Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019FRÉTTIR Ert þú að spila í myrkri? Borgartúni 20 105 Reykjavík sími 585 9000 www.vso.isV E R K F R Æ Ð I S T O F A Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) GRND -2,99% 30,85 ARION +6,93% 80,2 S&P 500 NASDAQ -0,64% 7.118,764 +0,11% 2.667,66 +1,94% 6.941,63 FTSE 100 NIKKEI 225 31.7.‘18 31.7.‘1830.1.‘19 1.800 90 2.081,00 1.909,50 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 62,43-1,04% 20.556,54 74,25 50 2.400 30.1.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) SMÁSALA Hagar hf. högnuðust um tæpan 1,8 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi, sem stendur frá mars – nóvember. Hagnaðurinn jafngildir 3,1% af veltu en hagnaður á fyrra ári var rúmur 1,9 milljarðar, eða 3,6% af veltu. Heildareignir samstæðunnar námu tæpum 53 milljörðum króna í lok tímabilsins og eigið fé nam tæp- um 24 milljörðum. Eiginfjárhlutfall Haga var 45% í lok tímabilsins. Í tilkynningunni segir að vörusala tímabilsins hafi numið rúmum 56 milljörðum króna, samanborið við 54 milljarða árið áður. Söluaukning tímabilsins milli ára í krónum talið sé því 4%. „Í matvöruverslanahluta félagsins hafa seld stykki aukist um 1,0% og viðskiptavinum hefur fjölg- að um 1,6% milli ára,“ segir í til- kynningu Haga. Hagkaupi í Borgarnesi lokað Í tilkynningunni segir einnig að í apríl nk. renni út leigusamningur Hagkaups í Borgarnesi og versl- uninni verði lokað eftir 12 ár í rekstri. Þann 7. janúar sl. var tilkynnt um breytta afkomuspá félagsins en EBITDA áætlun fyrir rekstrarárið er nú 4.600-4.700 milljónir króna, að undanskildum kostnaði við samruna og einskiptiskostnað og án tekju- áhrifa frá Olís og DGV en Hagar yf- irtóku félögin þann 30. nóvember á síðasta ári. tobj@mbl.is Hagnaður Haga 1,8 milljarðar Þorrablót á vegum íþróttafélaga voru haldin víða síðustu tvær helgar og samkvæmt úttekt Viðskipta- Moggans nema heildartekjur þeirra sjö félaga sem haft var samband við tæpum 65 milljónum króna. Bætist þar ofan á sala á veigum og því gætu tekjurnar hæglega verið talsvert hærri. Rétt er þó að taka fram að töluverður kostnaður felst í því að halda veislur af þessu tagi en flest félaganna skila jafnan á bilinu 3 til 5 milljónum í hagnað sem rennur í starfsemi félaganna. Heimsmet í Grafarvogi Þorrablótin eru hjá sumum félög- um stærstur hluti þeirra fjáraflana- verkefna sem haldin eru. Almennt eru þó þorrablótin aðallega hugsuð sem félagslegur viðburður fyrir bæjarfélögin þar sem félögin eru staðsett og allir viðmælendur sem ViðskiptaMogginn ræddi við segja viðburðinn hafa farið afar vel fram. Fjölmennasta þorrablótið var haldið í Grafarvogi þar sem Fjölnismenn komu saman. 1.240 manns voru í mat að viðbættum um 200 sem mættu á ball að sögn Jóns Karls Ólafssonar, formanns Fjölnis. Samtals námu tekjurnar af miðasölu þar því um 13,6 milljónum króna. Verður hagnaðurinn líklega yfir fimm millj- ónir króna sem renna í starf félags- ins að sögn Jóns sem í léttum tón tel- ur að heimsmet hafi verið slegið í aðsókn. „Þetta er stærsta fjáröflun félagsins á hverju ári og hefur farið stækkandi og við erum mjög sátt með það,“ segir Jón Karl og telur að tekjur af þorrablótinu séu um 20- 30% af því sem kemur inn úr fjáröfl- unum. 3 milljóna hagnaður að jafnaði Í Vesturbænum héldu KR-konur 800 manna þorrablót þar sem miða- sölutekjur námu tæpum átta millj- ónum króna. Þar á bæ fer allur ágóð- inn, um 3 milljónir króna, í barna- og unglingastarf KR. Sama á við um Mosfellinga en á þorrablót Aftureld- ingar mættu samtals 1.000 manns sem skilaði tekjum upp á 7,1 milljón króna og hagnaði upp á 3-4 milljónir. Á Akranesi mættu 650 Skagamenn á þorrablót sem skipulagt var af ’71- árgangnum frá Akranesi og skilaði það ÍA, Björgunarfélagi Akraness og Þjóti, íþróttafélagi fatlaðra á Akranesi, um 4 milljónum króna. Á næsta ári verður þorrablótið á Akra- nesi haldið í 10. sinn og taka þá nýir skipuleggjendur við. Í Keflavík mættu 700 gestir á þorrablót suður með sjó sem skilaði tekjum upp á 6,9 milljónir og hagnaði upp á rúma milljón króna sem rennur til knatt- spyrnu- og körfuknattleiksdeildar. Fjölmennt í Kópavogi og Garðabæ Um 900 miðar voru seldir á þorra- blót Sjörnunnar í Garðabæ og námu miðasölutekjur um 10,4 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða vegna þorrablótsins í ár liggur ekki fyrir í Garðabæ en ágóðinn rennur til knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Stórt þorrablót á vegum HK, Breiðabliks og Gerplu var einnig haldið í Kópavogi þar sem 1.200 manns mættu í mat og þar námu miðasölutekjur 11,9 milljónum króna. Sameiginleg ákvörðun þeirra sem héldu þorrablótið í Kópavogi var að gefa ekki upp hagnaðinn sem rennur í starfsemi félaganna. Þorrablótin góð búbót fyrir íþróttafélög landsins Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Þorrablót íþróttafélaganna skila iðulega á bilinu 3 til 5 milljónum í hagnað sem rennur í starfsemi þeirra. KR-konur skipulögðu glæsilegt 800 manna þorrablót í Vesturbæ Reykjavík- ur og rennur allur ágóði þess í barna- og unglingastarf félagsins. UPPLÝSINGATÆKNI Árið 2018 var metár hjá Origo, sem skilaði ársuppgjöri í gær. Hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi var 5,29 milljarðar króna, sem er það mesta í sögu félagsins samanborið við 167 milljóna hagnað á fjórða árs- fjórðungi ársins 2017. Þennan mikla hagnað á fjórða ársfjórðungi má rekja til sölu Origo á 55% hlut í Tempo. Fyrir það fékk Origo 34,5 milljónir bandaríkjadala en áhrif söl- unnar á hagnað Origo voru 5,1 millj- arður króna. Rekstrarhagnaður fé- lagsins fyrir afskriftir, fjármagns- kostnað og skatta (EBITDA) nam 423 milljónum króna á fjórða árs- fjórðungi samanborið við 246 mill- jóna króna rekstrarhagnað á fjórða ársfjórðungi 2017. Sé litið til ársins 2018 í heild sinni var heildarhagnaðurinn 5,42 mill- jarðar, sem einnig er það mesta í sögu félagsins, samanborið við 433 milljóna króna heildarhagnað árið 2017. EBITDA ársins 2018 í heild nam 1,1 milljarði króna en var 928 milljónir árið 2017. Eignir Origio námu 12,3 milljörðum króna í lok árs 2018 samanborið við sjö milljarða ár- ið 2017 og skuldirnar námu 4,15 milljörðum. Eigið fé nam 8,2 mill- jörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins var 66,1% í lok árs 2018 en var 41,6% árið 2017. Finnur Oddsson, forstjóri Origo, segir árið 2018 það besta í sögu félagsins og það marki þátta- skil í sögu Origo. Hann segir að endurmörkun vörumerkisins og sameining Nýherja, Applicon og TM Software hafi skilað sér í auknum ávinningi fyrir hið nýja félag. Starf- semi Origo hafi þróast töluvert á árinu til viðbótar við sterka sölu á tölvubúnaði til atvinnurekstrar ásamt auknu lausnaframboði á sviði hugbúnaðar. peturhreins@mbl.is Segja árið 2018 marka þáttaskil í sögu Origo Morgunblaðið/Ómar Heildarhagnaður Origo á árinu 2018 nam 5,42 milljörðum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.