Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019SJÓNARHÓLL BÍLAMERKINGAR Vel merktur bíll er ódýrasta auglýsingin Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is EGGERT Verðlag matvöru hefur lengi verið til umræðu hér álandi. Því er gjarnan haldið á lofti að aukin sam-keppni á matvörumarkaði skili lægra verði til neytenda og að sama skapi leiði skortur á samkeppni til hærra matvöruverðs. Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti nýlega samanburð á verðlagi fyrir neysluvörur og þjónustu í Evrópu fyrir árið 2017. Niðurstöðurnar eru byggðar á verðmælingum í 38 Evrópulöndum á yfir 2.000 neyslu- vörum og þjónustuliðum. Niðurstöðurnar sýna að mat- vörur eru dýrastar í Sviss og Noregi en Ísland er í 3. sæti. Almennt gildir að verð á matvöru hefur tilhneigingu til að vera hærra í þeim löndum þar sem laun eru hærri. Í þess- um löndum er reglan sú að lægra hlutfall af útgjöldum neytenda fer til matvörukaupa en í þeim löndum þar sem verðlag er lægst. Fyrirtækið Meniga flokkar kostnaðarfærslur sjálfkrafa fyrir einstaklinga og býður upp á einfalda framsetningu á útgjöldum, þar með talið matarútgjöldum. Þannig fæst yfirsýn yfir öll fjármál heim- ilisins á einum og sama stað. Úr gagnagrunni Meniga má einnig reikna markaðs- hlutdeild matarinnkaupa. Samkvæmt tölum Meniga fyrir árið 2018 var Bónus þar efst á lista með 27% markaðs- hlutdeild, Krónan með 19%, Hagkaup 11% og Nettó og Costco með 8% hvor. Óumdeilt er að innkoma Costco jók samkeppni á ís- lenskum matvörumarkaði og þess mátti greinilega sjá merki hjá helstu keppinautum. Markaðshlutdeild Costco rauk eðlilega upp í byrjun en svo má segja að markaður- inn hafi náð ákveðnu jafnvægi aftur. Hagar hafa lengi verið stærstir á íslenska matvöru- markaðnum en Hagkaup og Bónus tilheyra fyrirtækinu. Miðað við þróunina í markaðshlutdeild eftir tilkomu Costco hefur íslenskum dagvörukeðjum tekist nokkuð vel með að mæta lágverðsstefnu Costco. Hér má til dæmis nefna aukna sjálfsafgreiðslu sem hefur verið vel tekið og lækkar rekstrarkostnað til lengri tíma. Það er hins vegar snúið fyrir íslenska matvöruverslun að keppa við stórar keðjur eins og Costco. Þar kemur ým- islegt til. Costco er með færri vörunúmer og selur vöru- tegundir sínar í stórum pakkningum sem þýðir að með- höndlunarkostnaður á hverja einingu er lægri en ella. Costco er væntanlega með hagstæðari samninga við birgja en innlendir aðilar. Fyrirtækið er einnig með minni álagningu en keppinautarnir hér á landi en talið er að hún sé bilinu 10 til 11%. Þetta er mun lægri álagning en þekkst hefur í verslunarrekstri hér á landi og er því stór áskorun fyrir innlenda rekstraraðila. Að lokum má nefna að Costco nýtur lægra vaxtastigs en íslenskir smá- salar og munar þar líklega tveimur til þremur prósentustigum. Stórkeðja á borð við Costco er ekki eina áskorunin fyrir íslenskar dagvörukeðjur. Segja má að bylt- ing í verslunarháttum á Vest- urlöndum sé í burðarliðnum. Allt sem auðveldar innkaup og flýtir fyrir þeim fellur í kramið hjá neyt- endum. Netverslun hefur því rutt sér til rúms af miklum krafti og hraða að undanförnu. Netverslun er með öðrum orðum að gjörbreyta markaðsumhverfinu á sviði verslunar. Hefðbundnar verslunarmiðstöðvar eru að láta undan síga, á sama tíma og netsölufyrirtæki eru að sækja í sig veðrið. Íslensk dagvöruverslun stendur því frammi fyrir stórum áskorunum. Spurningin er því hvort hún þarf ekki að endurskoða viðskiptalíkan sitt. Þar kemur margt til athugunar eins og þjónustustig, starfsmannahald, af- greiðslutímar, val birgja og fleira. Síðast en ekki síst þarf að huga að álagningunni. Fyrst og fremst þarf að skoða viðskiptalíkanið út frá þörfum viðskiptavinarins, meta hvaða álagningu hann þolir og hvaða þjónustustigi hann kallar eftir. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands Áskoranir á matvörumarkaði ” Stórkeðja á borð við Costco er ekki eina áskorunin fyrir íslenskar dagvörukeðjur. Segja má að bylting í verslunar- háttum á Vesturlöndum sé í burðarliðnum. Allt sem auðveldar innkaup og flýtir fyrir þeim fellur í kramið hjá neytendum. VEFSÍÐAN Hver hefur ekki einhvern tíma ósk- að sér að dagurinn væri bara örlítið lengri? Nokkrar klukkustundir í við- bót og það væri hægt að koma svo miklu í verk, verja meiri tíma með ástvinum, ellegar taka betur á því í líkamsræktinni til að uppskera stóra vöðva og mjótt mitti. Hvað ef við þyrftum ekki að fórna 7-8 klukkustundum á dag á altari Hypnosar hvern einasta dag? Vefsíðan Slumber Bear (www.slumberbear.co) er einmitt ætluð þeim sem vilja reyna að fjölga vökustundunum. Raunin er að það hentar ekki endilega öllum best að fara í háttinn síðla kvölds og vakna í morgunsárið, og mögulegt er að beita ákveðnum aðferðum til að hvíl- ast vel en samt sofa minna. Vefsíðan leiðbeinir notendum hvernig má sofa með mismunandi hætti og útbýr nokkurs konar svefn- áætlun. Þannig mætti t.d. bæta ögn meiri tíma við daginn með 6 stunda svefni og 1,5 klst. miðdagslúr. Annað svefnmynstur, sem sumir ráða hæglega við, er svonefnt „Everyman Cycle“ og felst í um 3,3 klst. svefni og þremur 20 mínútna blundum. Þeir allra hörðustu gætu viljað prófa það sem kallað er „Uberman Cycle“ sem felst í að blunda í 20 mínútur 6 sinnum yfir daginn. Gerir það aðeins 2 tíma af svefni og þá eru 22 tímar eftir af sól- arhringnum til að vinna, læra og njóta lífsins. ai@mbl.is Tæki til að fjölga vökustundunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.