Morgunblaðið - 16.02.2019, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 5
Fræðslufulltrúi
Vatnajökulsþjóðgarðs
Laust er til umsóknar starf fræðslufulltrúa Vatna jökulsþjóðgarðs. Um er að ræða nýtt starf til að fylgja
eftir fræðsluáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og uppbyggingarstarfi við miðlun upplýsinga. Starfið heyrir beint
undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins en því skal sinna frá einhverri af meginstarfsstöðum þjóðgarðsins
á landsbyggðinni; í Ásbyrgi, Mývatnssveit, á Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli eða
Kirkjubæjarklaustri.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þróa og framfylgja fræðsluáætlun þjóðgarðsins í samvinnu við þjóðgarðsverði/starfsfólk
• Umsjón með fræðslu fyrir gesti þjóðgarðsins og rekstraraðila í þjóðgarðinum
• Umsjón með skiltagerð og merkingum
• Umsjón með og samræmingu á útgáfu á vegum þjóðgarðsins
• Umsjón með vefssvæði og samfélagsmiðlum þjóðgarðsins
• Í starfinu felast m.a. ferðalög milli svæða þjóðgarðsins
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Leiðtogahæfni og frumkvæði til að hvetja aðra til árangurs
• Þekking og reynsla á starfsemi þjóðgarða, náttúru vernd og ferðamálum
• Reynsla af landvörslu, umhverfis- og náttúrutúlkun eða grenndarkennslu er kostur
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
• Nákvæmni, faglegur metnaður og skipulagsfærni
• Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Tölvufærni og geta til að vinna eftir verkferlum
• Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019. Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt
yfirlit um menntun og starfsferil. Hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019
Umsóknareyðublöð vegna starfsins eru á Starfatorgi
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Smáradóttir – ingibjorg@vjp.is – s 575 8403
Leikskólastjóri Holti
Reykjanesbær auglýsir starf leikskólastjóra við leikskólann Holt laust til umsóknar. Leikskólinn er
fjögurra deilda með um 95 börn á aldrinum tveggja til sex ára. Í skólanum er starfað í anda Reggio Emilia.
Einkunnarorð skólans eru gleði, virðing, sköpun og þekkingarleit.
Leikskólinn er staðsettur þar sem stutt er í skemmtileg og fjölbreytt útivistarsvæði. Útinámssvæði
er í nálægð skólans sem byggt var upp af leikskólum og grunnskólanum í hverfinu. Holt hefur verið
þátttakandi í Evrópusamstarfi Erasmus+ og eTwinning og hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi
verkefni. Leikskólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis
landlæknis. Holt hefur fjórum sinnum fengið Grænfánann.
Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur góða þekkingu á
leikskólastarfi.
Starfssvið
• Vera faglegur leiðtogi
• Bera faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi
leikskólans, stjórna daglegri starfsemi hans
og hafa forgöngu um mótun og framgang
stefnu leikskólans
• Vinna náið með starfsfólki að því að skapa
frjótt námsumhverfi þar sem vellíðan er tryggð
og styrkleiki hvers og eins fá að njóta sín
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s.
ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila
skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun
• Framhaldsskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Áhugi og reynsla í að leiða þróunarstarf
• Góðir samskipthæfileikar og
sveigjanleiki í starfsháttum
• Framsækni og vilji til að leita nýrra leiða
í skólastarfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2019.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum.
Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningarvef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir
Laus störf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar
ingibjorg.b.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is
Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf
laus til umsóknar:
kopavogur.is
Grunnskólar
Aðstoð í mötuneyti í Kópavogsskóla
Aðstoðarskólastjóri í Snælandsskóla
Deildarstjóri í Snælandsskóla
Forfallakennari í Hörðuvallaskóla
Skólaliði í Álfhólsskóla
Leikskólar
Deildarstjóri í Austurkór
Leikskólakennari í Arnarsmára
Leikskólakennari í Austurkór
Leikskólakennari í Baug
Leikskólakennari í Efstahjalla
Leikskólakennari í Læk
Leikskólasérkennari í Læk
Leikskólakennari í Sólhvörf
Leikskólasérkennari í Sólhvörf
Stjórnsýslusvið
Innheimtufulltrúi í ármáladeild
Velferðarsvið
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk
Umsóknir ásamt upplýsingum um störfin
eru á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is.
Laus störf
hjá Kópavogsbæ
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
200 mílur