Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2019 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. K olbrún Kvaran er gift Tómasi Þráinssyni gítar- leikara. „Ég ólst upp í 101 og var miðbæjarrotta á ní- unda áratugnum,“ segir hún og útskýrir að eiginmanni hennar hafi boðist vinna úti í Nor- egi. „Fjölskyldan flutti með fjögur börn og tvo hunda út til Noregs í maí árið 2014. Það var ekki einfalt að flytja alla út. En Norðmenn eru hjálpsamir með stór hjörtu.“ Kolbrún segir talsvert öðruvísi að skipuleggja ís- lenskt þorrablót á erlendri grundu en á Íslandi. „Það þarf að panta allt með löngum fyrirvara sem krefst þess að við vitum hversu margir koma langt fram í tímann. Verða að undirbúa fram í tímann Það er ekkert um það að velja að stökkva út í búð eft- ir nokkrum sláturkeppum ef það koma fleiri en áætlað var. Frá ári til árs er mis- jafnt hvort við fáum matinn sendan í frakt frá framleið- anda eða hvort einhver er á leiðinni á milli landa á rétt- um tíma og getur þá flutt matinn með sér. En það sem hægt er að elda hér úti og allur annar undirbúningur er í höndum stjórnar félagsins en við erum sjö talsins.“ Kolbrún segir að á milli 60 og 80 manns komi að blóta þorrann saman í Suður-Noregi. „Að íslenskum sið eru skemmtiatriði og fjöldasöngur og að sjálfsögðu eru íslenskir listamenn. En núna bætist við í hópinn vel þekktur Íslendingur sem ætlar að vera veislu- stjóri og sjá um diskótekið eftir matinn. Það er hann Skjöldur Eyfjörð, betur þekktur sem Mio Eyfjörð hér í Noregi, en hann býr í Stavanger og væntum við þess að hann haldi vel uppi fjörinu í ár. Ég og formaðurinn, Kristín, og eiginmenn okkar mun- um sjá um fjöldasönginn og síðan erum við hjónin búin að vera dúettinn Igloo í mörg ár og ætlum að spila nokkur lög. Þarna verður heljarmikið happdrætti í gangi, sem Norðmenn kalla lodd og ótrúlega flottir vinningar í boði. Frá t.d. Kristínu sjálfri sem er með Mirra kunstbu- tik, skartgripi frá mér sem heita Kolla Lava collection, Skyland trampolinpark og svo mætti lengi áfram telja.“ Þorrablót plástur á heim- þrána Kolbrún segir að það að vera í tengslum við Íslend- inga og hitta þá öðru hverju sé ákveðinn plástur á heim- þrána. „Ég er og verð alla tíð mikill Íslendingur í mér og það hefur ekkert minnkað á þeim tæpu fimm árum sem ég hef búið hérna. En ég er ekki á leiðinni heim til Ís- lands þrátt fyrir að sakna barnanna minna, sem urðu eftir, óstjórnlega mikið, barnabarna og annarra fjöl- skyldumeðlima og vina. Öll sú þjónusta sem fjöl- skylda mín þarfnast er svo miklu betri hér úti, en við erum með tvo stráka á einhverfurófi, húsaleiga er ekki nema 1/5 af launum mannsins míns en sjálf er ég öryrki og gæti ekki lifað af því heima á Íslandi. Það er margt sem Norðmenn gætu lært af Íslendingum og öfugt. Sennilega væri þetta hin fullkomna þjóð, ef kost- ir beggja þjóða yrðu settir saman eins og púsluspil,“ segir Kolbrún. Þorrablót eru plástur á heimþrána Kolbrún Kvaran, betur þekkt sem Kolla Kvaran, er sex barna móðir og söngkona sem býr í Noregi. Hún er varaformaður Íslendingafélagsins í suðurhluta landsins.Þorrablót Íslendinga eru haldin úti um allan heim. Hún er í óðaönn að undirbúa viðburðinn á þessu ári. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kolbrún Kvaran segir þorrablótin plástur á heimþrána. Það sé nauðsynlegt að hitta Íslendinga reglulega. K órastarf og kirkjutónlist hafa togað mikið í mig svo það hefur verið aðalstarf mitt síðustu áratugi,“ segir Gróa sem er organisti við tvær kirkjur í Drammen; Tangen og Strømsø. Gróa ætlar að leggja þorrablóti Íslendinga lið í Noregi. Kom að stofnun danshljómsveitar „Í mörg ár hafði Ískórinn, kór Íslendinga sungið á þorrablóti Ís- lendinga í Noregi. En það hafði oftast gengið brösuglega að fá gesti til að hlusta. „Kórinn ætlar því að gefa blóts- gestum frí frá kórsöng í ár. Það sem ég er hins vegar að undirbúa er að spila í danshljómsveit í fyrsta sinn á ævinni! Við erum fimm sem bjuggum til hljómsveitina „Eitthvað gamalt og gott“. Við höfum æft einu sinni, en samt yfir 50 lög. Við ætlum að halda uppi stuðinu á ballinu. Sjálf- sagt mun ég eitthvað koma að fjöldasöng, því við Ómar Diðriks- son vinnum vel saman. Hann er hljómsveitarstjóri og stuðbolti.“ Gróa segir mörgum Íslendingum í Noregi mikilvægt að halda uppi gömlum siðum og venjum frá Ís- landi. „Hér eru haldnar skötuveislur fyrir jólin, hangikjötsveislur um þrettándann, stundum slátur- veislur á haustin og þorrablót kringum þorrann. En það hefur ekki gengið vel sums staðar að fá fólk til að mæta og t.d. verður ekki þorrablót í Bergen að þessu sinni.“ Þéttir hópar en fámennir Gróa segir sig undra að á fundir Íslendingafélagsins séu fámennir. „Margir sem flytja til útlanda vilja bara verða hluti af þjóðinni sem þar býr og sækjast ekkert eftir samskiptum við Íslendinga. Minn vinahópur hittist oft heima hjá einhverjum og borðar saman. Auk þess að vera með kór Íslend- inga er ég með kvennakór í Drammen þar sem helmingur kór- félaga er íslenskar konur.“ Saknar ekki roksins heima Ískórinn mun taka þátt í kóra- móti í Gautaborg í apríl. Þar koma saman um 15 íslenskir kórar sem starfa í Norður-Evrópu. Í haust kemur nýtt hollenskt orgel í kirkj- una þar sem ég starfa og verður vígt í byrjun árs 2020. Það er mik- ið tilstand og undirbúningur við að skipuleggja vígslumessuna, tón- leika og gerð efnisskrár með upp- lýsingum um orgelið.“ Gróa hefur búið í Noregi í fjög- ur ár. „Ég flyt ekki aftur til Íslands eins og staðan er heima. En ég kem í heimsókn til að sjá foreldra mína, börn, tengdabörn, barna- börn og vini eins oft og ég kem því við. En hér í Noregi líður mér vel og ég sakna ekki roksins heima.“ „Oft gengið brösuglega að fá gesti til að hlusta“ Gróa Hreinsdóttir verður 63 ára í næsta mánuði. Hún á fimm uppkomin börn og þrjú barnabörn. Gróa er menntaður píanókennari og hefur starfað við tónlist allt sitt líf. Hún er að undirbúa að koma fram í fyrsta skipti í nýrri danshljómsveit sem ber nafnið „Eitthvað gamalt og gott“ á þorrablóti Íslendingafélagsins í Ósló 23. febrúar næstkomandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Borgarstjórinn í Ósló Marianne Borgen og Gróa Hreinsdóttir á viðburði þar sem Ískórinn kom fram og söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.