Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 16

Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Hlaupa ekki í skarð WOW Eva Sóley tekur við af Boga Spá nýrri uppsveiflu árið 2020 LED-væðing og Snorrabraut ............... Gestirnir fengu að smakka................... Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Canalix ehf. sem er í eigu GoPro ehf. samsteypunnar sem aftur á hugbún- aðarfyrirtækið Hugvit, mun taka yf- ir GoPro Opis hugbúnaðarlausnina sem hefur verið að hluta til þróuð innan Hugvits ásamt GoPro Foris. Eftir breytinguna verða Canalix og Hugvit lykilfyrirtæki samsteyp- unnar en Canalix mun einnig taka yfir fyrirtæki GoPro í Bretlandi. Er það hluti af þeim skipulagsbreyt- ingum sem félagið hefur unnið að um nokkurt skeið en ætlunin er að skerpa áherslur og auka sókn fyr- irtækjanna ásamt því að einfalda fjármögnun þeirra og þjónustu. GoPro Foris er hugbúnaður frá Hugviti og er lausn fyrir millistór fyrirtæki og stofnanir á sviði mála-, skjala- og ferlastjórnunar. Lítil samlegðaráhrif GoPro Opis er hugbúnaðarlausn sem ætluð er fyrir stór umhverfi og skýið, jafnvel tugþúsundir notenda, en hún hefur ekki verið seld hér- lendis en er þegar komin í notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins í Bretlandi og á Norðurlöndum. „Þessi Opis vara er ný nálgun og notar reglu- og gervigreindartækni til þess að stýra ferlum, forgreina gögn hjá stórum fyrirtækjum er- lendis og stýra málavinnslu í sam- ræmi við reglur og fordæmi,“ segir Ólafur Daðason, framkvæmdastjóri Hugvits, við ViðskiptaMoggann. „Við höfum komist að því að vegna þess hversu ólíkar þessar lausnir eru, ólíkir notendahópar o.s.frv., eru samlegðaráhrifin þegar kemur að sölu og fleiru, mjög lítil,“ segir Ólaf- ur. Hugvit verður áfram rekið með óbreyttum hætti en áhersla verður lögð á að sinna GoPro Foris og selja hana bæði hérlendis og erlendis. Morgunblaðið/Árni Sæberg GoPro Opis er hugbúnaðarlausn sem er hugsuð fyrir tugþúsundir notenda. Miklar skipu- lagsbreytingar Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Canalix ehf. er nýtt félag sem heldur utan um hug- búnaðarlausn GoPro sam- steypunnar sem hugsuð er fyrir erlendan markað. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nú í vikunni voru fluttar af þvífréttir að allir greiddir reikn- ingar þeirra stofnana sem heyra und- ir A-hluta ríkissjóðs, þ.e. eru reknar fyrir skattfé almennings, væru nú að- gengilegir á vefsvæðinu opnirreikn- ingar.is. Verkefninu var raunar hleypt af stokkunum fyrir rúmu ári en stofnunum sem það nær til hefur fjölgað jafnt og þétt þar til nú. Þetta fyrirkomulag er til bóta fráþví sem áður var og eykur á sjálfsagt gagnsæi þegar kemur að aðhaldi með því hvernig opinberu fé er ráðstafað. Þótt þar sé eflaust um hreina óskhyggju að ræða, er von- andi að opið bókhald og aukin með- vitund fólks um ráðstöfun ríkisfjár, verði til þess að þeir sem haldi utan um ríkisbudduna geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir sóun. Það er sérstaklega mikil- vægt þegar kemur að rekstri ríki- sins, þar sem það er að stærstum hluta rekið fyrir fjármuni sem teknir eru af einstaklingum og lögaðilum með valdboði. Frá því að verkefninu um opnareikninga var hleypt af stokk- unum hafa nærri 170 þúsund reikn- ingar verið birtir á fyrrnefndri vef- síðu. Þar er hægt að skoða viðskipti ríkisstofnana út frá stofnununum sjálfum, birgjum, tegund kostnaðar og dagsetningum reikningana. Auð- vitað myndi það æra óstöðugan að fylgjast með öllu því sem þarna lekur í gegn en mestu skiptir er að þeir sem ákveða að stofna til kostnaðar í nafni ríkisins, viti að þær ráðstafanir verða að lokum fyrir allra augum. Opið og betraSkömmu fyrir áramót keyptiverktakafyrirtækið Vinci meiri- hluta hlutafjár í Gatwick-flugvelli í Bretlandi. Nú hefur fyrirtækið aug- un á flugvöllum Parísarborgar, Orly og Charles de Gaulle. Víða um heim hefur nefnilega sú stefna verið tekin að skattgreiðendur beri ekki allan þungann og alla áhættuna af upp- byggingu og rekstri þeirra innviða sem tryggja flugumferð milli landa og innan þeirra. Þetta er ofarlega í huga Innherjanú þegar hann hefur rýnt í far- þegaspá Isavia fyrir komandi ár en hún var kynnt með pompi og prakt á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt spánni er nú gert ráð fyrir að 8,95 milljónir farþega fari um völlinn í ár en þeir voru 9,8 milljónir í fyrra. Það jafngildir 9% fækkun milli ára. Gangi spáin eftir með þessum hætti verður það í fyrsta sinn í manna minnum sem samdráttur verður í fjölda farþega sem um völlinn fara. Á sama tíma og þessi miklu um-skipti verða á rekstrarhorfum vallarins, sem að fullu og öllu leyti er í eigu ríkisins, standa enn óhögguð áform um að leggja 20 milljarða á ári í nýfjárfestingar á þessu ári, og næstu þrjú árin þar á eftir. Nemur heildarfjárfestingin skv. svörum samgönguráðherra alls 91 milljarði yfir tímabilið. Fjárfestingar þessar byggjast á áætlunum sem gera ráð fyrir áframhaldandi vexti og þessum áfanga framkvæmda við völlinn er ætlað að tryggja að hægt sé að taka við 14 til 15 milljónum farþega á ári hverju. Það eru 6 til 7 milljónum fleiri farþegar en líkur standa til að fara muni um völlinn í ár! Uppbyggingaráformin erusannarlega metnaðarfull og vonandi rætast spárnar. Geri þær það ekki, verður kannski við for- svarsmenn Isavia að sakast, en þeir munu ekki sitja uppi með svarta- pétur. Það munu aðeins skattgreið- endur gera. Mun nær væri að dreifa áhættunni af uppbyggingu og rekstri vallarins. Þar mætti líta til valla á borð við Kastrup, en kana- díski lífeyrissjóðurinn OTPP og danski lífeyrissjóðurinn ATP eiga 59,4% hlut í honum á móti danska ríkinu og öðrum fagfjárfestum. Það er betra að fá fleiri að borðinu sem annt er um þá fjármuni sem leggja þarf í skýjaborgirnar. Staldra má við í Keflavík Carlos Ghosn, fyrrver- andi stjórnarformaður Nissan, telur stjórn- endur Nissan vera á bak við mál gegn sér. Stjórnendur á bak við málið 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.