Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
! " #
$
#
%&
'
(
$
!
)* +! '
' ,
-
! # . "/ +!
"/
#,
0 1234 5
" '
6
( #
"( $ 6 7 #!
8%
1( 9.+ 5 ' ' :;::<=< >
.
(
( 9.+
!
"
# $
%
"&'( )
*
+,
-.
0
%
. 1(
) " 2$
3 %
.
-
VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR
ÞJÓNUSTURÁÐGJAFI
Brennur þú fyrir þjónustuveitingu, ráðgjöf og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi starfsmanna sem sinna fjölbreyttum
og ólíkum verkefnum frá degi til dags?
Vörður leitar að öflugum liðsauka í teymi þeirra sem vinna í þjónustumiðju félagsins. Helstu verkefni hópsins snúa að
vátryggingaráðgjöf til einstaklinga og minni fyrirtækja, þjónustu er varðar smærri tjón, samskiptum og þjónustu og þátttöku í
verkefna- og/eða starfshópum innan félagsins. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um en viðkomandi einstaklingur þarf
að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun og/eða reynslu af störfum við þjónustu og ráðgjöf.
Umsóknarfrekstur er til 20. janúar 2019
Veistu hvað
þú vilt?
Tekið er á móti umsóknum á ráðningarvef félagsins inni á vordur.is þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.
Nánari upplýsingar veitir Linda Ingólfsdóttir, teymisstjóri þjónustumiðju, í netfanginu linda@vordur.is eða Harpa Víðisdóttir,
mannauðsstjóri, í netfanginu harpa@vordur.is
Vörður er lifandi og skemmtilegur vinnustaður með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu þar sem unnið er
í anda jafnréttis. Vinnuumhverfi félagsins er nútímalegt, jákvætt og árangursmiðað.
Landsmenn stilltu útgjöldum
sínum fyrir nýliðin jól í hóf,
skv. þróun í kortaveltu heim-
ilanna. Svo virðist sem þjóðin
sé nú að pakka í vörn í kjölfar
gengislækkunar krónu og
vaxandi óvissu um efnahags-
horfur. Lokafjórðungur síð-
asta árs er raunar fyrsti árs-
fjórðungur frá 2013 þar sem
samdráttur verður í korta-
veltu einstaklinga á milli ára
að raunvirði. Þetta kemur
fram í nýjum pistli greining-
ardeildar Íslandsbanka.
Samkvæmt nýbirtum töl-
um Seðlabankans nam korta-
velta íslenskra heimila í des-
ember alls 86,5 milljörðum kr.
Jafngildir það 4,5% aukningu
í krónum talið frá jólamánuð-
inum 2017. Það er hins vegar
samdráttur að raunvirði milli
ára þegar tölur eru raunvirt-
ar að neysluverðs og gengi.
Fram að nóvember síðast-
liðnum hafði ekki orðið sam-
dráttur á þennan mælikvarða
frá febrúarmánuði árið 2014.
Þá snerist einnig þróun
kortaveltu innanlands úr
vexti í samdrátt undir árslok.
„Nú virðist hins vegar
komið á daginn að heimilin
eru að rifa seglin,“ segir Ís-
landsbanki og ennfremur.
Óvissa segir til sín
„Gengislækkun krónu frá
septemberbyrjun og óvissa
tengd skammtímaþróun í
ferðaþjónustunni og komandi
kjarasamningum er líklega
farin að segja til sín í neyslu-
hegðun landans og er viðbúið
að heimilin vilji áfram hafa
vaðið fyrir neðan sig hvað
neysluútgjöld varðar á kom-
andi mánuðum.“
Morgunblaðið/Eggert
Kringlan Eyðsla landans fyrir jólin var með hófstilltu móti.
Landinn rifar seglin
Sparað fyrir jólin Samdráttur í
kortaveltu Breytt neysluhegðun
Morgunblaðið/Ófeigur
Íslandsbanki Umhverfi efna-
hagsmála er að breytast.
Forsvarsfólki Frú Ragn-
heiðar – skaðaminnkun, verk-
efnis Rauða krossins í
Reykjavík, var í vikunni veitt-
ur 500 þúsund króna styrkur
úr Minningarsjóði Gunnars
Thoroddsen. Það var Dagur
B. Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, sem afhenti styrk-
inn sem var 500 þúsund kr.
Frú Ragnheiður er verkefni á
vegum Rauða krossins í
Reykjavík, sem fer fram í sér-
innréttuðum bíl sem keyrir
um götur borgarinnar, og
þangað getur fólk komið og
fengið almenna heilbrigð-
isaðstoð og fræðslu auk þess
sem boðið er upp á nála-
skiptaþjónustu fyrir þá sem
sprauta vímuefnum í æð.
„Unnið er samkvæmt hug-
myndafræði skaðaminnkunar
sem gengur út á að aðstoða
fólk þar sem það er statt, en
draga úr og lágmarka mögu-
legan skaða með því að auð-
velda aðgengi að sára-
meðferð, hreinum nálum og
sprautum og almennri
fræðslu,“ segir í frétt frá
borginni.Minningarsjóður
Gunnars Thoroddsen var
stofnaður af hjónunum Bentu
og Valgarð Briem 29. desem-
ber 1985 þegar liðin voru 75
ár frá fæðingu Gunnars. Val-
garð Briem var viðstaddur at-
höfnina í Höfða. Tilgangur
sjóðsins er að veita styrk til
einstaklinga eða hópa, stofn-
ana eða félaga á sviði mann-
úðarmála, heilbrigðismála eða
menningarmála.
Afhending Frá vinstri: Valgarð Briem, Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri, Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
ogEggert Jónasson, Helga Sif Friðjónsdóttir, Huld Ingimars-
dóttir, Árni Gunnarsson og Pétur Þorsteinsson sem öll eru í
forystu og stjórnum hjá Rauða krossinum.
Styrkja Frú Ragnheiði
Skaðaminnkun Minningarsjóður
Gunnars Thoroddsen 500 þúsund kr.
Morgunblaðið/Ófeigur
Bíll Frú Ragnheiður brunar
um götur höfuðborgarinnar.