Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 VÉLVIRKI, BIFVÉLAVIRKI EÐA VANIR MENN Við leitum að vönum mönnum með reynslu af viðgerðum á lyfturum, vinnuvélum og/eða landbúnaðarvélum. Enskukunnátta og almenn tölvuþekking æskileg. VIÐ LEITUM EFTIR STARFSFÓLKI TIL AÐ SETJA UPP IÐNAÐARHURÐIR OG HILLUKERFI Okkur vantar laghenta starfmenn sem eru vanir smíðavinnu. SÖLUMAÐUR Við leitum að framtakssömum, metnaðarfullum og drífandi einstakling til framtíðarstarfa í söludeild. Reynsla af sölu mennsku, tölvuþekking og enskukunnátta nauðsynleg. Vegna mikilla anna leitum við eftir 4-5 nýjum starfsmönnum á verkstæði og söludeild Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn ásamt ferilskrá á netfangið gunnarbj@velaborg.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. mars. Vélaborg er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í alhliða þjónustu við verktaka og flutningsaðila. Meðal helstu umboða eru: Assa Abloy, Hyster, Ferrari, Sennebogen og Case. Í dag starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu. Járnháls 2–4, 110 Reykjavík www.velaborg.is sími: 414 8600 VELABORG.IS Bílstjóri óskast í sendibílaakstur Hraustur, þjónustulundaður og íslensku- mælandi með hreint sakavottorð. Fjölbreytt vinna, góður félagsskapur, nóg að gera. Meirapróf ekki nauðsynlegt. Vinnan er tvískipt. Annars vegar að rúlla stæðum inn í matvörubúðir á höfuðborg- arsvæðinu frá ca 6-9 og hinsvegar tilfallandi vinna á sendibílastöð. Unnið er frá ca 6-17 og þarf viðkomandi að geta skilað allavega 4 vöktum á viku og þar innifalin er önnur hvor helgi a.m.k. til hádegis. Tilvalið fyrir ungan mann sem sem vill kynn- ast sendibransanum eða reyndari bílstjóra. Æskilegur aldur ca 25-55 ára. Öllum umsóknum svarað. Að auki kemur til greina að ráða helgar- og íhlaupa bílstjóra. Frekari upplýsingar í síma 892 6363 og skutlari@gmail.com Kostir sérnáms Einstaklingsmiðuð námsáætlun Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins Hópkennsla hálfan dag í viku átttaka í rannsóknareða gæðastar Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi Helstu verkefni og ábyrgð Almennar lækningar og heilsuvernd Vaktþjónusta Nám samhliða star Rannsóknar og gæðastarf Hæfnikröfur Íslenskt lækningaley Að hafa lokið kandidatsári eða sambærilegu námi jög góðir samskiptahæleikar fagmennska og jákvæðni Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki Frumkvæði faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt Vandvirkni og samviskusemi Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu Íslenskukunnátta nauðsynleg Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Sérnámsstöður í heimilislækningum Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir lausar til umsóknar fjórar sérnámsstöður í heimilislækningum frá 15. ágúst 2019 eða eftir nánara samkomulagi Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019. Nánari upplýsingar veitir Elínborg Bárðardóttir kennslustjóri  51 5000 elinborg.bardardottir@heilsugaeslan.is. Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is). Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík Seltjarnarnesi osfellsumdæmi ópavogi arðabæ og Hafnarrði Heimahjúkrun roska og hegðunarstöð öngudeild sóttvarna og hælisleitenda eðheilsuteymum róunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðinámi fyrir heimilislækna á Íslandi. Námið er alls 5 ár og byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna og virkri handleiðslu mentors sem fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann. Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við mentor og kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Starfshlutfall er 100%. Skólastjóri Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar Djúpavogsskóli er sameinaður grunn- og tónskóli. Nýr skóla- stjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Djúpavogsskóli er heildstæður grunnskóli með ríflega 70 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli þaðan sem nemendum er ekið í skólabíl. Í tónskólanum í vetur eru um 35 nemendur. Skólinn er að taka fyrstu skrefin í innleiðingu á „Uppeldi til ábyrgðar“ auk þess sem skólinn, fyrstur skóla á Íslandi, er að innleiða hæglætisstefnuna Cittaslow inn í allt skólastarfið. Frekari upplýsingar má finna á: https://djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Grunnskoli/ og https://djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Tonskoli/ Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 475 íbúar. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðunni https://www.djupivogur.is Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku sam- kvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi. Helstu verkefni og ábyrgð: Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn- og tónskóla til framtíðar í samræmi við fræðslustefnu sveitar- félagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistar- skóla og lög og reglugerðir um grunn- og tónlistarskóla. Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir 1.-3. bekk frá 13:10–16:00. Menntunar- og hæfnikröfur: • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla. • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð og vilji til að taka þátt í þróun skólastarfs. • Hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður. • Reynsla í fjármálastjórnun kostur. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitar- félaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnar- aðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fús- lega frekari upplýsingar í síma 470-8700 og 843-9889. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.         !  "#$ !%&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.