Morgunblaðið - 24.01.2019, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2019 7
Sálfræðingur
Skólaþjónusta Árborgar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi
áhuga á starfi í skólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla
á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, m.a. um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Sveitarfélaginu Árborg búa um
9500 íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- ráðgjöf til nemenda, foreldra og kennara, m.a. v/hegðunar- og tilfinningavanda barna
- þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik- og grunnskólum
- sálfræðilegar skimanir og greiningar
- fræðsla og námskeið fyrir foreldra, börn og starfsfólk skóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- kandidatspróf (cand. psych. gráða) í sálarfræði
- reynsla af starfi með börnum æskileg
- góðir skipulagshæfileikar
- hæfni í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, sími 480-1900, 852-3918. Áhugasamir geta sent umsóknir á
skolathjonusta@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði Árborgar v/sálfræðings, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til
31. janúar 2019. Miðað er við að ráðið verði í stöðuna frá 1. mars nk. eða eftir samkomulagi. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.
Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Starf rannsóknarlektors við handritasvið Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er laust til
umsóknar. Um er að ræða tímabundið fullt starf til
fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu
að þeim tíma liðnum. Umsækjendur skulu hafa
lokið doktorsprófi á rannsóknarsviði stofnunarinnar.
Ætlast er til að þeir geti með námsferli sínum,
starfsreynslu og ritverkum sýnt fram á kunnáttu í
handritafræðum og hafi næga þekkingu og reynslu
til að vinna að handritarannsóknum og textaúgáf-
um. Góð kunnátta í íslensku máli að fornu og nýju
er skilyrði; enn fremur er kunnátta í ensku og
dönsku eða öðru norrænu máli nauðsynleg og
frekari tungumálakunnátta er kostur. Gerð er
krafa um góða samskiptahæfni.
Rannsóknir á handritum og útgáfa texta eru
hornsteinar starfsins á handritasviði, en auk þess
er rannsóknarlektornum ætlað að taka þátt í
öðrum verkefnum sem unnið er að á sviðinu, svo
sem skráningu handrita og fornbréfa, fræðslu og
miðlun. Í starfinu er fólgin 40% rannsóknarskylda.
Áætlað er að ráða í starfið frá og með 1. september
2019.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna er
farið eftir ákvæðum laga um Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum nr. 40/2006 og reglu-
gerðar um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum nr. 861/2008.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ræki-
lega skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og vottorð um náms-
feril sinn og störf. Í umsókn skal koma fram hver
ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur
veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir.
Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk með
umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg
á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur
standa að ritverki skulu umsækjendur gera grein
fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt
að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækj-
endur hafa unnið að, hverju þeir vinna að sem
stendur og hver séu áform þeirra um rannsóknar-
verkefni ef af ráðningu yrði. Enn fremur er ætlast til
þess að umsækjendur láti fylgja nöfn og netföng
tveggja einstaklinga sem eru til þess bærir að veita
umsagnir um verk þeirra og hæfni.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara
og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar og skal umsókn-
um og fylgigögnum skilað í þríriti til Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum, Árnagarði við
Suðurgötu, 101 Reykjavík eða á rafrænu formi á
netfangið sigurborg.stefansdottir@arnastofnun.is.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum
tilkynnt um ráðningu í starfið þegar ákvörðun hefur
verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Guðvarður Már Gunnlaugsson,
stofustjóri handritasviðs (s. 525 4024,
gudvardur.mar.gunnlaugsson@arnastofnun.is).
Rannsóknarlektor
við handritasvið Árnastofnunar
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun
· Reynsla af starfi í leikskóla
kopavogur.is
Lækur er sex deilda leikskóli. Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum.
Lækur er vináttuleikskóli sem vinnur með Blæ-vináttuverkefni í samvinnu við Barnaheill. Allar deildir
vinna með námsefnið Lubbi finnur málbein. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í
góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.
Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, virðing og hlýja.
Ráðningartími og starfshlutfall
Starfið er laust nú þegar. Starfshlutfall er 100%
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun
· Reynsla af starfi í leikskóla
· Reynsla af stjórnun æskileg
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni
· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
· Gott vald á íslenskri tungu
· Góð tölvukunnátta
Nánari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.
Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags stjórnenda leikskóla en starfslýsingar má finna á http://ki.is
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Kristín Laufey Guðjónsdóttir leikskólastjóri, kristinlaufey@kopavogur.is sími 441 5900 / 840 2685
Guðrún Bjarnadóttir leikskólaráðgjafi, gudrunb@kopavogur.is sími 441 0000 / 860 9166
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Aðstoðarleikskólastjóri
í Læk