Morgunblaðið - 24.01.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019
Seltjarnarnesi
Spennandi störf í boði
Hjúkrunardeildarstjórar – Hjúkrunarfræðingar –
Sjúkraliðar – Starfsfólk við aðhlynningu –
Iðjuþjálfar – Sjúkraþjálfarar – Húsvörður
Leitað er eftir áhugasömu fólki til starfa á nýja 40 rýma hjúkrunarheimilinu
að Safnatröð 1 á Seltjarnarnesi.
Í boði er dagvinna- kvöld-helgar-og næturvaktir
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf 1. mars eða eftir nánari samkomulagi.
Upplýsingar gefur Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og
Kristín Sigurþórsdóttir mannauðsstjóri: sími 560-4107.
Sótt er um á heimasíðu www//sunnuhlid.is
merkt Nes-fyrir framan starfið sem sótt er um.
Nýtt
hjúkrunarheimili
Hjúkrunarheimilið Seltjarnarnesi, Safnatröð 1, 170 Seltjarnarnes
Við finnum rétta
einstaklinginn
í starfið
www.capacent.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu
og veita trausta og
persónu lega ráðgjöf.
Tillögur átakshóps stjórn-
valda í húsnæðismálum eru
vel unnar og gott innlegg í
umræðuna að mati BSRB.
Fagna ber samstöðu sem hef-
ur náðst um aðgerðir. Nú
þurfa stjórnvöld að hafa
hraðar hendur og fjármagna
tillögurnar og tryggja að þær
nái fram að ganga. Þetta seg-
ir í tilkynningu frá BSRB
sem send var fjölmiðlum í
gær.
Mikilvægt er að tillögum
um áframhaldandi uppbygg-
ingu almennra íbúða verði
fylgt eftir. Einnig að ríki og
sveitarfélög auki fjárveit-
ingar í stofnframlög á næstu
árum. Jafnframt er þarft að
skoða tekjumörk leigjenda í
almenna íbúðakerfinu og að
lækka fjármagnskostnað
þeirra félaga sem standa að
uppbyggingu þar til að
tryggja framgang kerfisins.
Þá er jákvætt að átaks-
hópurinn taki undir áherslur
BSRB um stuðning við önnur
íbúðafélög sem ekki eru rekin
í hagnaðarskyni.
Þörfum ólíkra
hópa sé mætt
BSRB telur mikilvægt að
byggt sé í samræmi við þörf-
ina hverju sinni. Til þess þarf
að efla upplýsingaöflun en út
frá henni má sjá betur þörf-
ina og koma í veg fyrir eins-
leita uppbyggingu dýrari
íbúða. Byggja verði íbúðir
sem tekjulágir hópar á vinnu-
markaði hafi svigrúm til að
kaupa.
„Nú hafa fulltrúar stjórn-
valda, sveitarfélaga og
heildarsamtaka launafólks og
atvinnurekenda sameinast
um hvernig
eigi að
bregðast við
uppsöfn-
uðum skorti
á íbúðum
sem leitt
hefur til
mikillar
verðhækk-
unar á
íbúða- og
leigumarkaði og húsnæðis-
óöryggis. Það gefur okkur
von um að húsnæðisþörf
ólíkra hópa verði mætt. Það á
að vera forgangsverkefni
stjórnvalda að húsnæð-
iskostnaður lækki og að
tryggt verði nægilegt fram-
boð á húsnæði svo að fólk hafi
raunverulegt val um hvort
það eigi eða leigi húsnæði,“
segir Sonja Ýr Þorbergs-
dóttir, formaður BSRB, í ti-
kynningu. Eftir henni er enn
fremur haft:
Verkalýðshreyfingunni
að þakka
„Það er mjög jákvætt að
húsnæðismálin eru loksins
komin á dagskrá og það er
ekki síst verkalýðshreyfing-
unni að þakka. Afrakstur um-
fangsmikillar vinnu liggur nú
fyrir og mikilvægt að unnið
sé hratt að útfærslum tillagn-
anna því verkefnið skiptir
fjölmarga gríðarlegu máli.
Alltof stór hluti launa of
margra fer nú í húsnæðis-
kostnað og BSRB leggur
áherslu á að unnið sé hratt og
vel að lækkun hans. Að sama
skapi þarf að auka framboð
svo að allir eigi kost á því að
búa í viðunandi húsnæði á
viðráðanlegu verði.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Hrinda þarf tillögum í húsnæðismálum hratt í
framkvæmd enda skiptir það fjölskyldurnar í landinu miklu.
Tillögur verði
fjármagnaðar
Gott innlegg í húsnæðismálin
Sonja Ýr
Þorbergsdóttir
Þó að Norður-
lönd séu framar-
lega víðvíkjandi
jafnrétti kynj-
anna eru launa-
munur, valda-
ójafnvægi og
útilokun enn út-
breidd vandamál
á svæðinu. Á
þemaþingi
Norðurlandaráðs
verður sérstaklega fjallað um
jafnrétti á vinnumarkaði.
Málefnið er beintengt áætlun
SÞ um sjálfbærni til ársins
2030 og felur í sér útfærslu á
5. heimsmarkmiði sem jafn-
rétti kynjanna.
Þrátt fyrir alla þá vinnu
sem lögð hefur verið í að
jafna stöðu kynjanna á vinnu-
markaði síðustu áratugi, eig-
um við enn langt í land með
að ná markmiðinu, fullyrðir
Jessica Polfjärd, forseti
Norðurlandaráðs, í tilkynn-
ingu.
Í formennskuáætlun Sví-
þjóðar verður því velt upp
hvaða aðgerðir þurfi til að
auka lýðræðislega þátttöku í
samfélaginu. Staða kvenna af
erlendum uppruna er sér-
staklega viðkvæm og öll nor-
rænu löndin standa frammi
fyrir hliðstæðum áskorunum
varðandi aðlögun og þátt-
töku.
Fjalla um ESB
Til viðbótar við jafnrétti
kynjanna, koma kosningar til
Evrópuþingsins til með að
vera í brennidepli á þema-
þinginu sem verður í Kaup-
mannahöfn 8. og 9. apríl.
Þingmennirnir munu fjalla
um Norðurlönd og ESB og
hvernig norrænu löndin skuli
starfa innan ESB eftir kosn-
ingarnar. Þingið verður hald-
ið í Kaupmannahöfn dagana
8.-9. apríl.
Kaupmannahöfn Við Nýhöfnina á fallegum degi.
Jafnrétti í norrænum brennidepli
Morgunblaðið/Sigurður Bogi