Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019FRÉTTIR
Að mati Andrésar hefur umhverfið
í almannatengslum tekið miklum
breytingum síðustu ár. Fyrirtæki
hans, Góð samskipti, fæst t.d.
minna við stök verkefni en gerir
meira af því að vinna með fyrir-
tækjum og stofnunum til langs
tíma og er kallað fyrr að málum þar
sem ráðgjafar er þörf.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Ég sótti peningastefnufund
Viðskiptaráðs í desember síðast-
liðnum. Það var áhugavert að
heyra þar sjónarmið bæði seðla-
bankastjórans og nýs aðstoðar-
seðlabankastjóra, Rannveigar Sig-
urðardóttur, varðandi stöðu og
horfur í hagkerfinu og sýn þeirra á
peningastefnuna, ríkisfjármálin og
yfirstandandi kjarasamninga.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Rework eftir David Heinmeier
Hansen og Jason Fried hafði mikil
áhrif á mig. Hún storkar mörgum
viðteknum hugmyndum um vinnu-
lag, velgengni og verðmætasköpun.
Annars er ég ekki barnanna bestur
í þessum efnum. Ég kaupi yfirleitt
um 5-10 bækur á mánuði en kemst
svo aðeins yfir að lesa 1-2 þeirra.
Ég gef sjálfum mér prik fyrir við-
leitni en konan mín er ekki alveg
þar.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Ég er í mjög erilsömu starfi en
nýt þess um leið að halda mörgum
boltum á lofti. Konan mín gaf mér
listaverk í jólagjöf sem á er letrað:
„Það má taka pásu“ og það hangir
nú uppi á skrifstofunni. Við erum
annars líka dugleg að skipta um
umhverfi, heyra í fólki og sækja
viðburði til að fá innblástur.
Reynsla mín er líka sú að maður
eigi að bera virðingu fyrir því þeg-
ar andinn kemur yfir mann og gefa
sér þá tíma til að skrifa niður og
vinna úr hugmyndunum. Maður
veit ekki hvenær það gerist næst.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég er sífellt að lesa, hlusta eða
horfa á eitthvað. Tímarit, bækur,
hlaðvarp, fréttasíður eins og Axios
og alls konar viðtöl og fyrirlestra á
YouTube, eða bandarískar kapal-
stöðvar eins og CNN og MSNBC.
Hliðarafleiðingin er sú að ég fæ lík-
lega óhæfilegan dagskammt af
Trump. Annars finnst mér ég læra
mest af því að kenna – eins öfug-
snúið og það kann að hljóma.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég hef mjög gaman af að kenna
og miðla þannig að líklegast myndi
ég sækjast eftir að gera kennslu að
mínu aðalstarfi.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Við erum afar lánsöm að hafa
fundið þá hillu sem Góð samskipti
eru á. Þörfin fyrir þjónustuna fer
síst minnkandi og okkur hefur
farnast vel. Til langs tíma hef ég
hins vegar dálitlar áhyggjur af
einsleitni í atvinnulífinu. Við þurf-
um að hafa mörg fyrirtæki sem
geta boðið spennandi og vel launuð
störf. Ef við hefðum ekki fyrirtæki
eins og Marel, Össur og CCP þá
væru mun færri tækifæri fyrir vel
menntað fólk hér á landi.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Líklega myndi ég slaka duglega
á innflytjendalöggjöfinni og fá bæði
fleiri flóttamenn og aðra innflytj-
endur til landsins. Ég er sann-
færður um að Ísland yrði enn betra
samfélag ef við værum hálf milljón
eða jafnvel milljón sem byggjum
hér. Það myndi til lengri tíma litið
skapa aukna velmegun að fá inn-
spýtingu innflytjenda. Það er
reynsla annarra þjóða víða um
heim.
SVIPMYND Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta
Með áhyggjur af einsleitninni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég er sannfærður um að Ísland yrði enn betra samfélag ef við værum
hálf milljón,“ segir Andrés um hvernig íbúafjöldi landsins mætti þróast.
STÖRF: Dagskrárgerðar-
maður á Rás 1 og Rás 2
og síðar dagskrárstjóri á
útvarpsstöðinni Mono á
árunum 1995-1999. Stofn-
aði í kjölfarið
hugbúnaðarfyrirtæki með
öðrum. Starfaði síðan
sem almannatengill hjá
Íslenskum almanna-
tengslum árin 2005-2006.
Ritstjóri og meðstofnandi
fréttavefsins Eyjan árið
2007. Hef svo starfað
sem almannatengill og
eigandi Góðra samskipta
frá árinu 2008 og sem
ráðgjafi við stjórnenda-
ráðningar frá 2014. Ég
sinni jafnframt í hlutastarfi
kennslu í almanna-
tengslum og tengdum
greinum við Opna háskól-
ann í HR og MBA-nám
Háskóla Íslands og hef
gert frá árinu 2014.
ÁHUGAMÁL: Stjórnmál,
efnahagsmál og önnur
samfélagsmál, félags-
störf, ferðalög um Suður-
Evrópu og Asíu.
FJÖLSKYLDUHAGIR:
Eiginkona mín er Ása
Laufey Sæmundsdóttir,
héraðsprestur í Reykjavík.
HIN HLIÐIN
GRÆJAN
Það ku vera leitun að betra
æfingatæki en róðravél. Ef mark-
miðið er að brenna hitaeiningum í
miklu magni, og um leið stæla hér
um bil alla þá vöðva líkamans sem
máli skipta, þá jafnast fátt á við
þá alhliða og um leið mjúku hreyf-
ingu sem fæst með því að róa.
Vandinn er,
eins og með flest
önnur æfingatæki, að róðravélar
þykja yfirleitt ekki mikilheim-
Róðravél sem má hafa
á stofugólfinu miðju
Einstaklega smekkleg hönnun
sem myndi sæma sér vel inn
á hvaða heimili sem er.
ilisprýði og flestum finnst róð-
urinn einhæfur og leiðinlegur til
lengdar.
Hydrow er ný gerð af róðravél
sem bæði er smekklega hönnuð og
hlaðin tækni sem gerir æfingarnar
skemmtilegri. Þannig kemur Hy-
drow með stórum áföstum sjón-
varpsskjá og hægt að horfa þar á
upptöku meðan róið er og herma
eftir því að keppa með samstilltu
liði á sumum fallegustu ám sem
finna má. Þeir sem vilja aðeins
minni asa geta hermt eftir róleg-
um róðri í afslappaðri náttúrufeg-
urð, og loks má nota tækið til að
gera alls kyns teygju- og styrk-
leikaæfingar.
Panta á Hydrow á www.hydrow-
.com fyrir 1.999 til 2.599 dali eftir
því hvers konar auka-
hlutir fylgja með.
ai@mbl.is