Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Umsóknarfrestur
15. febrúar 2019
Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál
Liðsauki á samgöngusvið
EFLA verkfræðistofa leitar að öflugu starfsfólki á samgöngusvið fyrirtækisins.
EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem starfar á öllum helstu sviðum verkfræði
og tækni. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu
umhverfi og sterka liðsheild tæplega 400 samhentra starfsmanna.
ÍSLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • SKOTLAND • FRAKKLAND • ÞÝSKALAND • PÓLLAND • TYRKLAND
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Góð almenn tölvukunnátta
• Gott vald á íslensku og ensku,
Norðurlandamál er kostur
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum
vefsíðu EFLU, efla.is/laus-storf fyrir 15. febrúar næstkomandi.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is
Umferðar- og skipulagssvið:
Fjölbreytt verkefni á sviði umferðarskipulags, umferðartækni og forhönnunar mannvirkja með
áherslu á reynslu í verkefnastýringu í þess konar verkefnum.
Vegasvið:
Verkefni sem snúa að veg- og gatnahönnun, viðhaldi vega, eftirliti með gatnaframkvæmdum
og hönnunarstjórnun.
Brúarsvið:
Viðfangsefnin eru hönnun nýrra brúarmannvirkja á Íslandi og í Noregi, ásamt hönnun styrkinga
og greiningu á mannvirkjum í rekstri. Sérstaklega er sóst eftir starfsfólki með reynslu af þrívíðri
hönnun og hönnunarstjórnun.
Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í samgönguverkfræði,
skipulagsfræði, byggingarverkfræði
eða byggingartæknifræði
• Miklir skipulagshæfileikar
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Kjötafurðastöð KS
óskar eftir viðhaldsmanni
Við leitum að metnaðar- og ábyrgðarfullum
einstaklingi, sem getur unnið sjálfstætt í mjög
fjölbreyttu starfi. Um er að ræða almennt
viðhald og umsjón og eftirlit með tækjum og
mannvirkjum Kjötafurðastöðvar KS á
Sauðárkróki. Starfið getur hentað rafvirkja ,
vélstjóra eða einstaklingi með sambærilega
menntun og/eða reynslu. Allar umsóknir óskast
sendar á netfangið edda.thordardottir@ks.is
Starf rannsóknarlektors við handritasvið Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til
umsóknar. Um er að ræða tímabundið fullt starf til
fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu
að þeim tíma liðnum. Umsækjendur skulu hafa
lokið doktorsprófi á rannsóknarsviði stofnunarinnar.
Ætlast er til að þeir geti með námsferli sínum,
starfsreynslu og ritverkum sýnt fram á kunnáttu í
handritafræðum og hafi næga þekkingu og reynslu
til að vinna að handritarannsóknum og textaúgáf-
um. Góð kunnátta í íslensku máli að fornu og nýju
er skilyrði; enn fremur er kunnátta í ensku og
dönsku eða öðru norrænu máli nauðsynleg og
frekari tungumálakunnátta er kostur. Gerð er
krafa um góða samskiptahæfni.
Rannsóknir á handritum og útgáfa texta eru
hornsteinar starfsins á handritasviði, en auk þess
er rannsóknarlektornum ætlað að taka þátt í
öðrum verkefnum sem unnið er að á sviðinu, svo
sem skráningu handrita og fornbréfa, fræðslu og
miðlun. Í starfinu er fólgin 40% rannsóknarskylda.
Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. september
2019.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er
farið eftir ákvæðum laga um Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum nr. 40/2006 og reglu-
gerðar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum nr. 861/2008.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki-
lega skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og vottorð um náms-
feril sinn og störf. Í umsókn skal koma fram hver
ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur
veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir.
Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk með
umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg
á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur
standa að ritverki skulu umsækjendur gera grein
fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt
að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækj-
endur hafa unnið að, hverju þeir vinna að sem
stendur og hver séu áform þeirra um rannsóknar-
verkefni ef af ráðningu yrði. Enn fremur er ætlast til
þess að umsækjendur láti fylgja nöfn og netföng
tveggja einstaklinga sem eru til þess bærir að veita
umsagnir um verk þeirra og hæfni.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara
og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og skal umsókn-
um og fylgigögnum skilað í þríriti til Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við
Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á rafrænu formi á
netfangið sigurborg.stefansdottir@arnastofnun.is.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum
tilkynnt um ráðningu í starfið þegar ákvörðun hefur
verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Guðvarður Már Gunnlaugsson,
stofustjóri handritasviðs (s. 525 4024,
gudvardur.mar.gunnlaugsson@arnastofnun.is).
Rannsóknarlektor
við handritasvið Árnastofnunar
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel takist til.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á