tísku og sögulegu samhengi. Gögnin byggjast á annálum Landsbanka Ís- lands frá 1921 til 1956, annálum Þjóðhagsstofnunar frá 1971 til 2001 og svo gögnum frá Seðlabankanum sjálfum til uppfyllingar sem haldið hefur utan um þessar tölur frá 1981. Þá tók hagsagnfræðingurinn Magn- ús S. Magnússon, fyrrverandi skrif- stofustjóri á Hagstofu Íslands, sam- an annál fyrir árin 1918-1920. Söguleg opnun Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri allt frá stofnun bankans árið 1961 til ársins 1993 átti að opna vefinn en forfallaðist á síð- ustu stundu. Því kom það í hlut Ágústu Johnson, deildarstjóra á skrifstofu bankastjórnar, að opna vefinn en hún starfaði hjá Seðla- bankanum í 50 ár, eða frá árinu 1959 er Landsbanki Íslands gegndi hlut- verki seðlabanka, til ársins 2009. Við opnun vefjarins var einnig Hall- grímur Snorrason, fyrrverandi hag- stofustjóri, en hann skrifaði t.a.m. stóran hluta af annál verðbólgu- nefndar fyrir árin 1956-1977, kom að vinnu við annála Þjóðhagsstofnunar og hafði aukinheldur forystu við út- gáfu á Hagskinnu sem kom út árið 1997. „Þarna er verið að setja þetta allt saman, samræma upp að vissu marki þó að þetta birtist að verulegu leyti eins og það kemur af skepnunni, og búa til aðgengilegt viðmót með leitarvél og þvíumlíkt,“ segir Már. Mun gagnast í framtíðinni „Þetta er þá fyrir þá sem vilja nota þetta á víxl til að rýna í söguna og kanna hvernig eða hvaða hag- stjórn var beitt hér á mismunandi tímum og hvernig hún virkaði. Ég held að þetta muni gagnast töluvert í framtíðinni. Alveg eins og annálarnir sem áður höfðu verið birtir voru mikið notaðir til þess að athuga hitt og þetta þegar einhver ætlaði að skrifa um þessi mál,“ segir Már. skamms tíma en svo er annað sem breytist á mjög löngu tímabili,“ segir Már og heldur áfram. „Auðvitað var Ísland á seinni hluta þessa tímabils og þar til núna á síð- ustu tveimur áratugum ansi mikið verðbólguland en það var ekki alltaf þannig. Á millistríðsárunum voru ár þar sem beinlínis var verðhjöðnun. En t.d. sést að mesta árshækkun verðbólgu var á milli áranna 1982- 1983 þegar hún var 85%. Við erum að hafa áhyggjur af því að núna að hún sé að stefna nær 4%,“ segir Már. Uppfært á hverju ári Már segir að vitanlega hafi vinnan á bakvið þetta verkefni verið um- fangsmikil. „Þetta er er auðvitað vinna sem fjöldi manns í gegnum þetta tímabil hefur verið að vinna að,“ segir Már en minnist sér- staklega á hlutverk Magnúsar S. Magnússonar, sem hefur unnið að því að samræma þessa annála og flokka þannig að hægt sé að beita leitarvélum. En vinnunni er ekki lok- ið. „Við erum með möguleika á því að þeir sem nota þetta geti komið með ábendingu til bankans í gegnum vefinn. Þetta verður bætt á næstu mánuðum. Svo í framtíðinni mun Seðlabankinn sjá um að uppfæra þetta með nýjustu tölum og annálum að minnsta kosti einu sinni á ári.“ Ágústa Johnson opnaði vefinn en hún starfaði í hálfa öld hjá Seðlabanka Íslands, frá árinu 1959 til ársins 2009 sem deildarstjóri á skrifstofu bankastjórnar. Saga efnahagsmála orðin aðgengilegri Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Seðlabanki Íslands opnar nýjan gagnavef þar sem nálgast má efnahagsannál og hagtölur síðustu 100 ára á aðgengilegan hátt. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Hallgrímur Snorrason, fyrrverandi hagstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.