Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Aðstoðarleikskólastjóri
og leikskólakennarar
Aðstoðarleikskólastjóri /Sérkennslustjóri
Leikskólinn Brimver/Æskukot auglýsir eftir leikskólakennara
í stöðu aðstoðarleikskólastjóra/ sérkennslustjóra frá og með
1. mars 2019. Um er að ræða 100% stöðu sem skiptist í 30%
stöðu aðstoðarleikskólastjóra og 70% stöðu sérkennslustjóra.
Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem
er fær um að taka að sér stjórnunarlega ábyrgð, þátttöku í
stjórnunarteymi og umsjón með sérkennslu.
Menntun og hæfniskröfur:
• Leikskólakennararéttindi
• Reynsla og/eða menntun í sérkennslu og stjórnun æskileg
• Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum
• Færni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni, frumkvæði, áhugasemi og góður samstarfsvilji
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Meginverkefni:
• Staðgengill leikskólastjóra
• Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á rekstri leikskólans
• Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans
og skipulagningu skólastarfsins
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum
um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá
leikskóla og menntastefnu Árborgar
• Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir
ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
• Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð
einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
• Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og
ráðgjöf
• Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og
öðru samstarfsfólki
Leikskólakennarar
Brimver/Æskukot auglýsir eftir leikskólakennurum í 100%
starfshlutfall frá og með 1. mars 2018.
Menntun og hæfniskröfur:
• Leikskólakennararéttindi
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslensku kunnátta
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum
lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu
Árborgar
• Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir
stjórn deildarstjóra
• Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun
barnanna sem yfirmaður felur honum
Störfin henta jafnt körlum sem konum, launakjör
eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2019.
Frekari upplýsingar um störfin veitir Sigríður
Birna Birgisdóttir í netfangið sigridurb@arborg.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið
sigridurb@arborg.is.
Verkefnastjóri
íbúatengsla
kopavogur.is
P
ip
a
r\TB
W
A
\ SÍA
Helstu verkefni:
• Ber ábyrgð á stefnumörkun á sviði
þátttökulýðræðis og innleiðingu
verkefna á því sviði.
• Skipuleggur íbúafundi eftir atvikum í
samráði við fagsvið, deildir og stofnanir.
• Stýrir verkefninu „Okkar Kópavogur“
sem snýr að þátttöku íbúa bæjarins við
ráðstöfun fjármagns til framkvæmda.
• Stýrir framkvæmd íbúakosninga.
• Ber ábyrgð á innleiðingu Heimsmarkmiðs
Sameinuðu þjóðanna nr. 16.7: Teknar
verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem
brugðist er við aðstæðum og víðtæk
þátttaka tryggð.
• Heldur utan um ábendingarkerfi
bæjarins í samráði við gæðastjóra.
Laust er til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra íbúatengsla. Hlutverk verkefnastjóra
er að sinna tengslum bæjarins við íbúa og halda utan um öll samskipti, önnur en þau
sem falla undir almannatengsl. Horft er til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Verkefnastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Páll Magnússon,
pallm@kopavogur.is, s. 441 0000. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar kopavogur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo
sem opinber stjórnsýsla, verkefnastjórnun,
fjölmiðlafræði eða sambærilegt.
• Góð samskipta- og samstarfshæfni.
• Reynsla af kynningarmálum og/eða blaða-
eða fréttastörfum kostur.
• Framkoma á opinberum vettvangi kostur.
• Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
• Þekking á opinberum rekstri kostur.
• Þekking á starfsemi sveitarfélaga kostur.
Mjólkursamsalan setti á dög-
unum á markað Næringu+
sem er orku- og prótínríkur
næringardrykkur sem hentar
vel þeim sem þurfa að þyngj-
ast eða sporna við þyngdar-
tapi. Drykkurinn er vítamín-
og steinefnabættur og getur
meðal annars hentað eldra
fólki, en með aldrinum
minnkar oft matarlystin þótt
þörf fyrir orku, prótín, víta-
mín og steinefni sé enn fyrir
hendi.
„Til að fyrirbyggja vöðva-
rýrnun og þyngdartap hjá
eldra fólki er mikilvægt að
það neyti orku og prótína í
ríkum mæli. Að mæta þess-
ari þörf var hugsun okkar
með því að þróa þessa vöru
og setja í framleiðslu,“ segir
Guðný Steinsdóttir, markaðs-
stjóri MS.
Við þróun á Næringu+ var
sérstaklega tekið mið af nýj-
um ráðleggingum um matar-
æði eldra fólks. Sérstök
áhersla var lögð á að hafa
drykkinn eins prótín- og
orkuríkan og hægt var án
þess að láta það bitna á
bragðgæðum vörunnar.
Gott milli mála
Næring+ fæst í 250 ml
fernum með súkkulaðibragði
og kaffi- og súkkulaðibragði.
„Þrátt fyrir að drykkurinn sé
orkuríkur er gætt að því að
stilla magni viðbætts sykurs í
hóf og engin sætuefni eru í
honum. Búið er að kljúfa all-
an mjólkursykur, sem aðrir
kalla laktósa, í drykknum
sem er góður kostur til að
hjálpa til við að tryggja næga
orkuinntöku og uppfylla
prótínþörf. Við segjum samt
að best sé að nota drykkinn
milli mála og gæta jafnframt
að því að fá reglulegar mál-
tíðir,“ segir Guðný Steins-
dóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mjólkurfólk Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS og Her-
mann Erlingsson vöruhússtjóri hér með drykkinn nýja.
Orka til þyngdar
Næring+ Orku- og pró-
teindrykkur Er án laktósa
Friðlýsing Drangajökuls-
víðerna er líkleg til að styrkja
umtalsvert samfélag og nátt-
úru í Árneshreppi. Þetta er
niðurstaða mats sem félaga-
samtökin Ófeig – náttúru-
vernd létu gera. Borin voru
saman hver áhrif yrðu af frið-
lýsingu víðernanna og þess
kosts að virkja Hvalá.
Í skýrslu Environice er
komist að þeirri niðurstöðu að
friðlýsing víðerna við Dranga-
jökul hefði mun jákvæðari
efnahagsleg áhrif á sam-
félagið til langs tíma en virkj-
un gæti mögulega haft. Tölu-
vert af varanlegum störfum
myndi skapast við náttúru-
tengda ferðaþjónustu til
frambúðar beint og óbeint
vegna friðlýsingar. Störf við
byggingu Hvalárvirkjunar
yrðu mörg til skamms tíma,
en engin að framkvæmdum
loknum.
„Með byggingu virkjunar
ykjust þannig tekjur sveitar-
félagsins til skamms tíma, en
um leið væri mikilvægum
hluta af aðdráttarafli svæðis-
ins eytt til frambúðar og lok-
að á þá atvinnuuppbyggingu
til langs tíma sem felst í að-
dráttarafli náttúru og þjóð-
menningar. Um yrði að ræða
fyrstu friðlýsingu víðerna á
Íslandi, en friðlýsing jarðar-
innar Dranga, sem er hluti
svæðisins, er þegar í vinnslu
að tilhlutan landeigenda,“
segir í tilkynningu Ófeigar.
Þar kemur fram að efni
skýrslunnar verði kynnt fólki
í Árneshreppi og ráðamönn-
um. Er minnt á að íslenska
ríkið hefur gert kröfu um
Drangajökul sem þjóðlendu
sem falli að áliti Ófeigar að
friðlýsingu. Drangajökull og
umhverfi hans njóti þegar
hverfisverndar skv. ákvörð-
unum Strandabyggðar og
Ísafjarðarbæjar og Náttúru-
fræðistofnun Íslands leggi til
friðlýsingu jökulsins og um-
hverfis hans.
Skapar tækifæri
„Meginniðurstaða skýrslu
Environice er sú að friðlýsing
Drangajökulsvíðerna sé til
þess fallin að skapa ný at-
vinnutækifæri á svæðinu til
langs tíma, bæði í ferðaþjón-
ustu, opinberri þjónustu og í
afleiddum greinum,“ segir
Ófeig.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Drangaskörð Sólarlag á Ströndum um Jónsmessuleytið.
Friðlýsing styrkir
Drangajökulsvíðernum verði
þyrmt Tekjur og skapar störf