Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 18.01.2019, Síða 2
Hvar verður þú á þorranum? „Ég byrja þorrann í ítölsku ölpunum þar sem ég ætla á skíði og að gæða mér á ítölskum kræs- ingum. Síðan flýg ég beint heim í þorrablót á Bryggjunni Brugghúsi þar sem ég kem fram og syng með hljómsveit hinn 26. janúar og síðan dagana 8. og 9. febrúar. Anna Svava og Saga Garðarsdóttir sjá um veislustjórn svo ég geri ráð fyrir frábærri skemmtun. Ég tel þennan viðburð góða viðbót við veislur íþróttafélaganna. Þetta verður eflaust minna í sniðum og meira í anda þess sem ég man eftir frá því að þorrablótin voru vinsæl á Naustinu hér á árum áður. Bryggjan Brugghús verður með frábæran þorramat og þeir brugga sinn eigin mjöð, sem hljómar mjög viðeigandi fyrir tilefnið.“ Hvernig tónlist ætlarðu að spila? „Það er ekki spurning í mínum huga að klass- ísk gömul lög séu viðeigandi. Sú tónlist sem ég hef flutt með Reiðmönnum vindanna. Íslensk gömul lög frá ýmsum tímum: Ríðum sem fjandinn og Þú komst í hlaðið á hvítum hesti svo dæmi séu tekin.“ Hvað gerir þú aldrei á þorrablótum? „Ég verð aldrei útúrdrukkinn og ég passa mig á því að borða ekki um of af súrsuðum mat.“ Hverju klæðistu á þorrablótum? „Á þorrablótum tek ég upp vað- málsbuxurnar, vaðmálsvesti og lopa- peysuna. Pallíettur og glimmer eru ekki stíllinn minn á þessum viðburðum þótt ég verði að viðurkenna að ég er ekki alveg búinn að fara í gegnum fataskápinn og ákveða í hverju ég verð.“ Hverju mælirðu með til að drekka með þorramatnum? „Ég tel að þorramaturinn sé bestur með brugguðum miði. Líkt og taílenskur matur kallar á bjór frekar en vín að mínu mati þá gildir það sama tengt þessum klassíska gamla íslenska mat. Síðan mæli ég með einu staupi af íslensku brennivíni.“ Helgi Björnsson söngvari og leikari ætlar að fara í ítölsku alpana á skíði og koma svo beint heim í þorrablót á Bryggjunni brugghúsi þar sem hann mun halda uppi stuðinu á hinn klassíska þorrahátt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Fagurkerinn Helgi Björnsson Hægt er að fá fallegar ullapeysur, hatta og fleira í Geysi. Helgi Björnsson ætlar í ítölsku alpana og síðan fer hann beint heim á íslenskt þorrablót. Ítölsku alparnir eru fallegir á þessum árstíma. Helgi er á því að mjöður sé bestur með þorramatnum. byrjum að hittast í september til að undirbúa, en það er góður og samheldinn hópur sem stendur að þessu, toppfólk þar sem allir leggja sitt af mörkum og því gengur þetta eins og smurð vél.“ Hvað er vinsælast þegar kemur að matnum? „Ég held svei mér að þorramaturinn sé að sækja í sig veðrið á hverju ári. Við erum með svo kallað „aumingjaborð“, eins og meistarinn hann Jói í Múlakaffi kallar það, en það fara færri og færri þangað. Fólk sækir í þorramatinn.“ Hvað heldur þú sjálf upp á að borða á þorranum? „Mér finnst hrútspungarnir alltaf með því besta sem ég fæ.“ Þ orrablót Vesturbæjar er haldið þriðja árið í röð. Í nefndinni í ár eru auk Þórhildar, Arna Þorsteinsdóttir, Guðni Hrafn Grétarsson, Jóhann Ingi Kristjánsson, Björgvin Barðdal og Björgvin Vilhjálmsson. Auk þessa leggur fjöldinn allur af KR-konum sitt af mörkum sem og starfsfólk KR. En flottara og sam- heldnara lið er held ég bara ekki að finna, enda allt eðal KR-ingar og Vesturbæingar. Hvernig hefur þróunin verið í fjölda fólks á undanförnum árum? „Þegar við byrjuðum þótti fólki við vera bjartsýn að ætla að reyna að ná inn 300 manns á þorrablót. En við end- uðum á því að selja 600 miða það ár. En í ár erum við með 800 manns og hefðum geta selt miklu fleiri miða, en við viljum ekki troða inn. Við leggjum mikið upp úr því að hafa við- burðinn fágaðan og glæsilegan.“ Er ekki vandasamt að undirbúa svona stórt þorrablót? „Jú, það er mikil vinna og við Þorramatur er að sækja í sig veðrið Þórhildur Garðarsdóttir er fjármálastjóri Forlagsins. Hún stendur að þorrablóti Vesturbæjar en það er haldið á veg- um KR-kvenna. Hún segir þorramat vera að sækja í sig veðrið. Sjálf er hún mest fyrir hrútspunga. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þórhildur segir að um 800 manns mæti á þorrablótið að þessu sinni. Þau vilja hafa viðburðinn glæsi- legan og því ekki of marga. Jóhannes Stefánsson á Múlakaffi hjálpar til við að undirbúa þorrablótið. Hann er með svokallað aumingjaborð fyrir þá sem þora ekki í aðalmat- inn. Það er á undanhaldi að fólk borði af því borði. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.