Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 2

Morgunblaðið - 16.02.2019, Side 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 Körfuboltinn á sviðið þessa dagana og enn sýnir það sig hve gott skref það var að búa til eins konar bikarúrslitaviku með því að færa undanúrslit keppninnar í Laugardalshöllina. Veislan nær há- marki í dag þegar tvö allra bestu karlalið landsins í vetur mætast og vonandi tekst Stjörnunni einnig að búa til góðan úrslitaleik gegn ógn- arsterku liði Vals kvennamegin. Ekki er hægt að segja að allt hafi verið upp á 10 í Laugardals- höllinni í ljósi slagsmála stuðn- ingsmanna Stjörnunnar og ÍR í fyrrakvöld. Í annað sinn á skömm- um tíma varpa fáeinir svartir sauð- ir dökkum skugga á körfuboltann því aðeins er hálfur mánuður síð- an áhorfandi á Sauðárkróki beitti Kristófer Acox kynþáttaníði. Því miður virðist ekki takast að finna þann seka í því máli, sem vænt- anlega yrði þá refsað með að minnsta kosti löngu banni á leiki í Síkinu. Aðalsökudólg í átökum stuðningsmanna Stjörnunnar og ÍR ætti aftur á móti að vera auð- velt að finna af ljós- og sjónvarps- myndum og sjá til þess að viðkom- andi stundi sín slagsmál annars staðar, helst í einrúmi, og mæti ekki á fleiri körfuboltaleiki á næst- unni. Fjöldi sjálfboðaliða og starfsfólks, fyrir utan auðvitað leikmennina sem allt snýst um, sér til þess að bikarvikan í Höllinni sé sú skemmtun sem hún alla jafna er. Síðustu menn út úr Laug- ardalshöll í fyrrakvöld voru hins vegar landsliðsþjálfararnir Craig Pedersen og Finnur Freyr Stef- ánsson. Þeir virtust hafa margt að ræða eftir undanúrslitaleiki karla- liðanna enda skammt í að sumir þeirra leikmanna sem spiluðu þessa leiki mæti aftur í Höllina og spili fyrir Íslands hönd gegn Portú- gal næsta fimmtudagskvöld. Þar leikur Jón Arnór Stefánsson sinn kveðjulandsleik, 100. landsleikinn. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þýskaland Augsburg – Bayern München................ 2:3  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Staðan: Dortmund 21 15 5 1 54:23 50 Bayern Münch. 22 15 3 4 50:26 48 M’gladbach 21 13 3 5 41:21 42 RB Leipzig 21 11 5 5 38:18 38 E.Frankfurt 21 9 6 6 40:27 33 Leverkusen 21 10 3 8 37:32 33 Wolfsburg 21 9 5 7 32:30 32 Hertha Berlín 21 8 7 6 34:31 31 Hoffenheim 21 7 9 5 41:32 30 Werder Bremen 21 8 6 7 36:32 30 Mainz 21 7 6 8 23:33 27 Düsseldorf 21 7 4 10 25:39 25 Freiburg 21 5 8 8 29:37 23 Schalke 21 6 4 11 25:32 22 Augsburg 22 4 6 12 31:40 18 Stuttgart 21 4 3 14 17:47 15 Hannover 21 3 5 13 20:44 14 Nürnberg 21 2 6 13 17:46 12 B-deild: Sandhausen – Darmstadt ....................... 1:1  Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Sandhausen og lagði upp markið.  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Frakkland Nimes – Dijon........................................... 2:0  Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamanna- bekknum hjá Dijon. Belgía Standard Liege – Lokeren ..................... 3:1  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Lokeren. Danmörk SönderjyskE – AGF................................. 0:2  Eggert Gunnþór Jónsson sat á vara- mannabekknum hjá SönderjyskE. Tyrkland B-deild: Elazigspor – Genclerbirligi.................... 1:2  Kári Árnason lék allan leikinn með Genclerbirligi. Pólland Pogon Szczecin – Górnik Zabrze .......... 3:1  Adam Örn Arnarson lék allan leikinn með Górnik Zabrze. England Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: QPR – Watford ......................................... 0:1 Ítalía Juventus – Frosinone .............................. 3:0 Spánn Eibar – Getafe .......................................... 2:2 Lengjubikar karla A-deild, 2. riðill: Njarðvík – Víkingur Ó. ........................... 1:0 KSÍ birti ekki leikskýrsluna í gær. A-deild, 3. riðill: HK – Fjölnir ............................................. 1:2 Brynjar Jónsson 6. – Guðmundur K.Guð- mundsson 39., Ingibergur Sigurðsson 86. Fram – Afturelding................................. 1:3 Jökull Steinn Ólason – Andri Freyr Jón- asson, Ragnar Már Lárusson, Róbert Orri Þorkelsson. A-deild, 4. riðill: Víkingur R. – FH ..................................... 2:3 Rick Ten Voorde 63., Halldór Smári Sig- urðsson 66. – Jákup Thomsen 18., 82., Jón- atan Ingi Jónsson 77. KNATTSPYRNA Grill 66 deild kvenna Afturelding – Fram U.......................... 29:27 Staðan: Afturelding 15 12 1 2 389:306 25 ÍR 15 12 0 3 435:346 24 Fylkir 14 10 1 3 383:332 21 Valur U 14 9 1 4 392:332 19 FH 16 9 1 6 419:355 19 Fram U 16 9 1 6 424:376 19 Grótta 14 5 1 8 311:348 11 HK U 14 5 0 9 332:373 10 Fjölnir 15 5 0 10 384:402 10 Víkingur 16 2 0 14 304:423 4 Stjarnan U 15 1 0 14 290:470 2 Þýskaland B-deild: Dormagen – Hüttenberg .................... 21:20  Ragnar Jóhannsson skoraði 3 mörk fyrir Hüttenberg. Frakkland Chambray Touraine – Dijon ............. 24:25  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði ekki fyrir Dijon. Svíþjóð Kristianstad – Skuru........................... 22:26  Andrea Jacobsen skoraði 1 mark fyrir Kristianstad. Austurríki Aon Fivers – Schwaz........................... 31:26  Ísak Rafnsson var ekki í leikmannahópi Schwaz. HANDBOLTI Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen varð í gær heims- meistari í stórsvigi í Åre í Svíþjóð. Eftir góða fyrri ferð var Kristoffersen í þriðja sæti og mjakaði sér upp um tvö til viðbótar í frábærri seinni ferð. Kristoffersen er þekkt nafn eftir að hafa fengið silfur í greininni á síðustu Ólympíu- leikum. Fyrir fram bjuggust þó flestir við að heims- og ól- ympíumeistarinn Marcel Hirscher frá Austurríki myndi sigra en hann varð að gera sér silfrið að góðu. Kristoffersen státar af verðlaunum frá tvennum Ólymp- íuleikum en hafði aldrei fyrr unnið til verðlauna á heims- meistaramóti í alpagreinum. Sturla Snær Snorrason var eini Íslendingurinn sem komst í aðalkeppnina, hann varð í 20. sæti undankeppninnar í fyrradag. Sturla féll hinsvegar í fyrri ferðinni í gær eins og margir fleiri keppendur. Heimsmeistaramótinu lýkur um helgina. Í dag keppa all- ir átta Íslendingarnir, en þá er undankeppni í svigi karla og síðan aðalkeppnin í svigi kvenna. Íslensku konurnar fjórar fara allar beint í hana, án undankeppni. Að lokum er keppt til úrslita í svigi karla á morgun. sport@mbl.is Norskur sigur í stórsviginu í Åre AFP Sigri hrósandi Henrik Kristoffersen heldur stoltur um gullverðlaunin eftir stórsvigið í Svíþjóð í gær. NBA Gunnar Valgeirsson Í Los Angeles Stjörnuleikurinn í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram á morgun og að venju notum við tækifærið hér á Morg- unblaðinu að spá í málin á þessum tíma- mótum. Það skiptast á skin og skúrir í langri deildakeppninni, þótt erfitt sé fyrir margt stuðningsfólk að líta á úrslit ein- stakra leikja í lengra samhengi. Hár- missir og hækkandi blóðþrýstingur vegna tímabundinna erfiðleika uppá- haldsliða er óþarfur yfir langa deilda- keppnina. Meðalgeta liðanna jafnar sig út á endanum. Í Vesturdeildinni hafa t.d. bæði Gol- den State Warriors og Houston Rockets – þau lið sem við á þessum síðum spáð- um tveimur toppsætunum vestanmegin – átt erfiða kafla það sem af er, en und- irritaður er staðfastur í trúnni á að rjóminn mun fljóta á toppinn á end- anum í vor vestanmegin. Toppslagurinn spennandi í Austurdeildinni Hver hefð trúað því fyrir keppn- istímabilið að keppni liðanna í Aust- urdeildinni yrði meira spennandi og at- hyglisverðari en Vesturdeildar- slagurinn? Fimm jöfn og góð lið eru í daglegri baráttu um toppsætin og lík- legt er að sú staða vari út deildakeppn- ina, þótt Indiana Pacers muni sennilega gefa eftir á endanum eftir meiðsl besta leikmanns síns, Victor Oladipo. Mikið var um pælingar í leik- mannaskiptum hjá NBA-liðunum und- anfarnar vikur, en í síðustu viku lokaðist fyrir gluggann svokallaða fyrir leik- mannaskipti þetta keppnistímabil. Í Austurdeildinni er augljóst að for- ráðamenn þriggja af fjórum topp- liðunum – Toronto, Milwaukee, og Philadelphia – reyndu allir að styrkja lið sín fyrir lok gluggans, enda hafa nú opn- ast tækifæri fyrir þessi lið að komast í lokaúrslitin eftir að LeBron James fór til Los Angeles. Lið hans í Austurdeild- inni höfðu komist í lokaúrslitin síðustu átta árin. „Þessi lið núna vita að þau eiga betra tækifæri eft, þurfa ekki að yfirbuga Cle- veland lengur í úrslitakeppninni. Þau þurfa ekki að eiga við mig lengur, sagði James um síðustu helgi í viðtali. „Það var gaman að fylgjast með leik- mannaskiptunum síðustu dagana, enda verða þetta hörkuviðureignir í undan- úrslitunum og úrslitunum í Austurdeild- inni.“ Philadelphia 76ers fórnaði há- skólavalrétti og ungum bakverði fyrir framherjann Tobias Harris frá LA Clip- pers, en bæði hann og Jimmy Butler eru með lausan samning í sumar. Ljóst er að forráðamenn liðsins ætla sér ekkert að bíða lengur eftir að stjörnuleikmennirnir Joel Embiid Ben Simmons leiði liðið í lokaúrslitin. Hann hefur átt góða byrjun og fellur vel inn í leik liðsins. Toronto Raptors fyllti skarðið í mið- herjastöðunni með því að ná í Marc Ga- sol frá Memphis Grizzlies. Eftir að hafa fengið Kawhi Leonard – sjálfsagt í eitt ár áður en að hann ákveður að fara til annars hvors Los Angeles-liðsins – er ljóst að á þeim bænum ætla menn sér ekki að halda aftur af sér. Gasol hefur einnig byrjað mjög vel og á eftir að vera lykilmaður fyrir liðið það sem eftir er af tímabilinu. Á síðasta klukkutíma leikmannaskipt- anna ákvað framkvæmdastjóri Milwau- kee Bucks að fara í veiðina líka og hann landaði skyttunni Nikola Mirotic frá New Orleans Pelicans. Með þessu var topplið Austurdeildarinnar enn sterkara. Við hér á Morgunblaðinu spáðum Boston toppsætinu í Austurdeildinni, en eins og staðan er nú þætti það gott ef lið- ið næði í þriðja sæti í lok deildakeppn- innar. Boston tók ekki þátt í neinum al- varlegum samningaviðræðum um leikmannaskiptin fyrir lok gluggans. Danny Ainge, framkvæmdastjóri Bost- on, og eigendur liðsins hafa að sögn ákveðið að leikmannahópur liðsins eins og hann er nú sé nógu góður til að vinna sigur í Austurdeildinni. Lítið um hreyfingar vestanmegin Málin horfa dálítið öðruvísi við í Vest- urdeildinni, þar sem fæstir fram- kvæmdastjórar sáu ástæðu að fórna framtíð liða sinna – aðeins til að tapa fyrir Golden State í úrslitakeppninni. Ekkert af toppliðunum fór í alvarleg leikmannaskipti fyrir lok leikmanna- Hörkubarátta fjögurra liða í  Að vanda elta allir Golden State Warriors í Vesturdeildinni Mikilvægur Spænski miðherjinn Marc G Raptors sem er með næstbesta árangur Nokkrir íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu voru á ferðinni með liðum sínum í Evrópu í gær. Rúrik Gíslason átti stoðsendingu þegar Íslend- ingaliðin Sandhausen og Darmstadt mættust í þýsku B-deildinni. Mark Sandhausen kom eftir hornspyrnu Rú- riks sem lék allan leikinn og það gerði Guðlaugur Victor Pálsson einnig hjá Darmstadt. Darmstadt er í 13. sæti, sex stigum frá fallsvæðinu, en Sand- hausen er í 16. sæti sem er fallsæti með 17 stig. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af tuttugu og tveimur. Miðherjinn reyndi Kári Árnason og samherjar hans í Genclerbirligi unnu langþráðan sigur er liðið lagði Ela- zigspor á útivelli, 2:1, í B-deild Tyrk- lands. Kári lék all- an leikinn hjá Genclerbirligi sem var í afar góðum málum um áramót- in og með fínt for- skot á toppi deildarinnar. Liðið tapaði hins vegar fyrstu fjórum leikjum sín- um á nýju ári, fyrir leikinn í gær, og sigurinn því kærkominn. Genclerbir- ligi er nú í öðru sæti deildarinnar með 44 stig, tveimur stigum minna en topp- liðið Denizlispor. Augsburg tókst að skora tvö mörk gegn þýsku meisturunum Bayern München í Bundesligunni í gær þótt Alfreðs Finnbogasonar njóti ekki við vegna meiðsla. Bayern sigraði 3:2 eftir að Augsburg komst yfir 2:1. Ari Freyr Skúlason lék allan tímann hjá Lokeren sem tapaði 3:1 fyrir Standard Liege í Belgíu en markið kom eftir hornspyrnu Ara. Lokeren er í miklu basli í neðsta sæti deildarinnar. Stoðsendingar hjá Rúrik og Ara Rúrik Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.