Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is YANMAR Aðalvélar 9 - 6200 hö. Mynd: Landhelgisgæslan Vísa þeir til viðtals við Axel sem birtist í sérblaði 200 mílna um sjávarútveg sem fylgdi Morgun- blaðinu 14. desember og var end- urbirt á vefnum fyrr í þessum mánuði. Fjallaði viðtalið um svipt- ingu á MSC-vottun grásleppuveiða vegna meðafla annarra tegunda, þar sem Axel gagnrýndi útreikn- inga um áætlaðan meðafla. Í eftirlitsferðum Hafrannsókna- stofnunar hefðu til að mynda veiðst 46 útselir, þar af nánast allir í þremur eftirlitsferðum við Vest- firði og í innanverðum Breiðafirði, og þeir reiknaðir upp í fjöldann 2.870 á landsvísu. Sagði hann þá niðurstöðu afar merkilega, enda hefði stærð stofnsins síðast verið metin í kringum 4.200 seli, árið 2012. Samkvæmt þessum útreikn- ingum ættu því 68% stofnsins að veiðast á hverju ári sem meðafli. „Þetta stenst enga skoðun“ „Nú er komið nýtt stofnmat sem hljóðar upp á 6.000 seli og er því um að ræða 50% fjölgun á sex ár- um. Það vekur upp spurningar um áreiðanleika þessara talna sem verið er að vinna með. Þetta stenst enga skoðun. Ef þetta væri rétt gerðu menn vart annað en að draga sel um borð,“ sagði Axel meðal annars. Benti hann einnig á að víða er- lendis þekkist það, þegar meðafli sé uppreiknaður, að undanskilin séu þau svæði þar sem viðkomandi tegund haldi sig ekki. „Það sem við mótmælum sér- staklega er að svæðin fyrir norðan og austan, sem hafa ekki teistuna, skarfinn og útselinn í sama magni, séu ekki undanskilin. Samanlagður veiðileyfafjöldi á þessum svæðum er 53% af heildinni á landinu. Það hefði varla neitt átt að uppreiknast á þessi svæði.“ Skýrslan hafi svör við flestu Í skriflegu svari sem Guð- mundur og Guðjón hafa sent 200 mílum segir að rétt sé að benda á að umræddri gagnrýni hafi, eins og áður sagði, þegar verið svarað í ítarlegri skýrslu sem komið hafi út í marsmánuði og finna megi á vef Hafrannsóknastofnunar. „Í skýrslunni var gögnunum skipt upp eftir svæðum, tíma og dýpi og því hefur gagnrýni for- mannsins nú verið svarað. Í reynd má finna svör í skýrslunni við flestum þeim atriðum sem for- maðurinn tínir til og því verður að telja sérstakt að hann endurtaki gagnrýni sem svarað var ítarlega fyrir tæplega ári síðan,“ segja Guðmundur og Guðjón. Í stuttu máli megi segja að þeir þættir sem Axel telji upp í viðtalinu hafi haft lítil áhrif á heildarmat á meðafla fugla og sjávarspendýra. Hér á eftir fer svar þeirra í heild sinni: „Gögn úr 193 róðrum eftirlits- manna Fiskistofu voru notuð til uppreikningsins í skýrslunni, og voru róðrarnir farnir frá 2014- 2017. Meðaflinn var metinn á fjóra vegu; án skiptingar, skipt upp eftir svæðum, skipt upp eftir dýpi og skipt upp eftir mánuðum, auk þess sem skráningar skipstjórnarmanna á meðafla voru teknar saman. Breytileiki í meðafla milli ára og áhrif handahófskenndrar sýnatöku voru líka könnuð. Matið fyrir sjávarspendýr var lægst skipt upp eftir svæðum (3100 ± 1086 dýr á ári), næst lægst án skiptingar (3570 ± 607 dýr á ári), en matið skipt eftir dýpi var aðeins hærra (3620 ± 2860 dýr á ári) og hæst var matið skipt upp eftir mánuðum (3850 ± 1577 dýr á ári). Skráningar sjávarspendýra í afladagbækur voru mun minni eða 988 dýr, þar af 700 selir, árið 2017. Mat á meðafla sjófugla fylgdi álíka mynstri, en matið var lægst skipt upp eftir svæðum (7210 ± 3030 fuglar), næst lægsta var það án svæðaskiptingar (8150 ± 1222 fuglar), matið skipt upp eftir dýpi kom þar á eftir (8800 ± 3962 fugl- ar) en hæst var matið skipt upp eftir mánuðum (9100 ± 3180 fugl- ar). Til samanburðar voru 2417 fuglar skráðir í afladagbækur grá- sleppubáta árið 2017. Í athugun sem var framkvæmd árið 2017 hvort handahófskennt róðraval hefði áhrif á meðaflann kom í ljós að meðafli bæði spen- dýra og fugla var hærri í þeim róðrum sem valdir voru af handa- hófi heldur en í þeim róðrum sem valdir voru með áhættumati út frá meðafla þorsks eða annarra þátta. Því er ólíklegt að sjálft áhættu- matið hafi nokkur áhrif á mat meðafla sjávarspendýra og fugla. Af þeim tegundum sem vottunin féll á var meðaflatíðni landsels nokkuð jöfn milli svæða, dýpa og mánaða og veiddust selir á öllum veiðisvæðum nema Suðurlandi, og ekki var hægt að sjá mun milli mánaða eða dýpis. Metinn meðafli landsels (uppskipt eftir veiðisvæð- um) var í kringum 1200-1300 dýr (700-1700 dýr), en á sama tíma skráði flotinn 700 seli af öllum teg- undum. Mikil óvissa er í kringum með- aflamat útsels. Meðaflatíðni útsels var hærri í Breiðafirði og við Vest- firði heldur en á öðrum svæðum, auk þess sem tíðnin var hærri á 0- 10 metra dýpi heldur en á öðrum dýptarbilum. Metinn meðafli útsels (uppskipt eftir veiðisvæðum) var í kringum 1000 dýr (500-1600 dýr), en eins og áður sagði er óvissa þessa mats mjög mikil og mun ná- kvæmni þess ekki batna nema með því að auka þekju eftirlits töluvert. Meðaflatíðni teistu var hærri í Faxaflóa, Breiðafirði, Húnaflóa og á Austurlandi heldur en öðrum svæðum, auk þess sem meira veiddist af henni á 0-10 metra dýpi og 20-30 metra dýpi heldur en á öðrum dýptarbilum. Fullyrðing formannsins um að það sé „sann- að“ að teista veiðist ekki á meira dýpi en 15 metrum er byggð á rannsókn sem Birdlife Int- ernational stóð fyrir, stenst því ekki nánari skoðun, en formaður- inn gagnrýnir jafnframt Birdlife International harðlega á öðrum stað í viðtalinu. Auk þess sýna upplýsingar úr róðrum eftirlits- manna að fullyrðing Axels um að teistu sé lítið að finna fyrir austan er einfaldlega röng. Metinn með- afli teistu (uppskipt eftir veiði- svæðum) var í kringum 1500 fuglar (700-2325), og eru því neðri örygg- ismörk matsins nálægt þeim fjölda sem grásleppuflotinn skráði í afla- dagbækur 2017 (600 fuglar). Hægt er að taka undir at- hugasemdir formannsins um bein- ar veiðar á sel, og hefur Haf- rannsóknastofnun lagt til að stjórnvöld leiti leiða til að koma í veg fyrir beinar veiðar á bæði landsel og útsel í árlegri ráðgjöf sinni, auk þess að leggja til að lög- binda skráningu beinnar veiði á sel. Uppreikningar á meðafla eru ekki einföld aðgerð, og töluverð óvissa er í gögnunum eins og sést á víðum öryggismörkum í kringum matið hjá flestum tegundum. Til að minnka þá óvissu þarf því að fjölga eftirlitsferðum eða afla gagna á annan hátt t.d. með myndavélum eða stórbættri skrán- ingu sjómanna í afladagbækur en mikill misbrestur er á að sjómenn skrái meðafla líkt og lög gera ráð fyrir. Einnig er mikilvægt að halda áfram öflugri vöktun á stærð sjávarspendýrastofna við landið, og líklegt er að auka þurfi eftirlit og rannsóknir á stofnstærð þeirra spendýra og sjófuglastofna sem verða fyrir áhrifum frá fiskveiðum við landið.“ Svara gagnrýni formanns LS Skúli Halldórsson sh@mbl.is Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, og Guðjón Sigurðsson, sérfræðingur í meðafla- útreikningum, segjast telja það sérstakt að Axel Helgason, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, endurtaki í samtali við 200 mílur gagn- rýni sem svarað hafi verið í ítarlegri skýrslu stofnunar- innar í mars á síðasta ári. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Grásleppu landað á Þórshöfn. Guðmundur og Guðjón segja að uppreikningar á meðafla séu ekki einföld aðgerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.